Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert gefinn fyrir frum- legheit sem aðrir dást að og hafa um leið lúmskt gaman af. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur ekki lengur látið mál þín reka á reiðanum held- ur verður þú að taka líf þitt föstum tökum og koma því í þær skorður sem þú ert sátt- ur við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur lagt hart að þér og munt uppskera laun erfiðis þíns. Láttu öfund annarra ekki fara í taugarnar á þér. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að hrista af þér ýms- ar venjur sem falla ekki að því lífi sem þig langar til þess að lifa. Stígðu fram sem nýr og betri maður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. En málin eru þar með ekki úr sögunni því þeirra tími kemur bara síðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er miklu betra að laða fólk til samstarfs heldur en að þröngva því til þess. Þú átt líka að geta notað fyrri kost- inn ef þú bara kærir þig um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Haltu þínum hlutum hjá þér sérstaklega þeim sem varða fjármál þín því það getur komið sér illa að aðrir séu að hnýsast í þín mál sem koma þeim alls ekkert við. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er sú stund upp runnin að þú verður að taka ákvörðun um framhaldið en þessi tíma- mót þarftu ekki að óttast því þú hefur alla burði til þess að ráða fram úr þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Mundu þegar þú lítur til hegðunar annarra að stund- um er fólki ekki sjálfrátt heldur lætur stjórnast af ut- anaðkomandi öflum. Láttu það ekki henda þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þú hafir gaman af því að segja brandara skaltu alltaf hafa það hugfast að ekki er víst að öllum falli gaman þitt í geð. Sýndu því tillitssemi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þér finnist lífið stundum of tilbreytingalaust máttu ekki gleyma þeim glöðu og góðu stundum sem þú getur sótt næringu og endurnýjun í. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú ert þú tilbúinn til þess að axla frekari ábyrgð og átt ekki að vera hikandi í því að bjóða þig fram. Láttu aðra um sín mál. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er að renna upp nýtt skeið í lífi þínu. Má vera að breyt- ingarnar valdi þér einhverj- um óstyrk en þú hefur ekkert að óttast ef þú ert sannur sjálfum þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Á SJÓ Fer eg yfir flötinn blá, flýg á léttum bárum, máni horfir mig einn á, mænir loft í tárum. Bátur vaggar öldum á eins og fugl í sárum, skína í lofti skúrir grá, skvettist froða af árum. – – – Gísli Brynjúlfsson. STAÐAN kom upp á opna mótinu í Tanta í Egypta- landi er lauk fyrir stuttu. Hvítt hafði Mohamed Tissir (2352) gegn Radek Kalod (2495). 21.Rxe6! Hxe6 21...fxe6 hefði dugað skammt sökum 22.f6 g6 23.f7+ og hvítur vinnur. 22.Bxc5 Dxc5 23.fxe6 Rf2+ 24.Hxf2 Dxf2 25.e7 d4 26.Dg3 De2 27.He1 Bxg2+ 28.Kg1 Dd2 29.Ha1? Einfaldari leið til sig- urs var 29.e6 f5 30.e8=D+ Hxe8 31.e7+ Kh8 32.Bf7. Þrátt fyrir þessi mis- tök er hvíta staðan unnin en framhaldið varð: 29...Bc6 30.Hf1 Be8 31.e6 f5 32.Hxf5 h6 33.Bd5 Hc8 34.Hf8+ Kh7 35.Dd3+ Dxd3 36.cxd3 Kg6 37.Bb7 Hc1+ 38.Kf2 Hc2+ 39.Kg3 Hc7 40.Be4+ Kg5 41.Hf5+ Kg6 42.Hc5+ Kf6 43.Hxc7 og svartur gafst upp. Lands- mótið í skólaskák fer fram um helgina og lýkur 6. maí. Keppnin fer fram í húsa- kynnum Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka 1. Áhorfendur eru velkomnir til að fylgjast með ungviðinu. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ER LARS Blakset óheppn- asti spilari Dana? Eða bara misskilinn? Í spili gærdags- ins fór hann niður á slemmu eftir eitrað útspil Ítalans Lorenzo Lauria gegn borð- leggjandi slemmu og hér er makker hans alveg úti á túni í vörninni gegn fimm laufum Davids Birmans frá Ísrael. Spilið er sem fyrr frá Forbo- Krommenie-keppninni í Hollandi: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 753 ♥ -- ♦ ÁD1062 ♣ G10954 Vestur Austur ♠ KD86 ♠ Á1092 ♥ 9762 ♥ ÁG843 ♦ 8754 ♦ -- ♣ K ♣ 7632 Suður ♠ G4 ♥ KD105 ♦ KG93 ♣ ÁD8 Vestur Norður Austur Suður Schou Seligman Blanset Birman -- -- 2 hjörtu * 2 grönd 3 spaðar 3 grönd Dobl 4 lauf ! Pass 5 lauf Dobl Allir pass Opnun Blaksets á tveimur hjörtum er enn ein útgáfan af „norskum tveimur“ – sem sagt veik spil með hálitina. Raunar eru spilin alls ekki svo veik og þess vegna dobl- ar Blakset þrjú grönd eftir að makker hans, Steen Schou, blandar sér í sagnir með þremur spöðum. Doblið biður kerfisbundið um spaða út. Birman ákvað að trúa Blakset og í ljósi spaðaveik- leikans tók hann út í fjögur lauf. Hvers vegna hann valdi þrílitinn í laufi frekar en fjórlitinn í tígli er óljóst, en sennilega hefur hann ætlað að flýja í fjóra tígla ef fjögur lauf yrðu dobluð. En Selig- man átti gott lauf og hækk- aði í fimm, sem Blakset doblaði með ásana tvo og eyðu í tígli. Fimm lauf ættu að fara a.m.k. tvo niður, því vörnin á tvo slagi á spaða og tvær stungur í tígli. En Schou skildi doblið ekki sem út- spilsvísandi og kom út með spaðakóng. Sem var út af fyrir sig í lagi ef hann hefði tekið mark á frávísun Blak- sets og spilað tígli í öðrum slag. En hann hélt áfram með smáan spaða, sem Blakset varð að taka með ás. Hann spilaði trompi til baka, en Birman taldi víst að fyrra dobl Blaksets á þremur gröndum væri a.m.k. byggt á hálitaásunum og því gæti hann ekki átt kóng til hliðar líka. Birman stakk því upp trompásnum og var umbun- að ríkulega þegar kóngurinn kom í slaginn. Ellefu slagir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag 7. maí verð- ur áttræð Hrefna Magnús- dóttir frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í neðri sal Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag, 5. maí, frá kl. 16. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 5. maí, verður sjötugur Kjartan Þór Ingvarsson, fyrrv. vél- virki og verktaki, Ásbraut 3, Kópavogi. Eiginkona hans er Bjarndís Helgadótt- ir. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn. 70ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 6. maí, verður sjötugur Gunnar H. Stephensen, starfsmaður Fossvogskirkju. Hann og eiginkona hans, Hadda Benediktsdóttir, og fjöl- skylda taka á móti gestum á afmælisdaginn kl. 17 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 5. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Þóra Sigurjónsdóttir og Atli Ágústsson, Engihjalla 3, Kópavogi. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 6. maí, verður fimmtug- ur Theodór Magnússon. Hann mun ásamt eiginkonu sinni, Helgu Margréti Guð- mundsdóttur, taka á móti gestum í Frímúrarasalnum að Bakkastíg 16, Njarðvík, í dag laugardaginn 5. maí, milli kl. 20-23. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.  Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig í tilefni áttræðisafmælis míns 9. apríl sl. Heimsóknir ættingja og vina, gjafir, blóm og skeyti gerðu mér daginn ógleymanlegan. Ásthildur Teitsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.