Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ EIR eru líklegast fáir semfá söngvarann ArtGarfunkel upp í hugann þegar þeir heyra Stefán Hilmars- son syngja af öllum lífs og Sál- arkröftum. Þeir félagar eiga þó ef til vill meira sameiginlegt en marga grunar. Báðir eru þeir söngvarar af guðs náð sem hafa tekið að sér það hlutverk að syngja lög Paul Simons. Eyjólfur Krist- jánsson og Stefán hafa lengi verið með lög þeirra Simon & Garfunkel á tónleikadagskrá sinni og í kvöld ætla þeir ásamt 12 manna hljóm- sveit að vera með tvenna stórtón- leika í Borgarleikhúsinu. Fær Stefán sér permanet? En ef Stefán verður íslenskur holdgervingur Garfunkels í kvöld, verður þá Eyjólfur í hlutverki Paul Simons? „Ég er náttúrulega sjálfgefinn Simon þar sem að ég er með kassa- gítarinn eins og hann var,“ svarar Eyjólfur. „Á meðan Simon og Garfunkel unnu saman var Sim- on aðallega í millirödd og svo- leiðis. Garfunkel var náttúru- lega með sína frábæru rödd og því aðalsöngvari í því verkefni.“ Sem sagt, tvíeykið smell- passar í hlutverkin, a.m.k. tón- listarlega. Sjónrænt eru þeir kannski ekki það langt frá því heldur, nema hvað hárið á honum Stefáni er nú eitthvað sléttara en á honum Garfunkel. „Aðeins, það er spurning hvort hann setji í sig permanent fyrir kvöldið. Þá kannski hljómar þetta enn betur,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir söngkona en hún sér um bakraddir í kvöld ásamt Berglindi Björk Jónasdóttur. Morgunpopp Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Stefán og Eyjólfur safna saman hljóðfæraleikurunum tólf fyrir tón- leika að þessu tagi. Því fyrir tveim- ur árum héldu þeir svipaða tón- leika á Hótel Borg. Eyjólfur: „Síðan þá hefur fólk verið að spyrja hvenær við ætlum að gera þetta aftur. Það verk að ná þessum tólf manns saman, sem flestir eru meira eða minna at- vinnutónlistarmenn. Það er...“ Guðrún: „Það sem er búið að vera standa þessu fyrir þrifum er að það hefur ekki náðst að hóa öll- um saman.“ Eyjólfur: „...andskotanum erfið- ara. Þetta var eini dagurinn sem ...“ Guðrún: „Sem gekk upp fyrir alla. Það þurfti að fara í gegnum ótrúlega miklar dagsetningar þar til að þessi varð fyrir valinu.“ Eyjólfur: „Við erum búin að vera að æfa á fullu í hálf- an mánuð, næstum því upp á hvern ein- asta dag.“ Guðrún: „Alla morgna, við vöknum eldsnemma og byrj- um æfingar kl. 9.“ Bíddu við? Æfið þið á morgnana? Guðrún: „Já.“ Það er nú lítið rokk í því. Eyj- ólfur: „Já, ég veit (hlær). Það er ekkert rokk í því (hlær) en það skilar sér.“ Hvernig er það þegar þið byrjið morgnana á því að poppa, verður dagurinn betri fyrir vikið? Guðrún: „Miklu betri, maður er syngjandi allan daginn. Komin í gott stuð og gæti jafnvel haldið tónleika á hverjum degi klukkan hálftvö.“ Hér hringir síminn hans Eyjólfs, og viti menn, hringitónninn hans er upphafsstefið á Eurovision-lag- inu „Nína“ sem hann og Stefán sungu svo eftirminnilega hér um árið. Þetta er eitt af þessum stefj- um sem ómögulegt er að kippa út úr hausnum það sem eftir er dags- ins ef það nær að lauma sér inn um eyrun. Eyjólfur lætur þann sem hringdi kurteislega vita að hann sé upptekinn og spjallið heldur áfram. Ekki bara Simon og Garfunkel Lög Simon & Garfunkel voru öll eftir Paul Simon, ætlið þið einung- is að taka lög sem þeir sungu sam- an? Eyjólfur: „Ég myndi segja að hlutfallið væri jafnt á milli Simon & Garfunkel-laga og nýrri laga Simons.