Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ólafur skoraði 13 mörk fyrir Magdeburg/B2 Allt um orrustu KA og Hauka á Akureyri/B1, B2, B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM BANDARÍKJAMENN töldu í byrj- un sjöunda áratugarins að lög- reglan í Reykjavík gæti reitt sig á liðsafla sem komið hefði verið á fót með leynd, færi svo að íslensk- ir kommúnistar reyndu valdarán í landinu. Þetta kemur fram í áður óbirtum bandarískum skjölum sem Valur Ingimundarson sagnfræð- ingur hefur fundið í bandarískum skjalasöfnum og gerð er grein fyr- ir í aukablaði sem fylgir Morg- unblaðinu í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu með sér tvíhliða varnarsamning. Í skjölum þessum er einnig vikið að því mati bandarískra embættismanna að óráðlegt sé að senda blökkumenn og gyðinga til varnarliðsstarfa á Íslandi. Í bandarískri skýrslu frá 29. mars 1962 sem fjallar um styrk kommúnista á Íslandi segir að ólíklegt megi telja að íslenskir kommúnistar reyni að beita stjórnvöld ofbeldi á meðan banda- rískt herlið er í landinu. Síðan segir: „Jafnvel þótt ekkert banda- rískt herlið væri á Íslandi er talið, að lögreglan í Reykjavík, sem hef- ur um 160 manna liði á að skipa, sé fær um að kveða niður hugs- anlega valdaránstilraun komm- únista. Hún getur enn fremur reitt sig á 1500 manna lið af ungum mönnum, sem komið var á fót í kyrrþey árið 1961, en eina mark- mið þeirra er að koma í veg fyrir ofbeldi kommúnista.“ Í grein Vals Ingimundarsonar er einnig að finna skjöl og at- hugasemdir sem tengjast þeirri af- stöðu íslenskra stjórnvalda að óæskilegt væri að blökkumenn væru við varnarliðsstörf hér á landi. Þar er og að finna vísun í bandaríska skýrslu þar sem varað er við því að senda hingað til lands gyðinga. Þar segir: „Vegna íslenskra tilfinningalegra að- stæðna ráðlegg ég eindregið frá því að McGaw [yfirmaður Banda- ríkjahers á Íslandi] sendi negra [svo] til Íslands. Ekki er heldur ráðlegt að hafa hér gyðinga. Ef einhverjir eru á leiðinni þá hvet ég til þess að þeir verði sendir til baka frá Harmon-herstöðinni til að koma í veg fyrir fyrirsjáanleg slæm pólitísk áhrif út um allt landið.“ Valur Ingimundarson segist ekki hafa fundið neinar vísbend- ingar um að íslensk stjórnvöld hafi farið fram á að gyðingar yrðu ekki sendir hingað til skyldu- starfa. Á hinn bóginn lýsi minn- isblað þetta til flughersins frá 4. júlí 1951 afstöðu Bandaríkjamanna til íslenskrar þjóðernishyggju á þessum tíma. Þá kunni minn- isblaðið einnig að endurspegla andgyðingleg viðhorf hjá skýrslu- höfundi sjálfum. „Vel valdir“ blökkumenn Andstaða íslenskra stjórnvalda við að blökkumenn störfuðu í varnarliðinu hér á landi kom Bandaríkjamönnum í nokkurn vanda. Hugmyndir voru sýnilega uppi um að venja Íslendinga við þá hugsun að í liðsaflanum væri blökkumenn að finna og hafði það raunar verið reynt áður. Í skýrslu bandaríska flotans frá í maí- mánuði 1961 segir m.a.: „Banda- ríski sendirherrann á Íslandi er nú þeirrar skoðunar, að það væri ósk- andi að nokkrir vel valdir kvæntir negrar með fjölskyldur kæmu hingað án þess að mikið yrði gert úr því og fengju störf á stöðinni...“ Nokkru síðar kemur fram að ís- lensk stjórnvöld hafi ekki á móti því að „þrír eða fjórir“ litaðir her- menn í varnarliðinu verði stað- settir hér, en voni, að þeir verði „vel valdir“ í ljósi séríslenskra að- stæðna. Í viðtali Morgunblaðsins við Þór Whitehead sagnfræðiprófessor sem einnig er að finna í sérblaði um varnarsamstarfið kemur fram það mat hans að frumkvæði Bjarna Benediktssonar, þáverandi utanríkisráðherra, árið 1950 hafi valdið ákveðnum þáttaskilum í ís- lenskum öryggis- og varn- armálum. Á fundi í Atlantshafsráðinu það ár hafi Bjarni Benediktsson átt frumkvæði að því að tekið var að ræða hvernig verja mætti flugvelli á Íslandi á hættu- eða ófrið- artímum. „Þetta frumkvæði Bjarna var mikilvægt,“ segir Þór Whitehead. „Íslenska ríkisstjórnin var sjálf búin að ákveða að taka málið upp við bandamenn sína í stað þess að vera í þeirri stöðu að svara fyrirspurnum og sæta þrýst- ingi.