Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bragi Magnús-son fæddist á
Ísafirði 14. janúar
1917. Hann andaðist
á Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 24. apríl sl.
eftir langvarandi
vanheilsu. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Amalía Jónsdóttir
ljósmóðir, f. 7. okt.
1885 í Tjaldanesi við
Arnarfjörð, d. 23.
ágúst 1963, og
Magnús Vagnsson
skipstjóri, síðar síld-
armatsstjóri, f. 3.
maí 1890 á Leiru í Grunnavík, d. á
Siglufirði 12. febr. 1951.
Bragi kvæntist 14. jan.1941
Hörðu Guðmundsdóttur, f. 14. jan.
1912 á Þönglabakka í Þorgeirs-
firði, d. 13. mars 1976. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Jörunds-
son, Jónssonar í Hrísey, f. 31.
ágúst 1879, drukknaði 9. nóv.
1912, og k.h. Sigríður Sigurðar-
dóttir Gunnlaugssonar í Skarðdal
í Siglufirði, f. 23. júlí 1876, d. 7.
des. l957. Harða var í föstu starfi á
símastöðinni á Siglufirði 1929 –
1941. Seinni kona Braga, sem
búsettir í Reykjavík. Þórdís Vala
Bragadóttir, leikskólakennari og
ritari, f. 27. júlí 1947 á Siglufirði,
býr í Reykjavík. M. 21. ág. 1972,
Kristján Þráinn Benediktsson
flugstjóri, f. 25. ág. 1949; foreldr-
ar Benedikt Kristjánsson skip-
stjóri, fórst með bátnum Eyfirð-
ingi 28. febr. 1952 við Orkneyjar,
og k.h. Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Börn Þórdísar og Kristjáns eru
Benedikt læknanemi, f. 10. apríl
1974, og Harða, f. 6. apríl 1978,
ritari.
Foreldrar Braga voru ekki gift-
ir. Föðuramma hans, Tormóna
Ebenesersdóttir, tók hann í fóstur
nýfæddan. Ólst hann síðan upp
undir handarjaðri hennar á heim-
ili Magnúsar og konu hans, Val-
gerðar Ólafsdóttur; á Ísafirði, í
Reykjavík og á Akureyri og Siglu-
firði. Hann gekk í gagnfræða-
skóla Akureyrar og var í Reyk-
holtsskóla 1937–1938, stundaði
ýmsa vinnu, var í sumarlögregl-
unni á Siglufirði 1940–1944, fast-
ráðinn í lögregluna þar frá 1. nóv.
1948, varðstjóri 1954–1974, gerð-
ist þá gjaldkeri hjá bæjarfógeta-
embættinu á Siglufirði og gegndi
því starfi til eftirlaunaaldurs.
Sumarið 1954 var hann yfirlög-
regluþjónn á Ísafirði í nokkra
mánuði.
Útför hans fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
hann kvæntist 30.
sept. 1977, var Guð-
munda Jóna Margrét
Guðmundsdóttir, f.
19. des. 1922 í Vest-
mannaeyjum, d. 10.
okt. 1984. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jónsson,
skipasmiður í Vest-
mannaeyjum, og k.h.
Guðbjörg Guðmunds-
dóttir; fósturforeldr-
ar: Björn Ketilsson,
trésmíðameistari í
Reykjavík, og k.h.
Ólöf Guðríður Árna-
dóttir. Bragi og Guðmunda skildu
eftir stutta sambúð. Börn Braga
og Hörðu: Sigríður Bragadóttir
auglýsingateiknari, f. 3. mars
1943 á Siglufirði, búsett í Reykja-
vík. M. 28. apríl 1963, Reynir Har-
aldur Sigurðsson húsasmíðameist-
ari, f. 21. nóv. 1940. Foreldrar:
Sigurður Björnsson, skipasmiður
á Siglufirði, f. 25. nóv. 1910, d. 3.
des. 1965, og k.h. Kristjana Sig-
urðardóttir, f. 6. mars 1915. Börn
Sigríðar og Reynis eru Sigurður
Björn, f. 12. febr. 1963, og. Bragi
Magnús, f. 27. apríl 1965, báðir
Látinn er mætur maður, tengda-
faðir minn og vinur, Bragi Magnús-
son. Lát hans kom ekki á óvart, þar
sem hann var búinn að vera mikið
veikur síðustu vikurnar en gott til
þess að hugsa að hann lést í faðmi
fjölskyldunnar.
