Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 45 FYRIR Alþingi ligg- ur frumvarp til breyt- ingar á lögum um við- skiptabanka og spari- sjóði. Tilgangur þess er að gera sparisjóðum landsins kleift að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélög. Slík breyting er af hinu góða enda hefur það sýnt sig að hlutafélagaformið er best til þess fallið að tryggja framgang og vöxt félaga og hámarka hag eigenda. Hlutirnir eru þó ekki eins aug- ljósir og þeir virðast því stærsti hluti eigin fjár sparisjóðanna er sjálfseignarfé. Frumvarpið er gallað og verði það samþykkt í óbreyttri mynd opnar það möguleika fyrir verulegar tilfærslur fjármagns. Þá munu aðilar koma til með að ráða yfir miklu fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir og njóta valda sem slíkum auði fylgir. Að auki munu ,,réttmætir eigendur sparisjóðanna“ verða af nýtingu fjármagns sem þeim var ætlað en það eru menningar- og líknarsamtökin í landinu. Forsagan Sparisjóðirnir voru flestir stofnað- ir á fyrri hluta 20. aldar. Megintil- gangur þeirra var að geyma og ávaxta peninga og greiða fyrir við- skiptum sérstaklega þeirra aðila sem á starfssvæði hvers sparisjóðs bjuggu. Þannig var þeim ætlað að stuðla að uppbyggingu og fjárhagslegu sjálf- stæði byggðarlagsins í heild. Ströng skilyrði voru sett fyrir starfs- leyfum sparisjóðanna. Eitt þeirra var að við slit skyldu eignir, um- fram skuldir og stofnfé, renna til menningar- og líknarmála á starfs- svæði sparisjóðsins. Allt til dagsins í dag hefur tilgangur spari- sjóðanna verið að stuðla að uppbyggingu byggð- arlaganna fremur en að hámarka hag stofnfjár- eigenda. Það var meðal annars vegna þessarar göfugu hug- sjónar að sparisjóðirnir nutu skatt- frelsis allt til ársins 1983. Sveitar- félög landsins hafa fram til þessa borið ábyrgð sparisjóðanna á herðum sér. Hlutabréf eða stofnfjárbréf Stofnfjárbréf sparisjóðanna eru verulega frábrugðin hlutabréfum. Stofnfjáreigandi nýtur einungis arðs af innborguðu stofnfé sínu auk verð- tryggingar stofnfjár. Hann eignast því ekki hlutdeild í uppsöfnuðu eigin fé sparisjóðsins. Stofnfjárbréf eru ekki framseljanleg nema með sam- þykki sparisjóðsstjórnar og veðsetn- ing þeirra er óheimil. Innlausnar- skylda eða heimild hvílir á stjórn sparisjóðs við ýmsar aðstæður. Að auki eru lagatakmarkanir á atkvæð- isrétti stofnfjáreiganda. Hlutabréf eru þess eðlis að hluthafi á hlutdeild í eigin fé félags til sam- ræmis við hlutdeild sína í hlutafé. Sama á við um atkvæðisrétt. Hluta- bréf geta gengið kaupum og sölum á hvaða verði sem er en verð stofnfjár- bréfa við innlausn er fyrirfram ákveðið. Frumvarpið Samkvæmt frumvarpinu verður sjálfseignarstofnun sett á fót um þann hluta eigin fjár sem ekki er í eigu stofnfjáreigenda, verði spari- sjóði breytt í hlutafélag. Tilgangur hennar verður að stuðla að viðgangi og vexti í starfsemi sparisjóðsins. Í stjórn munu síðan stofnfjáreigend- urnir sjálfir eiga sæti. Með öðrum orðum: Þegar búið er að breyta sparisjóði í hlutafélag munu hluthaf- ar ráða yfir verulegum fjármunum sem þeir eiga ekki sjálfir. Löggjafinn er því leynt og ljóst að tryggja stofn- fjáreigendum áframhaldandi yfirráð yfir fjármagni