Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist ætla að beita sér fyrir því að skoðað yrði hvað gerðist nákvæm- lega á gjaldeyrismarkaðinum sl. mið- vikudag þegar gengið féll um 6%. Hann segir að það sem gerðist veki spurningar um hvort kerfið hafi í reyndað virkað eins og það á að gera. Davíð sagði að á ríkisstjórnarfundi í gær hefði verið farið almennt yfir stöðu efnahagsmála með hliðsjón af nýjustu tíðindum á gjaldeyrismark- aði. „Það vekur nokkra athygli hvernig tiltölulega lítil viðskipti með gjaldeyri virðast hafa undið upp á sig inni í bankakerfinu. Við ætlum að láta skoða þetta sérstaklega því að það eru engin rök fyrir þeim breyt- ingum á genginu sem þarna urðu. Það virðist vera að kerfið hafi ekki virkað. Það er auðvitað óviðunandi ef tæknilegir hlutir verða til þess að órói skapast í efnahagslífinu.“ Eðlileg breyting á stefnu Seðlabankans Davíð sagði að það hefði verið sam- dóma álit innlendra og erlendra sér- fræðinga í efnahagsmálum að það hefði verið skynsamlegt af Seðla- banka Íslands að taka upp breytta gengisstefnu og leggja vikmörkin af og taka upp verðbólgumarkmið. „Við vissum að þessi breyting myndi að öllum líkindum leiða til þess að það yrði meira flökt á genginu fyrstu mánuðina á eftir. Auðvitað hefði verið æskilegra að gera slíkar breytingar þegar var meiri kyrrð í þjóðfélaginu. Menn ákváðu engu að síður að gera þetta og ég tel að þetta hafi verið eðlileg breyting.“ Davíð sagðist ekki eiga von á að vextir hækkuðu þrátt fyrir að verð- bólga ykist á næstu mánuðum. Davíð sagði engan vafa leika á því að verkfall sjómanna hefði haft nei- kvæð áhrif á gengismálin, en verk- fallið skýrði ekki þessa miklu breyt- ingu. Davíð sagði að sér kæmi á óvart að bensín skyldi hafa hækkað þremur dögum eftir að það hækkaði um 7 krónur. „Viðbrögðin eru ekki svona snögg þegar bensín lækkar á heims- markaði. Núna hækkar verðið á þriggja daga fresti. Það hljóta að streyma inn birgðir hjá þeim þessa dagana. Það eru hins vegar ekki allir að hækka og viðskiptavinir hljóta að beina viðskiptum til þeirra sem bjóða lægsta verð. Það eru hin eðlilegu við- brögð.“ Ekki forsenda fyrir svo mikilli lækkun gengis Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að ríkisstjórnin myndi ekki grípa til neinna aðgerða í bráð þrátt fyrir sviptingar á gjaldeyris- markaði. „Við teljum að gengi krónunnar sé orðið lægra en efnahagslegar for- sendur standi til og það verði að sjá betur til hvernig framvindan verður. Sem betur fer hefur þessi lækkun stöðvast, en við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að á næstunni skiptir mjög miklu máli að sjómanna- verkfallið leysist og gjaldeyristekjur fari að koma inn á nýjan leik. Síðan er það einnig mjög mikilvægt að línur skýrist á næstunni um stórfram- kvæmdir sem eru fyrirhugaðar hér á landi, sérstaklega í sambandi við ál- framleiðslu. Það er enginn vafi á að sú starfsemi styrkir grundvöll ís- lensks efnahagslífs, eykur fjölbreytni og rennir þar af leiðandi styrkari stoðum undir íslensku krónuna.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra um gengislækkunina Viljum skoða hvað gerð- ist á markaðinum Það er ekki nýtt að orðræða um hin ýmsu mál sé lögð á vogarskál- arnar og hún metin þar og vegin. Í dag er nefnilega til siðs að tala fjálglega um málflutning annarra og dæma hann annaðhvort mál- efnalegan ellegar ómálefnalegan. Þeir sem fylla að eigin mati og annarra fyrri flokkinn eru að græða, en þeim sem skipað er í hinn síðari að tapa. Gerst hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á hinu háa Al- þingi að andstæðingar í pólitík fari mikinn í ræðustól og brigsli hvor öðrum um þann hræðilega glæp að hafa verið ómálefnalegur. Að vísu er viðurlaga við þessum ljótu brot- um hvergi að finna – ótrúlegt en satt – í lögum um meðferð op- inberra mála, en það kemur ekki í veg fyrir að ásakarnar gangi á víxl í óopinberum réttarhöldum lög- gjafarsamkundunnar. Á Alþingi í vikunni gerðist það hins vegar í upphafi þingfundar að laust saman kunnum húmoristum og vinum með slíkum hætti að lengi verið í minnum haft. Hér skal nú sögð sú saga. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og var greinilega í vígahug. Skotmarkið var Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og umræðuefnið vita- skuld stóra grænmetismálið sem svo hefur verið kallað. Lítið hafði heyrst af viðbrögðum ráðherra við hugmyndum nefndar sem hann hafði skipað til að fara yfir málin og vildi Össur fá svör hans og fyr- irheit um aðgerðir. Þegar hér var komið sögu héldu þingmenn og aðrir viðstaddir enn ró sinni, enda ekkert það gerst enn sem benti til vígaferla eða meiri- háttar átaka. Það voru mistök, því ráðherrann spratt á fætur, sólbrúnn og sælleg- ur, og ró hans hafði greinilega ver- ið raskað: „Allt er þetta mál enn á vinnslustigi,“ sagði hann svo, sperrti augun á hinn seka fóst- bróður sinn og sagði svo: „Það er vart hægt að eiga orðastað við menn sem skrifa og tala eins og háttvirtur þingmaður.“ Það var ekkert minna. En svo kom gosið í öllu sínu veldi eftir að talið barst að grein sem formanni Samfylkingarinnar hafði orðið á að rita um agúrkur og tómata: „Eitt er að tala, þar missa menn oft margt út úr sér. En að setjast yfir hugverk eins og skrifaða grein, þar geta menn vandað sig og skrifað af meiri þekkingu en fram hefur komið í málflutningi þessa þingmanns. Ég hef því lítinn áhuga á að eiga orðastað við hann um þessi mál og segi hér eins og Hall- björn í Njálu: „Illt er að eiga þræl að einkavin.“ Þannig er málflutn- ingur þessa þingmanns.“ Þegar hér var komið við sögu var spenna hlaupin í salinn og jafn- vel syfjuðustu þingmenn farnir að sperra eyrun. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum með framhaldið, því jafnhendis var Össur kominn aftur í ræðustól; greinilega særður yfir óvæntri meðferð: „Ég bið landbún- aðarráðherra afsökunar á því að ég kem ekki hingað barinn eins og þræll í ræðustól,“ sagði hann og bætti við að hann fyrirgæfi þó stóru orðin. Svo sagði hann: „Hvað gerir ráðherra? Hann kemur hing- að í ræðustól og verður sér til skammar vegna þess að hann hef- ur ekki unnið heimavinnu sína, kemur bara með köpuryrði og fer með skútyrðum að bræðrum sínum og vinum í hinu háa Alþingi.“ Undir lok umræðunnar þurfti engan annan en formann þing- flokks Samfylkingarinnar, Bryn- dísi Hlöðversdóttur, til að skakka leikinn. Hún endurtók spurningar formanns síns, lét svo í ljós undrun á viðbrögðum ráðherra en uppskar ekkert nema blíðmælgi fyrir vikið. „Það er allt annað að svara ljúf- um tóni formanns þingflokks Sam- fylkingarinnar. Þar er ekki talað með stóryrðum eða hroka. Þar er talað af látleysi og í vinsemd,“ sagði Guðni og horfði stíft á Össur. Hann svaraði svo spurningunum og átti síðan þessi fleygu lokaorð: „Þegar málefnalegir þingmenn eiga í hlut þá er gott að svara“. Ráðherra ákvað svo í gær að fara eftir tillögum nefndarinnar og lækka tolla á grænmeti en heyrst hefur að málið verði rætt frekar á fundi Þingvallanefndar nk. mánu- dag. Þó ekki af formanni hennar, Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra, heldur hinum nefndarmönnunum tveimur. Þeir heita Össur Skarphéðinsson og Guðni Ágústsson...      Af (ó)málefnalegri umræðu og bræðravígum EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is VINNUHÓPAR á vegum gatna- málastjóra vinnur nú hörðum höndum að allsherjarandlitslyft- ingu á gömlu brúnum yfir Elliða- árnar neðan Sjávarfoss. Verkinu skal vera lokið í síðasta lagi 15.júní með tilliti til laxveiðitím- ans að sögn Theodórs Guðfinns- sonar tæknifræðings hjá gatna- málastjóra. Theodór bætti við að 15. júní væri viðmiðunardagsetning en í raun væri stefnt að því að ljúka verkinu fyrr, m.a. til að styggja ekki laxagöngur upp í ána síðustu dagana áður en veiðitími hefst. Framkvæmdum við eystri brú á þannig að vera lokið 15. maí. „Það er verið að taka þessi gömlu mannvirki algerlega í gegn. Þau voru orðin illa farin, það var farið að brotna frá járni, járn var að ryðga og umgjörðin öll í niðurníðslu. Það er verið að endursteypa stólpa og kanta og laga handrið og gönguleiðir. Það verður allt annað að sjá þetta þeg- ar verkinu lýkur,“ sagði Theodór. Morgunblaðið/Jim Smart Gamla brúin fær andlitslyftingu. Brýr lagfærðar FORYSTUMENN stjórnarandstöð- unnar segja að margt bendi til að ríkisstjórnin hafi haldið þannig á málum að hér sé að eiga sér stað brotlending í efnahagsmálum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar, segir að gengislækkunin sé af- leiðing mikils viðskiptahalla. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar, segir að markaðurinn taki ekki lengur mark á yfirlýsingu stjórnvalda um að allt sé í góðu lagi í efnahagsmálum. Össur sagði að það sem núna væri að koma fram væri afleiðing þess mikla viðskiptahalla sem hér hefði verið viðvarandi. Fall gengisins um 25% á síðustu 12 mánuðum þyrfti ekki að koma svo mjög á óvart. Varað við viðskiptahallanum „Ég hef verið að segja þetta síð- ustu misserin og menn hafa nú ekki viljað taka það trúanlega. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan OECD sendi frá sér skýrslu þar sem var varað við gengisfalli krónunnar, en fjármálaráðherra sendi út sérstaka fréttatilkynningu á vefriti ráðuneyt- isins þar sem tekið var fram að hann væri algerlega ósammála þessu. Þegar stjórnvöld segja að það séu ekki efnahagslegar forsendur fyrir þessari þróun horfa þau framhjá við- skiptahallanum sem forsætisráð- herra hefur sagt að væri ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Annað hefur komið á daginn. Afleiðingin er brot- lending í efnahagsmálum.“ Össur sagðist ekki telja að von væri á frekari gengislækkun. Hann kvaðst hins vegar hafa áhyggjur af verðbólgu á næstu misserum. Ef gengislækkunin gengi ekki til baka yrði erfiðara að veita hagkerfinu nauðsynlega innspýtingu í formi vaxtalækkunar. Ekki væri hægt að útiloka að þörf yrði á vaxtahækkun. „Trú manna á gjaldmiðil endur- speglar jafnan trú markaðarins á efnahagsstefnu viðkomandi ríkis- stjórnar. Það er ljóst að ríkisstjórnin hefur glutrað niður gjaldeyrinum og glutrað niður þessu góðæri vegna þess að yfirmaður efnahagsmála neitaði að horfast í augu við viðvar- anir efnahagssérfræðinga um að við- skiptahallinn fæli í sér ógn við stöð- ugleikann. Það kom í ljós að hann hafði rangt fyrir sér og efnahagssér- fræðingar og stjórnarandstaðan höfðu rétt fyrir sér. Það er íslenska þjóðin sem borgar herkostnaðinn af mistökum ríkisstjórnarinnar.“ Össur sagði að óvissan um framtíð sjávarútvegsins hefði átt þátt í þró- uninni á gengismarkaði. Það væri fleira en verkfallið sem hefði þar áhrif. Lausafregnir frá stofnunum sjávarútvegsráðuneytisins um yfir- vofandi samdrátt í aflaheimildum hefði þar einnig mikil áhrif. Össur sagði að búið væri að setja ákveðnar leikreglur um starfsemi Seðlabankans og það væri mikilvægt að halda sig við þær. Hann sagði að Samfylkingin gerði ekki kröfu um að stjórnvöld gripu inn í gjaldeyris- markaðinn núna. Menn yrðu að virða það sjálfstæði sem búið væri að veita bankanum. Hann sagðist treysta sérfræðingum Seðlabankans. Tilskipanir að ofan duga ekki lengur Steingrímur J. Sigfússon sagði að þróunin á gengismarkaðinum væri alvarleg. „Mér sýnist því miður að hin svo- kallaða mjúka lending sem menn hafa verið að stefna að í efnahags- málum sé að breytast í brotlendingu. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt. Á mannamáli er þetta að nálgast það sem kallað er hrun. Það vekur at- hygli að þetta gerist í sömu vikunni og hin glæstu hátíðarhöld í tilefni 10 ára valdaafmælis Davíðs fóru fram. Í því afmæli vantaði ekki fullyrðing- arnar um að allt væri í góðu gengi í efnahagsmálum, en það endist ekki betur en þetta. Það sýnir að inni- stæðulausar tilskipanir að ofan um að hér sé allt í lagi hafa engin áhrif lengur; markaðurinn tekur ekkert mark á þeim. Ég hafði strax áhyggjur af því að þær breytingar sem ríkisstjórnin til- kynnti í tengslum við aðalfund Seðla- bankans væru dálítið glannalegar. Þá var viðkvæmt ástand í efnahags- málum, en samt var tilkynnt að genginu yrði sleppt lausu og vextir yrðu lækkaðir. Það fannst mér glannalegt og fleira í kringum kynn- inguna á því máli. Því miður finnst mér að það sé að ganga eftir sem maður óttaðist að þarna hafi menn anað áfram af allt of miklu andvara- leysi og ekki tekið alvarlega þau við- vörunarmerki sem hafa verið að koma úr ýmsum áttum. Nú virðist vera að breiðast út nokkur vantrú á að þetta sé í nógu góðu lagi. Það er alvarlegt þegar það gerist allt á sama tíma að gengi krónunnar fellur og hlutabréf í mörgum grón- ustu fyrirtækjum landsins falla veru- lega. Fréttir berast af því að fast- eignamarkaðurinn sé farinn að lækka og sé verð á eignum að falla um hundruð þúsunda eða milljónir í viku hverri.“ Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja ýmsar ástæður fyrir gengisfalli krónunnar Brotlending að verða í efnahagsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.