Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu er Fatahreinsunin ehf. á Akureyri. Fyrirtækið er staðsett í mjög góðu nýlegu eigin húsnæði á götuhæð í hjarta bæjarins í Hofsbót 4. Næg bílastæði. Fyrirtækið er mjög vel búið tækjum og áhöldum og hefur mikla viðskiptavild enda hefur það þjónað Akureyringum og nærsveitum undanfarin 53 ár. Fyrirtækið verð- ur selt með eða án eigin húsnæðis sem er 293,8 m² að grunn- fleti. Leiga á húsnæðinu kemur einnig til greina. Ennfremur er hugsanlegt að taka inn meðeiganda sem myndi starfa við fyrir- tækið. Fyrirtæki á Akureyri Sími 461 1500, fax 461 2844, netfang petur@fast.is Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. EININGAR-IÐJUFÉLAGAR! Aðalfundur Einingar-Iðju verður haldinn þriðjudaginn 15. maí 2001 kl. 20.00. á 4. hæð í Alþýðuhúsinu Akureyri Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál. Ársreikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagar fjölmennið - Kaffiveitingar. Stjórnin FJÖGUR fyrirtæki óskuðu eftir þátttöku í forvali um hönnun og byggingu fjölnota íþróttahúss á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð á Akureyri, sem boðið verður út í alút- boði. Ekkert þessara fyrirtækja er frá Akureyri en þau eru Íslenskir aðalverktakar hf. á Keflavíkurflug- velli, Ístak hf. í Reykjavík og Katla ehf. og Tréverk ehf. í Dalvíkur- byggð. Að sögn Magnúsar Garðarssonar byggingaeftirlitsmanns hjá Fast- eignum Akureyrarbæjar voru öll fyrirtækin fjögur samþykkt til þátt- töku í alútboðinu. Hann sagði stefnt að því að senda gögn málsins út 25. þessa mánaðar og að tilboðin yrðu opnuð í kringum 10. júlí nk. Vinna við deiliskipulag Þórssvæðisins er í gangi og sagði Magnús að menn vildu sjá að búið yrði að kynna það áður. Samkvæmt fyrirliggjandi hug- myndum skal framkvæmdum að fullu lokið í ágúst árið 2003. „Auðvitað gæti það gerst að fram- kvæmdum yrði lokið fyrr, t.d. á næsta ári, ef stór verktaki vildi vinna verkið á þeim nótum. Greiðsl- urnar eru hins vegar miðaðar við verklok árið 2003.“ Erum að byggja fyrir framtíðina Magnús sagði ekki liggja fyrir endanlega hvernig fjölnota hús verður byggt en unnið væri að því að móta þær gæðakröfur sem gerð- ar yrðu til byggingar í alútboði og í því sambandi leituðu menn hug- mynda hjá þeim sem væru í sömu hugleiðingum. Hann sagði að í húsinu yrði reynt að hafa aðstöðu fyrir frjálsíþrótta- fólk en að hins vegar lægi ekki end- anlega fyrir hver stærðin yrði. „Við erum að byggja fyrir framtíðina og því mikilvægt að við reynum að láta fara saman sem lægstan kostnað í rekstri og stofnkostnaði en jafn- framt að horfa til þess að við erum byggja hús sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til slíkra húsa,“ sagði Magnús. Fjögur fyrirtæki vilja byggja fjölnota hús KIRKJULISTAVIKA verður sett í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag. Þetta er í sjöunda sinn sem Akureyrarkirkja og Listvina- félag Akureyrar standa að og fá til liðs við sig listafólk úr ýmsum áttum. Helstu markmið Kirkju- listaviku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyr- ingum kost á að njóta góðra lista í kirkjunni. Tvær myndlistarsýningar opnaðar Við setninguna á morgun verð- ur frumfluttur messusöngleik- urinn „Leiðin til lífsins“ eftir sr. Svavar A. Jónsson og Daníel Þor- steinsson. Valgeir Skagfjörð ann- ast leikstjórn. Í söngleiknum er sýnt fram á tengsl mannlegrar hegðunar í hinu daglega lífi við atferli prests og safnaðar í guðs- þjónustunni. Þar er reynt að ljúka upp merkingu hinna ýmsu liða í messu kirkjunnar og skírskota til atferlis mannsins, án þess að gera lítið úr dýpri merkingu mess- unnar. Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju eftir messusöng- leikinn. Leifur Breiðfjörð nefnir sýningu sína „Opinberun“ en hann sýnir glerlistaverk, past- elmyndir og vinnuteikningar. Átta leirlistakonur opna einnig sýningu sem þær nefna „Kaleikar og kirkjugólf“ í kapellunni en þær hinar sömu gerðu kaleika fyrir Kristnitökuhátíð á Þingvöllum síðasta sumar. Við opnunina flytja Leifur Breiðfjörð og Margrét Jónsdóttir stutt ávörp. Dagskráin verður fjölbreytt alla vikuna, en Kirkjulistaviku lýkur sunnudaginn 13. maí. Þá verður hátíðarguðsþjónusta þar sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup predikar og síðar þann dag verða hátíðartónleikar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju, Kór Gler- árkirkju, Samkór Svarfdæla og Karlakór Akureyrar – Geysi. Kirkjulistavika sett í Akureyrarkirkju í sjöunda sinn annað kvöld Messu- söngleikur frumfluttur og sýning- ar opnaðar Morgunblaðið/Kristján Leikendur í Leiðin til lífsins skoða búninga. F.v. Vilhjálmur Bergmann Bragason, Þórný Linda Haraldsdóttir, Bergþóra Benediktsdóttir, Eyrún Unnarsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Björg Baldvinsdóttir. ÍSLENSKIR búningar í eigu Minja- safnsins á Akureyri verða til sýnis þar sunnudaginn 6. maí Sýndir verða búningar úr eigu safnsins og bún- ingahlutar. Hagar konur sýna handverk svo sem knipl, baldýringu og spjaldvefn- að. Þar gefst því kostur á að sjá fal- lega búninga og hvernig þeir verða til. Opið er milli kl. 14 og 16. Aðgangs- eyrir er 300 kr. en ókeypis fyrir börn og ellilífeyrisþega. Gestir sem mæta klæddir þjóðbúningum, hverrar þjóðar sem er, þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Með búningadegi lýkur vetrar- dagskrá Minjasafnsins en þar hefur verið bryddað upp á tilbreytingu af ýmsu tagi fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Safnið er opið á sunnudögum í maí milli klukkan 14 og 16 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Frá og með fyrsta júní er safnið opið dag- lega og sumardagskrá hefst að þessu sinni með söngvöku í Minjasafns- kirkjunni hinn 28. maí. Minjasafnið á Akureyri Búninga- dagur HIÐ árlega Hængsmót, opið íþrótta- mót fyrir fatlaða hófst í Íþróttahöll- inni á Akureyri í gær með einstak- lingskeppni í boccia. Mótinu verður fram haldið í dag laugardag en þá verður keppt í ein- staklings- og sveitakeppni í boccía, borðtennis, bogfimi og lyftingum. Það er Lionsklúbburinn Hængur sem stendur að mótinu og er þetta jafnframt stærsta og skemmtileg- asta verkefni klúbbfélaga á hverju starfsári. Mótið að þessu sinni er það 19. í röðinni og jafnframt það fjöl- mennasta frá upphafi. Keppendur eru um 250 talsins og koma frá 15 félögum víðs vegar af landinu. Keppni hefst kl. 9 árdegis í dag og stendur fram eftir degi. Verðlauna- afhending fer fram á lokahófi móts- ins í Íþróttahöllinni í kvöld. Metþátttaka í Hængsmóti Fatlaðir íþrótta- menn keppa á Akureyri Hljómsveitakeppni verður haldin í Kompaníinu á morgun, laugardag- inn 5. maí, og hefst hún kl. 20:00. Húsið verður opnað kl. 19:00 Eftirtaldar hljómsveitir taka þátt: Do What Thy Wilt Shall Be the Whole Of the Law, Fay Slash Bunny, Korridor Zion’s, Moðreykur og Prozac. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu keppninnar: http://notendur.centrum.is/~rofi/ Hljómsveita- keppni í Kompaníinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SÉRA Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur í Dalvíkurbyggð, grillaði ásamt tilvonandi ferming- arbörnum þegar síðasti sunnudaga- skóli vetrarins var en hann var sam- eiginlegur með börnum frá Ólafsfirði og Dalvíkurbyggð. Mikil aðsókn var og fengu foreldrar sér kaffi í safnaðarheimilinu á meðan börnin gæddu sér á pylsum og djúsi. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Séra Magnús Gunnarsson, sóknarprestur í Dalvíkurbyggð, við grillið ásamt nokkrum væntanlegum fermingarbörnum. Fermingarbörn grilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.