sparisjóðanna, þrátt fyrir breyttan tilgang, með því að koma þeim hjá slitum. Samkvæmt óopinberu mati nema hlutir sjálfs- eignarstofnana í sparisjóðum lands- ins um 16,5 milljörðum króna. Því munu miklir fjármunir koma til með að liggja óhreyfðir handhöfum stofn- fjárbréfa til framdráttar og enginn hefur hag af því að ráðstafa þeim til réttmætra eigenda. Þegar hlutabréf sparisjóðanna fara að ganga kaupum og sölum tel ég víst að framangreind- ar breytingar komi til með að hafa mikil áhrif á verðmyndun bréfanna til hækkunar þeirra. Þá munu menn að einhverju leyti líta á hluti sjálfseign- arstofnana sem fé sem þeir eigi hlut- deild í. Þetta mun gerast á kostnað menningar- og líknarmála í landinu. Lausnin Lausnin á þessu máli er ekki flók- in. Til þess þurfa menn þó að láta af þeim breyskleika sem í ásókn í völd og gróða felst. Að undanförnu hefur mikill áhugi verið á hlutafjárútboðum góðra félaga, sem flestir sparisjóðirn- ir vissulega eru. Það ætti því ekki að vera vandkvæðum bundið að selja hluti sjálfseignarstofnana í sparisjóð- unum. Sölu hlutafjárins mætti fram- kvæma á einhverju tímabili, t.d. 5–10 árum, til að skapa ekki hugsanlegt of- framboð og til að veita sparisjóðun- um svigrúm til öflunar nýs eigin fjár. Fjármunirnir yrðu síðan eyrna- merktir ákveðnum samtökum eða settir í sjóði sem í öllu væru ótengdir sparisjóðunum fjárhagslega með það eina markmið að styðja við menning- ar- og líknarsamtök í landinu. Að stjórnum kæmu síðan aðilar sem hagsmuni hefðu að gæta svo og aðrir sem tryggt gætu farsæla nýtingu fjárins. Með þessu móti myndi hluta- félagavæðing sparisjóðanna verða fullkomnuð, félög í dreifðri eignarað- ild þar sem eignarrétturinn væri skýr. Traust staða sparisjóðanna yrði því tryggð um ókomna tíð. Að auki væri hinum göfuga tilgangi spari- sjóðanna gömlu að fullu náð. Niðurlag Margir þurfa á lífsleiðinni að leita á náðir líknarsamtaka. Þegar menn leita á náðir þeirra er það yfirleitt vegna veikinda eða þá að menn hafa á einhvern hátt lent undir í lífinu. Flestir þeir sem til slíkra samtaka hafa leitað eru þeim þakklátir enda er þar fórnfúst og göfugt starf unnið. Eitt eiga þó þessi samtök sameigin- legt og það er að verulegur fjár- magnsskortur hamlar rekstri þeirra. Heimur harðnandi fer, það vita allir. Nægir þar að nefna börnin okkar sem ánetjast hafa ávana- og fíkniefn- um. Þau ganga í auknum mæli um götur í reiðileysi vegna skorts á úr- ræðum sem gætu komið þeim til hjálpar. Vandamálin eru víðar og yf- irleitt stærri en við gerum okkur grein fyrir. Ég vil því koma þeim skilaboðum til ykkar þingmanna að ábyrgð ykkar er mikil í þessu máli. Hugsið ykkur því vel um áður en þið greiðið frum- varpi þessu í óbreyttri mynd atkvæði ykkar. Til forsvarsmanna menning- ar- og líknarsamtaka vil ég segja þetta: Gerið strax kröfu til þess fjár sem ykkur var ætlað og látið ekki svipta ykkur arfinum áður en það verður um seinan. Stofnfjáreigendur og aðrir forráðamenn sparisjóðanna, brjótið odd af oflæti ykkar og sýnið þann manndóm að afhenda þessa fjármuni til þeirra sem tilkall til þeirra eiga, íslensku þjóðfélagi til heilla. Eigendur spari- sjóðanna fundnir? Gunnlaugur Kristinsson Sparisjóðir Frumvarpið er gallað og verði það samþykkt í óbreyttri mynd, segir Gunnlaugur Kristinsson, opnar það möguleika fyrir verulegar tilfærslur fjármagns. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. MORGUNBLAÐIÐ endurbirti nýlega grein úr Vísbendingu þar sem fjallað er um styrki til einstakra at- vinnuvega og tíundaðir margir ókostir slíks fyrirkomulags. Nefnd- ar eru til sögunnar tvær greinar úr at- vinnulífinu, grænmet- isframleiðendur og skipaiðnaðurinn, þær lagðar að jöfnu og sett upp ljóðræn lýsing af ferðum skipasmiða og grænmetisbænda um Öskjuhlíðina þar sem sungið er í kór ákall um leiðsögn og vernd. Hvernig sem í því liggur og hvað sem óskum um vernd fyrir græn- metisbændur líður er einn galli á þessari frásögn. Íslenskur skipa- iðnaður hefur ekki búið við nið- urgeiðslur eða styrki og því síður tollvernd. Okkur hefur hins vegar mislíkað að standa í samkeppni við styrktan skipaiðnað í öðrum lönd- um og kvartað sáran undan því; lái okkur hver sem vill. Frásögn Vísbendingar er því hugarórar einir og á sér sennilega stoð í þeirri frómu ósk skipaiðn- aðarins að stjórnvöld geri allt til þess að stuðla að því að innlendur skipaiðnaður sitji við sama borð og keppinautar þeirra erlendir. Það er auðvitað hægt að gera á fleiri vegu en með styrkjum og er hluti af at- vinnustefnu í viðkomandi landi. Bestir í heimi? Vísbendingarmenn varpa fram þeirri spurningu hvort íslenskir skipasmiðir séu þeir bestu í heimi og bæta við, af einskærri smekk- vísi, að ekki fái íslenskt kvenfólk styrki þótt það sé fal- legast í heimi! Hvað sem þessari aula- fyndni líður er rétt að benda þeim góðu mönnum á þá stað- reynd að samkeppn- ishæfni á þessu sviði helgast ekki eingöngu af því að vera með bestu fagmenn í heimi, besta skipulag- ið og bjóða bestu vör- una. Þar kemur margt fleira til sem hefur bein og óbein áhrif á endanlegt verð og niðurstöðu við- skiptavina. Skekkt samkeppnisstaða Margar þjóðir og þar á meðal samkeppnisþjóðir á EES-svæðinu hafa greitt niður skipaiðnað sinn og við það þurfum við að keppa. Þær hafa einnig beitt sér fyrir margskonar þróunaraðstoð, styrkt fyrirtæki til að mennta og þjálfa sína menn, staðið fyrir hagræð- ingarátökum, veitt byggðastyrki og stutt tæknistofnanir sem þjóna greininni dyggilega. Allt myndar þetta stöðu sem styrkir óneitan- lega skipaiðnað viðkomandi lands og gerir honum betur kleift að keppa um verkefni. Ekki er vafi á því að þetta gera þjóðirnar vegna þess að þær líta á þennan iðnað og verkþekkingu sem þar er að finna eins og hver önnur verðmæti sem miklu skipti að hlúa að. Hjá okkur Íslendingum bætist við að okkur er mikil nauðsyn að geta boðið bestu þjónustu við flot- ann og tryggja öryggi og aðstöðu sjómanna. Þetta verður ekki gert ef skipaiðnaðurinn er látinn drabb- ast niður vegna sofandaháttar og þeirra trúarbragða að grasið hljóti alltaf að vera grænna handan girð- ingar. Áhyggjur útgerðarmanna Þetta skilja margir útvegsmenn mæta vel og nægir að nefna um- mæli Rafns Haraldssonar, útgerð- armanns Reykjaborgarinnar, ný- lega þar sem hann lýsir áhyggjum af verkefnaleysinu hjá íslenskum skipaiðnaði á meðan margir koll- egar leiti til fjarlægra landa út í óvissu til að láta smíða skip sín. Hann segir: „Verkefnaleysið stuðl- ar að fækkun sérhæfðra starfs- manna í þessari stétt og það endar með því að við verðum í vandræð- um með að fá menn í venjulegt við- hald eftir nokkur ár.