Það rifjast upp margar góðar
stundir sem við áttum saman, ekki
síst við árbakkann við Fljótaána þar
sem hann kenndir mér veiðilistina og
á sök á minni ólæknandi veiðidellu.
Það voru einhvern veginn ekki al-
mennileg jól eða aðrar hátíðir nema-
Bragi væri með okkur og voru það
dýrmætar stundir, ekki síst fyrir
börnin okkar sem dáðu hann og elsk-
uðu og veit ég að þær stundir eru vel
varðveittar.
Ég hef oft hugsað um hvað hann
hefði notið sín vel hefði hann haft
tækifæri til langskólanáms, þar sem
hann var afar víðlesinn og fróður og
hafðiskoðanir á öllum málum og lét
þær óspart í ljós. Ekki vorum við allt-
af sammála um gang mála, sérstak-
lega í stjórnmálum, en við áttum dýr-
mætar stundir saman og lærdóms-
ríkar.
Ég kveð Braga, tengdaföður minn
og vin, með virðingu.
Kristján Þ. Benediktsson.
Bragi átti fimm hálfsystkini sam-
mæðra og jafnmörg samfeðra, sem
upp komust, og rækti sambönd við
þau öll, eðlilega þó meiri við börn föð-
ur síns sem hann ólst upp með. Hann
reyndist þeim hlýr og umhyggjusam-
ur bróðir og samband hans við Val-
gerði stjúpmóður hans var alltaf gott,
en aldrei þó betra en eftir að hún var
orðin einstæð og öldruð. Hliðstæða
sögu er að segja af samskiptum hans
við tengda- og venslafólk; hann
reyndist því öllu vel. Hann lét sér
ákaflega annt um fjölskyldu sína,
sem meðal annars kom fram í óþreyt-
andi umhyggju hans um Hörðu fyrri
konu sína sem var heilsuveil í áratugi
og dvaldist langtímum saman á
sjúkrahúsum, meðal annars svo
misserum skipti á Kristneshæli.
Margir undruðust og dáðust að því
hve oft Bragi fór að heimsækja hana,
jafnt vetur og sumar, oft í mjög
slæmum vetrarveðrum, með báti sem
gekk milli Sauðárkróks og Akureyr-
ar tvisvar í viku með viðkomu á
mörgum stöðum.
Bragi mun hafa þótt fremur
óstýrilátur á unglingsárunum og átt
erfitt með að lúta stjórn og aga. Ein
var þó sú manneskja sem hann
beygði sig alltaf fyrir og hlýddi skil-
yrðislaust. Það var Tormóna amma
hans, sem gekk honum í móður stað,
lágvaxin kona og grönn, næstum sex-
tíu árum eldri en hann; hafði misst
mann sinn í sjóinn frá þrem börnum,
fjórum eða fimm árum eftir að sam-
búð þeirra hófst, og brotist áfram ein
eftir það, við þau erfiðu kjör sem ein-
stæðum mæðrum voru búin fyrir og
eftir aldamótin 1900. Fyrir einbeitt-
um vilja og hvassri greind þessarar
smávöxnu konu beygði hinn ódæli
unglingur sig, og gerði það raunar
alltaf þangað til hún dó hátt á níræð-
isaldri, og tók helst ekki þýðingar-
miklar ákvarðanir án þess að bera
þær fyrst undir hana, jafnvel þegar
hann hafði ákveðið að gifta sig þótti
honum rétt að setja ömmu sína vel
inn í málið áður.
Bragi starfaði lengi og vel að
íþrótta- og félagsmálum. Hann var
um langt árabil einn af bestu knatt-
spyrnumönnum Siglfirðinga, traust-
ur og útsjónarsamur bakvörður sem
mótherjar liðsins lærðu fljótt að bera
fulla virðingu fyrir. Hann var og góð-
ur sundmaður en keppti ekki í þeirri
grein. Golf stundaði hann allmikið á
síðari hluta ævinnar. Skíði stundaði
hann dálítið og keppti í göngu á
skíðamótum á yngri árum. Vegna
farsælla starfa hans í íþróttahreyf-
ingunni hlóðust á hann störf í þágu
skíðaíþróttarinnar langt fram eftir
aldri, m.a. var hann lengi dómari við
skíðastökk, bæði á landsmótum og í
heimahögum. Þá stundaði hann
stangaveiði og var mjög áhugasamur
um ræktun Fljótaár sem stangaveiði-
félagið á Siglufirði hafði á leigu um
langt skeið.
