Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tungumálahátíð Litlar tungur og stórar Tungumálahátíðhefst í dag klukk-an 13 með ávarpi menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Það er Endurmenntunarstofn- un Háskóla Íslands sem stendur fyrir þessari uppákomu í húsnæði sínu á Dunhaga 7 í tilefni af Viku tungumálanáms inn- an fullorðinsfræðslu sem er liður í Evrópsku tungumálaári 2001. Opið hús verður á Dunhaga 7 til klukkan 18 í dag og á morgun, sunnudag, og næstu daga boðið þar upp á ókeypis örnámskeið í tungumálum. Oddný Hall- dórsdóttir er verkefnis- stjóri Tungumálahátíðar: „Babelsturninn hefur verið vinnuheitið á þessari hátíð sem nú verður að veruleika í dag,“ segir Oddný. – Hvað fer fram á Tungu- málahátíð? „Tungumálaskólar víðs vegar að kynna námskeið sín og dreifa efni. Gestir geta látið athuga hvar þeir standa í kunnáttu í ensku og þeir geta líka fræðst um nýjar leiðir í tungumálanámi, eins og t.d. hvernig nota má raf- ræna miðla til að nema tungu- mál. Þá verður menningar- og fræðsludagskrá sem fólk hefur væntanlega bæði gagn og gaman af. Stutt erindi verða haldin í bland við alls konar skemmtiat- riði frá ýmsum löndum.“ – Er sama dagskráin í dag og á morgun? „Nei. Yfirskrift dagsins í dag er: Evrópa – litlar tungur og stórar. Sérstök áhersla er lögð á að kynna tungumál sem fáir tala og eru í útrýmingarhættu eins og gelísk mál, baskneska, samíska og færeyska. Fyrirlesarar eru Baldur Ragnarsson, Sigurður Ægisson, Eðvarð T. Jónsson og Sigrún Helgadóttir – hún veltir því fyrir sér hvort það sé ómaks- ins vert að þýða tölvu- og tækni- orð yfir á íslensku. Heimsljósin syngja, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson koma fram, við heyrum samísk ljóð og færeyska tónlist og sjáum flamingodans. Á sunnudag beinum við sjón- um okkar að yfirskriftinni: Nýja Ísland – fjölmenning og fjöl- tyngi. Við ætlum að skoða breytt tungumálaumhverfi á Íslandi og reyna að kynnast menningu ný- búa sem hér hafa sest að. Fyr- irlesarar á sunnudag eru Guð- mundur Andri Thorsson, Margrét Jónsdóttir, Ania Woj- tynska, Ingibjörg Hafstað, Guð- rún Theódórsdóttir, Karl Guð- mundsson og Guðrún Tulinius, Svandís Svavarsdóttir og Gauti Kristmannsson. Atriði á dagskrá er tónlist frá Serbíu, Póllandi og Ítalíu – fólk frá umgetnum lönd- um leikur og syngur. Þá verður ljóðalestur sem skiptinemar ann- ast.“ – Hvað mörgum málum verða gerð skil á Tungu- málahátíð? „Um tuttugu tungu- mál koma við sögu að meðtöldu táknmáli. Auk þess sem fram fer í dag og á morgun á Dunhaga 7 bjóðum við fólki ókeypis örnámskeið í ýms- um tungumálum frá mánudegi til föstudags. Frá klukkan 17.30 til 19.30 býðst almenningi að koma hér og fá tilsögn í færeysku, sænsku, serbó-króatísku, pólsku, rússnesku, þýsku, frönsku, ensku, ítölsku og spænsku. Þessi örnámskeið eru ætluð byrjend- um og eru tilvalið tækifæri til að uppgötva að allir geta lært tungumál og það er gaman og hreint ekki svo erfitt.