“ Áður óbirt bandarísk skjöl um varn- arsamstarf Íslands og Bandaríkjanna Fullyrt að lög- regla geti reitt sig á leynilegan liðsafla Séríslenskar aðstæður sagðar koma í veg fyrir að hér á landi starfi gyðingar og blökkumenn  Orðræða C 10 SVIFDREKAMAÐUR handleggsbrotnaði þegar svif- dreki hans brotlenti í urð við fjallið Þorbjörn við Grindavík um klukkan 16 í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Keflavík handleggsbrotnaði maðurinn við fallið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Flugmaður svifdrekans handleggsbrotnaði en svifdrekinn mun hafa skemmst lítið. Brotlending við Þorbjörn ÞORSTEINN Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf. á Akureyri, boðaði áhöfn frystitogarans Baldvins Þor- steinssonar EA til fundar í gær þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er vegna verkfalls sjómanna. Þorsteinn fór einnig yfir stöðu mála á sérstökum fundi með yfirmönnum fyrirtækisins. Þorsteinn Már sagði að á fundinum með áhöfn Baldvins hefði hann farið yfir kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna en ekki hefði verið um neinar hótanir að ræða af sinni hálfu. „Ég sagði að það kæmi til þess að við þyrftum að fækka skipum og það væri afleiðing af þessu verkfalli og á það benti ég einnig á aðalfundi félags- ins. Það er alveg ljóst að þetta verk- fall hefur valdið okkur fjárhagslegu tjóni og ég held að það sé komið að því að vega og meta hvernig við mætum því tjóni,“ sagði Þorsteinn Már. Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannasambands Eyjafjarðar, var alls ekki ánægður með þessa fundarboð- un Þorsteins Más, þar sem hann hefði verið með „hótanir um sölu eigna“, eins og Konráð orðaði það. „Þetta er brot á vinnulöggjöfinni og Sjómanna- félag Eyjafjarðar mun bregðast við því og senda kæru til félagsdóms. Hótanir af þessu tagi verða ekki liðn- ar. Stærsti aðilinn innan LÍÚ á ekki að reyna að sundra samstöðu sjó- manna – heldur vinna að því að ná samningum,“ sagði Konráð og átti þar við Þorstein Má og Samherja. Konráð sagði að Þorsteinn Már væri í samninganefnd LÍÚ og að hon- um bæri ekki síður skylda til þess en öðrum að vera fyrir sunnan og vinna að því að ná samningum. „Það er eng- an bilbug að finna á sjómönnum, bak- landið er sterkt og við ætlum að vinna áfram að því af heilindum að ná samn- ingum,“ sagði Konráð, en verkfall sjó- manna hefur staðið á fimmtu viku. Þorsteinn Már sagðist ekki geta talið það hótanir þegar menn yrðu fyrir fjárhagslegu tjóni og ætlaði að mæta því á annan hátt. „Það eru bara staðreyndir í mínum huga. Ég hef einnig lagt á það áherslu að halda mönnum upplýstum í fyrirtækinu og sú skylda hefur ekkert breyst þótt menn séu í verkfalli. Þetta er alvar- legt mál, en þarna er um hátekju- menn að ræða.“ Aðspurður um sjálfa kjaradeiluna sagði Þorsteinn Már að útlitið væri alls ekki bjart. „Maður er alveg hætt- ur að átta sig á því nákvæmlega um hvað er deilt og ég sé enga lausn í sjónmáli.“ Forstjóri Samherja boðaði áhöfn frystitogara á sinn fund Félag sjómanna telur um hótanir að ræða RÍKISSTJÓRNIN veitti landbúnað- arráðherra í gær heimild til að leggja fram frumvarp um lækkun á tollum á grænmeti og ávöxtum. Að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra lækka tollar eða falla alveg nið- ur á 30–40 tegundum grænmetis þeg- ar frumvarpið er orðið að lögum. Guðni sagði að tollalækkunin myndi leiða til þess að tekjur ríkisins af tollum á grænmeti lækkuðu um 60– 70 milljónir. Heildartollatekjur ríkis- ins af grænmeti hafa verið um 150 milljónir á ársgrundvelli. Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarinnar og stefnir ráðherra að því að mæla fyrir því á Alþingi í næstu viku. Frumvarpið byggist á tillögum nefnda sem fjallað hafa um þessi mál að undanförnu. Guðni sagði að frum- varpið fæli í sér niðurfellingu á tollum á mörgum tegundum og lækkun á öðrum. Hann sagði að þessar tillögur væru áfangatillögur, en málið yrði áfram til skoðunar í landbúnaðar- ráðuneytinu. Stefnt er að því að nefndin, sem ráðherra skipaði í vor um framleiðslu- og markaðsmál tengd garðávöxtum, skili endanlegum tillögum í haust. Tollar lækka um tæpan helming Sérblöð í dag www.mb l . i s Blaðinu í dag fylgir 24 síðna blaðauki í tilefni af 50 ára afmæli varnar- samn- ingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.