Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 39 5% hlut á elur sam- nnig hafa ni nú inn- stærstum agvöru til nnlendum hafi fækk- skoðaði rirtækja á inu 1999 ir Baugs landinu ut á höf- ekstri 35 verslanir 3% mark- á höfuð- rstu fyr- 2/3 hluta á landi voru sex nlagt með ekki rðið afsláttur num og hafi auk- rgum til- að aukinn lækkunar di vöru. isstofnun dæmi þar sem því er haldið fram að versl- anakeðja hafi fyrirvaralaust hætt viðskiptum við birgja þegar þeir hafa ekki orðið við skilyrðislausum kröfum um aukinn afslátt sem ekki verður séð að hafi byggst á kostn- aðarlegum forsendum … Ógagnsæ afsláttarkjör skapa tortryggni sem getur lýst sér í þeirri meintu hátt- semi að kaupmenn taki vöru úr sölu ef verðlagning keppinauta gefur þeim fyrrnefndu tilefni til að ætla að þeir njóti lakari kjara en þeim beri og eðlileg megi teljast. Aðstæður sem eru með ofan- greindum hætti munu draga úr virkri samkeppni og skaða hag neytenda þegar til lengdar lætur.“ Ný lög hafa gerbreytt stöðu samkeppnisyfirvalda Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segist telja að skýrslan svari í meginatriðum því hvort álagning hafi hækkað hjá stórmörkuðum eða birgðahúsum sem þau hafa sett á laggirnar. „Við teljum líka að þeir hafi getað gert þetta í skjóli samruna sem orðið hefur á markaðnum. Þá kannski vaknar spurningin um það, af hverju við höfðum ekki bannað kaup Baugs á 10–11, sem oft hefur verið í umræðunni. Án þess að ég segi til um það hver niðurstaðan hefði orðið, ef við hefðum skoðað það mál ofan í kjölinn, þá var ekki lagaleg heimild til þess að grípa þar inn í. En breytingar á sam- keppnislögum í desember sl. hafa breytt því þannig að komi slík mál upp aftur höfum við aðrar aðstæð- ur til að taka á slíkum málum.“ Valgerður Sverrisdóttir sagði rétt að ítreka að ný samkeppnislög hafi breytt mjög stöðunni. „Það má eiginlega segja að þau gjörbreyti henni, vegna þess að með þeim er samráð eða misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu óheimil. Og það veit- ir Samkeppnisstofnun og sam- keppnisyfirvöldum allt aðra möguleika en var til að hafa áhrif og hafa afskipti af aðilum sem hugsanlega eru að misnota þá stöðu.“ Georg Ólafsson segist vilja benda á að út fyrir sig sé ekkert að því að fyr- irtæki verði stór, það sé ekkert ólöglegt við það og því geti fylgt margir kostir. „Hins vegar hvílir mjög rík ábyrgð á herðum stórfyrirtækja að þau mis- noti ekki aðstöðu sína á markaðn- um. Þau mega ekki mismuna fyr- irtækjum með kjörum o.s.frv. Þannig að það er fyrst og fremst það, að gerðar eru miklu ríkari kröfur til slíkra fyrirtækja en t.d. kaupmannsins á horninu.“ Georg segir niðurstöður skýrsl- unnar í raun ekkert segja til um það hvort fyrirtæki hafi misnotað aðstöðu sína. „Við sýnum bara þró- unina, hver hún var. Það er frjáls verðlagning þannig að það er ekk- ert óeðlilegt að þeir hækki álagn- inguna ef það eru eðlilegar skýr- ingar á því. Við höfum ekki kannað það til hlítar.“ Allir neituðu því að hafa hækkað álagninguna Allir þeir heildsalar, framleið- endur og verslanakeðjur sem rætt var við í tengslum við könnun Samkeppnisstofnunar um verð- lagsþróun í smásölu á matvöru- markaði 1996–2000 neituðu því að hafa hækkað álagningu. Guðmund- ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri samkeppnissviðs Samkeppnis- stofnunar, segir að þrátt fyrir það hafi ekki aðrar skýringar komið fram við könnunina á hækkun vöruverðs en að álagning hafi farið hækkandi. Aðspurður hvort ein- hver hefði sagt ósatt sagði hann þann möguleika fyrir hendi að menn hefðu ekki áttað sig á því að þeir hefðu hækkað álagninguna. Guðmundur bendir á að vísitala dagvöru, þ.e. mat- og drykkjar- vöru og hreinlætis- og snyrtivöru, hafi lækkað um 4% á hálfu ári frá júlí 1998 til janúar 1999. Á þeim tíma hafi verið mikil samkeppni hjá matvöruverslunum, m.a. í kjöl- far þess að Baugur var stofnaður í núverandi mynd og Nettó hóf rekstur í Reykjavík. Snemma árs 1999 voru síðan nokkrar verslana- keðjur sameinaðar með stofnun Kaupáss og um svipað leyti yfirtók Baugur Vöruveltuna sem rak verslanirnar 10–11. „Í kjölfarið má sjá að verð á dag- vöru fór ört hækkandi. Á rúmu ári, frá janúar 1999 til mars 2000, hækkaði vísitala dag- vöru um 10%. Það er mat Samkeppnisstofn- unar að minni samkeppni í kjölfar þeirrar samþjöppunar sem varð á smásölumarkaðnum á fyrri hluta ársins 1999 hafi birst í þeim verð- hækkunum sem urðu á árinu 1999,“ segir í niðurstöðum Sam- keppnisstofnunar. Hægt er að lesa skýrslu Sam- keppnisstofnunar í heild sinni á heimasíðu stofnunarinnar; www.samkeppni.is. tofnunar um