Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 31 JÓN Reykdal og Jóhanna Þórðar- dóttir opna sýningu á málverkum í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag, laugardag, kl. 15. Jón sýn- ir uppstillingar með ýmsum tilbrigð- um og myndir þar sem konan er í öndvegi. Jóhanna vinnur með óhlut- bundin form með geómetrísku ívafi. Jóhanna og Jón stunduðu mynd- listarnám í Reykjavík, Amsterdam og Stokkhólmi og hafa stundað myndlist sl. 30 ár. Síðasta stóra sýn- ing Jóns á málverkum var í Norræna húsinu 1991. Einnig var Jón með fjórar minni sýningar 1993 og 1997. Fyrir tveimur árum var hann með vinnustofusýningu. Jóhanna var með einkasýningu í Norræna húsinu 1994 á lágmyndum. Árið 1994 varð hún hlutskörpust í samkeppni um útilistaverk bæði á Dalvík og Djúpavogi. Á sl. ári tók Jó- hanna þátt í samsýningu á Ljósa- fossi, list í orkustöðvum. Sýningin er opin frá kl. 14–18 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Uppstillingar með tilbrigðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Reykdal og Jóhanna Þórðardóttir sýna í Listasafni ASÍ. HEKLA Björk Guðmundsdóttir opnar sýningu í Is kunst gallery í Ósló í dag, laugardag. Titill sýning- arinnar er „Með kindum“ og sam- anstendur af 16 olíumálverkum sem unnin eru á þessu ári. Málverkin eru eftirmyndir nátt- úrunnar séðar frá hinum ýmsu sjónarhornum en eru þó ekki landslagsmyndir í hefðbundnum skilningi, heldur stílfærð nútíma- málverk „með kindum“. Einnig opnar Guðmundur Björg- vinsson sýningu á sama stað. Myndir Guðmundar snúast allar með einum eða öðrum hætti um manninn og eru málaðar með akríl á striga og er þetta hans 35. sýn- ing. Sýningarnar standa til 24. maí. Íslendingar sýna í Ósló KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur og Lögreglukór Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Grundarfjarðarkirkju í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskrá kóranna eru íslensk og erlend lög. Lögreglukórinn flytur t.d. lög Odd- geirs Kristjánsssonar og sænsk þjóðlög við íslenska texta. Einsöngv- ari með lögreglukórnum er Eiríkur Hreinn Helgason. Stjórnandi Lög- reglukórsins er Guðlaugur Viktors- son og undirleikari er Pavel Smid. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og undirleik- ari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Miðasala verður við innganginn. Léttsveit og lögregla í Grundarfirði Á LEIÐINNI heitir sýning, sem Iréne Jensen opnar í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 Hafnarhúsinu (hafnarmegin) í dag, laugardag, kl. 16. Myndirnar eru ImagOn æting- ar, sem er ný listgrafíktækni, sem byggist á ljósmynda- og djúp- þrykkstækni. Á sýningunni vill listamaðurinn miðla tilfinningum nútímafólks, sem „alltaf er á leiðinni“. Iréne Jensen er sænsk en hefur verið búsett í Reykjavík síðan 1988. Hún hefur stundað myndlist- arnám í Stokkhólmi og og síðast við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í grafíkdeild, 1990–1994. Sýningin stendur til 20. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Tilfinningar nútímafólks SÝNING á verkum norskra teikn- ara verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag, laugardag, kl. 16. Sýningin er sam- starfssýning við Félag norskra teiknara þar sem íslenskur sýning- arstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir, velur verk norskra teiknara sem sýna á Íslandi og norskur sýning- arstjóri, Patrick Huse, velur verk íslenskra teiknara til sýnis í sýn- ingarsal teiknara í Osló. Sýning- unni er ætlað að varpa ljósi á stöðu teiknara í dag en þeir sem verk eiga á sýningunni í Hafnarhúsinu eru Norðmennirnir Milda Graham (1939), Kalle Grude (1946) og Sverre Wilhelm Malling (1977). Ís- lensku listamennirnir sem sýna í Osló eru Birgir Andrésson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmunds- son og Ragnheiður Jónsdóttir en sýning þeirra verður opnuð 19. maí. Báðar standa sýningarnar til 17. júní. Í sameiginlegri skrá um sýning- arnar í Reykjavík og Osló segir m.a. í grein eftir Gunnar J. Árna- son: „Ekkert er einfaldara eða jafn sjálfljóst í listum og tilvist teikn- inga, eða svo gæti maður haldið, og varla er til jafn almenn athöfn sem tengist listsköpun og að draga línur á blað. Börn eru byrjuð að teikna um leið og þau læra fyrstu orðin. Teikningar voru einhver fyrstu merki um menningu og hafa staðið af sér allar tæknibyltingar; tölvur leggja allan sinn reiknikraft í að reyna að líkja eftir þessari athöfn sem er manninum næsta eðlislæg – með afar misjöfnum árangri enn sem komið er.“ Sýningin stendur fram til 17. júní. Listasafnið er opið föstudaga– miðvikudaga kl. 11–18, fimmtudaga kl. 11–19. Ljósi varpað á stöðu teiknara Morgunblaðið/Þorkell Norsku listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafni Reykja- víkur: Kalle Grude, Milda Graham og Sverre Vilhelm Malling. VORTÓNLEIKAR Tónvers Tón- listarskóla Kópavogs verða í Salnum í dag, laugardag, kl. 17. Efnisskráin samanstendur öll af frumsömdum verkum eftir nemend- ur skólans og gesti þeirra úr tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Flutningur verður bæði í lifandi og rafrænu formi. Frumsamin verk á skóla- tónleikum NEMENDUR við hönnunar- og smíðaval Kennaraháskóla Íslands halda sýningu á vinnu sinni í List- greinahúsi skólans í Skipholti 37 í dag, laugardag, og sunnudag frá kl. 13–17 báða dagana. „Á sýningunni verða einkum nytjahlutir er birta listræna hönnun, fallegt handverk og upphaf nýrra áherslna í kennslu er tilheyra nýrri námskrá grunnskólans fyrir hönnun og smíði,“ segir í tilkynningu. Hönnunar- sýning í Listgreina- húsi KHÍ ÁLAFOSSKÓRINN í Mos- fellsbæ heldur árlega vortónleika sína í Árbæjarkirkju í dag, laug- ardag, kl. 17 og í Varmárskóla miðvikudaginn 9. maí kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna er ein- göngu íslensk tónlist, gömul og ný, valin með tilliti til þess að ver- ið er að undirbúa Kanadaferð næsta sumar. Kórinn hefur verið beðinn að taka þátt í Íslendinga- deginum í Winnipeg hinn 6. ágúst og verður eini íslenski kórinn sem kemur fram á þeirri hátíð að þessu sinni. Á efnisskrá kórsins eru nokkur verk sem samin hafa verið eða útsett sérstaklega fyrir ferðina til Kanada. Söngstjóri er Helgi R. Einars- son. Undirleikari Álafosskórsins á píanó er Hrönn Helgadóttir. Álafosskórinn heldur vortónleika NÁMSKEIÐIÐ í gerð þrívíðra verka, blönduð tækni, hefst miðviku- daginn 21. maí. Kennari er Hrafn- hildur Sigurðardóttir myndlistar- maður. Þá hefst einnig námskeið í vatnslitamálun undir stjórn Torfa Jónssonar myndlistarmanns. Nám- skeiðin fara bæði fram í Skipholti 1. Námskeið hjá LHÍ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.