Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 42

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ B andarískir fjölmiðlar keppast nú við að leggja mat á fyrstu 100 daga George W. Bush í embætti forseta og sýnist sitt hverjum. Það er hins vegar athyglisvert að eitt af því sem einkennir þessa fyrstu embættisdaga nýja forsetans er að hann hefur verið mun minna í sviðsljósinu en for- veri hans, Bill Clinton, var þeg- ar hann var nýfluttur í Hvíta húsið. Komst Clinton þó þangað með ágætum stuðningi lands- manna, en Bush átti í mesta basli með að hreppa embættið. Það hefði því mátt ætla að Bush yrði umdeildari og fréttaflutn- ingur af hon- um meiri en af forver- anum. Síðasta dag aprílmánaðar voru birtar niðurstöður könn- unar, sem sýna svart á hvítu að umfjöllun um Bush fyrstu emb- ættisdagana var 41% minni en umfjöllun um forvera hans á sama tímabili. Könnunin náði reyndar aðeins til fyrstu 60 daganna, en var unnin á sama hátt og könnun á umfjöllun um Clinton fyrir 8 árum, þ.e. skoð- aðar voru fréttir sömu frétta- stofa sjónvarpsstöðva, flett upp í sömu dagblöðunum og frétta- tímaritunum og svo framvegis. Fólkið sem vann könnunina kann til verka, en það stendur að Verkefni um vandaða blaða- mennsku, í tengslum við blaða- mannaskóla Kólumbíuháskóla og Harvardháskóla. Og fólk sem vill veg blaðamennsku sem mestan er ekki mjög hrifið af því hvernig fjölmiðlar hafa stað- ið sig í umfjöllun um Bush. Í vikunni birtist t.d. grein í dag- blaðinu Sacramento Bee í höf- uðborg Kaliforníu eftir koll- egana Bill Kovach og Tom Rosenstiel, en þeir hafa ritað saman bók um blaðamennsku, auk þess sem Rosenstiel stýrir Verkefni um vandaða blaða- mennsku. Í greininni segja þeir að al- menningur viti mun minna um ríkisstjórn Bush en eðlilegt sé eftir þriggja mánaða veldistíma. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeirri óljósu mynd sem birt- ist alþjóð, þegar jafnvel öfl- ugustu dagblöð landsins haldi nánast að sér höndum í umfjöll- un um forsetaembættið. Þeir vísa til að könnunin hafi m.a. náð til stórblaðanna New York Times og Washington Post, sem og fréttatímaritsins Newsweek. Newsweek hefur af ein- hverjum ástæðum kosið að fjalla 59% minna um fyrstu daga Bush en fyrstu daga Clint- on. Hverju sætir? spyrja þeir Kovach og Rosenstiel. Er Bush kannski leiðinlegur? Eru stefnu- mál hans ekki jafn djörf og Clintons? Er Bush kannski í fel- um á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, til að forðast umfjöllun? Blaðamennirnir tveir hafna þessum skýringum og benda á að Bush hafi ferðast meira fyrstu daga sína í embætti en margur forveri hans og hann hafi kosið að stjórna af áræði, líkt og meirihluti þjóðarinnar hefði veitt honum umboð til hugmyndafræðilegra breytinga. Og auðvitað er það hárrétt hjá blaðamönnunum að fyrstu dagar Bush í embætti kölluðu á alls konar fréttaskýringar og greinar, sem enn bólar ekkert á. Hann náði ekki meirihluta greiddra atkvæða og þurfti Hæstarétt Bandaríkjanna til að höggva á hnút kosningaklúðurs- ins. Og sá Hæstiréttur, sem er pólitískt skipaður, klofnaði í af- stöðu sinni, líkt og þjóðin. Svo mjótt var á mununum að Bush hefði ekki átt nokkra möguleika á embættinu ef Ralph Nader hefði setið heima og sá fær nú að heyra það frá demókrötum daginn út og inn. Aðstæður þegar