Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 38

Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 38
38 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VARNARSAMSTARF Í 50 ÁR Við Íslendingar höfum átt afarnáið stjórnmálalegt samstarfvið Bandaríkin frá stofnun ís- lenzka lýðveldisins. Raunar var for- senda fyrir stofnun þess viðurkenn- ing Bandaríkjastjórnar. Þegar hún var fengin fylgdu aðrar þjóðir á eftir. Samstarf okkar við Bandaríkin hefur verið nánast á sviði varnar- mála. Í dag eru 50 ár liðin frá því að varnarsamningurinn á milli Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður. Bandaríska varnarliðið kom hingað tveimur dögum síðar. Þetta eru merkileg tímamót. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu, sem sam- þykkt var á Alþingi 30. marz 1949, og varnarsamningurinn við Bandaríkin hafa verið hornsteinar íslenzkrar ut- anríkisstefnu jafnan síðan. Tvær meginforsendur voru fyrir undirritun varnarsamningsins af hálfu okkar Íslendinga. Hin fyrri var sú, að við vildum leggja okkar skerf af mörkum til sameiginlegra varna frjálsra þjóða heims, sem þá og í fjóra áratugi á eftir áttu í höggi við kúg- unaröfl kommúnismans um allan heim. Þeirri baráttu lauk með fullum sigri lýðræðisríkjanna, þegar kalda stríðinu lauk fyrir rúmum áratug. Hin síðari var sú, að við Íslending- ar töldum nauðsynlegt að gera ráð- stafanir til þess að tryggja okkar eig- ið öryggi á viðsjárverðum tímum. Þótt við gætum ekki teflt fram neinum herstyrk í samstarfi Atlants- hafsbandalagsþjóðanna var öllum ljóst, að það var ekki einfalt mál fyrir fámenna þjóð að taka við fjölmennu erlendu herliði í landi sínu. Þess vegna hafa aðrar þjóðir jafnan virt þetta framlag okkar. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Banda- ríkin ollu gífurlega hörðum pólitísk- um deilum í áratugi. Segja má, að þjóðin hafi verið klofin í andstæðar fylkingar, og deilur um þessi grund- vallarmál höfðu áhrif á alla pólitíska þróun í landinu. Tvisvar sinnum voru myndaðar ríkisstjórnir, sem höfðu það að meginmarkmiði að segja varn- arsamningnum upp. Í bæði skiptin urðu vinstri flokkarnir að gefast upp við þau áform. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin höfðu áhrif á niðurstöður þorska- stríðanna. Bæði bandarísk stjórnvöld og yfirstjórn Atlantshafsbandalags- ins á hverjum tíma lögðu sitt af mörk- um til þess að knýja andstæðinga okkar í þorskastríðunum til samn- inga við okkur vegna þeirra truflandi áhrifa, sem þær deilur höfðu á varn- arsamstarfið. Nú er þetta liðin tíð og ungir sagn- fræðingar vinna að því að rita sögu þessa tímabils. Þeir hafa þegar dreg- ið fram í dagsljósið verðmætar upp- lýsingar um þessi átök öll. Frá lokum kalda stríðsins hefur fækkað verulega í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Það er eðlileg af- leiðing af þeim umskiptum, sem hafa orðið. Eftir sem áður er nauðsynlegt fyrir aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins að halda vöku sinni. Það hafa þau gert og raunar er Atlantshafs- bandalagið að þróast upp í að verða öryggiskerfi fyrir Evrópu alla. Þau ríki, sem utan við standa, bíða eftir að fá aðild. Rússar hafa tekið upp náið samstarf við Atlantshafsbandalagið. Við Íslendingar þurfum að tryggja öryggi okkar með viðunandi hætti, þótt sú ógn, sem stafaði frá komm- únistaríkjunum, sé liðin hjá. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsir af- stöðu sinni til þess í viðtali við Morg- unblaðið í dag í sérstöku fylgiblaði, sem Morgunblaðið gefur út á þessum tímamótum. Forsætisráðherra segir: „Við munum á næstu árum þurfa að hafa svipaðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lágmarksfjölda flugvéla. Stöðin getur ekki verið minni en hún er.