“ (Fiskifréttir 2. mars sl.) Þessi þróun er því ekki einkamál skipaiðnaðarins, hún snertir einnig sjávarútveginn með beinum hætti. Það hlýtur þó að skipta einhverju máli hvað sem líður yfirlætisfullum spurningum um heimsins besta skipaiðnað. Skipaiðnaðurinn er ekki styrktur Ingólfur Sverrisson Höfundur er deildarstjóri hjá Sam- tökum iðnaðarins. Skipasmíðar Þessi þróun er ekki einkamál skipaiðnaðar- ins, segir Ingólfur Sverrisson, hún snertir einnig sjávarútveginn með beinum hætti. Í SAMFÉLAGI okk- ar er ruslatunnan eitt- hvert ólygnasta mæli- tækið sem við höfum á sóun. Nær allt sem þar endar höfum við keypt, flutt inn á heimili okkar með ærnum tilkostnaði en úrskurðað síðan ónýtanlegt. Það sem endar í ruslatunnunni eru oft og tíðum fjár- festingar sem vel mætti nýta, en vegna hugsun- arleysis kalla í staðinn á enn frekari kostnað við brottflutning frá heimilinu og urðun. Öll hagsýn heimili hljóta því að kappkosta að sem minnst af aðföngum heimilisins endi í rusla- tunnunni og verði sóuninni að bráð. Aukin flokkun og endurnýting Á undanförnum árum hafa mögu- leikar borgarbúa til að minnka sorp aukist til mikilla muna. Nú á 10 ára af- mæli Sorpu fyrirfinnast þar vel á þriðja tug vöruflokka sem ekki ættu að sjást í almennum ruslatunnum. Þá hefur hreinsunardeild borgarinnar unnið að fjölgun og endurbótum á blaða- og fernugámum í Reykjavík og auðveldað þannig endurnýtingu þess ógrynnis sem fellur til á heimilum okkar af pappír og drykkjarumbúð- um. Með ofangreindum hætti er reynt að gera heimilum kleift að sýna í senn ábyrgð gagnvart umhverfinu og meiri hagkvæmni í heimilisrekstrinum. Möguleikar okkar til flokkunar og endurnýtingar eru því margir og reglulegar ferðir á gámastöðvar Sorpu, á skilastaði gosdrykkjaum- búða og í fernu- og blaðagáma víða um borgina bera hagsýnum heimilum vitni. Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að stíga enn frekari skref til að auðvelda borgarbúum að draga úr sóun. Á næstu vikum býðst allt að 1.000 heimilum í Reykjavík að leigja sérstakar tunnur til heimajarð- gerðar og vinna í þeim verðmætan jarðvegs- bæti úr þeim lífrænu efnum sem ella hefðu endað í ruslatunnunum. Venjulegt heimili getur með þessu móti nýtt 30- 40% af því sem áður varð sóuninni að bráð, fært garðinum kröftug- an jarðvegsbæti og e.t.v. sparað frekari fjármuni með því að skila ruslatunnum sem minni þörf verður fyrir. Ég hvet borgarbúa til þess að nýta þetta tækifæri til þess að stuðla að hagkvæmum heimilis- og borgarrekstri í anda umhverfis- verndar. Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá hreinsunardeild gatnamálastjóra í síma 5679600 eða á heimasíðunni http://langey.bv.rvk.is/ gatn/hreinsunardeild/sorp.html Fjárfestingar í ruslatunnuna? Hrannar Björn Arnarsson Höfundur er borgarfulltrúi Reykja- víkurlistans. Endurvinnsla Venjulegt heimili getur með þessu móti, segir Hrannar Björn Arn- arsson, nýtt 30–40% af því sem áður varð sóun- inni að bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.