Bush tók við embætti voru allar með þeim hætti, að blaðamenn hefðu átt að hafa úr nógu að moða. Þeir Kovach og Rosenstiel benda til dæmis á, að á leiðarasíðum og í bréfum lesenda sé þetta áhuga- leysi ekki að finna. Þetta eru einu síðurnar í bandarísku stór- blöðunum þar sem umfjöllun er jafn mikil um Bush nú og var um Clinton fyrir 8 árum. Þetta túlka greinarhöfundar svo, að mikil umræða sé í þjóðfélaginu um forsetann og stefnumál hans. Sú umræða skili sér hins vegar ekki í fréttaskýringum, t.d. um hvaða áhrif helstu stefnumál hans hafi á hag al- mennings. Fyrstu tvo mánuði hans í embætti voru frásagnir af því tagi helmingi færri í bandarísku fréttamiðlunum en þegar Clinton var í Hvíta hús- inu. Og sem dæmi má nefna að greinar um ríkisbúskapinn sner- ust meira um hvernig Bush færi að því að fá þingið til að sam- þykkja fjárveitingar en hvernig þær ákvarðanir snertu almenn- ing. Þrátt fyrir allt eru ekki liðnir nema rúmir hundrað dagar frá því að Bush tók við völdum og því allt eins líklegt að fjölmiðlar taki við sér eftir slaka byrjun, þar sem aðallega var fjallað um hvort nýi forsetinn réði við starfið, en væntingar til hans voru litlar í upphafi. Kannski veita fjölmiðlar um síðir svör við þeim spurningum, sem Kov- ach og Rosenstiel telja að hljóti að brenna á bandarískum al- menningi: Hvaða breytingar verða gerðar í kjölfar kosn- ingaklúðursins? Hverjar verða afleiðingar þess að forsetinn stjórnar eins og hann hafi mik- inn meirihluta þjóðarinnar á bak við sig? Hvernig stendur á því að Bush birtist almenningi nú sem heittrúaður íhalds- maður, eftir að hafa gefið aðra mynd af sér í kosningabarátt- unni? Frétta- skortur? Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeirri óljósu mynd sem birtist alþjóð, þegar jafnvel öflugustu dagblöð landsins haldi nánast að sér höndum í umfjöllun um forsetaembættið. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu EITT það allra vin- sælasta sem ferða- menn taka sér fyrir hendur, þegar þeir leggja land undir fót, er að heimsækja fal- lega garða. Nafn eins og Versalir, sem Lúð- vík 14. lét byggja og rækta á sínum tíma, er eitt þekktasta dæmi sem kemur upp í hug- ann. Þann garð heim- sækja a.m.k nokkrar milljónir ferðalanga ef ekki tugir milljóna á ári hverju. Reyndar er að finna menjar um miklu eldri garða, m.a. frá tíð Forn-Egypta sem voru uppi fyrir 2–3.000 árum. Garðar hafa því fylgt manninum í þúsundir ára og voru til löngu áður en landnám hófst hér á Íslandi. Þrátt fyrir að við getum ekki stát- að af neinum hallargörðum, eða það- an ef eldri menjum eru til örfáir merkilegir garðar hér á landi sem kannski eru ekki taldir nema á fingrum annarrar handar. Þessir garðar verða til um aldamótin 1900 þegar þjóðmenning er að vakna í vit- und landsmanna og sjálfstæðisbar- áttan í hávegum. Einn sá almerkilegasti þessara garða er Skrúður í Dýrafirði, sem verður til á þeim tíma þegar mögu- leikar til ræktunar á Íslandi eru nær alls ókannaðir. Hið sterka svipmót Skrúðs er einstakt hér á landi og vekur óneitanlega upp margar spurningar. Undanfarin ár hefur starfað áhugahópur, sem hefur að markmiði að tryggja framtíðarfjárhag garðs- ins Skrúðs. Reyndar var svo komið fyrir einum 8–9 árum, þegar áhuga- menn hófust handa við endurnýjun Skrúðs, að í óefni stefndi um framtíð