Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAKSÓKNARI og verjandi í máli ríkissaksóknara gegn Atla Guðjóni Helgasyni fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni, 8. nóvember sl., tókust á um það í gær, við munnlegan mál- flutning fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur, hvort brot ákærða væri ásetnings- brot eða ekki. Í lok aðalmeðferðar málsins var það dómtekið af fjölskipuðum dómi héraðsdóms sem Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari veitir for- mennsku. Saksóknari telur málið mjög alvarlegt Sigríður Jósefsdóttir saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara sagði í sóknarræðu sinni að ákæruvaldið liti svo á að mál Atla Helgasonar væri mjög alvarlegt. Um væri að ræða ásetningsbrot, tilefnislaus árás ákærða á Einar Örn Birgisson hefði verið langdregin og hrottaleg og ætti ákærði sér fáar málsbætur. Gögn málsins sýndu að atlagan að Einari hefði verið hrottalegri en ákærði hefði haldið fram. Í kjölfar atburðarins hefði hann beitt blekkingum og laun- ung og kæmi það til refsiþyngingar. Saksóknari sagði að ekki væri unnt að sanna að ásetningur um að bana Einari hefði myndast hjá ákærða með löngum fyrirvara en hann bæri jafnt ábyrgð á verknaðinum. Sagði sak- sóknari að ásetningur hefði í síðasta lagi myndast þegar ákærði greip til hamars og greiddi Einari banahögg í höfuðið. Saksóknari benti á að ákærði hefði ekki leitað fórnarlambinu hjálpar, hann hefði leynt atburðum og benti þetta til meiri brotavilja en ella auk þess sem hann losaði sig við sönnun- argögn í málinu. Þá virtist frásögn ákærða af meintri fíkniefnaneyslu Einars vera hreinn tilbúningur sem fengi enga stoð í framburði annarra vitna. Saksóknari sagði að erfitt hefði reynst að finna líkið ef ákærði hefði ekki bent á það og þá hefði framburð- ur hans um morðvopnið verið á reiki. Hann hefði sagt hamarinn minni en krufningarskýrslur leiddu í ljós. Ekki um ásetnings- brot að ræða Jón Egilsson héraðsdómslögmaður og verjandi ákærða krafðist sýknu af ákæru um manndráp af ásetningi fyr- ir hönd skjólstæðings síns. Saksókn- ari krafðist sakfellingar yfir ákærða á grundvelli 211. gr. hegningarlaga, þar sem kveðið er á um fangelsi fyrir manndráp, ekki skemur er fimm ár eða ævilangt. Verjandi ákærða krafð- ist að brot ákærða yrðu heimfærð til 2. mgr. 218 gr. hegningarlaga þar sem ekki er kveðið á um lágmarksrefsingu en 16 ára hámarksfangelsi. Til vara krafðist verjandi þess að ákærði yrði dæmdur til vægustu refs- ingar sem lög leyfðu. Þá krafðist verj- andinn sýknu af ákæru um fjárdrátt og sýknu af kröfu um 19 milljóna skaðabótakröfu sambýliskonu hins látna. Auk skaðabótakröfunnar krafðist lögmaður fjölskyldu hins látna alls 15 milljóna króna miska- bóta, sem verjandi ákærða krafðist að yrðu lækkaðar stórkostlega, en ákærði viðurkenndi bótaskyldu. Verjandi sagði í málflutningsræðu sinni að ákæruvaldið þyrfti að sanna ásetning ákærða til að bana Einari en þann ásetning eða vilja hefði ákærði ekki haft. Um hefði verið að ræða örvænting- arfulla tilraun ákærða til að verjast Einari þegar deilur þeirra í millum mögnuðust á bifreiðastæði í Öskju- hlíðinni. Eftir mikla amfetamínneyslu sem hefði valdið hegðunarbreyting- um hjá ákærða hefði hann upplifað Einar hættulegan og við varnartil- burði sína hefði hann metið aðstæður rangt. Hefði hann þannig brugðist