Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 67 PAPARNIR Vesturgötu 2, sími 551 8900 gera allt vitlaust í kvöld Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 561 4047 eða komi þeim til skila í Hlégarð. Tvískipt, vínrauð, kvenmannsgleraugu, töpuðust í Hlégarði, laugardaginn 28. apríl. ÞAÐ hefur líklegast ekki orðið jafn mikið fjaðrafok fyrirfram og nú yfir framlagi okkar til Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva síðan við sendum ávísunina innistæðulausu úr Gleðibankanum til Noregs. Við eigum velgengni Selmu að þakka þennan endur- fengna áhuga á keppninni. Það hverf- ur líklegast seint úr manna minnum árið sem við rétt töpuðu fyrir „uppblásnu sænsku Abba Barbie- dúkkunni“, eins og sjálfskipaðir sófasér- fræðingar í Evró- visjónfræðum kölluðu Charlotte Nilson svekktir og fullvissir um að ljósu lokkarnir og þröngi kjóllinn hafi ekki verið annað en herbragð Svía til þess að ræna af okkur titlinum. Krækiber í helvíti Kappsfullir sjónvarpsunnendur brenna líklegast í skinninu yfir því að komast að því hvaða brögðum Einar Bárðarson og Two Tricky- hópurinn ætla að beita í Kaup- mannahöfn hinn 12. maí næstkom- andi. Í þágu sameinaðra samtaka saumaklúbba á Íslandi króaði ég lagahöfundinn af og forvitnaðist um undirbúning og leikaðferðir ís- lenska hópsins. „Það er búið að undirbúa allt sem þarf að vera tilbúið á þessum tíma- punkti,“ svarar Einar Bárðarson. „Myndbandið og lagið er komið í fullan búning, heimasíðan www.twotricky.com er komin upp og við erum að vinna í kynning- armálunum erlendis. Um páskana var hópurinn nokkra daga á Hótel Örk þar sem við byrjuðum form- lega á söng- og dansæfingum. Ann- ars verð ég nú bara að segja að ég er þvílíkt ánægður með krakkana. Núna viku fyrir þessa ferð er atrið- ið fullklárað. Þau eru búin að leggja þvílíkt á sig og fara langt fram úr mínum björtustu vonum. Það er góður mórall í hópnum, rétta hug- arfarið og það skiptir öllu máli í svona verkefnum. Sama má segja um alla sem hafa verið okkur innan handar. Það er sama hvar maður hefur komið, allir eru tilbúnir að hjálpa og slá hvergi af. Við erum öll staðráðin í því að verða landi, þjóð og fjölskyldum okkar til sóma.“ Á hvað leggið þið áherslu? „Að flutningurinn verði góður og að atriðið verði sjónrænt. Þetta er helmingi stærra en þetta var í fyrra, þá voru um 15 þúsund manns. Sviðið verður því eins og krækiber í helvíti og það þarf að vera eitt- hvað til þess að grípa. Það er mjög auðvelt að fara yfir strikið, bæði í búningum, dansatrið- um og öllu. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að þetta fari ekki fyrir brjóstið á neinum en samt þann- ig að tekið verði eftir þessu. Við ætlum að fara hinn gullna með- alveg.“ Verður þetta mikil vinna þegar þið komið út? „Við komum þarna á sunnudegi og það er strax æfing snemma morguninn eftir. Við verðum önnur í röðinni og öll atriðin eru æfð í sömu röð. Síðan eru búningaæfing- ar á fimmtudag, föstudag og laug- ardag sem miðast við að allt eigi að vera eins og á keppniskvöldinu sjálfu. Þá er allt tekið upp, þannig að ef einhver skyldi fá slag eða hreinlega ekki geta verið á sviðinu um kvöldið þá eru til upptökur af atriðinu. Ef einhver misstígur sig, dettur eða ef hljóðið fer úr sam- bandi er skipt yfir í eldri upptöku. Í svona stórri útsendingu verður ekkert hægt að byrja upp á nýtt, það verður bara allt að vera klárt.