Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 29 Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær, að bresk stjórnvöld hefðu brotið á rétti 10 skæruliða IRA, Írska lýð- veldishersins, er þeir voru skotnir til bana við umdeildar kringumstæður. Dæmdi hann hverri fjölskyldu mannanna tæplega hálfa aðra milljón ísl. kr. í bætur. Þá voru bresk stjórnvöld átalin fyrir slælega rannsókn á dauða mannanna. Ættingjar mannanna héldu því fram, að bresku öryggissveit- irnar hefðu haft skipun um að drepa án þess að gefa mönn- unum kost á að gefast upp. Mennirnir voru felldir í fernum átökum á níunda og snemma á síðasta áratug. Ferjuslys í Kongó GEFIN hefur verið upp öll von um að bjarga allt að 100 manns, sem lokuðust inni í ferju er henni hvolfdi og hún sökk við hafnarbæinn Gorna við Kivu- vatn í Kongó. Fundist hafa lík 19 manna, þar af þriggja barna. Ferjunni hvolfdi við bryggju og gerðist það með þeim hætti, að allir farþegarnir og fólkið, sem komið var til að kveðja þá, ruddust allt í einu um borð til að skýla sér í mikilli helli- dembu. Skipti þá engum tog- um, að skipinu hvolfdi. Nýr leiðtogi frjálsra demókrata FLOKKUR frjálsra demó- krata í Þýskalandi hefur kosið sér nýjan leiðtoga og sett sér það mark- mið að kom- ast aftur í oddastöðu í þýskum stjórnmál- um, sem hann hafði um áratuga- skeið. Heitir nýi formað- urinn Guido Vesterwelle, 39 ára að aldri og mjög „sjónvarpsvænn“ að sögn. Var hann einn í framboði. Ves- terwelle sagði í ræðu sinni, að flokkurinn hefði þann stimpil, að hann væri aðallega fyrir þá, sem hefðu komið sér vel fyrir í samfélaginu. Því yrði að breyta, flokkurinn ætti að höfða til allra. Í Þýskalandi er Flokkur frjálsra demókrata oft kallaður „Tannlæknaflokkur- inn“ og hefur samkvæmt skoð- anakönnunum um 6% fylgi. Rannsókn á njósnavél lokið HÓPUR bandarískra tækni- manna hefur lokið rannsókn sinni á bandarísku njósnaflug- vélinni, sem nauðlenti á Hainan í Kína 1. apríl sl. Hafði hún þá lent í árekstri við kínverska herflugvél, sem hrapaði í sjó- inn. Hefur flugmaður hennar ekki fundist. Í tilkynningu frá bandaríska hermálaráðuneyt- inu sagði, að rannsóknin hefði farið fram í góðri samvinnu við kínverska herinn. STUTT Brotið á rétti IRA- skæruliða Westerwelle MAÐURINN, sem talinn er vera sonur Kim Jong Ils, leiðtoga Norð- ur-Kóreu, og kom til Japan nú í vik- unni, átti þangað alveg sérstakt er- indi. Það var ekki að afla upplýsinga um japönsk her- og tæknimál, held- ur að fara til fundar við Mikka mús. Það fórst þó fyrir, enda tekinn með falsað vegabréf, og í gær voru hann og förunautar hans fluttir til Kína. Þar stigu þeir upp í bíl og hurfu á brott í lögreglufylgd. Japönsk stjórnvöld hafa lítið viljað segja um þetta mál annað en það, að maðurinn ásamt tveimur konum og litlum dreng hafi komið til Tókýó á þriðjudag frá Singapore og verið með dómínísk vegabréf, sem reynd- ust vera fölsuð. Opinberlega hefur ekki verið sagt hver maðurinn er eða hvaða erindi hann átti til Japan en næstum allir fjölmiðlar í landinu hafa það eftir ónefndum embættismönnum, að maðurinn hafi sagst vera Kim Jong Nam, sonur og líklegur arftaki leið- toga N-Kóreu, Kim Jong Ils. „Við ætluðum bara í Disneyland,“ sagði maðurinn við starfsmenn jap- anska útlendingaeftirlitsins að sögn Kyodo-fréttastofunnar en hann mun hafa komið þangað sem unglingur. Feitlaginn og þóttafullur Ef það er rétt, sem allt bendir til, að hér hafi ríkisarfinn í N-Kóreu verið á ferðinni, þá hefur umheim- urinn fengið af honum dálitla mynd. Hann er með gleraugu, vel í skinn komið eins og líklegt er með einræð- isherrason og á myndum af honum í japönsku sjónvarpi leyndi sér ekki hrokasvipurinn. Samskipti Japan og N-Kóreu eru mjög stirð og raunar ekkert stjórn- málasamband með ríkjunum. Meðal