Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 9 Full búð af nýjum glæsilegum sumarfatnaði Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Afmælis-og sölusýning Ekta síðir refapelsar á kr. 75.000. 10% afsláttur af öllum ljósum. Allt að 50% afsláttur af handunnum húsgögnum. Mikið úrval af púðum, rúmteppum og dagdúkum. Verið velkomin. Opið virka daga frá 11—18 og laugard. frá 11-16 Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.                             20% afsláttur af öllum undirfötum frá Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 Langur laugardagur Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið virka daga kl. 10–18 Opið laugardaga kl. 10–16 Léttar sportlegar dragtir - Ný sending FYRIR KLASSAKONUR Laugaveg 63, sími 551 4422 GERRY WEBER Þýsk klassík Gott verð MEIRIHLUTI starfsmanna Land- spítala – háskólasjúkrahúss hafa starfað í fimm ár eða skemur hjá spítalanum. Hlutfallið meðal karla er 42% en 36,5% meðal kvenna og eru þá allar stéttir teknar saman. Þetta kemur fram í stjórnunar- upplýsingum fyrir janúar til mars og segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, í greinargerð tölurnar sýna að hlutfallslega fleiri karlar en konur hafi hafið störf við spítalann á síðustu fimm árum. Alls starfa 3.880 konur við spítalann en 1.020 karlar sem er um 20%. Hún segir einnig vísbendingu um að körlum fari fjölg- andi á spítalanum og nefnir að af 400 karllæknum hafi 18% starfað í fimm ár eða skemur en af þeim 130 lækn- um sem eru konur hafi tæp 45% þeirra starfað í fimm ár eða skemur. Næstmest hlutfall kvenna hefur starfað 21–25 ár á spítalanum eða 12,4%, og eru starfsmenn á leikskóla þar með hæst hlutfall eða 40%, 11% hafa starfað 16–20 ár og eru leik- skólastarfsmenn þar einnig fjöl- mennastir, 10,7% hafa starfað 6–10 ár og eru matarfræðingar þar flestir eða 20,9% og 10% kvenna hafa starf- að í 26–30 ár en í þeim hópi eru meinatæknar, röntgentæknar, nátt- úrufræðingar og rannsóknarmenn fjölmennastir eða 19,3%. Meðal karlanna eru þeir sem hafa starfað 21–25 ár næstfjölmennasti hópurinn eða 12,6%. Þar eru starfs- menn í apóteki með hæst hlutfall og síðan þeir sem starfa við tækni, svo sem iðnaðarmenn, verkfræðingar og tæknifræðingar. Tæp 10% karla hafa starfað 11–15 ár við spítalann og þar er hlutfallið hæst hjá ritara sem er eini karlinn í þeirri stöðu. Starfsaldur starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss Flestir hafa starfað í fimm ár eða skemur SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing milli háskólans í Manitoba í Kan- ada og ríkisstjórnar Íslands um fjár- stuðning við íslenskudeild háskólans og hina íslensku deild bókasafns skólans. Fram kom við undirskrift- ina að ríkisstjórnin mun leggja fram um 60 milljónir króna og hafa tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar þeg- ar verið afhentir. Svavar Gestsson, aðalræðismaður Íslands í Kanada, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands og er það með síðustu embættisverkum hans áður en hann tekur við sendi- herraembætti í Svíþjóð. Af hálfu Kanadamanna skrifaði Michael McAdam, aðstoðarframkvæmda- stjóri háskólans, undir samninginn. Hann kveður m.a. á um áframhald- andi stuðning við bókasafnið á næsta ári, sem nemur um hálfri milljón króna, og um stuðning af hálfu stofn- unar Sigurðar Nordals sem nemur um einni milljón króna á næsta ári. Svavar Gestsson, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra, sagði við undirritunina að með samn- ingnum væri staðfest formlegt samband milli menntamálaráðu- neytisins og háskólans í Manitoba. Með því sýndi ríkisstjórnin að hún vildi styrkja tengslin og meta ís- lenskan menningararf í Kanada, sér- staklega í Manitoba. Ríkið styður Manitoba-há- skóla áfram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.