Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
16 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FLUGKLÚBBURINN Þytur festi
fyrir nokkru kaup á einni sögufræg-
ustu flugvél landsins, TF-HIS. Hún
var ein af fyrstu sjúkraflugvélum
landsmanna og var í eigu flugþjón-
ustu Björns Pálssonar. Hún hefur nú
fengið byr undir báða vængi á ný eftir
að hafa hvílst um hríð hjá eiganda sín-
um, Sveini syni Björns heitins sem í
dag rekur Flugþjónustuna.
Vélinni var gefið nafn í gær og er
verið að færa hana sem mest í upp-
runalegan búning. Birna, dóttir
Björns Pálssonar, gaf henni nafn föð-
ur síns og Sveinn flutti ávarp við það
tækifæri. Hann sagði þessa flugvél
eiga sinn hluta af flugsögu Íslands,
rétt eins og aðrar vélar Þyts. Hann
sagði TF-HIS varla hafa orðið mis-
dægurt þá 10 þúsund tíma sem henni
var flogið þegar hún var í þjónustu
Björns þrátt fyrir að henni hefði aldr-
ei verið hlíft og oftlega beitt til hins ít-
rasta í erfiðum verkefnum.
Sveinn Björnsson gekk í flugklúbb-
inn Þyt fyrir nokkru og forráðamönn-
um Þyts þótti áhugavert að fá vélina í
flugflota klúbbsins. Segir Páll Stef-
ánsson, flugstjóri og núverandi vara-
formaður Þyts, að með þessu sé félag-
ið að leggja sitt af mörkum til að
varðveita ákveðinn þátt í flugsögunni
og minnast um leið þess merka starfs
sem Björn vann með sjúkraflugi sínu
um árabil. „Vélin er nú flughæf á ný
og búið að endurnýja hluta hennar en
framundan er að snyrta hana enn
frekar til að innan og koma henni sem
mest í upprunalegt horf,“ segir Páll.
Tómas Dagur Helgason, flugstjóri
og formaður Þyts, segir meðal mark-
miða Þyts að stuðla að varðveislu véla
sem hafa þýðingu fyrir flugsögu Ís-
lands. „Við höfum úrvals flugvirkja til
þess,“ segir hann, „en það eru þeir
Jón Júlíusson og Hörður Eiríksson,
fyrrverandi flugvélstjórar hjá Flug-
leiðum, sem eru einnig meðlimir í Þyt.
Þeir sjá um vélarnar sem félagið á og
við höfum oftast eina vél í endurnýj-
un.“
Þytur var stofnaður á 50 ára af-
mæli atvinnuflugs á Íslandi, 3. júní
1987, og eru félagar nú 37. Klúbbur-
inn á 6 flugvélar, tvö flugskýli og einn
bíl, Buick árgerð 1948 sem hefur m.a.
verið notuð mikið til að aka brúðhjón-
um.
Fyrsta vélin sem
tók sjúkrabörur
Vélin er af gerðinni Cessna 180,
smíðuð í Bandaríkjunum árið 1953 en
skráð eign Björns 24. mars 1954 sem
TF-HIS, Halldór – Ingi – Sigurður.
Skrásetningarstafirnir eru valdir út
frá skammstöfun Hins íslenska stein-
olíufélags, síðar Olíufélagsins, sem
styrkti Björn í kaupunum á vélinni.
Vélin er sú fyrsta hérlendis sem tók
sjúkrabörur og eru þær einnig í varð-
veislu Þytsmanna.
Fyrir átti Björn vélarnar TF-LBP
sem var bresk, þriggja manna af
gerðinni Auster og vél sem var smíð-
uð í Danmörku, KZ-III, sem bar ein-
kennisstafina TF-KZA, en hún tók
tvo menn. „Báðar þessar vélar eru til í
eigu flugáhugamanna á Akureyri og
er önnur í flughæfu ástandi en hin
bíður endurbyggingar,“ segir Sveinn
þegar hann er beðinn að rifja upp sög-
una. „Það var hins vegar algjör bylt-
ing fyrir hann að fá Cessnuna sem var
aðeins ársgömul en þessar vélar
reyndust sérlega vel og voru fram-
leiddar í nær óbreyttri mynd í um
þrjá áratugi.“
Björn Pálsson fór fyrsta sjúkraflug
sitt 6. desember 1949 á KZ-III vél-
inni. Sótti hann þá veika konu að
Reykhólum á Barðaströnd og flutti til
Reykjavíkur.
