Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 31 JÓN Reykdal og Jóhanna Þórðar- dóttir opna sýningu á málverkum í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag, laugardag, kl. 15. Jón sýn- ir uppstillingar með ýmsum tilbrigð- um og myndir þar sem konan er í öndvegi. Jóhanna vinnur með óhlut- bundin form með geómetrísku ívafi. Jóhanna og Jón stunduðu mynd- listarnám í Reykjavík, Amsterdam og Stokkhólmi og hafa stundað myndlist sl. 30 ár. Síðasta stóra sýn- ing Jóns á málverkum var í Norræna húsinu 1991. Einnig var Jón með fjórar minni sýningar 1993 og 1997. Fyrir tveimur árum var hann með vinnustofusýningu. Jóhanna var með einkasýningu í Norræna húsinu 1994 á lágmyndum. Árið 1994 varð hún hlutskörpust í samkeppni um útilistaverk bæði á Dalvík og Djúpavogi. Á sl. ári tók Jó- hanna þátt í samsýningu á Ljósa- fossi, list í orkustöðvum. Sýningin er opin frá kl. 14–18 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Uppstillingar með tilbrigðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Reykdal og Jóhanna Þórðardóttir sýna í Listasafni ASÍ. HEKLA Björk Guðmundsdóttir opnar sýningu í Is kunst gallery í Ósló í dag, laugardag. Titill sýning- arinnar er „Með kindum“ og sam- anstendur af 16 olíumálverkum sem unnin eru á þessu ári. Málverkin eru eftirmyndir nátt- úrunnar séðar frá hinum ýmsu sjónarhornum en eru þó ekki landslagsmyndir í hefðbundnum skilningi, heldur stílfærð nútíma- málverk „með kindum“. Einnig opnar Guðmundur Björg- vinsson sýningu á sama stað. Myndir Guðmundar snúast allar með einum eða öðrum hætti um manninn og eru málaðar með akríl á striga og er þetta hans 35. sýn- ing. Sýningarnar standa til 24. maí. Íslendingar sýna í Ósló KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur og Lögreglukór Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Grundarfjarðarkirkju í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskrá kóranna eru íslensk og erlend lög. Lögreglukórinn flytur t.d. lög Odd- geirs Kristjánsssonar og sænsk þjóðlög við íslenska texta. Einsöngv- ari með lögreglukórnum er Eiríkur Hreinn Helgason. Stjórnandi Lög- reglukórsins er Guðlaugur Viktors- son og undirleikari er Pavel Smid. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og undirleik- ari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Miðasala verður við innganginn. Léttsveit og lögregla í Grundarfirði Á LEIÐINNI heitir sýning, sem Iréne Jensen opnar í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 Hafnarhúsinu (hafnarmegin) í dag, laugardag, kl. 16. Myndirnar eru ImagOn æting- ar, sem er ný listgrafíktækni, sem byggist á ljósmynda- og djúp- þrykkstækni. Á sýningunni vill listamaðurinn miðla tilfinningum nútímafólks, sem „alltaf er á leiðinni“. Iréne Jensen er sænsk en hefur verið búsett í Reykjavík síðan 1988. Hún hefur stundað myndlist- arnám í Stokkhólmi og og síðast við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í grafíkdeild, 1990–1994. Sýningin stendur til 20. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Tilfinningar nútímafólks SÝNING á verkum norskra teikn- ara verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin er sam- starfssýning við Félag norskra teiknara þar sem íslenskur sýning- arstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir, velur verk norskra teiknara sem sýna á Íslandi og norskur sýning- arstjóri, Patrick Huse, velur verk íslenskra teiknara til sýnis í sýn- ingarsal teiknara í Osló. Sýning- unni er ætlað að varpa ljósi á stöðu teiknara í dag en þeir sem verk eiga á sýningunni í Hafnarhúsinu eru Norðmennirnir Milda Graham (1939), Kalle Grude (1946) og Sverre Wilhelm Malling (1977). Ís- lensku listamennirnir sem sýna í Osló eru Birgir Andrésson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmunds- son og Ragnheiður Jónsdóttir en sýning þeirra verður opnuð 19. maí. Báðar standa sýningarnar til 17. júní. Í sameiginlegri skrá um sýning- arnar í Reykjavík og Osló segir m.a. í grein eftir Gunnar J. Árna- son: „Ekkert er einfaldara eða jafn sjálfljóst í listum og tilvist teikn- inga, eða svo gæti maður haldið, og varla er til jafn almenn athöfn sem tengist listsköpun og að draga línur á blað. Börn eru byrjuð að teikna um leið og þau læra fyrstu orðin. Teikningar voru einhver fyrstu merki um menningu og hafa staðið af sér allar tæknibyltingar; tölvur leggja allan sinn reiknikraft í að reyna að líkja eftir þessari athöfn sem er manninum næsta eðlislæg – með afar misjöfnum árangri enn sem komið er.“ Sýningin stendur fram til 17. júní. Listasafnið er opið föstudaga– miðvikudaga kl. 11–18, fimmtudaga kl. 11–19. Ljósi varpað á stöðu teiknara Morgunblaðið/Þorkell Norsku listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafni Reykja- víkur: Kalle Grude, Milda Graham og Sverre Vilhelm Malling. VORTÓNLEIKAR Tónvers Tón- listarskóla Kópavogs verða í Salnum í dag, laugardag, kl. 17. Efnisskráin samanstendur öll af frumsömdum verkum eftir nemend- ur skólans og gesti þeirra úr tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Flutningur verður bæði í lifandi og rafrænu formi. Frumsamin verk á skóla- tónleikum NEMENDUR við hönnunar- og smíðaval Kennaraháskóla Íslands halda sýningu á vinnu sinni í List- greinahúsi skólans í Skipholti 37 í dag, laugardag, og sunnudag frá kl. 13–17 báða dagana. „Á sýningunni verða einkum nytjahlutir er birta listræna hönnun, fallegt handverk og upphaf nýrra áherslna í kennslu er tilheyra nýrri námskrá grunnskólans fyrir hönnun og smíði,“ segir í tilkynningu. Hönnunar- sýning í Listgreina- húsi KHÍ ÁLAFOSSKÓRINN í Mos- fellsbæ heldur árlega vortónleika sína í Árbæjarkirkju í dag, laug- ardag, kl. 17 og í Varmárskóla miðvikudaginn 9. maí kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna er ein- göngu íslensk tónlist, gömul og ný, valin með tilliti til þess að ver- ið er að undirbúa Kanadaferð næsta sumar. Kórinn hefur verið beðinn að taka þátt í Íslendinga- deginum í Winnipeg hinn 6. ágúst og verður eini íslenski kórinn sem kemur fram á þeirri hátíð að þessu sinni. Á efnisskrá kórsins eru nokkur verk sem samin hafa verið eða útsett sérstaklega fyrir ferðina til Kanada. Söngstjóri er Helgi R. Einars- son. Undirleikari Álafosskórsins á píanó er Hrönn Helgadóttir. Álafosskórinn heldur vortónleika NÁMSKEIÐIÐ í gerð þrívíðra verka, blönduð tækni, hefst miðviku- daginn 21. maí. Kennari er Hrafn- hildur Sigurðardóttir myndlistar- maður. Þá hefst einnig námskeið í vatnslitamálun undir stjórn Torfa Jónssonar myndlistarmanns. Nám- skeiðin fara bæði fram í Skipholti 1. Námskeið hjá LHÍ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.