Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 1
106. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 12. MAÍ 2001
Ashcroft sagði, að ljóst væri, að
FBI hefði ekki staðið við að afhenda
verjendum McVeighs öll gögn í mál-
inu en lagði um leið áherslu á, að í
skjölunum, sem vantaði, væri ekkert,
sem breytt gæti dómnum yfir honum.
Dómsmálaráðuneytið afhenti í gær
verjendum McVeighs 3.135 skjöl, sem
þeir hefðu átt að hafa aðgang að í rétt-
arhöldunum 1997.
Hneykslast á alríkis-
lögreglunni
Þeir, sem slösuðust í sprenging-
unni 1995, og ástvinir þeirra, sem lét-
ust, lýstu í gær mikilli hneykslun með
frammistöðu FBI. „Við þurftum á
þessari dauðarefsingu að halda,“
sagði einn þeirra, Aren Almon Kok.
„Það er óréttlátt, að þetta komi upp
viku áður en hann átti að deyja.“
Sagt er, að í skjölunum sé greint
frá efni þúsunda símtala FBI-manna
og framburði ýmissa, sem voru yfir-
heyrðir vegna málsins.
Bill, faðir McVeighs, kvaðst ekki
vita hvað hann ætti að segja um frest-
un aftökunnar. Martröðin héldi áfram
en hann reyndi að lifa fyrir einn dag í
einu. McVeigh sjálfur hefur ávallt
hafnað því að áfrýja dauðadómnum
yfir sér en lögfræðingar hans sögðu í
gær, að hugsanlega myndi hann end-
urskoða það nú.
Aftöku McVeighs
frestað fram í júní
Washington. AP, AFP, Reuters.
JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, frestaði í gær aftöku
Timothy McVeighs, sem dæmdur var til dauða fyrir að verða 168 manns að
bana er hann sprengdi upp stjórnarráðsbyggingu í Oklahoma-borg 1995.
Fyrirskipaði hann jafnframt, að rannsakað yrði hvernig á því stóð, að alrík-
islögreglan, FBI, lét ekki verjendur McVeighs fá þúsundir skjala um rann-
sókn málsins.
Taka átti McVeigh af lífi í Terre Haute í Indiana næstkomandi miðvikudag,
16. maí, en Ashcroft frestaði aftökunni til 11. júní. George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, sagði í gær, að ákvörðun Ashcrofts hefði verið rétt en hann
skildi hins vegar vel vonbrigði ástvina þeirra, sem létust í hryðjuverkinu.
Hélt eftir/24
ÍSRAELSKIR hermenn skutu til
bana palestínskan unglingspilt og
særðu að minnsta kosti 24 Palest-
ínumenn aðra í átökum víða á her-
numdu svæðunum í gær. George W.
Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær,
að sér byði við ofbeldinu og mann-
drápunum í Miðausturlöndum og
gera yrði allt til að stöðva þau.
Hussan Tahfish, 16 ára piltur, var
skotinn í hjartað er hann og aðrir
drengir grýttu ísraelska hermenn,
sem réðust inn á Gaza í gær. Eyði-
lögðu Ísraelar nokkur íbúðarhús og
akra áður en þeir hurfu á braut.
Voru þeir að hefna þess, að tveimur
sprengjum hafði verið varpað að
gyðingabyggð á Gaza án þess þó að
valda tjóni. Skutu þeir einnig þrem-
ur flugskeytum á þorpið Beit Lahia á
Gaza en ekki kom fram hvers þá var
verið að hefna.
Bush, forseti Bandaríkjanna,
sagði í gær, að Bandaríkjastjórn
myndi leggja sig alla fram við að
stöðva ofbeldið í Miðausturlöndum.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði, að Mitchell-
skýrslan um ástæður átakanna gæti
orðið grundvöllur nýrra friðar-
tillagna en Ísraelsstjórn hefur
hafnað henni í veigamiklum atriðum.
Vill hún ekki hætta uppbyggingu
gyðingabyggða á hernumdu svæð-
unum.
AP
Frá mótmælum Palestínumanna
á Vesturbakkanum í gær.
Palest-
ínskur
ungling-
ur skotinn
Gaza. AFP, Reuters.
RÚSSAR vísuðu í gær á bug hug-
myndum Bandaríkjamanna um eld-
flaugavarnakerfi og sögðu, að við-
ræður ríkjanna um það í Moskvu
hefðu vakið fleiri spurningar en tek-
ist hefði að svara. Viðræðunum verð-
ur þó haldið áfram síðar.
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, ræddi
við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í
Moskvu í gær en talsmaður rúss-
neska utanríkisráðuneytisins sagði
að fundinum loknum, að Moskvu-
stjórnin væri enn sannfærð um
nauðsyn ABM-samningsins um
langdrægar eldflaugar frá 1972 en
samkvæmt honum eru eldflauga-
varnakerfi bönnuð.
Stephen Hadley, næstæðsti mað-
ur í bandaríska öryggisráðinu, lét þó
vel af viðræðunum og kvaðst bjart-
sýnn á árangur. Sagði hann, að við-
ræðum yrði haldið áfram síðar auk
þess sem þeir George W. Bush
Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín
Rússlandsforseti myndu ræða málið
er þeir sæktu fund stærstu iðnríkj-
anna, G-8, í Genúa á Ítalíu í júlí.
