Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 47

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 47 JÓN Torfason sigraði örugglega á skákmóti öðlinga sem lauk á fimmtu- daginn. Hann fékk 6½ vinning í sjö umferðum. Lokastaðan varð sem hér segir: 1. Jón Torfason 6½ v. 2. Þorsteinn Þorsteinsson 5½ v. 3. Ögmundur Kristinsson 4½ (24 st.) 4. Halldór Garðarsson 4½ (21,5 st.) 5. Kári Sólmundarson 4 (21,5 st.) 6. Pétur Guðbjartsson 4 (19,5 st.) 7. Kristján Örn Elíasson 4 (15,5 st.) o.s.frv. Þátttakendur voru 18. Sigur Jóns á mótinu þarf ekki að koma á óvart. Hann hefur verið í hópi okkar öfl- ugustu skákmanna um áratuga skeið og er m.a. margfaldur hraðskák- meistari og skákmeistari Norðlend- inga. Skákstjóri var frumkvöðull öðl- ingamótanna, Ólafur S. Ásgrímsson. Hraðskákmót öðlinga verður haldið 9. maí kl. 19:30. Allir sem náð hafa 40 ára aldri eru velkomnir og er ekki nauðsynlegt að hafa tekið þátt í að- almótinu. Kramnik lagði Kasparov Enn á ný varð Kasparov að láta í minni pokann í einvígi við Kramnik. Að þessu sinni gerðist það í úrslitum afmælismóts Korchnois sem fram fór um helgina. Tefldar voru atskákir og mótið var útsláttarkeppni. Fyrri ein- vígisskákinni lauk með jafntefli. Þar minnti Kramnik Kasparov á einvígi þeirra á síðasta ári með því að beita Berlínarafbrigði spænska leiksins. Kramnik sýndi að hann er óhræddur við Kasparov í seinni skákinni þar sem hann fórnaði liði í stöðu þar sem hann virtist geta innbyrt sigurinn með áhættuminni leikaðferð. Jeroen Piket og Nigel Short urðu í 3.-4. sæti á mótinu sem haldið var í tilefni af 70 ára afmæli Korchnois. Afmælisbarn- ið tók þátt í mótinu og stóð sig með prýði, þó hann yrði að sætta sig við ósigur gegn Kasparov. Mótið var haldið í Zürich í Sviss og styrkt af Hofmann bankanum. Bikarkeppni Striksins hafin Arnar Þorsteinsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Bragi Þorfinnsson sigruðu á fyrsta mótinu í bikarkeppni Striksins sem fram fór sl. sunnudag. Þeir hlutu 7 vinninga af 9 mögu- legum. Alls hófu 35 keppendur leik, en 31 lauk mótinu sem teflt var á Netinu (ICC). Lokastaðan: 1.-3. Arnar Þorsteinsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Bragi Þorfinnsson 7 v. 4.-5. Gunnar Björnsson, Björn Þorfinnsson 6½ v. 6.-10. Jón Viktor Gunnarsson, Elvar Guðmundsson, Gylfi Þórhallsson, Björn Ív- ar Karlsson og Jóhann Helgi Sigurðsson 5½ v. o.s.frv. Mótsstjóri var John Fernandez, en honum til aðstoðar var Gunnar Björnsson. Næsta mót í bikarkeppni Striksins verður haldið 27. maí. Öllum er heimil þátt- taka, en verðlaun eru veitt í mörgum styrk- leikaflokkum. Guðmundur Kjartansson sigraði á voratskákmóti Hellis Guðmundur Kjartansson hélt áfram sigurgöngu undanfarinna vikna og varð efstur á voratskákmóti Hellis með 6½ vinning af 7. Úrslit: 1. Guðmundur Kjartansson 6½ v. 2. Jón Árni Halldórsson 5½ v. 3. Halldór Garðarsson 5 v. 4.-5. Vigfús Ó. Vigfússon, Finnur Kr. Finnsson 4 v. 6.-7. Benedikt Egilsson og Tina Schulz 3½ v. o.s.frv. Keppendur voru 17. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfússon. Ártúnsskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita Skáksveit Ártúnsskóla sigraði á Íslandsmóti barnaskólasveita sem haldið var í Mosfellsbæ sl. helgi og tryggði sér þar með þátttökurétt á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer næsta haust í Noregi. Aðeins 10 sveitir voru með að þessu sinni, en undanfarin ár hafa 20-25 sveitir teflt á mótinu. Fyrirfram var talið að Ártúnsskóli með Guðmund Kjartansson fyrrverandi Norður- landameistara á fyrsta borði, Mela- skóli og Varmárskóli ættu mesta möguleika á sigri. Ártúnsskóli náði fljótlega efsta