Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 55 hvers mánaðar. Að þessu sinni er guðsþjónustan sameiginleg. Prestar verða sr. Miyako Þórðarson og sr. Ólafur Jóhannsson. Táknmálskórinn kemur fram, auk Kirkjukórs Grens- áskirkju. Organisti verður að venju Árni Arinbjarnarson. Kvenfélag Grensássóknar hefur frá stofnun sóknarinnar verið öflug- asti bakhjarl uppbyggingar og starfs í söfnuðinum. Ófá handtök hafa kon- urnar unnið í þágu allra sem tengjast Grensáskirkju. Glugginn fagri á kór- gafli kirkjunnar er eitt nýjasta sýni- lega dæmið um stórhug kvenfélags- ins en ekki er minna vert allt sem unnið hefur verið í kyrrþey einstak- lingum, fjölskyldum og söfnuðinum öllum til blessunar. Með því að styrkja Kvenfélag Grensássóknar erum við að styðja söfnuðinn sjálfan í nútíð og framtíð. Fjölmennum því á kaffisöluna á morgun, sunnudaginn 13. maí. Kvennakirkjan í Fríkirkjunni í Hafnarfirði KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 13. maí kl. 20.30. Yf- irskrift messunnar er: „Konur bind- ast böndum til að leysa bönd“. Rætt verður um hvernig konur geta stutt hver aðra til að finna eigin leiðir með aðstoð kvennaguðfræðinnar. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir al- mennan söng við undirleik Aðalheið- ar Þorsteinsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Helgina 19. og 20. maí verður vor- ferð Kvennakirkjunnar að Skógum undir Eyjafjöllum. Þar verður hvíld og skemmtun í góðra kvenna hópi. Um kvöldið verður helgistund í kirkjunni að Skógum og er fólk úr nágrenninu velkomið. Nánari upp- lýsingar um vorferðina fást í Kvennakirkjunni. Fjölskyldumessa 20 ára fermingar- barna Hafnar- fjarðarkirkju SUNNUDAGINN kemur 13. maí kl. 11 munu 20 ára fermingarbörn hitt- ast í messu í Hafnarfjarðarkirkju ásamt fjölskyldum sínum. Séra Gunnþór Ingason sóknarprestur fermdi þau vorið 1981 og mun líka annast messugjörðina að þessu sinni. Þau eru nú 34 ára gömul og eiga mörg hver enn heima í firðinum fagra og hafa margvíslega látið að sér kveða í mannlífi og samfélagi. Messan verður með léttu sniði sem hæfir fjölskyldufólki. Auk orgelleiks og söngs félaga úr kór kirkjunnar munu leiðtogar sunnudagaskólanna leika á hljóðfæri og leiða söng og láta líka að sér kveða í fjölskyldusam- kvæmi þessara fyrrum fermingar- barna í Hásölum Hafnarfjarðar- kirkju, þar sem borinn verður fram léttur hádegisverður. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Laugarneskirkja og foreldrafélag efna til vorferðar NÚ er komið að hinni árlegu vorferð Laugarnesbúa. Við byrjum í kirkj- unni á messutíma kl. 11 þar sem barn verður borið til skírnar og börnin heyra Biblíusögu með mynd- um. Og þegar búið verður að rifja upp nokkrar vorvísur bíða rúturnar á hlaðinu og flytja okkur upp að Reynisvatni sem raunar er innan borgarmarkanna, rétt ofan við Graf- arvoginn. Þar verður hægt að kom- ast á hestbak, fara á bát, veiða, keppa í fótbolta við pabbana og af- ana, fara í leiki undir stjórn sunnu- dagaskólakennaranna og borða pyls- ur sem stjórn foreldrafélagsins og sóknarnefndin keppast við að grilla. Kjörorð ferðarinnar er „allir ald- urs- og heilsufarshópar saman!“ Eldri borgarar munu fjölmenna, fatlaðir munu taka þátt og barnafjöl- skyldur munu ekki láta þetta góða tækifæri framhjá sér fara. Engin skráning fer fram. Börn, öryrkjar og aldraðir greiða 750 kr., aðrir greiða 1.500 kr., en engin fjöl- skylda greiðir þó meira en 4.000 kr. Er þá allt innifalið, rútan, pylsurnar, kaffið, hesturinn og veiðileyfið. Fjölmennum nú í stígvélunum og með veiðistöngina í kirkju á sunnu- daginn kl. 11. Áætluð heimkoma er 14.45, en frjálst er að koma á einka- bílum og hafa sína hentisemi. Undirbúningsnefnd. Vorhátíð í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 13. maí verður vorhátíð í Hallgrímskirkju. Hátíðin hefst með messu og barnastarfi kl. 