Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 76

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. leggur áherslu á að varnarstöðin í Keflavík sé hér á landi vegna sameig- inlegra hagsmuna þjóðanna tveggja. Forsætisráðherra telur að á næstu árum verði áfram þörf á svipuðum viðbúnaði í varnarstöðinni og verið hefur með tilliti til flugvéla. „Stöðin getur ekki verið minni en hún er,“ segir Davíð Oddsson í við- tali, sem birtist í aukablaði Morgun- blaðsins, sem tileinkað er 50 ára varnarsamstarfi Íslands og Banda- ríkjanna. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir í sama blaði að núverandi fyrirkomulag í Keflavík sé „lágmarksviðbúnaður“ og leggur áherslu á nauðsyn þess að „trúverð- ugar varnir“ þurfi að vera fyrir hendi á Íslandi. Í viðtali við Morgunblaðið segir Davíð Oddsson m.a. að varnarstöð sé óþörf hér á landi þjóni hún eingöngu eftirlits- og forvarnahlutverki fyrir DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kveðst ekki telja að gerðar verði breytingar á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna á næstunni og Bandaríkin en ekki því sem skil- greint hafi verið sem „varnir Ís- lands“. Síðan segir forsætisráðherra: „Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmun- um beggja verður hún einfaldlega lögð niður. Flóknara er þetta ekki og í þessu felst engin hótun.“ Síðar segir forsætisráðherra: „Við munum á næstu árum þurfa að hafa hér svip- aðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lágmarksfjölda flugvéla. Stöðin get- ur ekki verið minni en hún er.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir það lykilatriði í varnar- samstarfinu við Bandaríkjamenn að Íslendingar leitist við að leggja sitt af mörkum. Það hafi verið gert með margvíslegum hætti, m.a. með þátt- töku í friðargæslu. Þegar hann er spurður um vangaveltur þess efnis að Bandaríkjamenn komi til með að krefjast þess í viðræðum þeim sem í vændum eru að Íslendingar taki auk- inn þátt í kostnaði vegna reksturs Keflavíkurflugvallar segir utanríkis- ráðherra: „Aðalatriðið er að Ísland skili sínu til þessa heildarsamstarfs og það framlag verði ekki eingöngu metið út frá krónum, aurum og Keflavíkurflugvelli.“ Halldór Ásgrímsson segir nauð- synlegt að hér á landi verði haldið uppi ákveðnum lágmarksviðbúnaði þótt síðan megi deila um hver hann eigi nákvæmlega að vera. „Ég tel að trúverðugar varnir verði að vera fyrir hendi á Íslandi og á Norður-Atlantshafi á meðan við telj- um að hér geti skapast hættu- ástand,“ segir utanríkisráðherra. Varnarstöðin getur ekki verið minni en hún er  Loforð um hjálp/ 12  Varnarstöð/2C  Trúverðugar varnir/12 C SKIPVERJAR á varðskipinu Tý voru glaðhlakkalegir þegar þeir tóku við vistum um borð í skipið áður en það lagði í eftirlitsferð úr Reykjavíkurhöfn. Ekki er annað að sjá en þeir séu ánægðir með kost- inn og örugglega hefur ein góð saga af sjónum farið á milli manna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ánægðir varðskips- menn á leið úr höfn ÁLAGNING smásala á innfluttum jarðarberjum sl. miðvikudagsmorg- un var 68,4–157% en þá var gerð könnun á kílóverði jarðarberja í nokkrum stórmörkuðum í Reykja- vík. Það var síðan borið saman við verð á jarðarberjum í Ósló og Kaup- mannahöfn. Kom í ljós að jarðar- berin voru langdýrust í Reykjavík. Síðar um daginn var verð á jarð- arberjum lækkað í verslunum í Reykjavík og það hefur síðan verið lækkað enn frekar. Hátt jarðarberjaverð í Reykjavík Smásöluálagn- ing allt að 157%  Álagning smásala/32 SLÖKKVILIÐ var kallað út upp úr klukkan níu í gærkvöldi vegna elds við jarðhúsin í Ártúnsbrekku þar sem áður voru geymdar kartöflur. Slökkviliðsbílar af tveimur stöðvum fóru í útkallið þar sem óttast var að eldmatur gæti leynst í húsunum. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn slokknaður. Í ljós kom að tveir ungir piltar höfðu kveikt í bensíni á bílaplani fyrir utan jarð- húsin. Eldur við jarðhús ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ OLÍUVERZLUN Íslands ákvað í gær að fara að dæmi Olíufélagsins og hækka verð á bensíni til viðbótar þeirri hækkun sem ákveðin var um seinustu mánaðamót. Hækkanirnar eru sambærilegar hækkunum hjá Olíufélaginu sl. fimmtudag. Verð á bensíni hækkar um 3,40 kr. á lítra, gasolía hækkar um 2,90 kr., skipagasolía um 2,50 kr. og svartolía um 2,20 kr. OLÍS hækkar verð á bensíni  Olíufélagið/6 SAMKEPPNISSTOFNUN hefur ákveðið að hefja rannsókn á einstökum fyrirtækjum í smá- sölu á matvörumarkaði í kjölfar niðurstaðna skýrslu sem stofnunin vann fyrir iðnaðar- og við- skiptaráðherra um matvörumarkaðinn og verð- lagsþróun í smásölu á árunum 1996 til 2000. Í þeim kemur m.a. fram að á umræddu tímabili hef- ur samkeppni minnkað í kjölfar samruna og álagning aukist á matvörumarkaði. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, kynnti niðurstöður Samkeppnisstofn- unar í gær. Á milli þeirra tímapunkta sem könn- unin tók til hækkaði smásöluverð á dagvöru sem seld er í matvöruverslunum um 15% á meðan veg- in hækkun á innkaupsverði verslana og birgða- húsa þeirra var um það bil 8–9%. Mismuninn á breytingum á smásöluverði annars vegar og inn- kaupsverði verslana hins vegar telur Samkeppn- isstofnun að rekja megi til hækkunar á smásölu- álagningu. Miðað við þessar forsendur hefur vara sem í ársbyrjun 1996 var seld með 20% smásölu- álagningu verið seld í árslok 2000 með 25 til 26% álagningu. Valgerður segir að með hliðsjón af þeim atrið- um sem fram komu í skýrslunni varðandi sam- keppnis- og viðskiptahætti muni stofnunin fara af stað með mál í því skyni að uppræta hugsanleg brot á samkeppnislögum. Einnig mun felast í því máli rannsókn á viðskiptaháttum einstakra fyr- irtækja á markaðinum. Í skýrslunni kemur fram að samþjöppun hefur verið mikil á því tímabili sem stofnunin skoðaði, bæði á smásölu- og heildsölustigi. Um 2⁄3 hlutar smásölumarkaðarins eru nú á hendi tveggja fyr- irtækja en árið 1996 réðu tvö stærstu fyrirtækin yfir 45% hlut á markaðinum. Stofnunin telur sam- þjöppun meðal birgja einnig hafa verið mikla. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir bersýni- legt að engin samkeppni ríki á smásölumarkaði og að markaðsráðandi aðilar hafi komist upp með að auka álagninguna. „Samkeppnin er þannig orðin nánast að engu og álagningin hækkar í sam- ræmi við það. Þær lækkanir sem þessir aðilar þvinga fram með því að beita einokunaraðstöðu sinni koma ekki fram í verði til neytenda heldur birtast í þeirra eigin gróða,“ sagði Davíð. Rannsókn framundan á einstökum fyrirtækjum Samkeppnisstofnun segir smásöluálagningu hafa aukist með samruna  Samkeppni/38 Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna um varnarsamstarfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.