annars þess vegna töldu yfirvöld málið mjög viðkvæmt og vildu leysa það strax með því að flytja ríkiserf- ingjann úr landi. Auður í landi örbirgðar Þessu máli hafa að sjálfsögðu ver- ið gerð mikil skil í japönskum fjöl- miðlum. Tokyo Shimbun birti mynd af falsaða vegabréfinu á forsíðu og þar mátti sjá, að handhafi þess átti sama afmælisdag og Kim Jong Nam. Sagði blaðið og hafði eftir ónefnd- um embættismönnum, að maðurinn hefði verið með Rolex-úr, gimstein- um sett, keypt sér dýran mat og haft „meira en nóg“ af 100 dollara-seðlum í töskunni. Þá hefðu konurnar, sem voru með honum, líka státað af rán- dýrri merkjavöru. Þessi auður sting- ur vissulega í stúf við örbirgðina í heimalandi fólksins en talið er, að þar hafi hundruð þúsunda manna dá- ið úr hungri. 100 dollara-seðlarnir minna líka á, að japönsku lögregluna hefur lengi grunað, að Norður-Kór- eustjórn falsaði þá í stórum stíl og smyglaði eiturlyfjum til Japan og annarra nágrannalanda í örvænting- arfullum tilraunum til að komast hjá efnahagslegu hruni. Ekkert barnanna sammæðra Fjölskyldan, sem ræður N-Kóreu, hefur alltaf verið sveipuð sömu leyndinni og landið sjálft en sam- kvæmt s-kóreskum heimildum á Kim Jong Il þrjú börn: Kim Jong Nam, sem er fæddur 1971; dótturina Kim Sul Song, sem er fædd 1974, og Kim Jong Chul en hann er fæddur 1981. Ekkert barnanna er sam- mæðra. Móðir Kim Jong Nams er Sung Hae Rim en hún komst í heimsfrétt- irnar 1996 er talið var, að hún hefði yfirgefið glæsihús sitt í Sviss og leit- að hælis á Vesturlöndum. Suður-kór- eska leyniþjónustan sagði síðar, að fréttirnar hefðu verið misskilningur. Japanir fluttu Kim Jong Nam, norður-kóreska ríkisarfann, til Kína Gimsteinum prýtt Rolex-úr og „meira en nóg“ af dollurum Tókýó. AP. AP Konurnar tvær og drengurinn, sem komu með Kim Jong Nam til Japans, á leið upp í flugvél. AP Maðurinn sem segist vera Kim Jong Nam á Tókýó-flugvelli en þaðan var hann fluttur til Kína. völdum „miklum vonbrigðum“ og bætt er við að mannréttindanefndin „verði því miður ekki eins sterk stofnun án aðildar Bandaríkjanna“. James Cunningham, settur sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ, hét því að málið yrði ekki til að draga úr viðleitni Bandaríkjastjórnar til að bæta ástand mannréttindamála í heiminum. Gremja innan SÞ vegna stefnu Bush Hugsanlegt er talið að niðurstaða kosningarinnar sé til marks um að samskiptin milli Sameinuðu þjóð- anna og stjórnar George W. Bush fari stirðnandi. Sendimenn hjá SÞ segja að vax- andi gremju sé farið að gæta í garð Bandaríkjanna vegna stefnu þeirra í ýmsum alþjóðamálum. Þar á meðal ákvörðunar Bush-stjórnarninnar um að beita neitunarvaldi í örygg- isráðinu gegn því að senda eftirlits- menn til sjálfstjórnarsvæða Palest- ínumanna, andstöðu hennar við að staðfesta Kyoto-bókunina um tak- mörkun gróðurhúsalofttegunda og efasemda um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls. „Það liggur í loftinu að Bush hafi [í nefndarkosningunni] verið refsað fyrir einhliða stefnu sína,“ hafði The Daily Telegraph í gær eftir ónefnd- um sendimanni hjá SÞ. „En nið- urstaðan gæti gert það að verkum að Bandaríkjastjórn yrði jafnvel ennþá einangrunarsinnaðri.“ Bandaríkin eiga enn eftir að greiða 826 milljónir dollara af van- goldnum gjöldum til SÞ og viðmæl- andi AFP-fréttastofunnar kvaðst óttast að málið gæti haft þau áhrif að Bandaríkjaþing þráaðist enn frekar við að greiða skuldina. BANDARÍKJAMENN misstu á fimmtudag sæti sitt í mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem þeir hafa haldið frá stofnun nefnd- arinnar árið 1947. Biðu þeir lægri hlut í kosningu um sæti fyrir hönd Vesturlanda og er það talið dipló- matískt áfall fyrir stjórn George W. Bush. Bandaríkin voru í hópi fjögurra ríkja sem kepptu um þrjú sæti