Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 48
Bænin Hugur Guðs, kærleikur og náð er meiri, segir Sigurbjörn Þorkelsson, en hugarafl okkar kann að ná. BÆN í Jesú nafni er ekki að klína nafni hans aftan við inn- kaupalista sem hugs- aður er upp í nútíð út frá þröngsýnum þörf- um. Bæn í Jesú nafni er að biðja um vilja Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Hann vill veita okkur það allt, jafnt í stóru sem smáu. Hugur Guðs, kær- leikur og náð er meiri, dýpri og stór- kostlegri en hugarafl okkar kann að ná. Hann sér lengra, dýpra og hærra en okkar augu og hugur. Andi Guðs biður fyrir okkur Sjálfur andi Guðs biður fyrir okkur, heilagur andi Guðs. Hann biður fyrir okkur með andvörpum sem ekki verður komið í orð. Hann vill leiða okkur og blessa lífið okk- ar. Hann uppfyllir betur en hugur okkar kann að girnast. Felum okk- ur honum á vald, treystum mis- kunn hans. Hvíld, svefn, máltíðir, hugsun, orð og verk. Hvert fótmál og hvert æðarslag séu ein samfelld þakk- argjörð, lofgjörð og bæn til Guðs, meðvituð og jafnvel ómeðvituð. Þess Guðs sem vill af kærleika sín- um og náð miskunna okkur börn- unum sínum, fyrirgefa okkur, frelsa okkur og gefa okkur líf. Felum líf okkar honum. Hans sé mátturinn og dýrðin að eilífu. Líf í bæn Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur. UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ er hér síðari hluti bréfsins frá Eysteini í Skáleyjum: „Ekki fyrir löngu var því haldið fram á marktækum vettvangi að rétt eignarfall af mannsnafninu Hákon sé „Hákons“. Síðan hef ég orðið þess aðeins var að fjölmiðlar láti sér það að kenningu verða. Það á ég hins vegar afar erfitt með að gera. Mörg karlmannsnöfn hafa tvenns konar eignarfallsendingu sem notaðar eru jöfnum höndum (Jón Guðmundsson býr á Guð- mundarstöðum. Sonur Magnúsar býr í Magnússkógum). En engin dæmi þekki ég um eignarfallið „Hákons“ í ræðu eða riti, fyrr eða síðar, að undanskildum fyrrnefnd- um dæmum, nýlega heyrðum. Ég hef þekkt, og haft spurnir af, fjölda fólks, lífs og liðnu, sem á Hákon að föður, og er þá Hákonarson eða Hákonardóttir. Fornar sögur Norðurlanda eru fullar af Hákonum með eignarfallið Hákonar í öllum tilfellum. Ein sagan heitir t.d. Hákonarsaga Hákonarsonar og fornt bæjarnafn hér á landi mun vera Hákonarstaðir. Mér dettur í hug hvort málfræð- ingar vilji reyna að innleiða eign- arfallsmyndina „Hákons“ til að samræma reglur um eignarfall mannanafna, þar sem meiri hluti þeirra hefur líklega s-endingu (Jóns, Geirs, Ólafs, Páls, Gríms o.s.frv.). En slík alhæfing er auðvit- að óhæfa og óframkvæmanleg. Lík- legra finnst mér að „Hákonsið“ hafi villst inn í vandað fræðirit fyrir mis- tök, og megi helst ekki takast alvar- lega.“ [Frá umsjónarmanni. Ég hef allt- af eignarfallið Hákonar og svo hef- ur sá Íslendingur sem ég fer helst eftir í beygingafræði, próf. Baldur Jónsson. Hitt er rétt að eignarfallið „Hákons“ sést í vönduðum fræði- bókum, en hvers vegna veit ég ekki. Mér finnst einhver norskukeimur af því að segja „Hákonsson“. Ástæðu- laust sýnist mér a.m.k. að nota ekki gamla eignarfallið Hákonar]. Þá kemur lokahluti bréfsins: „Æði margt finnst mér fara úr- skeiðis í málnotkun upp á síðkastið og tel ég að hæfir menn megi hafa sig alla við til að leiðbeina okkur við málvöndun og varðveislu tungunn- ar. Þetta er gert, sem betur fer, í skólum og fjölmiðlum, en þar er lík- lega vænlegra til árangurs gott for- dæmi en aðfinnslur. Á annað þúsund pistlar um ís- lenskt mál er mikið afrek sem vert er að þakka, og ég geri hér með, af heilum hug. Hvort þú vilt fjalla um þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, í pistlum þínum, metur þú. Virðingarfyllst.