“ – Verður íslenskan á dagskrá hjá ykkur sérstaklega? „Við verðum með erindi um stöðu íslenskukennslu fyrir út- lendinga, kynningu á nýju náms- efni og bjóðum nýbúum til okkar á mánudag frá klukkan 18 til 20. Kynnt verður námskeið í starfs- tengdri íslensku, sú kynning verður send með fjarmenntabún- aði til tíu staða á landinu. Þá kynnum við íslenskunámskeið sem Endurmenntunarstofnun HÍ hefur staðið fyrir. Þörfin fyr- ir íslenskukennslu er mikil og erfitt að anna eftirspurn.“ – Hvað um útgáfumál? „Þau eru líka á dagskrá. Við gefum út bækling sem við köllum lykil að tungumálanámi á Ís- landi. Bæklingurinn heitir: Finndu þinn lykil. Í honum er að finna upplýsingar um tungu- málaskóla og námskeið á Íslandi með sérstakri áherslu á náms- framboð í tungumálum næsta vetur.“ – Eru aðferðir í tungumála- námi að breytast mikið? „Tungumálanám er orðið miklu meira lifandi en það var á árum áður og leiðir til þess miklu fjölbreyttari. Enda er fólk farið í ríkari mæli að gera sér grein fyr- ir hagnýti þess að læra tungumál og margbreytilegri ánægju sem það veitir.“ – Hver er markhópurinn fyrir Tungumálahátíð af þessu tagi sem þið bjóðið upp á núna og á næstunni? „Markhópurinn er allur almenningur en þó sérstaklega viljum við höfða til fólks sem geymir með sér tungu- málakunnáttu sem það hefur ekki notað frá námslokum og fólks sem ekki hefur fram til þessa þorað að taka fyrsta skrefið. Þess má geta að börn eru vel- komin á hátíðina, við verðum með barnasmiðju, þar geta börn- in lært svolítið í táknmáli, ensku og þýsku svo dæmi séu tekin. Öll dagskrá Tungumálahátíðar og tungumálaviku er ókeypis.“ Oddný Halldórsdóttir  Oddný Halldórsdóttir fæddist í Keflavík 9. mars 1968. Hún lauk stúdentsprófi 1988 og stundaði nám í frönsku og mannfræði við Háskóla Íslands og í Frakklandi. Hún lauk leiðsögumannsprófi frá Leiðsöguskólanum 1998. Hún hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu lengst af en er nú verkefnisstjóri hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands. Allir geta lært tungumál, það er gaman og hreint ekki svo erfitt Davíð er leiðinlegur, við skulum bara fara saman. ÚTGJÖLD Lánasjóðs íslenskra námsnanna aukast verulega vegna lækkunar á gengi krónunn- ar. Gengislækkunin hefur einnig áhrif á efnahag námsmanna er- lendis sem þurfa að greiða skóla- gjöld. Framfærslulán til námsmanna sem stunda nám erlendis eru gengistryggð. Gengislækkun krónunnar hefur því þau áhrif að LÍN þarf að greiða fleiri krónur til námsmanna sem eru við nám erlendis. Steingrímur Ari Arason, fram- kvæmdastjóri LÍN, sagði að út- gjöld sjóðsins ykjust um u.þ.b. 21 milljón við hvert prósentustig sem gengið lækkaði. Sækja verður viðbótina til ríkisins Á ársgrundvelli væru þetta u.þ.b. 470 milljónir, sem sjóðurinn yrði að sækja til ríkisins miðað við gengi krónunnar eins og það er skráð í dag. Steingrímur Ari sagði að aftur á móti lánaði sjóðurinn fyrir skólagjöldum í íslenskum krónum. Þar sem visst hámark væri á hversu mikið sjóðurinn lánaði til skólagjalda hefði geng- islækkunin þau áhrif að sumir námsmenn þyrftu að fjármagna hluta skólagjalda með öðrum hætti en með námslánum. Áhrif gengisbreytinga á lán námsmanna Útgjöld LÍN hækka um 470 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.