“ Segðu okkur aðeins frá mynd- bandinu. „Það er hugarfóstur Samúels Bjarka Péturssonar sem ég hef unnið með í gegnum Skítamóral áð- ur. Það er verið að sýna þetta í löndunum úti og við höfum fengið mjög góð viðbrögð. Ég er reyndar búinn að sjá öll myndböndin og miðað við heildarpakkann komum við mjög vel út. Kostnaður fór upp í vel eina og hálfa milljón þegar allt er talið saman. Allar sviðsmynd- irnar voru sérsmíðaðar, eftirvinnsl- an og fyrirsæturnar og allt slíkt telur líka. Sjónvarpið og ég skipt- um kostnaðinum. Það er aðeins verið að leika sér með fortíð, nútíð og framtíð en að öðru leyti er ekki mikil ádeila í myndbandinu. Það er meira verið að hugsa um að hafa þetta stílhreint og skemmtilegt.“ Enska útgáfan ekki þýðing á ís- lenska textanum Átti lagið ekki upphaflega að heita „Baby“ á ensku? „Ég sagði það bara í einhverju gamni, þá var í raun ekki til nein fullklár- uð útgáfa af enska textanum. Ég sletti þessu fram í öllum lát- unum og fjölmiðlar gripu það á lofti. Mér var í raun al- veg sama, svo kom eitthvað annað í ljós og þá vakti þetta aftur athygli. Það var bara verið að spila á fjöl- miðlaheiminn. Magnús Þór Sig- mundsson vann enska textann með mér. Ég ákvað að vinna með honum þar sem hann vann í Englandi við lagasmíðar í 5 ár þegar Change var upp á sitt besta. Hann er sér mjög meðvitandi um hvað hann er að gera. Þegar maður er að semja fyr- ir Eurovision þarf maður að höfða til svo margra. Við Íslendingar höf- um sjaldnast fengið stig frá Ítalíu, Spáni, Grikklandi eða þar sem kaþ- ólsk trú er ríkjandi. Við reynum svolítið að höfða til þeirra, það er náttúrlega bara tilraun. Þetta er bara texti um konu, en það er verið að spila inn á tilfinningar allra þjóðflokka.“ Þetta er þá ekki þýðing á ís- lenska textanum? „Nei, það hefði samt alveg verið hægt, hann var mjög góður þrátt fyrir alla neikvæðu gagnrýnina sem hann fékk. Það kom frá einhverjum sem hefur ekki gefið sér tíma til þess að lesa hann. Fólk sem hefur í einfaldri athyglissýki ákveðið að þetta væri lélegur texti. Þeir hefðu bara betur aðeins kíkt yfir hann, það var tvöföld ef ekki þreföld meining í textanum.“ Stílið þið inn á einhvern sérstak- an aldurshóp? „Það er erfitt að senda inn lag eftir einhverri lýðfræði, maður verður bara að fara eftir sinni eigin sannfæringu. Það á frekar að setja þetta upp þannig að maður móðgi engan, af því að það eru hlutir sem okkur finnst vera eðlilegir sem kannski einhver önnur þjóð lítur á sem hreina móðgun.“ Þannig að helsta herbragð ykkar er í anda Stuðmanna. Atriðið þarf að vera hæfilega villt en samt með snyrtimennskuna í fyrirrúmi“ til að ná árangri. „Já, það er það eina sem gildir,“ segir Einar Bárðarson að lokum og skellir upp úr. Það styttist í Söngva- keppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Birgir Örn Steinarsson ræddi við Einar Bárðarson um undirbúninginn. Two Tricky-hópurinn býr sig undir Eurovision-keppnina biggi@mbl.is Einar Bárðarson Samúel Bjarki virðir KolbrúnuPálínu „ungfrúísland.is“ fyrirsér í gegnum linsuna. Hinn gullni meðalvegur Two Tricky á góðri stundu. Ljósmynd/Hreinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.