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir í samtali við Morgunblað- ið í dag: „Með sama hætti tel ég nauð- synlegt að hér á landi sé ákveðinn lágmarksviðbúnaður … Íslenzk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti metið það svo, að við núverandi aðstæður sé sá viðbúnaður, sem er fyrir hendi í varnarstöðinni á Miðnesheiði, lág- marksviðbúnaður.“ Innan bandaríska stjórnkerfisins hafa um skeið verið uppi ýmis sjón- armið um þetta efni. Þau byggjast á þörfum og rökum, sem hafa ekkert með íslenzka hagsmuni að gera. Í ljósi náinna pólitískra samskipta þjóðanna tveggja í sex áratugi og sameiginlegra hagsmuna þeirra á Norður-Atlantshafi og í öryggismál- um almennt má gera ráð fyrir, að nýj- ar viðræður um þessi efni leiði til far- sællar niðurstöðu fyrir báða aðila. Við Íslendingar erum í allt annarri stöðu en við vorum, þegar varnarliðið kom hingað fyrir hálfri öld. Við erum fjölmennari og við erum í hópi rík- ustu þjóða heims. Það er eðlilegt að við leggjum meira fram til að tryggja okkar eigið öryggi en við höfum gert. Að þessu víkur Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem jafnframt er einn helzti sérfræðingur Sjálf- stæðisflokksins í öryggismálum, í at- hyglisverðri grein í Morgunblaðinu í dag. Menntamálaráðherra segir m.a.: „Íslendingum ber sem sjálfstæðri þjóð skylda til að sýna og axla ábyrgð í varnar- og öryggismálum, annars eru þeir ekki fullgildir þátttakendur í samfélagi þjóðanna. Umræður um aukinn hlut í okkar eigin vörnum eru hluti af þróun í þessu efni, þar sem aldrei má ríkja stöðnun og ávallt verður að skoða alla kosti til hlítar.“ Undir þessi orð Björns Bjarnason- ar er ástæða til að taka. Það er tíma- bært að þessi málefni komi til frekari umræðu. Morgunblaðið hefur í hálfa öld staðið fast með þeim, sem hafa haldið uppi málstað aðildar okkar að Atl- antshafsbandalaginu og varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. Sú barátta hefur verið grundvallaratriði í stefnu blaðsins í þjóðmálum. Á þessum tímamótum fagnar Morgunblaðið því, að nú ríkir víðtæk sátt um öryggismál þjóðarinnar og varnarsamstarfið við Bandaríkin meðal landsmanna. VALGERÐUR Sverris-dóttir, iðnaðar- og við-skiptaráðherra, kynnti ígær helstu niðurstöður skýrslu Samkeppnisstofnunar sem ráðherra óskaði eftir fyrir tæpu ári um matvörumarkaðinn og verð- lagsþróun í smásölu 1996 til 2000. Ráðherra sagði að af niðurstöðum skýrslunnar mætti ráða að hækk- un á smásöluverði á síðustu árum í matvöruverslun umfram hækkun frá birgjum gæfi ástæðu til að ætla að dregið hefði úr samkeppni í smásölunni og samþjöppun í formi samruna væri væntanlega helsta orsökin fyrir minni samkeppni. Skýrsla Samkeppnisstofnunar er almenn athugun á matvöru- markaðnum og í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þess hvort mat- vöruverslanir eða birgjar hafi með aðgerðum sínum brotið gegn sam- keppnislögum. Hins vegar gefur niðurstaða skýrslunnar tilefni til frekari rannsókna þar sem kannað verður hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum samkeppnislaga. „Með hliðsjón af þeim atriðum sem fram koma í skýrslu Sam- keppnisstofnunar og varða sam- keppnis- og viðskiptahætti á mat- vörumarkaðnum mun Samkeppn- isstofnun fara af stað með mál í því skyni að uppræta hugsanleg brot á samkeppnislögum. Í því felst rann- sókn á því hvort samningar og samningsskilmálar á milli ein- stakra verslunarkeðja, birgðahúsa eða matvöruverslana annars vegar og birgja hins vegar feli í sér ákvæði sem eru skaðleg sam- keppni og fari gegn samkeppnis- lögum, þ.m.t. vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu,“ sagði ráð- herra. Rannsóknin mun beinast að einstökum fyrirtækjum Samkeppnisstofnun dregur þá ályktun í skýrslunni að í kjölfar samruna, sem varð á matvöru- markaðnum á fyrri hluta ársins 1999, hafi samkeppni minnkað og það hafi leitt til aukinnar álagn- ingar hjá smásöluverslunum. Stofnunin telur að markaðurinn einkennist af kaupendastyrk versl- anakeðju sem hafi leitt til við- skiptahátta sem