sætinu og hélt því til loka mótsins. Lokastaðan varð þessi: 1. Ártúnsskóli 28½ v. af 36 2. Laugarnesskóli 25½ v. 3. Melaskóli a-sveit 24½ v. 4. Varmárskóli 23½ v., 5. Brekku- skóli 19½ v., 6. Þinghólsskóli 19½ v., 7. Rimaskóli a-sveit 18 v., 8. Mela- skóli b-sveit 9½ v., 9. Rimaskóli b- sveit 6 v., 10. Kársnesskóli 5½ v. Góð frammistaða Laugarnesskóla vekur athygli, en í þeirri sveit tefldu meðal annarra stúlkurnar Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir og Valdís Gylfadóttir. Guðmundur Kjartansson og Árni Jakob Ólafsson úr Ártúnsskóla fengu verðlaun fyrir bestan árangur á fyrsta og öðru borði. Guðmundur vann allar sínar skákir. Árni vann átta fyrstu skákirnar, en tapaði þeirri síðustu fyrir 8 ára gömlum snáða úr b-sveit Melaskóla, Smára Eggertssyni, en hann fékk 5 af 9½ vinningi b-sveitar Melaskóla! Landsmót í skóla- skák um helgina Landsmót í skóla- skák hófst á fimmtu- dagskvöld og stendur fram á sunnudag í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Alls mæta 20 keppendur til leiks, tíu í eldri flokki og tíu í þeim yngri. Allir landshlutar eiga sína fulltrúa, en segja má að þarna mætist okkar efnilegustu skákmenn af yngstu kynslóðinni. Engin óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð, en 2.-5. umferð var tefld í gær. Í dag hefst taflið klukkan 13 og verða þá tefldar 6.-8. umferð. Á morgun, sunnudag, klukkan 10 fer síðan lokaumferðin fram. Hver kepp- andi hefur 1 klukkustund til að ljúka skákinni. Nánari upplýsingar veitir Harald- ur Baldursson, símar 861 2107, 898 7787 og 554 2149. Netfang: hallib@mmedia.is. Vormót á Grandrokk í dag Skákfélag Grandrokk efnir til hraðskákmóts í dag, laugardaginn 5. maí, klukkan 14. Tefldar verða 9 um- ferðir skv. Monrad-kerfi. Fyrstu verðlaun eru 12 þúsund, önnur verð- laun 8 þúsund og þriðju verðlaun 5 þúsund krónur. Mótið er öllum opið, en keppendur eru hvattir til að skrá sig hjá Hrafni Jökulssyni, hrafn- j@yahoo.com eða í síma 897 1609, og mæta tímanlega. Þátttökugjald er 500 kr. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudag- inn 7. maí og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst verða tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútna umhugsunartíma og síðan þrjár at- skákir með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos pizzum. Annar keppandi verður síðan valinn af handahófi og fær hann einnig mál- tíð fyrir tvo hjá Dominos pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyr- ir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomnir. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 5.5. S. Austurl. Kaaber-mótið 5.5. Grand. Vormót 6.5. SA. 10-mínútna mót 7.5. Hellir. Atkvöld 9.5. TR. Hraðskákmót öðlinga 11.5. SA. Atkvöld 12.5. SÍ/Mosf.bær. Helgarmót Jón Torfason skák- meistari öðlinga Daði Örn Jónsson SKÁK S k á k m ó t ö ð l i n g a TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR 14.3.–2.5. 2001 SKÁK Jón Torfason Aðalsveitakeppni Brids- sambands Austurlands Aðalsveitakeppni Bridssambands Austurlands var haldin í Valaskjálf, Egilsstöðum, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29 apríl. Tólf sveitir af svæðinu frá Vopna- firði til Breiðdalsvíkur mættu til leiks. Úrslitin í sveitakeppninni urðu þessi. 1. Sveit Herðis 232 stig. Spilarar Pálmi, Stef- án, Guttormur og Jón Þór Kristmannssynir ásamt Bjarna Einarssyni. 2. Sveit Kristjáns Kristjánssonar 220 stig. Spilarar ásamt Kristjáni Ásgeir Metúsal- emsson, Árni Guðmundsson, Þorbergur Hauksson og Jóhann Þorsteinsson. 3. Sveit Síldarvinnslunnar 188 stig. Spilarar Vigfús Vigfússon, Jóhanna Gísladóttir, Odd- ur Hannesson og Svavar Björnsson. 