Hann var formaður eða í stjórn
margra félaga á Siglufirði. Má þar
nefna Skíðafélag Siglfirðinga, Knatt-
spyrnufélag Siglufjarðar, Íþrótta-
bandalagið, Golfklúbbinn, Stanga-
veiðfélagið, Slysvarnadeild karla,
Starfsmannafélag Siglufjarðar og
Kiwanisklúbbinn Skjöld. Hann safn-
aði og skráði margvíslegan fróðleik
um íþróttahreyfinguna á Siglufirði og
mun sú samantekt hafa náð talsvert
út í nágrannabyggðirnar. Nokkrar
blaðagreinar um íþróttamál birti
hann í blöðum en trúlega er miklu
fleira að finna í minnispunktum og
handritum. Þá tók hann upp á seg-
ulbönd viðtöl við gamla Siglfirðinga
um liðna tíma. Er vonandi að þessi
fróðleikur varðveitist á vísum stað,
ásamt teikningum hanssem hafa
menningarsögulegt gildi fyrir Siglu-
fjörð.
Bragi eignaðist traustan hóp vina
og félaga í íþróttahreyfingunni á
Siglufirði á æskuárum, en nýir bætt-
ust stöðugt í hópinn, starfsfélagar og
fleiri sem höfðu ánægju af samvistum
við þennan fjölhæfa, greinda og
skemmtilega mann. Í honum var list-
rænn strengur sem nýttist ákaflega
vel til skemmtunar í góðra vina hópi
en var aldrei sleginn til frægðar né
fjáröflunar. Hann var ágætur teikn-
ari að eðlisfari en mun aldrei hafa
orðið sér úti um neina tilsögn eða
kennslu í þeirri grein, umfram það
sem læra má í almennum skólum. Á
yngri árum fékkst hann talsvert við
skopmyndateikningar og efndi 1946
til sýningar á slíkum myndum. Er
hún enn mörgum minnisstæð eftir
hálfan sjötta áratug. Á seinni árum
teiknaði hann einkum myndir af skip-
um og gömlum húsum á Siglufirði.
Líklega hefur hann orðið fyrstur til
þess að vekja athygli á minjagildi
gamalla mannvirkja í bænum, eink-
um síldarbrakkanna, með grein sem
hann birti í bæjarblaðinu Mjölni á
Siglufirði árið 1975, ásamt teikning-
um sínum af nokkrum þessara mann-
virkja. Þá var hann góður hagyrðing-
ur, orti lausavísur, og fáein ljóð eftir
hann hafa birst á prenti auk greina
og smásagna í blöðum og tímaritum.
Út kom barnabók með myndum og
texta eftir hann, Sagan hennar Systu,
og varð mjög vinsæl. Hann var ákaf-
lega handlaginn og hafði gaman af að
spreyta sig við verk sem útheimtu
nákvæmni og vandað handbragð.
Meðal hluta sem hann smíðaði og ég
man sérstaklega eftir voru gítar,
veiðstöng samanlímd úr sex lengjum
og dingulklukka með verki úr tré.
Forsenda listrænna hæfileika er
líklega ekki síst að fylgja jafnan eigin
eðli og upplagi en bæla ekki eðlisfar
sitt skilyrðislaust undir kröfur
ríkjandi hefðar. Bragi var í hópi
þeirra sem kjósa að fara eigin leiðir
og gjalda varhug við venjubundnu
gildismati. Hann var róttækur í
stjórnmálum, en róttækni hans var
ekki eingöngu bundin við þau, hann
mætti öllum fyrirbærum með gagn-
rýnu hugarfari og lét ekki troða
neinu upp á sig. Af því leiddi meðal
annars að sumum þótti hann stund-
um þver og erfiður í félagsstarfi. Á
móti kom að honum fyrirgafst fleira
en flestum öðrum í slíkum efnum,
sökum greindar, glöggskyggni og
traustrar liðsemdar þegar á hólminn
var komið.
Braga Magnússonar er sárt sakn-
að af fjölskyldu, vinum og vanda-
mönnum. Hvíli hann í friði.
Benedikt Sigurðsson.
Það er skammt stórra högga á
milli, á tæpum einum mánuði hafa
þrír ástvinir mínir kvatt þennan
heim, móðir mín, Gísli bróðir hennar
og nú síðast Bragi föðurbróðir minn.