kunni í sumum til- vikum að vera andstæðir sam- keppnislögum. Samkeppnisstofnun gerir í skýrslunni tillögu um, í ljósi nið- urstaðna hennar, að hafist verði handa við sérstakt stjórnsýslumál. Rannsaka á hvort samningar á milli einstakra verslunarkeðja, birgðahúsa eða matvöruverslana annars vegar og birgja hins vegar fari gegn samkeppnislögum. „Einnig mun felast í því máli rannsókn á viðskiptaháttum ein- stakra fyrirtækja á markaðnum. Í slíku stjórnsýslumáli felst rannsókn á því hvort ástæða kunni að vera til að fella úr gildi samn- inga eða samningsákvæði eða breyta slíkum ákvæðum, uppræta tiltekna viðskiptahætti eða setja aðilum markaðarins skilyrði eða hegðunarreglur eða hvort ástæða sé til annars konar íhlutunar. Rannsókn þessi mun ólíkt þeirri könnun sem hér er til umfjöllunar beinast að einstökum fyrirtækjum á markaðnum,“ segir m.a. í nið- urstöðum skýrslunnar. Mismunurinn til smásala Í skýrslunni segir að tölfræðileg gögn sýni að samkeppni í matvöru- verslun hafi fram á síðasta áratug verið virk og neytendur notið góðs af í hlutfallslega lækkuðu verði. Eftir þann tíma hafi samþjöppun aukist mjög á smásölustiginu, sem hafi styrkt samningsstöðu versl- anakeðja enn frekar gagnvart birgjum. Samkvæmt könnun Sam- keppnisstofnunar hækkaði verð á dagvöru (mat- og drykkjarvara og hreinlætis- og snyrtivara) um 15% í smásölu á umræddu tímabili, þ.e. 1996–2000. Vegin hækkun á inn- kaupsverði verslana á þessum vörum var um 8–9%. Sú hækkun sé í samræmi við það sem vænta mátti með hliðsjón af erlendum verðhækkunum og gengisbreyt- ingum. Samkeppnisstofnun dregur þá ályktun að smásöluálagning matvöruverslana, þar með talin álagning birgðahúsa sem rekin eru í tengslum við nokkrar verslana- keðjur, hafi hækkað um sem nem- ur mismuninum á hækkun smá- söluverðs og hækkun innkaups- verðs verslana. Miðað við þessar forsendur telur Samkeppnisstofn- un að vara sem í ársbyrjun 1996 var seld með 20% smásöluálagn- ingu hafi í árslok í fyrra verið seld með 25 til 26% álagningu. Egg og brauð með 50–70% álagningu Skýrsluhöfundar Samkeppnis- stofnunar segja að álagning í smá- sölu hafi hækkað mismikið eftir flokkum dagvöru. Vakin er athygli á því að vörur sem hafa mikinn veltuhraða, s.s. egg og brauð, eru seldar með 50 til 70% smásöluálagningu. Á móti séu vörur með lít- inn veltuhraða seldar með mun lægri álagn- ingu. Samkeppnisstofn- un telur að væri hliðsjón höfð af kostnaði hefði mátt ætla að vörur með mikinn veltuhraða þyldu lægri álagningu en þær sem velta hægt. Í skýrslunni kemur fram að samþjöppun hafi verið mikil á því tímabili sem stofnunin skoðaði, bæði á smásölu- og heildsölustigi. Um 2/3 hlutar smásölumarkaðar- ins eru nú á hendi tveggja fyr- irtækja en árið 1996 réðu tvö stærstu fyrirtækin yfir 45 markaðinum. Stofnunin te þjöppun meðal birgja ein verið mikla og þannig sinn an við 10 innflytjendur s hluta af innflutningi á da landsins, auk þess sem in framleiðendum dagvöru h að. Samkeppnisstofnun markaðsráðandi stöðu fyr matvörumarkaði. Á ári voru 44 matvöruverslani með 43–44% hlutheild á öllu en tæplega 50% hlu uðborgarsvæðinu með re verslana. Kaupás rak 46 á landinu öllu með 22–23 aðshlutdeild en 26–27% borgarsvæðinu. Tvö stæ irtækin voru þannig með smásölumarkaðarins hér árið 1999 en árið 1996 stærstu keðjurnar saman þessa hlutdeild. Aukinn afsláttur e lækkað smásöluver Í skýrslunni segir að veittur matvöruverslun birgðahúsum af birgjum ist á liðnum árum. Í mör vikum verði þó ekki séð a afsláttur hafi leitt til l smásöluverðs viðkomand Síðan segir: „Samkeppn hafa verið kynnt nokkur d Viðskiptaráðherra kynnir skýrslu Samkeppnisst Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynn Samkeppni m samruna og Samkeppnis- stofnun gerir til- lögu um stjórn- sýslurannsókn   6 49        6 7  Samþjöppun aukist á smá- sölustiginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.