Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2001 verð- ur haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík dagana 24. maí til 4. júní. Yfirskrift hátíðarinnar er „… og múrar falla …“ Með því er lögð áhersla á hlutverk listarinnar í því að fella ósýnilega múra á vettvangi trúar og kirkju. Fjölbreytni, ný- sköpun og gæði eru einkunnarorð hátíðarinnar. Kirkjulistahátíð er haldin annað- hvert ár á móti Listahátíð í Reykja- vík og er hátíðin í ár sú áttunda. Af dagskráratriðum má nefna Uppstigningaróratóríuna Lobet Gott in seinen Reichen eftir J.S. Bach, í flutningi Mótettukórs Hall- grímskirkju, Kammersveit Hall- grímskirkju og fjóra einsöngvarar. Óratórían Jósúa eftir Händel verður flutt 27. maí af Schola cantorum, einsöngvurum og barokkhljómsveit og Nancy Argenta sópransöngkonu, sem kölluð er „helsti Händel-sópran okkar tíma“, Gunnari Guðbjörnssyni tenór, Matthew White kontratenór frá Kanada og Magnúsi Baldvins- syni bassa. Das Orchester damals und heute frá Köln í Þýskalandi mun halda tónleika í kirkjunni 29. maí. Einleikari á orgelið er James David Christie, einleikari á viola d́a- more og fiðlu er Antoinette Lohman, en hljómsveitarstjóri er Michael Willens. Tónleikar með Gillian Weir orgelleikara verða 31. maí og söng- hópurinn Nordic Voices frá Osló flytur efnisskrá kórtónlistar. Kirkjan vettvangur list- sköpunar unga fólksins Listavaka ungs fólks í listum verður 2. júní, þar sem kirkjan verð- ur vettvangur listsköpunar og list- flutnings þeirra í tónlist, myndlist, listdansi og óhefðbundnari greinum listanna frá kl. 18 fram til kl. 8 að morgni hvítasunnudags. Mótettukór Hallgrímskirkju lýk- ur hátíðinni með tónleikum með efn- isskrá kórverka eftir þekkt tónskáld tuttugustu aldar. Þá verða á hátíðinni myndlistar- sýningar, ráðstefna um kirkjuarki- tektúr og auk þess verður helgihald Hallgrímskirkju með hátíðarsniði. Stjórn Kirkjulistahátíðar 2001 skipa Kristján Valur Ingólfsson for- maður, Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndahönnuður, Guðrún Nordal bókmenntafræðingur, Hörður Ás- kelsson organisti og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Framkvæmdastjóri er Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleik- ari. Listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík. Áttunda Kirkjulistahátíðin haldin í Hallgrímskirkju Listin fellir ósýnilega múra Gillian Weir er meðal listamanna sem fram koma á Kirkjulistahátíð. ÚLFHILDUR Guðmundsdóttir lýkur burtfarar- prófi í klassískum píanóleik frá FÍH með tónleikum í sal FÍH, Rauða- gerði 27, í dag, laugardag, kl. 17. Kennari hennar er Svana Víkings- dóttir. Úlfhildur leikur ýmis verk eftir Bach, Moszkowski, Beethoven, Schubert og Debussy. Einnig kemur fram á tónleikunum Þóranna Dögg Björnsdóttir nemandi á píanó. Burtfarar- próf frá FÍH Úlfhildur Guðmundsdóttir ROPI er yfirskrift myndlist- arsýningar sem opnuð verður Nýlistasafninu í dag, laugar- dag, kl.16. Í SÚM sal og á palli er Anna Líndal að velta fyrir sér gjaldföllnu gildismati og not- ar til þess myndband, ljós- myndir, mublur, þræði, hand- verk og skrautmuni. Í Gryfjunni sýnir Ólöf Nor- dal skúlptúr og gagnvirk myndverk. Sýningin er tileinkuð minn- ingu forustufjárins á Hrafn- kelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, Eitli, Rósu og Sokka, og hjarða þeirra. Í Forsal sýnir Valka (Val- borg S. Ingólfsdóttir) leir- styttur og vatnslitamyndir. Þar kennir ýmissa grasa en félagsleg samvirkni manna og dýra hefur oft orðið að um- fjöllunarefni í verkum henn- ar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga, kl. 12-17. Sýningin stendur til 3.júní. Ropi í Nýlista- safninu KÓR Átthaga- félags Stranda- manna í Reykja- vík heldur tón- leika í Víðistaða- kirkju í Hafn- arfirði, sunnudag, kl. 17. Kórinn flytur innlend og erlend lög. Á seinni hluta tónleikanna tekur ástin völdin en þá flytur Berg- þór Pálsson með kórnum lagasyrpu úr óperettunni Brosandi land, eftir Léhar, í þýðingu Guðmundar Inga Kristjánssonar. Auk þess syngur Bergþór nokkur einsöngslög. Stjórnandi kórsins er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir og undirleikari á tónleikunum er Jón Sigurðsson. Bergþór Pálsson Ástin í Víði- staðakirkju TÓNLEIKAR kóra Grafarvogs- kirkju verða í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 17. Kór- arnir eru Kór Grafarvogs- kirkju, undir stjórn Harðar Bragasonar, Krakkakór og Barna- og unglingakór, undir stjórn