4. Sveit KHB 187 stig. F.h. fyrrverandi stjórnar BSA Ásgeir Metúsalemsson. Jafnframt var haldinn aðalfundur sambandsins. Fráfarandi stjórn lét af völdum, en hún hefur setið sl. 3 ár. Ný stjórn er þannig skipuð: Forseti Bjarni Ágúst Sveinsson, Egilsstöðum. Aðrir í stjórn eru Kristján Magn- ússon, Vopnafirði, Kristinn Valdi- marsson, Seyðisfirði, Þorbergur Hauksson, Fjarðabyggð, og Gunnar Páll Halldórsson, Hornafirði. Sýslutvímenningur Bridsfélags Hornafjarðar Hinn árlegi Sýslutvímenningur BH var spilaður laugardaginn 7. apr- íl á Víkinni og tókst mótið með ágæt- um. 14 pör tóku þátt í þessu silfur- stigamóti. Úrslit urðu þau að Skafti Ottesen og Haraldur Jónsson unnu með 30 stig. Í 2. sæti voru Jón Axelsson og Einar Skaftason með 25 stig. Í 3.-4. sæti Kolbeinn Þorgeirsson og Sigfinnur Gunnarsson með 19 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 3. maí var spilað annað kvöldið af þremur í vortví- menningi félagsins. Bestu skori náðu í n-s, meðalskor 168: Hertha Þorsteinsd-Elín Jóhannesd 193 Sigríður Möller-Freyja Sveinsdóttir 173 Guðm. Gunnlaugs-Gunnar Sigurbjörns 173 a-v Gísli Þ. Tryggvason-Árni M. Björnsson 178 Þorsteinn Berg-Guðmundur Baldursson 177 Heimir Þ. Tryggvas.-Ármann J. Láruss. 176 Staðan er því þessi fyrir loka- kvöldið: Hertha Þorsteinsd-Elín Jóhannesd 399 Erla Sigurjónsdóttir- Sigfús Þórðarson 378 Heimir Þ. Tryggvas.-Ármann J. Láruss. 374 Fimmtudaginn 10. maí verður spilað síðasta kvöldið í þessari keppni og er það jafnframt síðasta kvöldið fyrir sumarfrí. Við hvetjum spilara til að mæta stundvíslega, spilamennska hefst kl. 19.45. stig, einsog þeir Ólafur Jónsson og Valdemar Einarsson. FÉLAGSLÍF 6. maí kl. 10.30: Höskuldarvellir — Kleifar- vatn. Gengið að Spákonuvatni, yfir Núpshlíðarháls og Sveiflu- háls og litið eftir hverum í Kleif- arvatni. 5—6 klst. ganga, 250 m hæðaraukning. Fararstjóri Sig- rún Huld Þorgrímsdóttir. Verð 1.700 kr. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6, komið við hjá kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Aukaferð á Víknaslóðir 23. júlí. Fólk af biðlistum hafi sam- band sem fyrst. Aukatrússferð um Laugaveg- inn. Sími á skrifstofu er 568 2533. Takið þátt í spurningaleik FÍ. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Sunnudagur 6. maí kl. 10.30 Reykjavegur 2. áfangi Stóra-Sandvík — Eldvörp. Um 3—4 klst. ganga. Skoðaðir úti- legumannakofar. Verð 1.500 kr. f. félaga og 1.700 kr. f. aðra. Um 3—4 klst. ganga. Brottför frá BSÍ. Stansað v. kirkjug. Hafnarf. og Fitjum. Kjörið að byrja með nú. Spennandi helgarferðir: Jeppaferð 11.—12. maí Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Gist að Görðum. Kjörin fjöl- skylduferð. Eitthvað fyrir alla, jöklaferð, skíði o.fl. Vinnuferð í Bása 18.—20. maí. Skráning á skrifst. Skíðaferð 11.—13. maí Skerjaleiðin yfir Eyjafjalla- jökul. Gist í Básum og Fimm- vörðuskála. Vinsælasta gönguferð sum- arsins er Sveinstindur — Skælingar, 4 daga trússferð- ir. Aukaferðir 13., 16. og 23. júlí. Bókið tímanlega í helgar- og lengri ferðir. Skoðið Á döfinni og Úti- vistariðuna, nýjung á heima- síðunni: www.utivist.is . SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNA mbl.is Athugasemd frá Dýravernd- unarfélagi Reykjavíkur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigríði Ásgeirsdóttur, formanni Dýravernd- unarfélags Reykjavíkur. „Í Morgunblaðinu 4. maí 2001 er haft eftir gatnamálastjóranum í Reykjavík að árlega sé skipt um sand í sandkössum á leiksvæðum borgar- innar, þar sem kettir sæktu í sand- kassana og gæti stafað af því sjúk- dómahætta vegna spóluorma, ef ekki væri skipt um sandinn. Félagið telur þessi ummæli gatnamálastjóra