TF-HIS var notuð í hartnær 20 ár í
sjúkrafluginu en eftir það var hún
mest í einkaflugi og henni lítið flogið
síðustu árin. Kveðst Sveinn hafa flog-
ið henni síðast 1995 en hún var gerð
flughæf árið 1999 og hófst þá end-
urnýjun hennar.
Sveinn segir að vélinni hafi verið
flogið kringum þúsund tíma á ári
mörg árin sem hún var notuð til
sjúkraflugsins á vegum föður hans.
„Hann fór 100 til 200 ferðir á ári í ára-
raðir og einhvern tímann var tekið
saman að hann hefði flutt um 3.600
sjúklinga. Hann skráði alla lending-
arstaði og þeir voru komnir uppí
nokkur hundruð en vélin gat lent á
túnum, í fjörum og hvar sem sléttan
blett var að finna og þegar snjór var
yfir voru oft sett á hana skíði og þá
var hægt að lenda hvar sem var. Vélin
var líka mikið notuð á Grænlandi og
meðal annars í föstu verkefni með vís-
indamönnum í tvö sumur.“
Oft í sjúkraflug til Grænlands
Björn fór einnig oftlega í sjúkra-
flug til Grænlands. Fyrstu ferðina fór
hann 9. maí 1957 til Scoresbysunds.
Þar lenti hann á snjóbreiðu við þorpið
og flutti til Íslands konu í barnsnauð
og veikan dreng ásamt móður hans.
Hafði Björn áður farið sjúkraflug
austur í Álftaver og hélt síðan til
Grænlands einn síns liðs en flugvél
frá varnarliðinu fylgdi honum. Ferðin
tókst vel og lenti Björn í dimmviðri
um miðja nótt í Reykjavík á ný.
Dönsk yfirvöld sæmdu Björn sér-
stakri viðurkenningu fyrir þetta flug.
Ljóst er þegar saga Björns Páls-
sonar er skoðuð að hann hefur iðulega
unnið þrekvirki á sviði sjúkraflugs,
ekki síst á TF-HIS. Hann var braut-
ryðjandi í sjúkraflugi og sýndi hversu
víða var hægt að koma nauðstöddum
til hjálpar með flugvél. Hann rauf ein-
angrun byggða og oft var sjúkraflug-
vélin eina vonin á afskekktum stöðum
þegar koma þurfti sjúkum og slösuð-
um undir læknishendur. Á þessum
tíma var vegakerfið ekki orðið svo víð-
tækt og vegir ekki ruddir eins ótt og
títt og nú er. Lendingarstaðirnir sem
Björn skráði hafa margir hverjir ver-
ið merktir sem sjúkraflugvellir síðan.
Sjúkraflug á Íslandi var fyrst og
fremst þjónustu- og líknarstarf og oft
barðist Flugþjónusta Björns Pálsson-
ar og Slysavarnafélagsins í bökkum.
Árið 1960 var samt ráðist í kaup á
tveggja hreyfla hraðfleygri vél, TF-
VOR, og tók hún við af TF-HIS að
miklu leyti. Minni vélin var þó notuð
til flugs á þá staði sem Vorið gat ekki
athafnað sig á.
Þekkingu Björns á landinu var við
brugðið og voru mörg dæmi þess að
hann vissi nákvæmlega hvar hann var
ef hann sá til jarðar gegnum lítið
skýjarof. Hann var einnig veður-
glöggur og sérfræðingur í að meta
samspil veðurs og landslags. Þessi
þekking og reynsla var honum lífs-
nauðsynleg því þótt TF-HIS væri öfl-
ug flugvél var hún vanbúin til flugs í
myrkri og slæmu veðri yfir fjöllóttu
landi. Má segja að oft hafi það verið
algjört kraftaverk hverju hann fékk
áorkað miðað við aðstæðurnar sem
hann glímdi við.
Örlög Björns urðu þau að hann
fórst sem farþegi í eigin vél, TF-VOR,
26. mars 1973. Hann var þá á leiðinni
ásamt fjórum öðrum mönnum frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur vegna starfa
fyrir Flugmálastjórn.
Besta meðferðin að fljúga
hæfilega mikið
Ýmsar sögur eru til um ferðir
Björns og oft þurfti að fljúga við erf-
iðar aðstæður. Þá þurfi hann iðulega
á að halda hjálp manna á jörðu niðri
til leiðbeiningar þegar lent var hér og
þar. Ein viðmiðunin þegar snjór var á
jörðu og meta þurfti hvort unnt væri
að lenda var á þessa leið: Ef þið getið
ekið jeppanum á 60 km hraða með
góðu móti án þess að hann nötri um of
get ég lent.