“ Guðrún: „Það er svo gaman að þessari breidd, þetta eru líka nýrri lög, eins og af Rythm of the Saints plötunni og Graceland. Ég hef meira gaman af þeim lögum en lögum Simons & Garfunkel. Við er- um að reyna að vera svolítið afrísk (hlær).“ Eyjólfur: „Þetta er náttúrulega mikil áskorun að taka þessi lög. Þetta eru ótrúlegir hljómagangar og taktar. Við gætum ekkert gert þetta nema með allan þennan mannskap. Við erum með þrjá blástursleikara, slagverksleikara, trommara og Gumma P. á raf- magnsgítar. Þetta er topplið.“ Var erfitt að velja á milli laga? Eyjólfur og Guðrún: „Jú, jú.“ Eyjólfur: „Og líka bara að kom- ast að því hvað hentar okkur. Stef- án er með svo háa rödd.“ Guðrún: „Við höfum þurft að hækka öll lögin (hlær). Hann er svo ofur góður.“ Eyjólfur: „Og svo er ég yfirleitt með yfirröddina þannig að þetta reynir á mig líka (hlær). Það er ekki ónýtt að syngja efri rödd ofan á Stefán Hilmarsson (hlær).“ Eins og áður sagði verða tón- leikarnir í kvöld tvennir. Þeir fyrri hefjast kl. 20 en þeir síðari tveimur og hálfum tíma síðar. Eyjólfur Sim- on og Stefán Garfunkel Þetta er fyrir þig, frú Robinson. Birgir Örn Steinarsson spjallaði við Eyjólf Kristjánsson og Guðrúnu Gunn- arsdóttur um tónleika kvöldsins. Simon og Garfunkel. Tónleikar til heiðurs Simon & Garfunkel í Borgarleikhúsinu í kvöld Kristjánsson og Hilmarsson. biggi@mbl.is UNDARLEGUR titill...hmm.... Jæja! áfram með smjörið. Kalk, rokksveitin sem sleppur undan flestum skilgreiningum, er nú komin með sinn fyrsta disk. Fyr- irrennari bandsins, Klamedía X, gaf reyndar út plötuna Pilsner fyrir kónginn árið 1999 en hún var skipuð nær sömu meðlimum. Eina breytingin er sú að Örlygur Benediktsson hljómborðleikari yf- irgaf sveitina meðan á upptökum á nýju plötunni stóð en í hans stað er kominn Guðni Bragason, hljómborðs- og trompetleikari. Keflavík „Þetta eru lög sem hafa orðið til á síðustu tveimur árum,“ segir Bragi. „Við erum bara að reyna að koma þessu frá okkur. Það er reyndar svolítið síðan að platan var tilbúin.“ Bragi tjáir mér að platan hafi verið tekin upp í Keflavík af Guð- mundi Kristni Jónssyni, upptöku- manni þar í bæ. Hann komust þau í kynni við eftir að hafa sigrað í Rokkstokk- keppninni, sem þar er haldin, ár- ið 1998. Platan er og gefin út af Geim- steini, útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar. „Það þýðir auðvitað klukku- tíma ferðalag, fram og til baka, næstum upp á hvern einasta dag í nokkra mánuði. En ef maður hefur gaman af Reykjanesbraut- inni þá er þetta á sig leggjandi.“ Hann gerir lítið úr áðurnefndri nafnbreytingu sveitarinnar. „Ja...Klamedían náttúrulega..Við vorum ungir pönkarar þegar okkur datt þetta í hug og þetta var kannski full lengi nafnið á okkur. En þetta bara gerðist. Við urðum sammála um það að ef við ætluðum að reyna ná eitthvað áfram þyrftum við að heita að- gengilegra nafni.“ Hann bætir svo við hlæjandi. „En ekki spyrja mig af hverju við heitum Kalk. Það veit ég ekki.“ Það kemur upp úr krafsinu að viss þróun hafi átt sér stað á milli platnanna tveggja. „Fyrsta platan var uppsafnað efni; lagabútar og lög sem höfðu verið að safnast upp í mörg ár, löngu áður en hljómsveitin varð til. Sú plata (Pilsner fyrir kóng- inn) er með sundurlausari plötum sem heimurinn hefur eignast (kímir). Það er svona ögn meiri heild- arsvipur á nýju plöt- unni. Við er- um líka ekki eins ofhlaðin en of- hlaðin engu að síður. Við erum ekki mikið naumhyggjufólk. Þetta er líka öllu fágaðra núna.“ Kalk spilar um margt und- arlega tónlist. Einhvers konar melódískt kabarettrokk með sí- gildum þungarokksáhrifum!? Bragi reynir að útskýra þetta fyrir mér. „Þarna innanborðs eru gamlir rokkhundar. Þráinn (gítar) hlust- ar t.d. ekki mikið á Dusty Spring- field (brosir). Jón Geir trommari var svo í rokksveitinni Urmli frá Ísafirði í gamla daga. Svo eru svona millistig eins og ég sem er svona alæta og kannski svolítið poppaðri. Svo eru það Áslaug (söngvari) og Snorri (bassaleik- ari) sem eru kannski meira svona mild. Áslaug hefur t.d. mikla un- un af íslenskri tónlist, fyrr og síð- ar.“ Bragi segir þetta því vera voðalegan hafragraut og bætir við. „En þetta eru sterkir, góðir og hollir hafrar.“ Stuðmenn Greinarhöfundur þykist heyra áhrif frá hinni mætu sveit Stuð- mönnum. „Stuðmenn eru náttúrulega pabbar okkar allra,“ svarar Bragi. „Þráinn kann öll Stuð- mannalögin. Og úr því þú minnist á það þá erum við líka að leggja áherslu á texta; reynum að hafa þá vandaða og leggja svolítið í þá. Það er auðvitað ekkert of al- gengt (glottir).“ Það vekur athygli að síðasta lagið er tökulag með þýsku þungarokkssveitinni Helloween, „Futureworld“. „Þetta er eiginlega gamall brandari,“ útskýrir Bragi. „Við Jón Geir bjuggum á Ísafirði er við vorum litlir. Þar var hlustað alveg merkilega mikið á Hello- ween. Svo hitti maður Norðlend- ingana (Þráin og félaga), þeir voru í aðeins harðari tónefnum en engu að síður könnuðust þeir við þetta. Þetta varð svo einhvers konar þemalag sem tengdi okkur saman er við vorum að byrja. Af hverju þetta lag er kannski ekki gott að segja. En þetta er vinsælt og það er beðið um þetta.“ Svo mörg voru nú þau orð. Tónleikarnir hefjast annars. kl. 20.30 í kvöld og það kostar ekki eyri inn. Einhver herra Budweiser á svo víst að hafa misst eitthvað ofan í skjóðu Kalk-meðlima og hægt verður að kaupa diskinn þar á sérstöku tilboðsverði ásamt bol- um merktum sveitinni. „Sterkir, góðir og hollir hafrar“ Hljómsveitin Kalk, áður Klamedía X, hefur gefið út hljómdiskinn Tímaspurs- mál og ætlar að fagna því með tónleikum á Gauknum í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Braga Valdimar Skúlason gítarleikara vegna þessa. Morgunblaðið/Ásdís Hljómsveitin Kalk: Frá vinstri Jón Geir Jóhannsson, Bragi Valdimar Skúlason, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðni Bragason, Þráinn Árni Baldvinsson. Á myndina vantar Snorra Hergil Kristjánsson. Kalk gefur út Tímaspursmál arnart@mbl.is Stuðmenn eru náttúrulega pabbar okkar allra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.