“ Umsjónarmaður þakkar kærlega þetta mikla og góða bréf og er Ey- steini fyllilega sammála að uppörv- un sé betri kennsluaðferð en að- finnsla. Uppörvun til mín er mér sérstaklega kærkomin. Já, og svo ræddum við Eysteinn í síma m.a. um að „þess vegna“ er farið að merkja jafnvel. Dæmi: Get- urðu komið bráðlega? Já, og þess vegna á morgun. Þarna er komin ný merking í orðasambandið „þess vegna“. Hvernig stendur á þessu? Hvaðan er þetta fengið? Gott væri að fá greinargott svar við þessum spurningum.  Inghildur austan kvað: Það var gamlingi suður í Ghana sem gerði sér hvaðeina að vana: apahandlegg í mál, og svo hellti hann í skál átján lítrum af öli frá Sana.  „Hvimleitt er að heyra hina lang- skólagengnu fjármálaspekinga, sem framast hafa víða erlendis, tala um „einhverja“ (some!) milljarða eða milljónir króna. Það er vel hægt að segja þetta á hreinni íslensku. Móðurmálið okkar spannar nær allt, sem segja þarf, og hefur mikið slitþol. Með tónum má svo tjá hitt, sem orð ná ekki yfir.“ (Helga Rakel Stefnisdóttir í Mbl.)  Þá er hér bréf Sölva Sveinssonar skólameistara, sjá næstsíðasta þátt með fyrri hluta bréfs Eysteins í Skáleyjum. „Ágæti Gísli Mér fannst gæta misskilnings hjá Eysteini Gíslasyni í bréfi til þín og birtust úr því glefsur í þætti þínum síðastliðinn laugardag. Ég sendi þér því pistil minn í heild sinni og af honum má sjá að í raun erum við sammála. Með kveðju. Gott kvöld. Ég held að allir séu sammála um að maður á þrítugsaldri sé milli tví- tugs og þrítugs, og á fertugsaldri eru menn milli þrjátíu og fjörutíu ára gamlir, og þeir sem eru á fimm- tugsaldri eru orðnir fertugir. Og svo vitaskuld áfram á sömu lund. Ég sé ástæðu til að vekja máls á þessu hér af því mér heyrist stundum að vit- laust sé farið með tvítugsaldur. Sá sem er á tvítugsaldri er milli tíu og tuttugu ára, en nú heyrist orðið stundum notað um tvítuga menn, um fólk á þrítugsaldri. Oftast er það samt notað um þá sem eru farnir að nálgast tuttugu ára aldur af því að mörgum finnst sérkennilegt að segja t.d. um tólf ára dreng að hann sé á tvítugsaldri þó vissulega sé það rétt. Unglingsár eru hins vegar vandskilgreind af því að mörkin ráðast af líkamlegum og félagsleg- um þroska, en táningur er eðli máls- ins samkvæmt þrettán til nítján ára gamall, en þær tölur og aðrar þar á milli enda á -tán eða -tján sem hefur gefið orðinu líf, tán-ingur, myndað eins og t.d. eintrjáningur. Táningar eru því eðli málsins samkvæmt allir á tvítugsaldri. Gleymum ekki að þeir sem eru orðnir tuttugu ára eru á þrítugsaldri, komnir á þriðja tug ára sinna, en á tvítugsaldri eru þeir sem eru milli tíu og tuttugu ára gamlir. Lifið heil.“  Við höldum því stundum fram að krakkar einir og unglingar temji sér gelda þolmynd, eins og til dæmis: Það var barið mig í staðinn fyrir: ég var barin(n). En á dögunum heyrði ég gamla konu segja í sjónvarps- þætti: „Það var haldið fund með henni síðar.