Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 57 GÖNGUSTUND verður á þriðju- dögum í maí og júní 2001 og verður lagt af stað kl. 10:30 frá Fella- og Hólakirkju. Göngustundin er í um- sjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Fyrsta göngustundin er 8. maí nk. Gangan er ætluð fólki á öll- um aldri; ungum konum og körlum, með eða án barna, ömmum og öfum og aldurshópnum þar á milli. Gengið verður hvern þriðjudag, nema ef af- takaveður er, þá hreyfum við okkur í safnaðarheimilinu. Áætlað er að útiveran sé í einn tíma en safnaðar- heimilið verður opið kl. 10–12 þessa daga þar sem boðið verður upp á kaffi og djús. Í göngustundunum er ætlunin að huga að líkama og sál, staldra við og hugleiða og ræða um tilveruna og lífið og eiga gott samfélag. Af og til koma gestir og fræða göngumenn um ýmislegt. Þátttakendur eru beðnir að klæða sig eftir veðri og ekki gleyma að hafa góða skapið með. Nánari upp- lýsingar eru veittar í síma 557 3280. Fella- og Hólakirkja. Uppskeruhátíð barnastarfs Dómkirkjunnar UPPSKERUHÁTÍÐ Dómkirkjunn- ar verður sunnudaginn 6. maí. Há- tíðin hefst á fjölskylduguðsþjónustu kl. 13:00. Miðborgarpresturinn Jóna Hrönn segir sögu, fuglinn Konni ætlar að þakka fyrir veturinn og börnin úr barnastarfi Dómkirkjunn- ar gegna ýmsum hlutverkum. Bolli P. leiðir guðsþjónustuna. Að lokinni athöfn er kirkjugestum boðið að koma upp að Reynisvatni, sem er kjörlendi fyrir fjölskylduna. Þar verður hægt að veiða, fara á hestbak og Bolli ætlar að sýna hvað hann er flinkur að grilla og mun vissulega njóta þar dyggrar aðstoð- ar. Fólki er frjálst að fara á sínum eigin farartækjum upp að vatninu, en það verður líka rúta frá Dóm- kirkjunni kl. 14:00 fyrir þá, sem vilja það. Það er best fyrir alla að taka með sér góðan klæðnað og veiðigræjur til kirkju, því þá er hægt að leggja beint af stað eftir at- höfnina. Dómkirkjan og Reynisvatn eru hvor um sig fallegir staðir, sem geta hæglega sameinað fólk á öllum aldri. Megi góður Guð gefa okkur sæluríkan fjölskyldudag hinn 6. maí. Verið velkomin. Samlestrar í kennslustofu Hafnarfjarðarkirkju NÆSTKOMANDI laugardags- morgna í maí frá kl. 10.30–11.30 fara fram samlestrar og samræður í Odda, kennslustofu Hafnarfjarðar- kirkju í Strandbergi, um bókina „Segðu mér hvert“ eftir þýska prestinn og heimspekinginn dr. Jörg Zink. Þar er fjallað um spurn- ingar og vandamál uppvaxandi fólks og leitað svara við þeim út frá sí- gildum boðskap kristni og nokkurra þeirra manna á fyrri öld sem með lífi sínu, vitnisburði og verkum drógu fram þýðingarmikla þætti þess boðskapar, er varða mannrétt- indi, lífsvirðingu og lífsþjónustu, eins og Martin Luther King, móðir Theresa og þeir aðilar, sem sett hafa upp samkirkjulega miðstöð og athvarf í Taize í Frakklandi. Jörg Zink er þekktur og og vin- sæll rithöfundur og fjölmiðlamaður í heimalandi sínu og víðar, m.a. sem ötull talsmaður samkirkjulegs starfs, friðarbaráttu og umhverfis- verndar. María Eiríksdóttir kennari hefur þýtt þessa merku bók og leiðir þessa samlestra og umræður, sem eru öllum opnar sem áhuga kunna að hafa fyrir þeim. Fyrsti samlest- urinn fer fram í dag 5. maí. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Safnaðarferð Neskirkju SAFNAÐARFERÐ Neskirkju verður sunnudaginn 6. maí og verð- ur farið í Vatnaskóg. Að þessu sinni verður lögð áhersla á að fá þátttak- endur úr öllu starfi kirkjunnar, jafnt unga sem aldna. Byrjað verður með helgistund kl. 11:00 í Neskirkju og síðan haldið í Vatnaskóg með rútum. Í Vatnaskógi er mjög góð aðstaða jafnt úti sem inni sem gefur möguleika á fjöl- breyttri dagskrá. Meðal annars verður boðið upp á gönguferð, rat- leik, báta, kyrrðarstund í kapellu, föndur, fræðslu, söngstund, leiki og andlitsmálun. Boðið verður upp á grillaðar pyls- ur, gos og kaffi fyrir heimferð. Heimkoma er áætluð kl. 16:00. Allir velkomnir. Vormessa Álftfirð- ingafélagsins Á MORGUN, sunnudag, kl. 14 messar sr. Jakob Agúst Hjálmars- son í Dómkirkjunni í tilefni af vor- samkomu átthagafélags Álftfirðinga vestra. Á eftir verður samvera í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Súðvíkingar og aðrir Álftfirðingar sem búa eða eru staddir á suðvest- urhorninu eru hvattir til að koma til þessa fagnaðar og njóta samverunn- ar og góðra veitinga. Kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar KVENFÉLAG Háteigssóknar verður með með kaffisölu í safn- aðarheimili kirkjunnar á sunnudag og hefst hún kl. 14:00. Gengið er inn um aðaldyr safnaðarheimilisins að norðan (Esjumegin). Á umliðnum árum hafa kven- félagskonurnar verið ötular og fórn- fúsar við að afla fjár til að prýða kirkju og safnaðarheimili og sér þess víða merki. Á síðastliðnu ári gáfu þær flygil til notkunar í að- alsafnaðarsal. Félagsstörfin einskorðast hins vegar engan veginn við fjáraflanir, fyrirferðarmeiri er ýmis menning- ar-, félags- og líknarstarfsemi, sem fram fer á fundum eða í kyrrþey, sem ég vil þakka af heilum hug. Ég hvet Háteigssöfnuð og hollvini Háteigskirkju til að sýna samstöðu með kvenfélaginu og styrkja það til góðra verka með því að koma með gesti sína á sunnudaginn. Tómas Sveinsson, sóknarprestur. Hestamanna- messa í Seljakirkju SUNNUDAGINN 6.maí verður kallað til messað að vanda í Selja- kirkju. Nokkuð verður brugðið út af venju og segja má að helgihald sunnudagsins hefjist við hesthúsin í Víðidal klukkan 13.00. Þar verður safnast saman og síðan riðið fylktu liði að Seljakirkju til messu er hefst kl. 14.00. Við kirkjuna verður reist hestagirðing og þar hægt að geyma hrossin meðan á messu stendur. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar í guðsþjónustunni, karlakvartett syngur og leiðir söng, organisti er Gróa Hreinsdóttir. Áður en haldið verður heim á leið verður kirkju- gestum boðið upp á kaffi, djús og kleinur í kirkjumiðstöðinni. Hestamenn, karlar og konur, eru hvattir til að slást í hópinn. Sameina þannig tómstundagaman og þátt- töku í helgihaldi kirkjunnar. Börnum í Mos- fellsbæ boðið á leiksýningu AÐ ÞESSU sinni lýkur barnastarfi kirkjunnar í Lágafellssókn með leiksýningu. Stopp-leikhópurinn kemur í heimsókn og sýnir okkur leikritið um óskirnar tíu. Leiksýningin er á morgun, sunnu- dag og byrjar kl. 11:15 í safnaðar- heimili Lágafellssóknar (beint á móti Nóatúni), Þverholti 3, 3 hæð. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20–23. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.30 opin æfing fyrir stráka f. 1994 og eldri sem vilja ganga í barnakórinn Litla lærisveina. Kl. 11 opin æfing fyrir stelpur f. 1994 og eldri sem vilja ganga í barnakórinn Litla lærisveina. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Göngustund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.