Páll Stefánsson segir nokkuð ljóst
að HIS verði ekki flogið svo mikið á
ári hverju á vegum Þyts eins og þegar
hún var í sjúkrafluginu, en 100 tímar
á ári væri ekki fráleitt og ágætur
skammtur til að halda henni í góðu
formi. Hann segir vélar sem þessa
fara illa á því að standa og besta með-
ferðin sé að fljúga þeim hæfilega mik-
ið.
Heimildir:
Flugsagan 3 og 5 eftir Guðmund Sæmunds-
son. Fimmtíu flogin ár eftir Steinar J. Lúð-
víksson og Svein Sæmundsson.
Flugklúbburinn Þytur eignast sögufrægu sjúkraflugvélina TF-HIS og endurnýjar
Vélinni gefið
nafnið Björn
Pálsson
Hér hefur Björn lent við Höfn í Hornafirði og er myndin úr safni hans.
Cessna 180-flugvélin TF-HIS þjónaði í
áratugi sem sjúkraflugvél í eigu Björns
Pálssonar. Hún hefur nú gengið í end-
urnýjun lífdaga. Jóhannes Tómasson
fylgdist með athöfn þegar henni var gefið
nafn og rifjar upp atriði úr starfi Björns. Morgunblaðið/ÞorkellPáll Stefánsson, varaformaður Þyts, afhjúpaði nafn Björns en það er undirskrift Björns tekin úr flugbók hans.
joto@mbl.is
VEIÐI hófst í Elliðavatni á þriðju-
daginn og setti leiðindaveður mark
sitt á gang mála. Færri stóðu vakt-
ina en oft áður og margir stóðu auk
þess skemur við, enda var rigning
og
slydduhraglandi og kalt í veðri.
Samt er að heyra á nokkrum sem
ýmist renndu í vatnið eða áttu þar
leið um, að menn hafi ekki farið
öngulsárir.
Mest voru menn að slíta upp 1-2
punda urriða, bæði með beitu og
björtum straumflugum. Minna var
um bleikju og er það alvanalegt
svona í byrjun vertíðar. Þó má bú-
ast við að bleikjan gefi sig meira á
næstunni, því vel hefur vorað.
Dæmi voru um að menn væru að fá
upp í 20 fiska, en flestir veiddu þó
mun minna. Að undanförnu hefur
veiði verið góð, enda hlýnað í veðri.
Veiðimenn hafa og getað stundað
Þingvallavatn óvenju snemma þetta
vorið og er um hálfur mánuður síð-
an að fyrst fréttist af bjartsýnum
veiðigörpum á Öfugsnáða og í
Lambhaganum. Ekki hefur frést af
stórskotum, en sannarlega hafa
menn þó orðið varir og vænar
bleikjur náðst á land. Það er hefð-
bundinn veiðiskapur sem hefur gef-
ið þessa fiska, sem hafa flestir verið
2-4 punda, púpur í stærri kantinum
sem fá að sökkva vel. Menn þurfa að
vera vel byrgir af flugum, því veiða
þarf fast við botninn og þar eru
festur slæmar á ójöfnum hraun-
botninum.
Nú er vorvertíð fyrir sjóbirting
að mestu á enda og samkvæmt
fregnum að austan er fiskur farinn
að ganga nokkuð í átt til sjávar, sem
sagt að hverfa af veiðisvæðunum.
Fréttist nýlega af mönnum sem
voru með 13 fiska úr Geirlandsá þar
sem vorveiðin hefur á heildina litið
verið nokkuð góð.
Veiðimenn sem voru í Hörgsá
fyrir nokkru fengu tvo væna fiska
og misstu aðra tvo, en þeir sáu þó
ekki mikið af fiski. Nokkru áður
hafi áin vaxið í mikilli dembu og þá
hopar fiskur oft neðar á vatnasvæð-
ið.
Tungulækur hefur verið líflegur
að vanda og þar voru fyrir nokkru
fjórir veiðimenn, tveir útlendingar
og leiðsögumenn þeirra, sem
veiddu 160 birtinga á tveimur dög-
um. Allt á flugu og öllum fiskinum
var sleppt. Voru menn m.a. að leika
sér að því að veiða birtinga með
gáruhnút og með þurrflugum, enda
voru þessir náungar einstaklega
heppnir með veður og aðstæður.
Þá hafa verið góð skot í Fitjaflóði,
en þar, eins og í Tungulæk, veiðist
birtingur lengra fram á vorið en á
öðrum stöðum á þessum slóðum.
Fiskur tekur agn víða
Morgunblaðið/Einar Falur
Bárður R. Jónsson hampar myndarlegri bleikju sem hann veiddi út af
Lambhaga í landi þjóðgarðsins við Þingvallavatn.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?