Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                        ÞETTA kom fram hjá Magnúsi Gunnarssyni, bæjarstjóra í Hafnar- firði, á kynningarfundi í Hafnarborg í Hafnarfirði í fyrrakvöld, þar sem kynnt var tillaga að deiliskipulagi Hörðuvalla og Reykdalsreits og gerð grein fyrir fyrirhuguðum skólabygg- ingum á svæðinu. Fljótlega verður byrjað á vegabótum á Tjarnarbraut með tilheyrandi göngustígum og sagðist Magnús vona að sátt ríkti um málið, þótt hann hefði meðtekið und- irskriftalista með nöfnum meira en 3.000 Hafnfirðinga, sem mótmæltu ákvörðunum um byggingar á svæð- inu. Framkvæmdum lokið 1. ágúst 2004 Eftir að arkitektarnir Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir höfðu kynnt deiliskipulagið og hönnun bygginga og lóðar gerði Magnús Gunnarsson bæjarstjóri grein fyrir framkvæmdaáætluninni. Hann gat þess að nýr leikskóli yrði um 650 fer- metrar að grunnfleti, nýr grunnskóli um 6.000 fermetrar að grunnfleti á allt að þremur hæðum og nýtt íþróttahús og kennslusundlaug um 1.500 fermetrar að grunnfleti. Í máli bæjarstjóra kom fram að byggingu leikskólans á að vera lokið að fullu 5. apríl 2002. Verklok 1. áfanga grunnskólans eru 1. ágúst 2002, 2. áfanga á að vera lokið 1. ágúst 2003 og 3. áfanga á að vera lok- ið 1. ágúst 2004, en þar er um að ræða fullnaðarfrágang við lóð, leik- fimishús og kennslusundlaug. Ótti við ónæði á Sólvangi Fjölmennt var á fundinum og voru nokkrar fyrirspurnir vegna fyrir- hugaðra framkvæmda, en nokkuð bar á gagnrýni á þær, þótt ekki væri sett út á byggingarnar sem slíkar. Sveinn Guðbjartsson, forstjóri á Sólvangi, gerði athugasemdir við það að fyrra skipulagi skyldi hafa verið kastað fyrir róða. Um það hefði verið sátt en þar hefði verið lagt út af uppbyggingu öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Ótti væri við mikið ónæði á Sólvangi vegna nálægðar við leiksvæði, of mikil innrás væri á svæðið og hann sagðist áhyggjufull- ur vegna mikillar umferðar. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri sagðist vera sammála Sveini varð- andi uppbyggingu Sólvangs, en skipulagsnefndin hefði tekið þá ákvörðun að færa fyrirhugaða stækkun aftar en arkitektar hefðu gert ráð fyrir. Athugasemd hefði borist og fullur skilningur væri á að taka á því máli. Eyjólfur Sæmundsson sagði mik- ilvægt að skoða alla möguleika sem gætu sætt mismunandi sjónarmið, en umræddar byggingar hefðu áhrif á uppbyggingu öldrunarþjónustu í bænum. Hann spurði hvort aðrir kostir hefðu verið kannaðir, hvort tillit hefði verið tekið til aldraðra í markmiðum skipulagsins, hvaða af- leiðingu það hefði að hafa skólalóðina gegnt Sólvangi og hvað Tjarnargat- an ætti að breikka mikið. Í svari Sigurðar Einarssonar, for- manns skipulagsnefndar, kom m.a. fram að 1998 hefðu öll spjót beinst að því að byggja við Lækjarskóla. Það hefði verið skoðað en niðurstaðan orðið sú að þar sem um svo litla skólalóð væri að ræða hefði það ekki verið boðlegt. Varðandi breikkunina sagði Ingi- björg Kristjánsdóttir að göngustíg- urinn við Tjarnarbraut yrði um þriggja metra breiður. Bakkinn myndi færast um hálfan metra út en taka þyrfti upp hleðslur og lagfæra þær og stígurinn kæmi þar fyrir framan. Magnús Gunnarsson sagði að tölu- verð uppbygging fyrir aldraða hefði átt sér stað og stækkun Sólvangs væri á teikniborðinu. Svæðið hefði því þjónað öldruðum allvel og myndi gera í framtíðinni. Hann benti á að þjónusta við aldraða væri víðar í bænum og m.a. stæði til að byggja rúmlega 60 íbúðir fyrir aldraða á Hrafnistusvæðinu, en bæjaryfirvöld reyndu að fullnægja þörfum allra aldurshópa á hverjum tíma. Skipulagi Reykdalsreits frestað Guðmundur Óskarsson spurði um deiliskipulag fyrir Reykdalsreit og hvað yrði um núverandi bensínstöð. Sigurður sagði að hluta skipulags Reykdalsreits væri frestað en um væri að ræða svæðið þar sem bens- ínstöðin væri. Ástæðan væri sú að gert væri ráð fyrir að Lækjargatan yrði færð örlítið til suðurs til að bæta aðkomu að skólasvæðinu. Því þyrfti bensínstöðin að víkja og samninga- viðræður væru í gangi um það en ekki hefði verið talin ástæða til að láta þær tefja vinnu á Hörðuvalla- svæðinu. Reynir Gunnarsson, skólastjóri Lækjarskóla, lýsti ánægju sinni með það að loks sæi fyrir endann á um- ræddu máli. Nemendur skólans vildu fá að njóta svipaðra aðstæðna og nemendur annarra skóla en hann sagðist eigi að síður skilja vel áhyggjur allra á Sólvangi. Hins veg- ar vildi hann fá að vita hvort ekki væri alveg ljóst að af framkvæmdum yrði. Sigrún Einarsdóttir lýsti líka ánægju sinni