rangt við þeirri hættu sem hann taldi sig í. Hins vegar hefði ákærði ekki haft neinar hvatir í þá veru að bana Einari og hefði hann ekki haft neinn ávinning af láti hans. Dómsuppsögu í málinu er að vænta innan nokkurra vikna. Mál saksóknara gegn Atla Helgasyni dómtekið í héraðsdómi Deilt um ásetning ákærða til manndráps RÚMLEGA 75% hærra innkaups- verð er á tilteknum grænmetis- og ávaxtategundum hér á landi hjá al- þjóðlegri hótelkeðju, Radisson SAS, sé miðað við fimm nágrannalönd. Mestur er verðmunur á agúrkum sem eru um 168% dýrari hér en í hinum löndunum en einnig er mikill verð- munur á spergilkáli og bufftómötum. Samtök ferðaþjónustunnar óskuðu nýlega eftir þessum upplýsingum sem ná til innkaupsverðs á 23 teg- undum ávaxta og grænmetis á Ís- landi, Danmörku, Belgíu, Írlandi, Litháen og Hollandi og giltu verðin hinn 23. apríl 2001. Radisson SAS- hótel hér á landi fá 25% afslátt af verði og er miðað við þann afslátt í meðfylgjandi töflu. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, leggur mikla áherslu á að rannsakað verði af hverju þessi gríðarlegi verð- munur stafar. Verndartollar skýra aðeins hluta vandans þar sem þeir eru ekki lagðir á ávexti. „Svo dæmi sé tekið má spyrja hvers vegna kíví sem er að ég held að mestu framleitt á Nýja-Sjálandi er um helmingi dýrara hér en á Írlandi þótt flutningsleiðir séu álíka langar. Sérstaka athygli vekur að 30% vernd- artollur er lagður á grænmeti sem ekki er framleitt hér á landi, til dæmis jöklasalat og lauk, en gríðarlegt magn af þessum vörum er keypt af veitinga- húsum.“ Áskorun Samtaka ferðaþjónustunnar „Íslensk ferðaþjónusta á í harðri samkeppni á alþjóðavettvangi og veldur öll óeðlileg verðmyndun, svo sem hátt grænmetisverð, miklum erf- iðleikum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á ríkisstjórn Íslands að afnema alla verndartolla og koma í veg fyrir aðra óeðlilega viðskiptahætti.“ Um 75% hærra verð hér en í nágrannalöndum                          ! " # !   $  %    &  '  (  '   )    &* +   ** +   ,- . $  /0 1/0 234 25/ 6/6 655 277 554 617 2/8 16 614 642 204 635 288 575 46 123 62 603 411  /3 6/4 250 82 463 256 265   677 28/ 83 256 6/4 80 608 274 560 55 108 55 600 147  81 683 35 81 65/ 2/5 2/2  521 601 32 72 600 3/ 2/2 601 108 85 522 85 245 104 33 75 230 76 80    227 247 411 275 25/ 52 250 260 221 36    570 256 64/ 7 3/ /07 23/ 200 544 268 227 270 42 681 464 610 280 265 630 661 250 5/6 20/ 5// 222 564 71 276 1// 238                                 ! "#     $      %& '     "     ' (  223 1/1 621 268 618 282 63/ 772 51/ 11/ 213 671 178 688 631 5/8 177 48 428 203 113 883 581 88 520 264 31 506 253 272 1/7 644 282 85 28/ 626 205 665 2/7 582 70 511 11 2/7 13/ 2/1          !   "   # 41:/8 13:75 80:10 51:38 ;27:62 66:/2 /5:36 77:51 54:83 2/2:42 206:/7 /2:80 263:48 2/7:4/ 52:71 227:57 52:50 ;67:74 40:12 213:80 2//:74 4/:7/ 267:02 Innkaupsverð á ávöxtum og grænmeti hjá alþjóðlegri hótelkeðju ÞÆR þrjár leiðir sem bent er á sem hugsanlegar leiðir til að stytta land- leiðina milli Reykjavíkur og Akureyr- ar í þingsályktunartillögu Halldórs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, og fleiri myndu stytta núver- andi akveg um hringveginn um minnst 56 km en mest 69 km. Að auki myndi leiðin styttast um 12 km til við- bótar með því að fara Svínvetninga- braut sunnan Blönduóss. Greint var frá tillögu Halldórs og þriggja annarra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í Morgunblaðinu í gær, en þar segir m.a. í greinargerð: „Nú hefur það gerst að borgar- stjórinn í Reykjavík hefur lýst því yfir að hann stefni að því að leggja niður flugvöllinn í Reykjavík. Ef það geng- ur eftir mun innanlandsflug sömuleið- is leggjast niður frá sömu stundu. Það nær engri átt að gæla við þá hugmynd að Keflavíkurflugvöllur geti nýst inn- anlandsfluginu. Til þess er hann of fjarri höfuðborginni og þess vegna bæði tafsamt og dýrt að fara um hann til Akureyrar.“ Í greinargerðinni er lögð áhersla á að stytting leiða og þar með ferðatíma sé meðal arðsömustu framkvæmda sem unnt sé að ráðast í. Vöruflutn- ingar um þjóðvegi landsins hafi farið ört vaxandi á síðustu árum auk þess sem ferðaþjónusta sé orðin snar þátt- ur í atvinnulífinu víðs vegar um land- ið.                       ! !"   #  $   !  %&' (!!  )*  +      $ %#", -.! !/ 0 ' ' 0 #( !' 0  # & .  12'!/  $ &#"' -.! !/ 0 !  #'$    0 .  . !& !  345 $    &  $ (#"' 6  %  & #   !  %&' .     Mesta stytting yrði 69 km Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harð- lega afstöðu formanns Rannsóknar- nefndar flugslysa (RNF), en hann hefur hafnað því að mæta fyrir sam- göngunefnd Alþingis og ber m.a. fyr- ir sig pólitísk tengsl milli eins nefnd- armanna, Lúðvíks Bergvinssonar, og eins aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði. „Einu pólitísku tengslin sem þarna kunna að vera er að þessir menn eru ef til vill í sama stjórnmálaflokki. Í þeim stjórnmálaflokki sem ég veiti forystu eru 10.000 skráðir meðlimir og ef formaður flugslysanefndar tel- ur að það réttlæti það að mæta ekki fyrir þingnefnd tel ég að hann sé kominn langt út fyrir það umboð sem hann hefur. Hann getur ekki tekið slíka afstöðu og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að hann sé ekki hæfur til að gegna sínu starfi. Hann ætti því að segja af sér. Ef hann sér ekki sóma sinn í að gera það sjálfur ætti ráðherra að víkja honum frá,“ sagði Össur. Ráðherra telur orðalag bréfsins afar óheppilegt Jakob Falur Garðarsson, aðstoðar- maður Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra, segir að ráðherra hafi enga hugmynd haft um bréf það sem formaður RNF sendi formanni samgöngunefndar Alþingis og á eng- an hátt sé hægt að halda því fram að hann hafi vitað af því. Að sögn Jakobs Fals þótti ráð- herra hins vegar orðalag bréfins afar óheppilegt og að sú umfjöllun sem sérstaklega beinist að Lúðvíki Berg- vinssyni sé orðuð á mjög einkenni- legan hátt og vægt til orða tekið óheppileg. Krefst afsagnar formanns RNF TÆPLEGA helmingur landsmanna, eða 46,4%, er fylgjandi líknardrápi og þriðjungur er því andvígur, að því er fram kemur í könnun Pricewater- houseCoopers sem framkvæmd var í síðasta mánuði. Tekið var slembiúrtak 1.200 Ís- lendinga um allt land á aldrinum 18– 75 ára og var nettósvarhlutfall 67,5%. Karlar eru frekar fylgjandi líknardrápi en konur en mestur er skoðanamunur milli aldurshópa. Rúmlega 57% fólks á aldrinum 18–25 ára segjast fylgjandi líknardrápi en innan við þriðjungur fólks á aldrin- um 50–75 ára er því fylgjandi. Þá eru íbúar á landsbyggðinni síður fylgj- andi líknardrápi og tekjulágir eru síður fylgjandi en þeir tekjuhærri. Helmingur landsmanna fylgjandi líknardrápi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.