“ Kannski er gelda þol- myndin eldri en við héldum nema konan hafi lært hana af blessuðum börnunum. Auk þess fær Akureyrarsíða Mbl. stig fyrir nýtt merkingaraf- brigði hreysti (e. fitness) og Ari Trausti fyrir meginlandið, því eng- um held ég blandist hugur um að Ís- land sé í Evrópu. Athuga: Aldrei þessu vant, var síðasti þáttur ekki alveg villulaus. Gamla orðmyndin þessar hafði í meðförunum lengst í nútímamynd- ina „þessarar“, og á öðrum stað hafði menn breyst í „með“. Beðist er afsökunar á þessu. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1108. þáttur EKKI þarf að fara mörgum orðum um eðli og tilgang vís- inda. Með tilkomu gagnagrunnsmálsins og deCODE Genetics hefur vísindastarf- semi á sviði læknis- fræði á Íslandi verið dregin niður í svaðið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Auglýs- ingamennska og lýð- skrum með keðjusölu á hlutabréfum hefur sett svo ljótan blett á þjóðfélagið að orðið er að allsherjar feimnis- máli. Háskóli Íslands hefur beðið illbætanlegan álits- hnekki. Má þar nefna þætti Laga- stofnunar, Siðfræðistofnunar og Mannfræðistofnunar, en þó að sjálfsögðu fyrst og fremst þátt læknadeildar háskólans. Prófess- orar og aðrir starfsmenn deild- arinnar gegna lykilstörfum hjá hinu erlenda fyrirtæki og hafa gert við það samninga sem sam- rýmast ekki starfs- skyldum þeirra við Háskóla Íslands. Ís- lendingar eru vegna gagnagrunnsins undr- unarefni í útlöndum – ekki sízt í Bandaríkj- unum þar sem fyrir- tækið deCODE á heima í Delaware úti við Atlantshafsströnd. Það á að heita að ríkisvaldinu sé þrí- skipt á Íslandi, í fram- kvæmdavald, löggjaf- arvald og dómsvald. Bæta mætti fjölmiðlum við sem fjórða valdinu. Í gagnagrunnsmál- inu hafa erlend fjármálaöfl að baki dr. Kára Stefánssyni forstjóra de- CODE haft þrjá valdaþræði í hendi sér, þ.e. fjölmiðla-, fram- kvæmda- og löggjafarvaldið. Það var dapurlegt að verða vitni að þögn tveggja fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra úr röðum vinstri manna og í forystu stjórn- arandstöðunnar þegar málið var til umfjöllunar á Alþingi. Rétt og skylt er að geta þess að hér á ég við Svavar Gestsson sem gerður var að sendiherra og Sighvat Björgvinsson nú forstöðumann Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands. Sem betur fer er þó dómsvaldið eftir. Framkvæmdavaldið óttaðist það greinilega svo mikið að starfs- leyfi deCODE fyrir rekstri gagna- grunnsins, sem veitt var í janúar 2000, var skilyrt þannig að fyr- irtækið yrði að borga hlut ríkisins í málaferlum sem hann ylli. Að- alleiðbeinandi framkvæmdavalds- ins við útboð, gerð og frágang rekstrarleyfisins, Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og for- maður starfrækslunefndar gagna- grunns á heilbrigðissviði skrifaði 30. janúar s.á. grein í Morgunblað- ið þar sem hann varaði andstæð- inga gagnagrunnsins við því að efna til málaferla vegna þeirra miklu fjárhagslegu hagsmuna sem í húfi væru. Sú einstæða ráðstöfun – að láta einkafyrirtæki bera skaðabótaábyrgð á íslenzkum lög- um – verður enn spaugilegri í ljósi þess að aðalhöfundur gagna- grunnslaganna, Baldur Guðlaugs- son hrl., áður lögmaður Kára Stef- ánssonar, er nú orðinn ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins! Málaferlin eru hafin Gagnagrunnsmálið er á leið til dómstóla, þar sem við andstæð- ingar þess ættum að geta vænzt réttlátrar málsmeðferðar. En það kostar peninga að standa í mála- ferlum. Samtökin Mannvernd, sem stofnuð voru til að standa vörð um persónuvernd og rannsóknafrelsi, hafa engan bakhjarl. Allt starf samtakanna er hugsjónastarf. Mikill hluti starfsins hefur mætt á fáum einstaklingum. Það hefur