með framgang mála og hlakkaði til þess að börnin í Lækjar- skóla fengju loks boðlega aðstöðu. Afstaða leikskólans Tryggvi Harðarson sagðist ekki efast um vinnu viðkomandi arkitekta en sagði að leikskólalóðin gengi inn á opið útivistarsvæði og það bryti í bága við aðalskipulag. Sama ætti við varðandi landnotkun á svæðinu. Þetta væri ekki bara stofnanasvæði heldur skilgreint stofnanasvæði fyr- ir öldrunarþjónustu. Hann sagði að norðaustanáttin væri versta áttin á svæðinu en leiksvæði barnanna virt- ist galopið fyrir þeirri átt. Byggingin sneri skakkt við sólu því sólin næði ekki að skína á leiksvæðið nema á sumrin, skólinn væri nánast út úr hverfinu en ekki miðsvæðis eins og tíðkaðist, og erfitt yrði að leysa um- ferðarmálin, því þetta kallaði á flókn- ar gönguleiðir, slysahættu og ónæði fyrir marga. Í svari sínu sagði Margrét Sigurð- ardóttir að forgarðar nemenda nytu morgunsólar og sparigarðarnir síð- degissólar. Sigurður Einarsson bætti við að lóðin væri aðgengileg öllum utan hefðbundins vinnutíma barnanna. Á svæðinu væri leikskóli og litið væri svo á að með fram- kvæmdunum væri verið að viðhalda því sem fyrir væri. Mótmæli Hafnfirðinga hundsuð? Hjörtur Howser sagði að sér virt- ist sem framkvæmdir yrðu þvingað- ar fram gegn vilja þúsunda Hafnfirð- inga sem hefðu mótmælt þeim. Hann spurði um stærð skólalóðarinnar, hvort hún uppfyllti skilyrði um fer- metrafjölda á hvern nemenda, hvort framkvæmdin yrði boðin út, hvort skólinn yrði í eigu Hafnarfjarðar og hvort kennarar Lækjarskóla yrðu við nýja skólann. Bæjarstjóri svaraði og sagði að horft væri til margra þátta varðandi uppbygginguna, en þess væri gætt að fara mjúkum höndum um svæðið. Í yfirliti sem tengdist ákveðnu for- vali væri leitað eftir einkaaðila til að fjármagna, hanna, byggja og reka að hluta nýjan leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og kennslusundlaug. Að- alatriðið væri hvað væri hagkvæmt fyrir bæjarfélagið en ekki hvert eignarhaldið væri. Spurningin væri að gera samning og að eftir honum yrði farið. Margrét Sigurðardóttir bætti við að rýmisþörf nemenda væri fullnægt, en lóðin væri rúmlega 18.000 fermetrar. Haukur Helgason kom inn á einkavæðinguna og spurði hvernig samningar væru með tilliti til þess að bæjarfélaginu væri skylt að sjá um grunnskólakennslu. Hann spurði líka hvort sú hætta væri fyrir hendi að eigendur notuðu mannvirkin síðar meir til annarra hluta, hvort bærinn eignaðist byggingarnar að ákveðn- um tíma liðnum og hvernig viðhalds- mál væru tryggð. Magnús Gunnarsson sagði að gerður yrði langtímaleigusamningur með möguleika á framhaldsleigu, fyrirkomulag sem væri að ryðja sér til rúms hér á landi, m.a. varðandi tónlistarhús í Reykjavík. Þetta byggðist á því að gerður væri hag- stæður samningur en skólinn í Ás- landi hefði t.d. verið 12 til 15% ódýr- ari en ef bæjarfélagið hefði staðið að byggingunni. Framtíð bensínstöðvarinnar Gunnar Svavarsson hafði ákveðn- ar efasemdir um göngubrautir við bensínstöðina og framhald hennar. Hann benti líka á að um 400 bílar kæmu inn á skólasvæðið á svipuðum tíma og spurði hvað það þýddi fyrir svæðið auk þess sem hann óskaði svara um lóðamál á svæðinu. Sveinn Guðbjartsson spurði úr hvaða hverfum nemendur skólans yrðu og í hvaða hlutföllum auk þess sem hann vildi fá að vita hvað yrði um bensínstöðina. Bæjarstjóri sagði að vilji Olíu- félagsins og bæjarstjórnar væri sá að ný bensínstöð yrði byggð á svæð- inu. Varðandi lóðamál hefði bærinn keypt flestar lóðir sem væru á um- ræddu svæði og reynt væri að leysa þau mál með sóma. Fyrst og fremst væri verið að byggja nýjan Lækjar- skóla á Hörðuvöllum sem ætti að taka við af gamla skólanum og því væri einkum verið að hugsa um börn á Lækjarskólasvæðinu, en hins veg- ar væri engum dyrum lokað. Sigurður Einarsson sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af umferð- inni en auðvelt væri að grípa til við- eigandi aðgerða ef þörf væri á því. Fyrirætlanirnar gagnrýndar Morgunblaðið/Þorkell Fundarmenn hlustuðu af athygli á kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum á Hörðuvöllum. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gerir grein fyrir tillögu að deiliskipulagi Hörðuvalla og Reykdalsreits. Hafnarfjörður Ekki er gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær eigi skólamannvirki, sem fyrirhugað er að byggja á Hörðuvöllum og ljúka í ágúst 2004, heldur verða þau í eigu einkaaðila. Íbúar bæjarins fjölmenntu á kynningarfund í Hafnarborg um Hörðuvelli á fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.