Það er þó huggun harmi gegn að geta
trúað því að þau hafi nú sameinast
ástvinum sínum sem á undan eru
gengin.
Mig langar til að minnast Braga
frænda míns með nokkrum orðum.
Ég kynntist honum helst í gegnum
föður minn sem sagði mér margar
skemmtilegar sögur af Braga, nánu
sambandi þeirra á síldarárunum þeg-
ar pabbi var á síld fyrir norðan og
margt fleira. Bragi var stóri bróðir
hans og pabbi minn leit mikið upp til
Braga „bró“ eins og hann kallaði
hann oft. Bræður pabba voru honum
einkar kærir og þegar hann talaði um
þá var eins og einhver dýrðarljómi
hvíldi yfir þeim og dökku augun hans
pabba ljómuðu af gleði og stolti.
Fjarlægðin milli þeirra bræðra kom í
veg fyrir mjög náin samskipti en það
kom ekki í veg fyrir mikinn kærleika
þeirra á milli. Þegar Bragi kom til
dætra sinna í Reykjavík reyndi hann
að nota tækifærið til að líta við hjá
okkur í Garðinum. Hann sagði þá oft
að það væri jafn langt að aka frá
Siglufirði í Garðinn og frá Garðinum
til Siglufjarðar. Því var það eitt sum-
ar fyrir margt löngu að pabbi ók einn
síns liðs til Siglufjarðar og dvaldi um
vikutíma með bróður sínum í sum-
arhúsinu hans, Illugastöðum í Fljót-
um. Þar áttu þeir góða daga, styrktu
sín bræðrabönd og undu sér vel við
silungsveiðar. Annað tækifæri fékk
pabbi til að heimsækja bróður sinn á
Siglufirði þegar hann og mamma
voru á ferðalagi um Norðurland með
systur minni og mági. Það voru alltaf
fagnaðarfundir þegar þeir hittust.
Pabbi átti í sínum fórum safn-
möppu, þar er að finna nokkrar
teikningar af gömlum húsum sem
Bragi teiknaði og sendi pabba afrit
af. Með teikningunum fylgir bréf og
skýringartexti með hverri mynd, það
má lesa í gegnum bréfið persónuleika
Braga sem einkenndist alla tíð af
mikilli glettni og gamansemi. Fleiri
bréf frá Braga er að finna í möppunni
svo og ljóð og þulur eftir hann. Bragi
hafði sent pabba langa þulu um lítinn
dreng sem hann kallaði „Litla kúts
þulu“. Með þulunni fylgir bréf og þar
hvetur Bragi pabba til að raula þessa
þulu fyrir hópinn sinn undir laginu
„Senn koma jólin“. Ég minnist þess
þegar ég var lítil stúlka að Bragi kom
í heimsókn til okkar í Garðinn. Hann
var þá lögregluþjónn á Siglufirði og
mér fannst mikið til þess koma að
eiga frænda sem var „lögga“. Í þess-
ari heimsókn kenndi hann mér
skemmtilegan fingraleik sem ég man
alla tíð síðan.
Bragi var glettinn og skemmtileg-
ur maður sem hafði frá mörgu að
segja og það var gaman að hlusta á
hann segja frá. Ég sakna þess að hafa
ekki fengið fleiri tækifæri til að kynn-
ast honum betur og eiga nánari sam-
skipti við hann. Ég kveð Braga
frænda minn með ljóði hans sem birt-
ist í Lesbók Morgunblaðsins árið
1996 og geymt er í möppunni hans
pabba.
Ég kem af fjallinu
inn í föla birtu rökkursins
af fjallinu
úr hvítri kyrrð þagnarinnar
úr bjarma sólarinnar
inn í blátt ljósið
við bæjarlækinn
sem hjalar
og hjalar.
Hjalaðu við mig
hljótt eins og
bæjarlækurinn.
Leggðu svala hönd þína
á heitt enni mitt
meðan ég hverf inn í mjúkan
svartan faðm
svefnsins.
(Bragi Magnússon.)
Við systkinin frá Bjarmalandi
þökkum Braga þann kærleik sem
hann sýndi okkur alla tíð og biðjum
Guð að gefa dætrum hans og fjöl-
skyldum þeirra styrk á sorgar-
stundu.
Blessuð sé minning Braga Magn-
ússonar.
Jóhanna Amelía
Kjartansdóttir.