Bandalagsríki Bandaríkjanna í
NATO eru mjög tvístígandi í þessu
máli þar sem þau óttast, að það geti
aukið á óstöðugleika og gert sam-
skiptin við Rússa erfiðari en ella.
Eldflaugavarnir
Rússar
ítreka and-
stöðu sína
Moskvu. AFP, Reuters.
LÖGREGLAN á Miami í Flórída
hefur handtekið mann fyrir árás
á vinkonu sína, sem hann sakar
um að gefa öðrum mönnum auga.
Ekki kemst þó málið í annála fyr-
ir þær sakir einar, heldur hitt, að
þrjóturinn er 100 ára og á í eilíf-
um útistöðum við lögregluna.
Hermenergildo Rojas hellti
bensíni yfir vinkonu sína, Janet
Ali, inni í húsvagninum hennar og
hefði hugsanlega brennt hana
inni ef henni hefði ekki tekist að
brjóta rúðu og komast út nokkuð
skorin. Er lögreglan kom á stað-
inn hélt hún, að um væri að ræða
„venjulegar“ heimiliserjur en brá
í brún er Rojas gaf upp fæðing-
ardaginn: 13. apríl 1901.
Lögreglan segist stundum
hafa þurft að glíma við erfiða öld-
unga en aldrei fyrr við mann, sem
á að baki heila öld. Rojas sat í
steininum í þrjá daga er hann var
98 ára fyrir að ógna konu, vagn-
stjóra, með eftirlíkingu af byssu
og þar fyrir utan hefur hann oft
verið handtekinn, til dæmis fyrir
ólæti, innbrot og barsmíðar.
Tíræður
á leið í
tukthúsið
Washington. Daily Telegraph.
BARÁTTUNNI á Ítalíu vegna
þing- og sveitarstjórnarkosning-
anna á morgun, sunnudag, lýkur í
dag og álíta stjórnmálaskýrendur
að lítill munur verði á fylgi tveggja
helstu fylkinganna, annars vegar
hægri- og miðjubandalags auðkýf-
ingsins Silvios Berlusconis og hins
vegar miðju-vinstrisamtaka sem
fyrrverandi borgarstjóri Rómar,
Francesco Rutelli, fer fyrir. Ekki er
munurinn á stefnu fylkinganna mik-
ill en því meiri hefur leðjuslagurinn
verið. Umberto Bossi, leiðtogi
Norðursambandsins, er hyggst
vinna með Berlusconi, kallaði meðal
annars fráfarandi forsætisráðherra,
Giuliano Amato, „nasistadverg“.
Flokkur Bossis hefur beitt sér
hart gegn innflutningi á fólki frá fá-
tækum löndum og Berlusconi er
einnig í bandalagi við flokk fyrrver-
andi fasista, Þjóðarbandalagið.
Belgar hafa lagt til að Evrópusam-
bandið reyni að beita sams konar
þvingunum gegn stjórn Berlusconis
og notaðar voru um hríð gegn
stjórn Austurríkis þegar flokkur
hægrisinnans Jörg Haiders fékk
ráðherraembætti. Líklegur utanrík-
isráðherra í stjórn undir forystu
Berlusconis, Antonio Martino, sagði
í viðtali við Die Presse í Vín í gær
að ekki myndi koma til slíkra að-
gerða.
„Fólk gerir ekki sömu mistökin
tvisvar og refsiaðgerðirnar gegn
Austurríki voru mikil mistök,“ sagði
Martino og bætti við að vinsældir
Haiders hefðu ekki dvínað vegna
aðgerðanna.
Hinn 64 ára gamli Berlusconi er
einn af auðugustu mönnum Evrópu,
hann á m.a. sigursælt knattspyrnu-
lið, AC Milan, og er aðaleigandi fjöl-
miðlasamsteypunnar Mediaset sem
á nokkra af öflugustu fjölmiðlum
landsins. Einkum eru tök hans í
sjónvarpsrekstri sterk.
Fullyrt hefur verið að nái Berl-
usconi völdum muni hann óhjá-
kvæmilega lenda í miklum hags-
munaárekstrum vegna umsvifa
sinna í fjölmiðlaheiminum og víðar
en einnig er verið að rannsaka ásak-
anir á hendur honum vegna meintra
skattsvika og tengsla við mafíuna.
Breska tímaritið The Economist
segir að hann sé algerlega vanhæf-
ur til að vera stjórnmálaleiðtogi í
nokkru landi vegna viðskiptaferils-
ins. Berlusconi hefur sakað erlenda
fjölmiðla um rógsherferð gegn sér.
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, ritaði
grein í nokkur ítölsk dagblöð í gær,
tók undir með honum og sagði að
reynt væri að „sverta mannorð“
Berlusconis.
AP
Auðkýfingurinn Silvio Berlusconi, forsætisráðherraefni bandalags hægri- og miðjumanna, lauk kosningabar-
áttunni með fundi í Róm en á sama tíma var helsti andstæðingur hans, Francesco Rutelli, með fund í Napólí.
Flokkur Berlusconis um samlíkingu við Haider
Óttast ekki refsi-
aðgerðir ESB
Róm. Reuters, AFP, AP.
♦ ♦ ♦