Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYKJANESBÆR hefur eignast safn bátalíkana sem Grímur Karls- son í Njarðvík, fyrrverandi skip- stjóri, hefur gert. Safninu verður komið upp í Duus-húsunum og opn- að í haust. Grímur Karlsson hefur lengi smíðað bátalíkön og hefur sýnt nokkrum sinnum við góðar und- irtektir. Alþingi veitti nokkrum fjár- munum á síðasta ári til Áhuga- mannafélags um safnið til að koma safninu í sýningarhæft stand. Fól félagið síðan Reykjanesbæ vörslu þess. „Mig langaði til að bátarnir kæm- ust fyrir almenningssjónir og á var- anlegan stað. Árni Johnsen alþing- ismaður sýndi málinu mikinn áhuga þegar ég ræddi málið við hann enda hefur hann alltaf lagt mikla rækt við menningarsögu þjóðarinnar. Málið komst strax á hreyfingu þeg- ar hann fór að vinna í því. Það kom í ljós að margir höfðu áhuga á að varðveita það hér í Reykjanesbæ og það varð niðurstaðan. Ég er af- skaplega ánægður með það og hvernig hlutirnir hafa þróast,“ seg- ir Grímur. Umgjörð um bátalíkönin Að sögn Valgerðar Guðmunds- dóttur, menningarfulltrúa Reykja- nesbæjar, verður bátasafnið deild innan Byggðasafns Suðurnesja, staðsett í fiskvinnsluhúsunum sem eru hluti af Duus-húsunum í Kefla- vík. Safnið verður að hennar sögn fyrst og fremst umgjörð um báta- líkönin sextíu sem segja á sinn hátt sögu sjómennsku á Íslandi. Líkönin eru af bátum sem smíðaðir voru frá 1860 og yngstu bátarnir eru enn gerðir út. Einnig verða þar til sýnis þeir munir Byggðasafnsins sem tengjast sögu sjávarútvegs. Grímur segist ekki hafa smíðað bátalíkönin með það fyrir augum að þau yrðu sett upp á safn. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á bátasmíðinni og hef gripið í hana annað slagið í þrjátíu ár. Það varð til einn og einn bátur og þeim fjölgaði smám sam- an. Svo fór ég að leita upplýsinga um bátana og sögu þeirra og við það hefur margt komið í ljós. Sumir þessarra báta voru alveg gleymdir. Ég er búinn að skrifa eitthvað um helming bátanna,“ segir Grímur. Hann segir að bátarnir séu snar þáttur í menningu þjóðarinnar og sagan verði lifandi í annað sinn þegar fólk sjái þá og heyri sögu þeirra. Bátarnir í geymslu Sigurjón Jóhannsson leikmynda- smiður hannar safnið. Smíðaðir hafa verið sýningarkassar úr gleri og bátunum komið fyrir í þeim. Þeir eru hins vegar í geymslu og verða þar þangað til húsnæðið verður tilbúið til sýningarhalds. Stefnt var að því að safnið verði opnað á Ljósanótt, menningarnótt Reykjanesbæjar, 1. september næstkomandi. „Ég veit að safnið verður til ánægju fyrir íbúa byggð- arlagsins og þá sem eiga hér leið um,“ segir Grímur. Bátasafn Gríms Karlssonar verður sett upp í Duus-húsunum Það varð til einn og einn bátur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grímur Karlsson, ánægður með að bátasafn hans fær fastan samastað. Morgunblaðið/Jim Smart Bátalíkönin eru í geymslu. Reykjanesbær UMFERÐARÓHÖPPUM sem hafa haft í för með sér mikil meiðsli hefur fjölgað verulega á Reykjanesbraut eftir að hún var lýst upp. Slík slys eru nú þrefalt fleiri en fyrr en önnur óhöpp eru svipuð. Reykjanesbraut milli Hafnar- fjarðar og