Bragi var fæddur á Ísafirði 14.
janúar 1917, sonur Magnúsar Vagns-
sonar, skipstjóra og síldarmats-
manns, og Jóhönnu Amilíu Jónsdótt-
ur, ljósmóður. Fyrstu árin var Bragi í
Reykjavík, en fluttist síðan til Akur-
eyrar og var þar í nokkur ár. Síðan
fluttist hann til Siglufjarðar og þar
kvæntist hann Hörðu Guðmunds-
dóttur, f. 14.1. 1941. Þau hjón eign-
uðust tvær dætur, Sigríði, fædda 3.
apríl 1943, og Þórdísi Völu, fædda 27.
júlí 1947. Sigríður er gift Reyni Sig-
urðssyni trésmíðameistara og eiga
þau tvo syni, Sigurð og Braga. Þórdís
er gift Kristjáni Benediktssyni flug-
manni og eiga þau tvö börn, Benedikt
og Hörðu.
Eftir að Bragi kom hingað til
Siglufjarðar, vann hann öll algeng
störf. Vann við síldarsöltun, smíða-
vinnu, þar á meðal við að byggja Síld-
arverksmiðjuna SR 46. Bragi hóf
störf hér í lögreglunni 7. nóv. 1948
ásamt Hirti Ármannssyni og þeim
sem þessar línur ritar. Það tók bæj-
arstjórn Siglufjarðar fimm mánuði
að komast að niðurstöðu varðandi
ráðningu í áðurgreindar stöður. 1966
hætti Bragi í lögreglunni og tók við
gjaldkerastarfi hjá bæjarfógetanum
hér í Siglufirði og því starfi gegndi
hann þar til hann hætti störfum fyrir
aldurs sakir. Mörgum störfum
gegndi Bragi fyrir hin ýmsu félög og
var lengi í stjórn Skíðaborgar, eða
allt þar til skíðafélögin voru samein-
uð. Hann vann mikið fyrir KS auk
þess að vera aðalmaður í liðinu. Mörg
ár var Bragi skíðadómari og fór víða
um land til þeirra starfa. Upp úr 1950
veiktist Harða eiginkona Braga af
berklum og var langtímum saman á
Kristneshæli. Aldrei náði Harða sér
af berklaveikinni og þá sýndi Bragi
hvern mann hann hafði að geyma, að
sjá um dætur sínar ungar og að heim-
sækja eiginkonu sína inn á Kristnes-
hæli. Þá var póst- og mjólkurbátur-
inn tvisvar í viku. Ekki liðu margar
ferðir að Bragi sendi ekki Hörðu bréf
með póstbátnum. Harða lést 13. mars
1976.
Bragi hafi góða rithönd og fágaðan
stíl, hagyrðingur góður og sérgrein
hans var teikning. Það eru til margar
góðar teikningar af gömlu húsunum
hér í Siglufirði, sem Bragi festi á
pappír og munu geymast. Bragi hafði
gaman af að renna fyrir lax og silung
í Fljótaánni. Einnig átti hann trillu
ásamt fleirum, sem hann hafði gam-
an af að skjótast á á sjó þegar veður
og tími gafst. Ekki má það niðurfalla
að á kvöld- og næturvöktum, var
Bragi að hugsa um líðan dætra sinna
og eitt sinn man ég að hann teiknaði í
bók og samdi sögu venjulega í
bundnu máli og ef ég man rétt þá
heitir þessi bók „sagan hennar
Systu“. Þótt Bragi hætti lögreglu-
störfum hélst vinátta okkar í milli allt
til hins síðasta.
Bragi minn, nú hefur lífsbók þín
lokast þegar sól hefur náð því að
komast næst því í hádegisstað og far-
fuglar koma nú senn hver af öðrum
og færa okkur heim sönnun um að
nóttlaus voraldar veröld muni ríkja
hér um nokkurn tíma, en þá hverfur
þú á vit frelsara vors, því þar munu
bíða vinir í varpa því von er á gesti.
Dætrum þínum, tengdasonum,
barnabörnum og barnabarnabörnum
færi ég hugljúfar samúðaróskir, því
þið eigið fagrar minningar um hæfi-
leikaríkan föður, tengdaföður og afa.
Bragi minn, ég kveð þig með þökk
fyrir góða samvinnu í gegnum árin og
vertu þeim falinn sem sólina skóp.
Ólafur Jóhannsson,
Siglufirði.
BRAGI
MAGNÚSSON
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd,
- eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina