Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINN tryggasti vinur þess- ara pistla er Haraldur Guðna- son í Vestmannaeyjum. Þegar honum mislíkar meðferðin á móðurmálinu, er hann ódeigur að snúast því til varnar. Hann hefur nú enn skrifað mér bréf, og geri ég hér grein á helstu at- riðum þess með einhverjum at- hugasemdum frá sjálfum mér; verður Haraldur skammstafað- ur H., en umsjónarmaður U.: 1) H.: „Sæll og blessaður Gísli. Ég er stundum að líta á mannanafnaskrá. Þar á meðal stúlkunöfn sem viss nefnd sam- þykkti, eftir 1. janúar 1997. Leyfð meðal annarra; Ann, Asta, Enóla, Himinbjörg, Mey. Hafnað var til dæmis: Kap og Satanía. Drengjanöfn samþykkt frá sama tíma: Daríus, Kaldi, Kóp- ur og Steinmann. Miðnöfn sam- þykkt: Heimsberg, Miðvík.“ U.: Hlutskipti mannanafna- nefndar er ekki öfundsvert. Gríðarlegur vandi er þar að velja og hafna, og margs konar sjónarmið sem þarf að hyggja að. Í lögunum sem H. vitnar til og tóku gildi 1. janúar 1997 segir m.a. hvernig nafn megi vera. Nafnið þarf að geta tekið ís- lenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Og það má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn- in sem H. tilgreinir og leyfð hafa verið uppfylla annað hvort þessara skilyrða eða bæði. End- ingarlausa gerðin Ann er ekki ný af nálinni, og voru fjórar meyjar svo nefndar 1921–’50. Þá eru í þjóðskránni átta sem heita Asta, sumar að vísu er- lendis. Um nafnið Enóla er þetta að segja: Það er komið frá hinum frönsku-mælandi hluta Louisiana í Bandaríkjunum. Enóla hét móðir flugmannsins sem hlaut það hörmulega hlut- skipti að kasta sprengjunni á Hírósíma, gott ef hann skírði ekki vélina eftir móður sinni. Himinbjargar saga er til frá 17. öld. Himinbjörg varð skírnar- nafn hér á 19. öld, voru t.d. tvær í manntalinu 1910. Mey virðist vera spánnýtt sem sérnafn. Vafi leikur á hvort stúlkunafnið „Meyja“ væri til fyrr á öldinni. U. þykir eðlilegt að hafna Kap og Sataníu. Svo furðulegt sem það er, hét einn Íslending- ur Helvítus 1703. Daríus var Persakeisari, nafnið hefur góða merkingu, og ekkert verra en Alexander og Rustikus (hið síðarnefnda mun nú útdautt), Kaldi minnir á nöfn eins og Kali og Valdi, Kópur á mannanöfn af dýrum, eins og Hreinn og Hjörtur, og Stein- mann hefur lengi tíðkast, ekki síður en Bergmann og Frí- mann. Um miðnöfnin segir U. ekkert. 2) Haraldur bregður á glens vegna heita heilbrigðisstofn- ana: „Nú skal ekki nefna spítala og sjúkrahús nema tengd séu Háskólanum. Sjúkrahúsið hér í bæ heitir t.d. Heilbrigðisstofn- un (H.V.). Ætli Íslendingar flestir kveðji ekki á þessum stofnunum. Er kannski litið svo á, að þá hafi þeir öðlast heil- brigði (orðið heilbrigðir)?“ U. treystir sér ekki út í þessa sálma. 3) „Víkjum að öðru. Þegar samið er um kjör og fáum líkar, segja foringjarnir: Við lönduð- um málinu. Í Eyjum landa menn fiski.“ U. er ekki hrifinn af því lík- ingamáli að „landa málum“. 4) „Einhver Mexíkói vann til verðlauna (útvarpið). Ási í Bæ söng um Mexíkanahatt.“ U.: Um þetta er ágreiningur. U. styður Árna Böðvarsson orða- bókarritstjóra, að segja Mexíkói. „Kani“ er ensk-dönsk- ættuð mynd. 5) „Nú eru Makedoníumenn kallaðir Make-dónar í útvarpi allra landsmanna.“ Hér stendur U. með H. Það gerir orðið dóni. 6) „Í Morgunblaðinu var fyrir nokkru þarfur pistill, „Ofnotk- un á orðum“. Mér ofbýður staglið um „mikilvægið“. Dæmi í opinberu plaggi: „Mikilvægt er að fylgja vel eftir framgangi þessa mikilvæga máls … bæjar- stjórn minnir á mikilvægi þessa máls … ““ U. er hér öldungis á sama máli og H. 7) „Í sept. í fyrra sagði frá í blaði, að „kjötrisi væri í burð- arliðnum“. Þetta hefur væntan- lega verið erfið fæðing.“ U. er hér aftur fyllilega sammála H. 8) „Dagur (dagblað) í október 1999: Þar segir að þekktur þjóf- ur kom á bensínstöð „og versl- aði þar ýmsar vörur fyrir tæp- lega 200 þúsund krónur“. Sá, sem „verslaði inn vörurnar“, ók á brott án þess að borga.“ U. tekur hér fast í streng með H. Undarlegt að fólk geti ekki gert greinarmun á versla og kaupa, svo augljós sem hann er. 9) „Lítt er ég hrifinn af nöfn- um sumra nýrra sveitarfélaga, eftir sameiningu sem var komið á með látum. Þar nefni ég Ár- borg. Selfoss er gott nafn (Sel- fossbær). Byggðar-endingar eru fremur lágkúrulegar. Mál er að linni! Kær kveðja.“ Út í þetta síðasta treystir um- sjónarmaður sér ekki, síst í fjar- lægum landshluta. En hann veit að þetta getur verið tilfinninga- mál. Hann þakkar svo Haraldi Guðnasyni enn og aftur tryggð- ina og öll bréfin.  Alltaf lærir maður eitthvað nýtt og stundum mikið. Ennþá koma út stórvirki og þrekvirki um íslenskt mál. Nú síðast er ég að lesa (og lesa aftur) fyrri hlut- ann af Stafkrókum Stefáns Karlssonar handritasérfræð- ings. Skemmst er af því að segja, að þetta er forkunnargóð bók og það þó að hún taki dálítið upp á höfuðið. Umsjónarmaður ætlar hvorki né getur skrifað „ritdóm“, en vill ekki láta undir höfuð leggj- ast að geta hennar. Fjarri fer því að ég hafi lesið allt sem skrifað hefur verið um íslenska málsögu og stafsetningar, en hvergi hef ég séð það betur gert. Svona skrifar aðeins sá sem valdið hefur og þekk- inguna, yfirsýnina byggða á framúrskarandi notkun frum- heimilda. Íslensk fræði eiga fyr- ir þessa bók mikla þakkarskuld að gjalda Stefáni Karlssyni.  Þjóstólfur þaðan kvað: Hildibjörg hét þessi kona, hún var nú svona og svona; verðleikar smáir, enda vildu hana fáir. Fram til níræðs hún varð bara að vona. Auk þess mátti heyra í frétt- um: „Hann hefur margan hild- inn háð“, en hildur = orusta er kvenkyns. Því hefði átt að segja marga hildina eða sleppa grein- inum og segja marga hildi. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1109. þáttur ,,Landsbyggðarfólk hlynnt, hefur skilning. Reykvíkingar eru firrt- ir, halda að rafmagnið komi úr innstungun- um!“ Þannig talaði stjórn- arformaður Lands- virkjunar um eigendur að 40% hlut í LV, og stærstu almennu kaup- endur orku frá LV, í út- varpsþætti hinn 23. apr- íl sl., þegar talað var um fyrirhugaðar virkjana- framkvæmdir á Austur- landi og formaðurinn sendi Reykvíkingum tóninn. Er stjórnarfor- maðurinn að magna upp óvild milli landsbyggðarinnar og Reykjavíkur? Var ekki formaður Framsókn- arflokksins að tala um það fyrir ekki löngu að menn ættu að leggja af þann ósið? Stjórnarformaðurinn ætti þó að vita að stór hluti Reykvíkinga er fyrrverandi landsbyggðarfólk, nú góðir Reykvíkingar. Ólíklegt er að hún hafi farið framhjá nokkrum manni, sú áróðurs- og vinsælda- herferð Landsvirkjunar sem nú hefur staðið yfir í rúmt ár og hefur að markmiði að deyfa at- hygli og gagnrýni landsmanna á hinar fyrirhuguðu 130–140 milljarða virkjanafram- kvæmdir LV á Austur- landi, hinn svokallaða LSD-draum þeirra ál- hyggjumanna. Áróðursherferðin byggist aðallega á því að Landsvirkjun velur ýmis verkefni sem þjóðin ber jákvæðan hug til, t.d. fornleifarannsóknir og ýmsar list- greinar, og deilir út peningum, 10 milljónum hér og 20 milljónum þar o.s.frv. þrátt fyrir 1.300 milljóna tap Landsvirkjunar sl. ár. Eins og fyrr segir munu hinar fyrirhuguðu virkjanaframkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar kosta um 130–140 þúsund milljónir hér mið- að við þær kostnaðartölur frá árinu 1994 sem birtust í verðlaunagrein í Morgunblaðinu, Landið og orkan, og þær kostnaðarhækkanir sem síðan hafa orðið (með fyrirvara um hárná- kvæmni) en Landsvirkjun gerði eng- ar athugasemdir við þær tölulegu upplýsingar sem þar komu fram. Senn verður birt skýrsla um um- hverfismat fyrir Kárahnjúkavirkjun og væntanlega munu margir gera at- hugasemdir við hana og rekstrar- grundvöll virkjunarinnar. Getur verið að það sé ætlun formannsins að taka ekkert mark á gagnrýni vegna Kára- hnjúkavirkjunar ef hún kemur frá mönnum búsettum í Reykjavík? Hæsta verð sem nú er vitað um á raforku til nýrra álvera er 17–19 millj. á kw/st. Kostnaðarverð á kw/st. frá Kára- hnjúkavirkjun yrði samkvæmt fyrr- nefndum Morgunblaðsgreinum (með fyrirv.) 23–24 millj. Norsk Hydro mun vísast hafa væntingar um að greiða 14–15 millj. á kw/st. sem er ekki langt frá því sem íslenska samninganefndin lagði upp með. Væri ekki rétt að stjórnarfor- maður Landsvirkjunar liti sér nær næst þegar hann ætlar að fella dóm um firringu, hvort sem um yrði að ræða (veruleika)firrt fólk eða fram- kvæmdir? Það er skoðun margra, þ. á m. Austfirðinga, að hægt væri að stórefla atvinnulíf á Austurlandi með nýjum fyrirtækjum, hátæknifyrirtækjum, með lægri fjárhæð en einum tíunda kostnaðar við Kárahnjúkavirkjun og það álver sem áætlanir eru um, auk þess sem slík fyrirtæki notuðu aðeins brot af orkuþörf álversins. Austfirðingar og aðrir landsmenn eiga fullan rétt á því að allir mögu- leikar á því sviði verði grandskoðaðir, en þeir eru margir, áður en ákvörðun verður tekin um að byggja Kára- hnjúkavirkjun. Iðnaðarráðherra ætti nú þegar að leita eftir viðræðum við þau íslensku fyrirtæki sem framsæknust eru á er- lendum mörkuðum um starfsemi á Austurlandi og bjóða þeim sömu starfsaðstöðu þar og þau fá besta annarsstaðar, helst betri. Ríkissjóður gæti lagt til húsnæði og vélar á góðum kjörum (víkjandi lán), raforku á ,,stóriðjutaxta“ og rekstrarfé fyrstu starfsárin en eig- endur og starfsmenn legðu til nauð- synlega þekkingu og hugvit. Á Aust- urlandi býr duglegt og framsækið fólk, það þekkir best allar aðstæður og hefur sjálfsagt sínar hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífi þar. Einn tíundi kostnaðar við fyrirhug- aðar stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi má ætla að verði um 30–40 millj- arðar, sú upphæð greidd á tíu árum, Orkuver – orkusala Hafsteinn Hjaltason Orka Iðnaðarráðherra ætti að koma því til leiðar, segir Hafsteinn Hjaltason, að orkuverð frá Lands- virkjun til íslensks iðn- aðar, garðyrkjubænda og annarra bænda, verði stórlækkað. ÉG FÉKK hláturs- kast þegar ég las um ævintýralegar og farsakenndar hug- myndir nágranna minna á Bessastöðum um að stúta gæsum, sem eru svo ófyrir- leitnar að skíta fyrir framan forsetahöllina. Í