hans. Tilgangur ráðstefn- unnar, sem haldin verður um Skrúð í Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Íslands, á sunnudaginn kemur kl. 14:30, er annars vegar að kynna gersemar garðsins undir leiðsögn hæfustu fyrirlesara og sérfræðinga, hvers á sínu sviði. Hins vegar er tilgangurinn að afla fjár til að stykja starf og viðhald garðsins og í því skyni verður boðið upp á kaffiveitingar á 1.500 kr. og um leið gefst gestum færi á að kynn- ast þessum merkilega garði, ef til vill frá nýju sjónarhorni. Margir hafa aldrei séð garðinn en geta á ráðstefnunni kynnst þeim einstöku perlum og sérkennum sem garður- inn hefur upp á að bjóða. Vonandi getur ráðstefnan einnig orðið hvati til þess að fleiri heimsæki Skrúð á sumri komanda og bætist í þann 4– 5.000 manna hóp sem kemur þar við á ári hverju, því að auðvitað jafnast ekkert á við raunverulega upplifun. Upplifun þar sem hægt er að nema öll helstu sérkenni eldri klassískrar garðalistar, hríslandi læk og líklega einn elsta gosbrunn á landinu, fjöl- breyttan gróður í fastmótuðu skipu- lagi og margt fleira mætti nefna. Á dagskrá ráðstefnunnar mun m.a. Óli V. Hansson, fyrrv. garð- yrkjuráðunautur, fjalla um berja- runna. Jóhann Pálsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, skoðar með fundargestum nýjan skógar- búa. Þá mun Kristinn H. Þorsteins- son, form. Garðyrkjufélags Íslands, fjalla um reyniviðinn sem er ríkjandi trjátegund í garðinum. Þá mun Jón H. Björnsson landslagsarkitekt fjalla um gosbrunna í íslenskri garðlist. Í kaffihléi munu Skrúðstónar líða um Mörkina úr hornum Guðna Franzsonar tónlistarmanns og í kjölfarið hefst þáttur Hafsteinn Hafliðason, umhverfisstjóra Ár- borgar, þar sem hann fjallar um matjuraræktun, sem í raun var meg- intilgangur séra Sigtryggs þegar hann stofnaði til garðsins, þ.e.a.s. að kenna mönnum að meta og rækta sjálfir matjurtir. Að lokum mun Sig- ríður Hjartar, fyrrverandi form. Garðyrkjufélags Íslands, fjalla um þau merkilegu hvalbein sem eru í Skrúði, og með vissum rökum færa Skrúð skörinni hærra en Versali Loðvíks, þar sem engin slík er að finna í Frans. Þrátt fyrir að mikil vinna hafi á undanförnum árum verið lögð í end- urnýjun garðsins og að verulegu leyti í sjálfboðaliðastarfi er framtíð Skrúðs engan veginn borgið. Nú mun reyna á vilja og þann stuðning sem við vonum að sé að finna meðal ræktunarmanna, fyrrverandi nem- enda á Núpi og þeirra sem eiga taugar vestur og er annt um að varð- veita það besta úr menningu síðustu aldar. Verið velkomin á Skrúðsmót. (Þjóð)garðurinn Skrúður Brynjólfur Jónsson Höfundur er skógfræðingur og for- maður framkvæmdasjóðs Skrúðs. Ræktun Hið sterka svipmót Skrúðs, segir Brynj- ólfur Jónsson, er ein- stakt hér á landi. ÞORGILS Ámunda- son rekstrarhagfræð- ingur, sem starfar við fjármálaráðgjöf, skrif- ar mjög villandi grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallar um er- lendar fjárfestingar líf- eyrissjóðanna. Því mið- ur er greinin full af misskilningi og rang- hugmyndum. Því er nauðsynlegt að leiðrétt- ing komi fram sem allra fyrst. Þorgils telur að líf- eyrissjóðirnir, með er- lendum fjárfestingum sínum, beri höfuð- ábyrgð á veikingu íslensku krónunn- ar. Þessi fullyrðing stenst engan veg- inn. Lífeyrissjóðirnir hafa lítið fjárfest erlendis á þessu ári. Ýmis tíð- indi í efnahagsmálum skýra veikingu krónunnar, s.s. mikill viðskiptahalli, samdráttur í veiðiheimildum sem ákveðinn var fyrir þetta fiskveiðiár og yfirstandandi sjómannaverkfall sem nú hefur varað á annan mánuð. Jafnframt berst markaðinum orð- rómur um frekari skerðingu afla- heimilda á næsta fiskveiðiári. Í sjálfu sér nægja þessir áhrifaþættir einir og sér til þess að stuðla að veikingu krónunnar. Það er því af og frá að lífeyrissjóð- irnir beri ábyrgð á lækkun krónunn- ar. Á árinu 1999 fjárfestu lífeyris- sjóðirnir umtalsvert erlendis en á sama tíma styrkist íslenska krónan verulega og sama þróun hélt áfram fram á vor á árinu 2000. Síðan hefur dregið úr fjárfestingum lífeyris- sjóðanna erlendis en á sama tíma hefur krón- an haldið áfram að veikjast. Veiking ís- lensku krónunnar er flóknara mál en svo að hægt sé með einfaldri fjármálaráðgjöf að gera lífeyrissjóðina að blóra- böggli fyrir því hvernig komið er, enda á ferð- inni fáranleg fullyrðing sem stenst enga skoð- un. Þorgils telur eðli- legra að lífeyrissjóðirn- ir fjárfesti alfarið í innlendum verð- bréfum, og tiltekur þar sérstaklega ríkisskuldabréf, frekar en að festa hluta af eignum sínum í erlendum verðbréfum. Fjárfestingar lífeyris- sjóðanna erlendis eru til þess ætlaðar að dreifa áhættu í verðbréfasafni sjóðanna til lengri tíma þannig að sjóðirnir séu ekki eingöngu háðir af- komu íslensks sjávarútvegs heldur geti dreift áhættu sinni með fjárfest- ingum í atvinnugreinum annarra þjóða. Þess má jafnframt geta að eigna- samsetning íslensku lífeyrissjóðanna er frábrugðin því sem þekkist í þeim löndum sem framarlega standa í líf- eyrismálum í Evrópu að því leyti að hlutabréf eru hér lægra hlutfall eigna en víða erlendis. Sama á við ef litið er til lífeyrissjóða í Bandaríkjunum. Erlendar fjárfestingar lífeyris- sjóðanna eru dreifðar milli mynta og landsvæða samkvæmt alþjóðlegum vísitölum. Það er því beinlínis rangt að gefa í skyn að verulegur hluti fjár- festinga sjóðanna erlendis sé í jap- önskum hlutabréfum, eins og gefið er í skyn í greininni þar sem reiknuð er verðmætisrýrnun japanskra hluta- bréfa frá árinu 1988. Ef íslensku líf- eyrissjóðirnir hefðu hins vegar haft heimildir til erlendra fjárfestinga frá árinu 1988 hefðu fjárfestingar þeirra tvö og hálffaldast og ef miðað er við alþjóðlega heimsvísitölu hlutabréfa náð ávöxtun sem samsvarar 7-8% ár- legum vöxtum á dollar og hefur þá ekki verið tekið tillit til styrkingar dollar gagnvart íslensku krónunni á fyrrgreindu tímabili. Íslensku lífeyrissjóðirnir fengu heimildir til fjárfestinga erlendis á árinu 1994. Þrátt fyrir að hlutabréfa- verð hafi lækkað á síðasta ári er ávöxtunin vel yfir vöxtum af innlend- um ríkisskuldabréfum á viðmiðunar- árunum 1994 til 2000. Þannig liggur fyrir að lífeyrissjóðirnir hafa náð mun betri ávöxtunarárangri með fjárfestingum sínum í innlendum og erlendum hlutabréfum að hluta en ef eingöngu hefði verið fjárfest í ís- lenskum verðbréfum með ríkis- ábyrgð. Fimm ára meðalraunávöxt- un lífeyrissjóðanna upp á ríflega 7% segir í raun allt sem segja þarf. Undarleg fjár- málaráðgjöf Hrafn Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir Það er því af og frá, segir Hrafn Magnússon, að lífeyrissjóðirnir beri ábyrgð á lækkun krónunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.