matvörumarkaðinn og verðlagsþróun í smásölu Morgunblaðið/Jim Smart nti niðurstöður skýrslu Samkeppnisstofnunar. minnkaði í kjölfar álagning jókst        7 8  6  7 8           8 : 9 6  7 8    Áætluð markaðshlutdeild matvöruverslana árið 1996, skipt eftir eignarhaldi fyrirtækja á matvörumarkaði. Áætluð markaðshlutdeild matvöruverslana árið 2000, skipt eftir eignarhaldi fyrirtækja á matvörumarkaði. Aðstæður sem skaða hag neytenda DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir bersýnilegt að engin sam- keppni ríki á smásölumarkaði og þeir sem ráðandi séu á markaðin- um hafi komist upp með að auka álagningu sína. Þetta hafi þeir m.a. gert í sölu á grænmeti í trausti þess að almenningur myndi kenna grænmetistollunum um. Davíð sagði að við þessar að- stæður á smásölumarkaði væri ástæða til að óttast verðhækkanir, ekki síst núna þegar breyting hefði orðið á gengi krónunnar. Réttmæt gagnrýni „Það er bersýnilegt að sumir eru að reyna að notfæra sér ástandið. Við sjáum t.d. að smásal- an er orðin þannig að það er engin samkeppni lengur, sem er auðvit- að afskaplega hættulegt. Smásalan hefur hækkað álagningu miklu meira en hún hefur viljað vera láta. Ég fór yfir þetta fyrir einu ári, en orðum mínum var þá harðlega mótmælt. Nú eru hins vegar að koma fram upplýsingar sem sýna að gagnrýni mín var réttmæt. Þeir hafa verið að hækka grænmeti og slíka hluti í þeirri von að almenn- ingur myndi halda að þetta væri það sem kallað hefur verið ofur- tollar, en síðan kemur í ljós að þeir taka mesta hagnaðinn sjálfir. Álagning á ávöxtum hefur einn- ig hækkað mikið. Samkeppnin er þannig orðin nánast engin og álagningin hækkar í samræmi við það. Þær lækkanir sem þessir að- ilar þvinga fram með því að beita einokunarstöðu sinni koma ekki fram í verði til neytenda heldur birtist í þeirra eigin gróða,“ sagði Davíð. Engin sam- keppni lengur í smásölu Forsætisráðherra um fákeppni á smásölumarkaði SAMTÖK verslunar og þjónustu segja í yfirlýsingu, sem þau gáfu í gær vegna skýrslu Samkeppnis- stofnunar, að á því tímabili, sem rannsókn Samkeppnisstofnunar um verðþróun í matvöruverslun nær yfir, hafi kostnaður í smá- söluverslun aukist vegna margvís- legra þátta. Samtökin benda á að laun starfsfólks í verslunargeiranum hafi hækkað meira en laun ann- arra stétta. Dreifingarkostnaður innanlands hafi aukist, einnig hús- næðiskostnaður, rafmagn, hiti og ýmis opinber gjöld, líkt og heil- brigðis- og eftirlitsgjald og sorp- hirðugjald. Ennfremur kalli aukn- ar kröfur neytenda um bætt þjónustustig matvöruverslana og lengri afgreiðslutíma á aukinn kostnað. Þá halda samtökin því fram að hagnaður matvöruverslunarinnar hafi minnkað á undanförnum ár- um og vísitala neysluverðs og vísi- tala matar- og drykkjarvöru hafi haldist að mestu leyti í hendur. Þá leiði samanburður á rekstrar- hagnaði matvöruverslunar á Ís- landi og öðrum Evrópulöndum í ljós að hagnaður í íslenskri versl- un sé töluvert minni. Gera ráð fyrir lægra verði til neytenda á næstu árum Samtökin segja einnig að Sam- keppnisstofnun haldi því réttilega fram að hagræðing vegna rekstr- ar vöruhúsa á Íslandi ætti að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Umtalsverður árangur hafi hins vegar náðst, en hagræðing hafi enn ekki skilað því sem að er stefnt. Stofnkostnaður við bygg- ingu vöruhúsanna hafi verið tals- verður og beinn innflutningur þeirra sé enn tiltölulega lítill hluti heildarinnflutnings eða 7% hjá Aðföngum og um 4% hjá Búri á árinu 2000. Með auknum innflutningi í gegnum vöruhúsin sé gert ráð fyr- ir að hagræðingin skili sér í lægra verði til neytenda á næstu tveim- ur árum. Kostnaður í smá- söluverslun jókst á síðustu árum Samtök verslunar og þjónustu um skýrslu Samkeppnisstofnunar „VIÐ fögnum því að það skuli loks- ins vera komin niðurstaða í þessari rannsókn sem lengi hefur verið beðið eftir,“ segir Stefán S. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunarinnar – FÍS, um skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvörumarkaðinn. „Niðurstöðurnar koma okkur ekki á óvart. Þær eru fyllilega í takt við það sem við áttum von á eftir að málið hafði verið skoðað innan okkar raða. Þær staðfesta það sem við fullyrtum síðastliðið vor að heildsalar hafa ekki hækkað verð á sínum vörum á þessu tíma- bili sem þarna er til rannsóknar og í mörgum tilvikum hefur verð lækkað frá heildsölunum á þessu sama tímabili. Þetta er að gerast á sama tíma og þjónustustig í innflutningsversl- uninni hefur aukist verulega,“ segir Stefán. Staðfest að heild- salar hafa ekki hækkað verð Framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.