Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Læknisfræði Síþreyta leggst einkum á konur Lífshættir Hófleg drykkja hjálpar hjartveikum Rannsóknir Taka ber tillit til kynjamunar Geðhvörf Sagt frá nýjum rannsóknumHEILSA Spurning: Ég er kona á sjötugs- aldri og hef þjáðst af síþreytu í nokkur ár. Hún leggst bæði á líkama og sál en mín reynsla er sú að almennt skorti mjög á það að fólk hafi skiln- ing á þessum sjúkdómi. Ég hef notað bæði lyf og náttúrulyf en þau hafa engum árangri skilað. Hvað er vitað um síþreytu og getur læknirinn gefið mér einhver ráð í glímu minni við þennan sjúkdóm? Svar: Síþreyta er frekar óljós sjúkdómsmynd sem hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum. Um orsakir þessa sjúkdóms er ekkert vitað með vissu og allar tilraunir til að finna skýringu hafa misheppnast. Að ýmsu leyti minna einkennin á sýkingu en eftir viða- miklar rannsóknir á fjölda sjúk- linga verður að telja nokkuð öruggt að hvorki sé um að ræða sýkingu af völdum veira né sveppa. Helstu einkennin eru stöðug þreyta sem getur byrjað nokkuð skyndilega og stendur vikum eða mánuðum saman, hitavella (allt að 38,5°), mikil svitamyndun, særindi í hálsi, stækkaðir og aumir eitlar, verkir í vöðvum eða beinum, höf- uðverkur, liðverkir og svefntrufl- anir. Margir þessara sjúklinga fara snemma að sofa og vakna seint en eru þó þreyttir. Ekki þurfa öll þessi einkenni að vera til staðar hjá sama sjúklingi. Stundum kemur síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er ekki nærri því alltaf. Sumir hafa talið síþreytu stafa af sjúkdómi í miðtaugakerfi, bandvef og vöðvum en aðrir að sjúkdómurinn sé aðallega af sál- rænum toga. Svo mikið er víst að margir sjúklingar með síþreytu eru þunglyndir en flest bendir til að það sé afleiðing af þessu slæma líkamlega ástandi, frekar en orsök. Sjúklingar með síþreytu þurfa oft á uppörvun að halda og að fólk í umhverfi þeirra viðurkenni að um sjúkdóm sé að ræða. Síþreyta (chronic fatigue syn- drome) og vefjagigt (fibromyalgia) tengjast oft, sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Hver sem orsök síþreytu og vefja- gigtar kann að vera er hér um að ræða sjúkdóma sem eru algengir og geta valdið miklum óþægindum og stundum fötlun. Ef tekið er mið af bandarískum tölum gætu 3-6 þúsund Íslendingar verið með sí- þreytu eða vefjagigt en ég veit ekki til þess að algengi þessara sjúk- dóma hafi verið rannsakað hér á landi. Sjúkdómurinn hrjáir einkum konur á barneignaaldri, þó svo að börn, karlmenn og aldraðir geti einnig orðið fyrir barðinu á honum. Síþreyta og vefjagigt eru lang- vinnir sjúkdómar sem einkennast af útbreiddum verkjum í bandvef og vöðvum, þreytu og aumum blettum á vissum stöðum á lík- amanum. Sumir sjúklinganna þjást einnig af svefntruflunum, morg- unstirðleika, iðraólgu, þunglyndi, kvíða eða annarri vanlíðan. Sumir lýsa óþægindunum eins og lang- varandi flensu (án sótthita) sem ekki vill gefa sig. Sjúkdómsgreining er erfið vegna þess að fátt eitt einkennir þessa sjúkdóma og greining bygg- ist því aðallega á að útiloka annað. Sumir sjúklingar með síþreytu eða vefjagigt hafa gengið í gegnum erf- itt ferli með óteljandi rannsóknum hjá ýmsum læknum þar sem ekk- ert sérstakt finnst og fá þá tilfinn- ingu að lokum að þetta sé allt kannski bara ímyndun og þeim sjálfum að kenna. Síþreyta og vefjagigt geta versnað við líkamlega eða andlega streitu, lélegan svefn, slys, andleg áföll eða kalt og rakt umhverfi. Stundum batnar ástandið við það að létta á streitu eða bæta svefn en getur komið aftur ef aðstæður versna. Oft er nóg að útskýra mál- in fyrir sjúklingnum og hughreysta hann en það sem gefst venjulega best eru hæfileg líkamsþjálfun, sjúkraþjálfun og þunglyndislyf og að fá sjúklinginn til að halda áfram vinnu. Það getur verið erfitt að fá auman og þreyttan sjúkling til að stunda líkamsþjálfun og nauðsyn- legt er að byrja rólega, t.d. með sundi og stuttum gönguferðum, og síðan er hægt að bæta við þjálf- unina hægt og sígandi. Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt gagn af líkamsþjálfun hjá sjúkling- um með vefjagigt eða síþreytu. Sjúkraþjálfun með nuddi, heitum bökstrum, teygjuæfingum og fleiru hentar sumum vel. Venjuleg verkjalyf gera yfirleitt ekki gagn og róandi lyf á alls ekki að nota en væg þunglyndislyf í litlum skömmtum eru stundum til mikilla bóta. Þeim sem reykja getur batn- að mikið við að hætta. Langtímahorfur eru yfirleitt góðar og flestir geta losnað við óþægindin að miklu eða öllu leyti ef þeir fá viðeigandi meðferð. Hvað er síþreyta? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Óljós sjúk- dómsmynd  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. GENAMEÐFERÐ hefur reynst duga til að veita hundum, sem haldnir voru afbrigði af sjúkdómi er blindar mannabörn, sjón á ný. Kann þessi niðurstaða að leiða til þess að meðferð finnist við nokkrum afbrigðum arfgengrar (genetískrar) blindu. Hundarnir voru haldnir af- brigði af meðfæddri steinblindu, sem er ólæknanlegur sjúkdómur er veldur nær algerri blindu á unga aldri. Talið er að um tíu þúsund Bandaríkjamenn hafi þennan sjúkdóm, og um eitt þús- und þeirra með þann tiltekna erfðagalla sem leiðréttur var í hundunum, segir dr. Jean Benn- ett, vísindamaðurinn sem stjórn- aði meðferðinni. Ef meðferðin virkar á fólk gæti það orðið fyrsta skrefið í að lækna fjölda arfgengra augn- sjúkdóma er herja á sjónhimnuna og ganga undir samheitinu sjónufreknur og hrjá eitt til tvö hundruð þúsund manns í Banda- ríkjunum, segir dr. Gerald Chad- er, yfirmaður vísindarannsókna hjá bandarískri stofnun er berst gegn blindu (Foundation Fight- ing Blindness). Stofnunin veitti fjármagn til meðferðarinnar á hundunum. Bennett er aðstoðarprófessor í augnlæknisfræði við Háskólann í Pennsylvaníu. Hún og samstarfs- fólk hennar greinir frá til- raunum sínum á þrem Briard hundum í maíhefti tímaritsins Nature Genetics. Hún segist vona að fyrstu tilraunir á fólki geti hafist innan tveggja ára. Hundarnir voru blindir vegna þess að það vantaði í þá tiltekið gen. Án þess gátu augun í þeim ekki framleitt litarefni sem er nauðsynlegt til að nema ljós. Fólst meðferðin í því að setja virkt afrit af geninu í augun á hundunum. Var því komið fyrir með skurðaðgerð og var vírus látinn bera efnið inn í augnfrum- urnar. Var meðferðin gerð á öðru auga hvers hunds og hitt augað notað til samanburðar. Eftir fjóra mánuði sýndu nokk- ur próf að hundarnir höfðu feng- ið að minnsta kosti nokkra sjón á því auga sem meðhöndlað hafði verið. Kom þetta skýrast í ljós þegar hundarnir voru látnir inn í herbergi fullt af húsgögnum. Reyndust þeir eiga mun auðveld- ara með að sneiða hjá hlutum sem voru sömum megin við þá og meðhöndlaða augað. Þeir virtust einnig nota meðhöndlaða augað til að horfa í kringum sig, sagði Bennett. Meðferðin hefur enn sem komið er enst í níu mánuði. Associated Press Blindir hundar fá sýn New York. AP. TENGLAR ..................................................... The Foundation Fighting Blindness: www.blindness.org FÓLK sem drekkur allt að fjórum áfengum drykkjum á dag er 47% ólíklegra til að fá hjartabilun en þeir sem ekki drekka. Er þetta niður- staða nýlegrar rannsóknar er birt var í Journal of the American Med- ical Association nýlega og blaðið National Post greindi frá. Var þetta önnur af tveimur nýjum rannsókn- um er beindust að áhrifum áfengis á hjartasjúkdóma. Í hinni rannsókninni komust vís- indamenn að því að fólk sem neytti eins eða fleiri áfengra drykkja á dag var 62% líklegra til að lifa af hjarta- áfall en algert bindindisfólk. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að hófdrykkju- fólk er ólíklegra til að fá hjartaáfall, en þetta er í fyrsta sinn sem rann- sókn sýnir fram á að hófdrykkja geti aukið líkur á að maður lifi af hjarta- áfall. „Öfugt við það sem komið hefur í ljós áður er líklega óþarfi að fólk sem drekkur í hófi hætti því ef það fær hjartaáfall,“ sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, dr. Kenneth Mukamal við Beth Israel Deaconess- læknamiðstöðina í Boston í Banda- ríkjunum. Báðar rannsóknirnar leiddu í ljós heilsubót fyrir hjartað hvort sem fólk drakk bjór, vín eða sterka drykki og bendir þetta til þess að það sé alkóhólið sjálft sem tengist minni hættu á hjartasjúkdómum eða dauða af völdum hjartaáfalls. Konur sem drukku í hófi höfðu jafnvel enn meiri bót af því en karlar. „Ég veit nú ekki hvort fólk ætti að taka þessum niðurstöðum sem svo að það ætti að drekka í hófi – ég veit ekki hvort ég myndi ganga svo langt,“ sagði dr. Jerome Abramson við læknadeild Emory-háskóla í Atl- anta í Bandaríkjunum, sem stjórnaði hjartabilunarrannsókninni. „En þetta eru enn frekari vísbendingar um að hófleg áfengisneysla geti haft góð áhrif á æðakerfið.“ Vitað er að áfengi getur aukið magn svonefnds góðs kólesteróls (HDL) í blóðinu og að áfengi getur haldið blóðinu þunnu og dregið þannig úr hættunni á myndun blóð- tappa sem geta leitt til hjartaáfalls. Vísindamennirnir, sem gerðu ofan- greindar rannsóknir, mæla ekki með því að bindindisfólk byrji að neyta áfengis. Áfengisneysla dregur úr hættu á hjartaáfalli Associated Press Jákvæð áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.