ómak- leg og til þess eins fallin að vekja óvild í garð þessara dýra. Gatnamálastjóri getur þess hins- vegar ekki að fundist hefur í sand- kössum barnanna ýmis annar óþverri, svo sem glerbrot, mannasaur og sprautunálar eftir eiturlyfjafíkla. Þesskonar hlutir kunna að vera margfalt hættulegri en spóluormar úr köttum og vill félagið benda á nýlegt dæmi um sex ára dreng, sem stakk sig á sprautunál, með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Að skipta um sand einu sinni á ári er kattarþvottur og engin trygging fyrir börnin, því allur þessi ófögnuður getur verið kominn í kassann daginn eftir. Það eina, sem getur komið að gagni til að vernda heilsu litlu barnanna, er að setja varanlegt lok yfir sandinn, þegar börnin eru ekki að leika sér þar, og auðvitað verður að hanna sandkassa borgarinnar frá upphafi með tilliti til þess að þeir verði ekki heilsuspillandi fyrir börnin. Þessar ráðleggingar hefur skrif- stofa Dýraverndunarfélags Reykja- víkur veitt öllum sem leitað hafa ráða vegna þessa vandamáls.“ Dagskrá á veg- um Samtaka herstöðva- andstæðinga UM þessar mundir eru fimmtíu ár lið- in síðan bandaríski herinn steig hér á land. Af þessu tilefni efna Samtök herstöðvaandstæðinga til dagskrár til að vekja athygli á veru hersins hér enn eftir fimmtíu ár, í Íslensku óp- erunni mánudaginn 7. maí kl. 21. Dagskrá þessi er ennfremur haldin í tilefni af því að þennan dag kemur út á geisladiski þriðja útgáfa Sóleyjar- kvæðis eftir Jóhannes úr Kötlum við lög eftir Pétur Pálsson en sú plata kom fyrst út 1967 og aftur 1973 og naut gríðarlegra vinsælda en hefur nú verið algerlega ófáanleg um langa hríð. Útkoma geisladisksins verður sérstaklega kynnt á dagskránni og mun Lára Stefánsdóttir dansari sýna frumsamið dansverk við hluta Sóleyj- arkvæðis. Hjalti Rögnvaldsson leikari mun lesa ljóð og einnig Arnrún Þorsteins- dóttir og tónlistaratriði verða í hönd- um Margrétar Pálmadóttur söng- konu, Bubba Morthens og Guðmundar Péturssonar gítarleik- ara, rapparagrúppunnar XXX Rott- weilerhunda og þjóðlagakvartettsins Emblu. Ávarp miðnefndar flytur Steinunn Þóra Árnadóttir og Kol- beinn Óttarsson Proppé sagnfræð- ingur flytur pistil um Ísland með og án hers. Kynnir á dagskránni verður Arnar Jónsson leikari. Í ÁR eru liðin 10 ár síðan Færeyska sjómannaheimilið Örkin hóf starfsemi sína í Brautarholti 29 í Reykjavík en áður hafði verði rekin færeysk sjó- mannastofa við Skúlagötuna. Fær- eyska sjómannaheimilið er byggt upp að mestu leyti í sjálfboðavinnu og hafa margir komið þar við sögu. Færeyskur kvinnaringur sem starfað hefur á vegum Færeyska sjó- mannatrúboðsins hefur um áratuga skeið haldið basar og kaffisölu og hafa konurnar stutt heimilið og nú síðast gefið glæsilegt píanó í samkomusal hússins. Sunnudaginn 6. maí kl. 15:00 til 18:00 munu þær halda kaffisölu og nú verður það í síðasta sinn í þessari mynd, því konurnar eru komnar af léttasta skeiði og fækkað hefur í hópi þeirra. Ætlunin er að minnast 10 ára af- mælisins sunnudaginn 6. maí. Af því tilefni munu Tóri Restorff Jacobsen og Angelika Nielsen spila dúetta fyrir fiðlu og selló og Trondur H. Enni, Rúni Eysturlið og Angelika Nielsen syngja og spila færeyska söngva. Vegna afmælisins eru nú staddir hér á landi góðir gestir frá Færeyjum og munu þeir halda samkomu á sjó- mannaheimilinu laugardagskvöldið 5. maí kl. 20:00. Samkoman verður á léttum nótum, sungnir færeyskir söngvar og gestirnir gefa okkur hlut- deild í Guðs orði. Á eftir verður boðið upp á kaffi og vöfflur. Færeyska sjómanna- heimilið Örkin Kaffisala kven- félagsins og 10 ára vígsluafmæli ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.