Morgunblaðinu 8. maí síðastliðinn var sagt frá þessum hug- myndum og rætt við öryggisfulltrúa for- setaembættisins, sem sagði gæsirnar skíta mikið þarna, sérstak- lega á veturna. Fram kom að embættið hafði farið fram á að gæsum á landareign Bessa- staða yrði fækkað. Til fróðleiks skal þess getið að grágæsin, sem hér um ræðir, er á válista Nátt- úrufræðistofnunar, enda hefur henni fækkað verulega á síðustu árum. Það sem mér þótti svo fyndið var að sérstaklega var tekið fram að ekki ætti að fara í herferð gegn öllum gæsahópnum sem sækir í varpland á þessu svæði, heldur ætti bara að drepa gæsir sem færu á malbik fyrir framan embættisbú- stað forseta. Eftir að hafa jafnað mig á hláturskastinu og áttað mig á að verið var að tala um gæsir sem vappa líka kringum húsið mitt, Stekk, og verpa hér í ná- grenninu, rétt eins og æðarfugl, hettumávur, tjaldur og fleiri fugla- tegundir, fóru að renna á mig tvær grímur. Skyldu vera til malbiksgæsir, sem halda bara til á malbiki? Og á þá bara að drepa þær? Þjóðhöfðingi steig í skít Samkvæmt frétt Morgunblaðs- ins hafa íbúar, ráðsmenn og/eða gestir Bessastaða haft verulegt ónæði af gæsunum og sagði starfs- maður Náttúrufræðistofnunar í fréttinni að keyrt hefði um þver- bak þegar „þjóðhöfðingi labbaði gegnum þessar skítaklessur og bar á skónum inn í hús“. Verða gæsir sem sagt réttdræp- ar ef þjóðhöfðingi álpast til að stíga í gæsaskít og bera hann inn á Bessastaði? Þetta er svo heimsku- legt og hrokafullt viðhorf að það tekur engu tali. Fjölskyldan á Stekk hefur á liðnum árum haft af því mikla ánægju að fylgjast með fjölskrúð- ugu fuglalífi og ég held að hið sama megi segja um fyrri forseta. Hér á Álftanesi er krían ekki vorboði og ekki heldur lóan, held- ur hettumávur þegar hann kemur í þyrp- ingum og sest í Stekkjamýrina, ásamt gæsum og æðarfugli. Slagur álfta við gæsir um varpstæði er líka vorboði hér. Ég veit ekki betur en að grágæs sé far- fugl, sem kemur hing- að þegar fer að vora. Á síðustu árum hefur raunar færst í vöxt að einstaka gæsir hafi hér vetrardvöl, en þær eru ekki svo margar að nokk- ur ami sé að, hvorki við tjörnina í Reykjavík né við Stekkjamýrina. Ég vil hér með mótmæla þeirri fyrirætlan forsetaembættisins að skjóta fugla á válista. Forsetinn ætti frekar að fara út með brauð- poka og fóðra gæsirnar, þegar hann fær tigna erlenda gesti, og sýna þeim af alkunnu stolti, hversu fallegt umhverfi Bessastaða er. Við gætum svo sem líka fengið okkur annan forseta sem kann að meta fuglalíf og ósnortna náttúru svæð- isins. Einnig má hugsa sér að farar- stjórar í þeim 10–15 rútum sem koma að Bessastöðum daglega frá vori fram á haust láti farþega hafa poka og hvetji þá til að þrífa skít- inn upp. Þeir gætu jafnvel haft hann með sér heim sem minjagrip. Einnig mætti ráða starfsmann til að spúla skítinn kringum Bessa- staði þegar á þarf að halda og skafa undan skósólum gesta. Mér er alveg sama hvaða leið verður farin til að forða tignum gestum frá því að vaða í gæsaskít, önnur en sú að skjóta grágæs. Gæsir á Bessastöðum Anna Jóna Halldórsdóttir Höfundur er húsmóðir á Stekk, Álftanesi, og áhugamaður um atferli dýra. Náttúra Ég vil hér með mót- mæla þeirri fyrirætlan forsetaembættisins, segir Anna Jóna Halldórsdóttir, að skjóta fugla á válista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.