Oddnýjar Þorsteins- dóttur. Einsöngvarar eru Anna Sig- ríður Helgadóttir, Jóhann Frið- geir Valdimarsson og Sigurður Skagfjörð og er söngur þeirra framlag í orgelsjóð kirkjunnar. Aðgangseyrir er kr. 500 og rennur í orgelsjóðinn. Tónleikar til styrktar orgelsjóði Kór Grafarvogskirkju ásamt prestum sóknarinnar. LISTAMENNIRNIR Cecilia Zwick Nash, Poul Halberg og Steen E. Koerner mynda einstakt tríó. Þau ferðast um í heimi ljóða Jørgens Nash og gefa þeim líf með hljóðum, söng, orðum, tónlist og dansi. Í dag kl. 17.00 flytja þau dagskrá í Nor- ræna húsinu, sem sérstaklega var sett saman fyrir heimsókn þeirra til Íslands. Danska leikkonan Cecilia Zwick Nash kom til Íslands haustið 2000 og tók þátt í dagskrá í Listasafni Reykjavíkur í tilefni af sýningu for- eldra hennar þar. Þá óskuðu margir meðal áheyrenda eftir að hún héldi tónleika hér á landi. Cecilia Zwick Nash og tónlistar- maðurinn Poul Halberg flytja vísna- og leikhústónlist, ljóð og hljóðljóð, eftir föður leikkonunnar, Jørgen Nash, ásamt ýmsu öðru að ekta dönskum hætti. Með þeim verður Steen E. Koerner dansari og dans- höfundur með meiru. Cecilia Zwick Nash er fædd árið 1968, dóttir listamannanna Lis Zwick og Jørgen Nash. Hún lærði leiklist í Århus Teater og sló í gegn í útskrift- arsýningunni „Oda, kona Satans“. Sú sýning var síðar sett upp í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Cecilia hefur leikið í Det Danske Tea- ter, Århus Teater, Folketeatret og Betty Nansen. Frá 1993 hefur hún leikið í Konunglega leikhúsinu. Cec- ilia hefur auk þess leikið í kvikmynd- um og sjónvarpi, m.a. hlutverk Lauru í sjónvarpsþáttunum „Bryggaren“ sem sýndir voru í sjónvarpi hér á landi ekki alls fyrir löngu. Poul Halberg er fæddur í Kaup- mannahöfn 1959. Hann er fjölhæfur tónlistarmaður, leikur á gítar, semur og syngur. Hann hefur starfað með mörgum þekktum tónlistarmönnum síðustu 25 árin og má þar m.a. nefna Lis Sørensen, Sanne Salomonsen og Flemming „Bamse“ Jørgensen. Poul Halberg hefur einnig leikið með vin- sælum hljómsveitum en á þeim lista eru nöfn á borð við Halberg Larsen & Ray Dee Ohh, Moonjam og Dream Machine. Poul Halberg samdi tónlist- ina sem flutt verður á tónleikunum. Steen E. Koerner er fæddur 1968. Hann er sjálfmenntaður „electric- boogie“ dansari og danshöfundur og hefur unnið að ýmsum verkefnum á hip hop sviðinu, jafnt í Danmörku sem á alþjóðlegum vettvangi. Hann er listrænn stjórnandi danshópsins Out of Control og hefur tekið þátt í að skapa margar hip hop sýningar fyrir leikhús. Á tónleikunum mun Steen túlka ljóð Jørgens Nash og tónlist Pouls Halbergs með tæknilegum lát- bragsleik. Ljóð með hljóðum, söng og dansi Dönsku listamennirnir Cecilia Zwick Nash, Poul Halberg og Steen E. Koerner verða með dagskrá í Norræna húsinu í dag kl. 17. HLÍF Ásgrímsdóttir opnar myndlistarsýninguna Innnivera í Gallerí Sævars Karls í dag, laug- ardag, kl. 14. Á sýningunni verða vatnslitmyndir, ljósmyndir og skúlptúr. Hlíf hefur verið afkastamikill listamaður frá því að hún lauk framhaldsnámi við Bildkonstaka- demin í Helsinki 1996, bæði haldið sýningar og stundað kennslu við Listaháskólann og Myndlistaskól- ann í Reykjavík. Þetta er fimmta einkasýning Hlífar, hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis frá árinu 1992. Innivera hjá Sævari Karli TANNLÆKNAFÉLAG Íslands af- henti nýlega Margréti Hallgrímsdótt- ur þjóðminjaverði f.h. Nesstofusafns, styrk að upphæð ein milljón króna. Tilefnið er að Nesstofusafn hefur tek- ið við minjasafni félagsins til eignar, skráningar og geymslu. Fyrir nokkrum árum fór minja- safnsnefnd TFÍ þess á leit við þjóð- minjavörð að Nesstofusafn tæki við minjasafni félagsins. Á síðasta ári af- henti Læknafélag Íslands safninu húsnæðið að Bygggörðum 7 á Sel- tjarnarnesi. Framkvæmdum vegna endurbóta á húsnæðinu er nú að ljúka og verða þar geymslur og starfsað- staða fyrir safnið. Munir minjasafns TFÍ hafa þegar verið fluttir í þetta húsnæði. Þar með skapast aðstaða til að skrá munina en það verk verður unnið af minjasafnsnefnd TFÍ. Við sama tækifæri og styrkurinn var afhentur þjóðminjaverði var stéttar- félagstal Tannlæknafélagsins opnað með formlegum hætti á netinu. Slóð tannlæknatalsins er www.tannsi.is. Lækningaminjasafnið í Nesstofu er opið frá 15. maí –15. september á þriðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum kl. 13-17. Styrkur til Nesstofu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.