Keflavíkur var lýst árið 1996. Auður Þóra Árnadóttir, starfs- maður Vegagerðarinnar, hefur borið saman fjölda umferðaróhappa fyrir og eftir þessa aðgerð og birtir í Framkvæmdafréttum. Eins og sést á niðurstöðunum sem hér eru birtar í töflu, urðu samtals 123 umferð- aróhöpp á árunum 1993 til 1995 en 132 óhöpp á árunum 1997 til 1999. Dauðaslys urðu engin á þessum tímabilum. Óhöpp þar sem eingöngu var um að ræða munatjón eða lítil meiðsli voru svipuð mörg á milli ára. Hins vegar fjölgaði óhöppum þar sem mikil meiðsli urðu úr 6 í 18. Auður Þóra vekur á því athygli að taka þurfi tillit til þess við þennan samanburð að umferð um Reykja- nesbraut hafi aukist á milli saman- burðartímabilanna, það er að segja úr 5.240 bílum á sólarhring að með- altali í 6.360 bíla. Þá vekur hún at- hygli á því að þjónusta á veginum, einkum vetrarþjónusta eins og snjó- mokstur, hafi verið stóraukin árið 1995 og ætti sú aðgerð ein og sér að hafa talsverð áhrif á umferðarör- yggi. „Sú niðurstaða athugunarinnar sem kemur mest á óvart og vekur ugg er þó tvímælalaust sú staðreynd að óhöpp með miklum meiðslum á fólki eru umtalsvert fleiri á síðara athugunartímabili,“ segir í grein hennar. Nítján stauraóhöpp Á árunum 1997 til 1999 urðu alls nítján óhöpp þar sem ekið var á ljósastaur á Reykjanesbrautinni. Meiðsli urðu á fólki í tíu tilvika, þar af mikil meiðsli í tveimur slysanna. Auður Þóra segir að ómögulegt sé að segja til um hvort óhöpp hefðu orðið í þessum tilvikum ef lýsing hefði ekki verið komin. Hugsanlegt sé að einhver þeirra hefðu orðið venjuleg útafakstursóhöpp. Alvarlegum slysum hef- ur fjölgað eftir lýsingu Reykjanesbraut    &  '       )) ) !* * ) + !   , % + ) * 2335;2334 2338;2333 < -  '    . / 0  '/   '   1  UNNIÐ hefur verið að lagningu frá- rennslis og hitaveitu að nýju bygg- ingahverfi sem stendur sunnan Nýjalands í Garði. Byggingarframkvæmdir hófust á svæðinu í vetur, nánar tiltekið við götuna Kríuland, og eru tvö parhús orðin fokheld en þau eiga að vera tilbúin til íbúðar nú í ágústmánuði. Þá er hafinn undirbúningur að bygg- ingu þriggja parhúsa sem áætlað er að skila fullfrágengnum á vordögum á næsta ári en það er Húsnæðis- félagið Búmenn hsf. sem standa fyrir þessum byggingum. Búmenn láta mikið að sér kveða á Suðurnesjum nú um stundir. Þeir eru að byggja 8 íbúðir í Sandgerði og eru komnir í startholurnar í Vogun- um og Grindavík og í Keflavík munu þeirra mál vera í athugun hjá bæj- aryfirvöldum. Lokið við fjölbýlishús Annars er það helzt að frétta af byggingarmálum í Garðinum að Hjalti Guðmundsson hefir hafið byggingu á fjölbýlishúsi og nokkur einbýlishús eru komin af teikniborð- inu og verður hafin bygging á þeim í sumar. Þar hefir mikil breyting orðið á því stöðnun hefir verið í bygginga- framkvæmdum í bænum undanfar- inn áratug. Búast má við því að íbúum í Garð- inum fjölgi nokkuð í kjölfar þessara miklu byggingaframkvæmda ekki sízt fyrir það að þeir sem eru að kaupa af Búmönnum eru flestir Garðmenn sem í dag búa í stórum einbýlishúsum sem nýtast munu stórum fjölskyldum. Morgunblaðið/Arnór Starfsmenn hitaveitu leggja lagnir í nýtt hverfi við Nýjaland í Garði. Nýtt hverfi tengt veitukerfum Garður BÆJARYFIRVÖLD í Reykja- nesbæ hafa ekki tekið afstöðu til tilboðs starfsmanna SBK í hlutabréf bæjarins í fyrirtæk- inu. Bæjarstjóri hyggst greina frá mati á tilboðinu á næsta bæjarráðsfundi. SBK hf. er fólksflutningafyr- irtæki sem annast almennings- samgöngur í bæjarfélaginu, sérleyfisakstur til Reykjavíkur og aðra almenna fólksflutninga. Það er auk þess orðið hluthafi í Hvalstöðinni sem rekur hvala- skoðunarbát og í bílaleigu. Reykjanesbær á 60% hlutafjár og Kynnisferðir eiga einnig stóran hlut í því. Bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar ákvað á síðasta ári að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Ell- ert Eiríksson bæjarstjóri segir að það sé stefna bæjarfélagsins að eiga ekki hlut í fyrirtækjum sem eru á samkeppnismarkaði og alls ekki meirihluta eins og í SBK. Áður en hlutabréfin voru auglýst til sölu barst tilboð frá starfsmönnum og hefur það verið til umfjöllunar hjá bæjar- yfirvöldum. Tilboð frá starfsfólki SBK metið Reykjanesbær BYGGÐASAFN Suðurnesja fékk nýlega gjöf frá Björgu H. Guð- jónsdóttur Matthews til minning- ar um foreldra hennar, M. Guðjón Guðjónssonar rakara og konu hans, K. Huldu Petersen, og seinni mann hennar, Trygve For- berg. Björg gaf 3.000 Bandaríkjadali og verða þeir notaðir til að greiða fyrir endurbyggingu á bátaspili úr harðviði en það stóð upp af Stokkavör í Keflavík og er í safna- húsinu við Duusgötu. Á síðasta bæjarráðsfundi í Reykjanesbæ var sérstaklega þakkað fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Gjöf notuð til að gera upp gamalt bátaspil Reykjanesbær HREPPSNEFND Gerðahrepps auglýsir um helgina útboð á stækkun Gerðaskóla. Verkinu á að vera lokið í júlí 2002. Að sögn Sigurðar Jónssonar sveit- arstjóra vantar fjórar skólastofur til þess að hægt sé að uppfylla ákvæði laga um einsetningu grunnskólans. Þessar fjórar stofur verða steyptar upp í sumar auk samkomusalar þannig að hægt verði að halda áfram vinnu næsta vetur og ljúka skólastof- unum í júlí 2002. Ekki hefur verið ákveðið hvenær samkomusalnum verður lokið. Áætlað er að heildarkostnaður við framkvæmdirnar verði yfir 100 milljónir kr. Liðlega 220 nemendur eru í Gerðaskóla. Stækkun Gerðaskóla boðin út Garður MYND mánaðarins í Reykjanesbæ hefur verið afhjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík. Lista- verkið heitir Vatnsnes og er eftir Ástu Árnadóttur. Mynd maímánaðar er sjöunda verkið í kynningarátaki Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins. Ásta Árnadóttir stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann 1942-43 og sótti námskeið Baðstof- unnar í Keflavík í mörg ár. Fyrstu einkasýningu sína hélt Ásta árið 1987 og hefur síðan þá sýnt víða, bæði ein og með öðrum, m.a. á Akv- arell 2000 í Hafnarborg. Verk eftir Ástu má sjá víða m.a. á Listasafni Reykjanesbæjar, Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og Bókasafni Grindavíkur. Morgunblaðið/Hilmar B. Bárðarson Ásta Árnadóttir við verk sitt, Vatnsnes. Listaverk maímánaðar Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.