Vest- urlanda í mannréttindanefndinni. Frakkar fengu flest atkvæði, þá komu Svíþjóð og Austurríki, en Bandaríkjamenn ráku lestina. Hins vegar náðu kjöri ríki á borð við Pakistan og Súdan, þar sem her- foringjastjórnir eru við völd, og Sierra Leone, þar sem ríkir blóðug borgarastyrjöld. Í yfirlýsingu frá bandaríska utan- ríkisráðuneytinu segir að úrslit kosningarinnar hafi valdið stjórn- Bandaríkin misstu sæti sitt í mannréttindanefnd SÞ Veldur Bandaríkjastjórn „verulegum vonbrigðum“ Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP, The Daily Telegraph. DANSKA hirðin hvatti í gær stjórn- málamenn til þess að sjá til þess að kjör starfsfólks Danadrottningar verði færð til nútímalegs horfs. Vilja starfsmennirnir ekki lengur heyra beint undir drottningu, þar sem lagaleg friðhelgi hennar komi í veg fyrir að hægt sé að semja um kaup og kjör. Fjármál og rekstur kon- ungsfjölskyldunnar voru rædd á danska þinginu í gær og hvatti for- maður starfsmannafélags hirðarinn- ar til verulegra breytinga. Þetta er í fyrsta sinn sem starfs- maður hirðarinnar tjáir sig á þennan hátt. Bjørn Kvist Ottens, bílstjóri Hinriks prins og formaður starfs- mannafélagsins, kaus að rjúfa þögn- ina í samtali við dagblaðið Politiken sem hóf þessa viðkvæmu og heldur óvinsælu umræðu fyrr á árinu. Sagði hann samninga við starfsfólk að grunni til frá einveldistímanum og slíkt eigi einfaldlega ekki við lengur. „Samninga um vinnuaðstæður okkar er ekki hægt að fara með fyrir rétt og það þýðir að yfirstjórnin á að túlka hvað teljist vera brot á samn- ingi,“ segir Kvist Ottens. Þá eru starfsmennirnir óánægðir með laun- in, sem þeir segja mun lægri en fyrir sömu vinnu hjá ráðuneytunum. Starfsmennirnir hafa í þrjú ár reynt að knýja í gegn breytingar á vinnufyrirkomulaginu, að gerðir verði við þá samningar sem heyri undir lög og að þeir heyri undir hirð- marskálkinn, sem nýtur ekki frið- helgi. Höfðuðu starfsmennirnir mál fyrir danska vinnuréttinum og síðar mannréttindadómstólnum í Strass- borg. Töpuðu þeir báðum, þar sem niðurstaða dómstólanna byggðist á því að samkvæmt lögum einveldisins frá 1665, sem enn gilda, er konungs- fjölskyldan hafin yfir dönsk lög. Starfslið drottning- ar vill bætt kjör Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjórnin ætlar að einkavæða flugfélagið Atlantic Airways en það er nú í opinberri eigu. Vonast forráðamenn félagsins til að sterkir fjárfestar muni auð- velda félaginu að fá nýja vél í stað þeirrar sem nú er meðal annars í förum til Íslands og Danmerkur. Síðastliðin fimm ár hefur verið hagnaður á Atlantic Airways og var hann 130 millj. ísl. kr. í fyrra fyrir skatt. Þá hefur eigið fé fyr- irtækisins aukist úr tæplega 800 millj. ísl. kr. í rúman milljarð. Reksturinn í fyrra gekkk raunar ekki jafn-vel og 1999 en Magni Arge, forstjóri fyrirtækisins, segist samt ánægður, ekki síst með tilliti til þess að eldsneytisverðið tvöfald- aðist á síðasta ári. Þar við bættist hærra gengi á dollaranum og aukin samkeppni við Maersk Air. Maersk Air lækkaði verulega fargjaldið milli Færeyja og Dan- merkur á síðasta ári og Atlantic Airways neyddist til að gera það sama. Varð það til að farþegum fjölgaði en tekjur af hverjum þeirra lækkuðu allmikið. Atlantic Airways keypti á síðasta ári nýja þotu af gerðinni BAe 146 og verður hún notuð þegar mest er að gera á sumrin en leigð út á veturna. Þá hefur fyrirtækið fjárfest í þyrlu og á nú tvær. Eru þær notaðar í áætl- unum milli eyjanna en í sumar, þegar olíuleitin hefst, verða þær notaðar til að flytja áhafnir bor- pallanna til og frá. Vegna þessa hefur félagið einnig aukið ferðir til Bretlands, til Aberdeen og Lund- úna. Færeyska flugfélagið Atl- antic Airways í sóknarhug Þórshöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.