verið þeim ómetanleg hvatning að finna þann gríðarlegan áhuga og áhyggjur sem málið hefur vakið erlendis á tímum örrar alþjóða- væðingar. Gagnagrunnsmálið er náma sem fræðimenn um allan heim fjalla um og munu gera um ókomin ár. Um það eru ótal rit- gerðir á háskólastigi og bækur væntanlegar, t.d. við Harvard- og Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. Stórmerkileg bók kom raunar út um jólin 1999. Hugdjarfir menn á íslenzkum fjölmiðlum hlýddu kalli fjármálaaflanna og tókst að stöðva útbreiðslu bókarinnar tímabundið. Bók hins nákvæma og samvizku- sama sagnfræðings Guðna Th. Jó- hannessonar, Kári í Jötunmóð, verður hins vegar ekki sigruð með valdi. Upp koma svik um síðir. Þeir sem vilja leggja lögsókn Mannverndar lið geta lagt inn á reikning í aðalbanka Landsbanka Íslands nr. 0101- 05- 260480 sem einvörðungu er helgaður þessu verkefni. Kennitala Mannverndar er 451198-3199. Lögmaður Mann- verndar er einn virtasti lögmaður landsins, Ragnar Aðalsteinsson hrl. Rétt er einnig að minna á að enn er nægur tíma til að segja sig úr gagnagrunninum en landlækn- isembættinu ber að sjá til að eyðu- blöð liggi frammi á öllum lækna- stofum, heilsugæzlustöðvum, sjúkrahúsum og apótekum. Heigulsháttur Kára Föstudaginn 27. apríl sl. efndu Læknafélag Íslands og Lögmanna- félag Íslands til málþings um per- sónuvernd og friðhelgi einkalífs í ljósi gagnagrunna á heilbrigðis- sviði. Eins og vænta mátti var þetta fjölsótt málþing og á háu plani. Ég saknaði þess að sjá ekki í salnum deildarforseta eða prófess- ora læknadeildar Háskóla Íslands. Þeir mættu svo sem ekki heldur á þann eina fund sem Læknafélagið hefur áður haldið um málið í sept- ember 1998. Í upphafi málþingsins tilkynnti formaður Lögmanna- félagsins að tveir ræðumanna, Einar Stefánsson prófessor í augn- lækningum og framkvæmdastjóri hjá ÍE og Hlynur Halldórsson hdl., gætu ekki mætt af persónu- legum ástæðum! Allir vita nú hvers vegna tvímenningar mættu ekki, eins og lesa mátti í stórri baksíðufrétt í DV laugardaginn 28. apríl sl. Þeim var bannað það þar sem Kára tókst ekki að ryðja Ragnari Aðalsteinssyni úr pall- borði og léð Lögmannafélagið þó máls á því. Ragnar fór hvergi. Samstarfslæknar deCODE mættu heldur ekki á fundinn. Sjálfsagt af persónulegum ástæðum. Einn framsögumanna á málþinginu, Jón Snædal varaformaður Lækna- félags Íslands, er að vísu sam- starfslæknir. Á málþinginu gerðu fundarstjór- arnir, Sigurbjörn Sveinsson for- maður Læknafélags Íslands og Ás- geir Thoroddsen formaður Lögmannafélagsins, sig seka um slæm mistök, þegar þeir meinuðu öðrum en læknum og lögfræðing- um að tjá sig. Höfðu þó allir fund- armenn greitt aðgangseyri og til- kynnt þátttöku með tilskyldum fyrirvara. Fyrstur fyrir þessum órétti varð dr. Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur sem er manna fróðastur um gagnagrunns- málið í alþjóðlegu samhengi. Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu var beittur sama dónaskap og brást við með því að hverfa af fundi. Nægan heigulshátt og lítilsvirðingu gagn- vart kunnáttu og tjáningarfrelsi höfum við mátt þola í þessu gagna- grunnsmáli. Mál er að linni. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Gagnagrunnur Það var dapurlegt að verða vitni að þögn tveggja fyrrverandi heilbrigðismála- ráðherra, segir Jóhann Tómasson, þegar málið var til umfjöllunar á Alþingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.