11. Magnea Sverrisdóttir stjórnar barnastarfinu en sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ingþóri Indriðasyni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum syngja í messunni undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Eftir messuna verður grillað fyrir utan kirkjuna, ef veður leyfir. Einnig verður farið út í fallegan garð Lista- safns Einars Jónssonar, þar sem kórarnir syngja. Þá verður farið í leiki með börnunum og leikrit flutt fyrir börnin undir stjórn Eggerts Kaaber. Með þessum degi lýkur hefðbundnu vetrarstarfi barnastarfs kirkjunnar. Áfram verður samt gert ráð fyrir börnum í messu sunnu- dagsins með foreldrum sínum og fá þau sögustund að venju. Á uppstigningardag hefst Kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju og stendur hún fram yfir hvítasunnu. Dagskrá hátíðarinnar er mjög vönd- uð, margir góðir gestir koma erlend- is frá. Þá verður málþing um kirkju- arkitektúr, rýmið í kirkjunni – altarisrýmið. Allir kórar Hallgrímskirku koma fram á Kirkjulistahátíð og Graduale- kór Langholtskirkju syngur einnig. Að lokinni Kirkjulistahátíð verður svo framhald á Sumarkvöldi við org- elið, röð orgeltónleika sem hefjast 1. júlí. Það er von okkar að vorhátíðin verði okkur öllum til ánægju og blessunar og verði eins og upptaktur að viðburðaríku sumri um leið og við þökkum fyrir liðinn vetur. Messa og kaffi- sala Kvenfélags Breiðholts MÆÐRADAGURINN er á morgun, sunnudag og að venju verður messa og kaffisala í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 14 í umsjá Kvenfélags Breiðholts. Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, prédikar, tvær ungar stúlkur, Helga Lind Kristófersdóttir og Þóranna Þórarinsdóttir, syngja og kven- félagskonur annast ritningarlestur. Að messu lokinni verður kaffisala kvenfélagsins í safnaðarheimilinu og verða þar að venju rausnarlegar veitingar í boði. Kvenfélag Breiðholts hefur allt frá upphafi stutt starf Breiðholtssafnað- ar af frábærum dugnaði og verður starf þess í þágu safnaðarins seint fullþakkað. Það er von okkar að sem flestir velunnarar kirkjunnar og kvenfélagsins hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni með okkur og styðji síðan starf kven- félagsins með því að þiggja góðar veitingar á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Kvöldsamkoma í Hvammstanga- kirkju SÍÐASTA kvöldsamkoma vetrarins verður næstkomandi sunnudags- kvöld kl. 20. Í Hvammstangakirkju hafa verið mánaðarlegar kvöldsamkomur þar sem hljómsveit heimamanna leikur undir almennum söng, Guðs orð er boðað og allir taka þátt í bænastund. Samkomur þessar hafa verið afar vel sóttar af jafnt ungum sem öldnum. Samkoman næsta sunnudag verður í hinni gömlu Kirkjuhvammskirkju og verður órafmögnuð eins og sagt er í hljómsveitageiranum. Við munum einbeita okkur að rólegu lögunum sem sungin hafa verið í vetur auk þess sem við lærum ný lög. Allir eru velkomnir. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur. Vorferð sunnu- dagaskólans í Húnaþingi NÚ er að ljúka barnastarfinu í Húnaþingi, sem í vetur hefur verið starfrækt í samvinnu prestanna þar, sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar og sr. Guðna Þórs Ólafssonar, en ekki síst undir ötullegri umsjón Láru Ann Howser og aðstoðarfólks henn- ar. Barnaguðsþjónustur hafa verið vikulega í Hvammstangakirkju, nema hvað tvisvar voru sveitakirkj- urnar heimsóttar. Vel tókst til með þetta samstarf og voru samkomurn- ar jafnan afar vel sóttar bæði úr sveit og bæ. Nú er vetrarstarfinu að ljúka og verður af því tilefni farin vorferð í Víðidalstungukirkju á sunnudag. Lagt verður af stað með rútu frá Hvammstanga kl. 11, og byrjað með helgistund í kirkjunni, en síðan verður grillað og farið í leiki. Þátttaka tilkynnist til prest- anna í símum 451 2655 og 451 2955. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Gestaprédikari Ray McGraw. Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Allir hjart- anlega velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. HANNES Hlífar Stefánsson er í efsta sæti á hinu sterka minn- ingarmóti um Capablanca þegar fimm umferðum er lokið. Baráttan um efsta sætið er reynd- ar óvenju hörð, því fimm skákmenn deila efsta sætinu með þrjá vinninga. Hann- es hefur unnið tvær skákir, tapað einni og gert eitt jafntefli. Tapskákin var gegn stigahæsta keppand- anum á mótinu, sænska stórmeistar- anum Ulf Andersson (2.640) í fjórðu um- ferð. Hannes hafði svart. Í fimmtu um- ferð gerði Hannes síðan jafntefli við þýska stór- meistarann Tomas Luther (2.568) og reyndar lauk fimm af sex skák- um umferðarinnar með jafntefli. Efstir á mótinu eru: Ulf Anders- son, Hannes Hlífar, Anthony Mil- es, Fransisco Vallejo og Lenier Dominguez, allir með þrjá vinn- inga. Sjötta umferð var tefld í gærkvöldi, en þá mætti Hannes kúbanska alþjóðlega meistaran- um Ariem Abreu (2.480). Þorsteinn hraðskák- meistari öðlinga Þorsteinn Þorsteinsson sigraði á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór hjá Taflfélagi Reykjavíkur 9. maí, en mótið var opið öllum skákmönnum 40 ára og eldri. Prýðisgóð þátttaka var í mótinu, en keppendur voru 25. Mikill hug- ur er í öðlingunum og hyggjast þeir efla enn frekar skákiðkun meðal þessa aldurshóps. Þannig ætla þeir m.a. að safna keppend- um og aðstoða við kynningu á næsta öðlingamóti. Markið er sett hátt og stefnt er að því að tvö- falda þátttakendafjölda á næsta öðlingamóti sem hefst í febrúar 2002. Í millitíðinni verður atskák- mót öðlinga haldið á haustmán- uðum. Tefldar voru 7 umferðir, 2x7 mínútur á hraðskákmóti öðlinga og röð efstu manna varð eftirfar- andi: 1. Þorsteinn Þorsteinsson 12 v. 2. Júlíus Friðjónsson 11 v. 3. Ingimar Jónsson 9½ v. 4. Sæbjörn Guðfinnsson 9½ v., 5.–6. Sigurður Herlufsen, Ás- geir Överby 9 v. 7. Jóhann Örn Sigurjónsson 8½ v. 8.–9. Magnús Gunnarsson, Jón Torfason 8 v. 10.–12. Vigfús Ó. Vigfússon, Guðfinnur Kjartansson, Einar Valdimarsson 7½ v., 13.–15. Er- lingur Hallsson, Björn G. Ólafs- son, Gunnar Skarphéðinsson 7 v. o.s.frv. Skákstjóri á mótinu var drif- fjöður þessarar starfsemi, Ólafur Ásgrímsson. Öruggur sigur Páls Agnars Páll Agnar Þórarinsson sigraði á atkvöldi Hellis sem fram fór á mánudaginn. Hann stóð fag- mennlega að málum, vann fyrstu fimm skákirnar og klykkti síðan út með jafntefli í síðustu umferð við helsta keppinaut sinn, Torfa Leósson sem hlaut hálfum vinn- ingi minna en Páll, eða 5 vinninga. Mótið var bæði fjölmennt og sterkt, en þátttaka í atkvöldum Hellis hefur aukist jafnt og þétt eftir slaka mætingu á síðari hluta síðasta árs. Röð efstu manna: 1. Páll A. Þórarins- son 5½ v. 2. Torfi Leósson 5 v. 3.–7. Guðmundur Kjartansson, Róbert Harðarson, Sæbjörn Guðfinnsson, Jóhann Ragnarsson og Sig- urður Kristjánsson 4 v. 8.–10. Ólafur Kjartansson, Tina Schulz og Finnur Kr. Finnsson 3½ v. 11.–16. Benedikt Egilsson, Jugoslav Pavlovic, Vigfús Ó. Vigfússon, Halldór Garðarsson, Arnar Sig- urðsson og Valdimar Leifsson 3 v. o.s.frv. Holtakjúklingsmótið um helgina í Mosfellsbæ Holtakjúklingsmótið í skák verður haldið í Varmárskóla í Mosfellsbæ um helgina. Það er fyrsta helgarmótið í 5 móta sum- arsyrpu sem Skáksambandið stendur að ásamt ýmsum aðilum. Keppt er um vegleg verðlaun. Skáksambandið mun leggja fram verðlaun fyrir þá sem ná bestum samanlögðum árangri á mótunum fimm. Verðlaunin í helgarmótapottin- um verða sem hér segir: 1. verðlaun 150.000 kr. 2. verðlaun 100.000 kr. 3. verðlaun 50.000 kr. Fyrsta mótið í þessari röð verð- ur háð í Varmárskóla í Mos- fellsbæ. Mótið er haldið í sam- vinnu Skáksambands Íslands og íþróttafulltrúans í Mosfellsbæ og teflt verður 12.–13. maí. Mótið er 9 umferða atskákmót. Dagskrá: Laugard. 12.5 kl. 13: 1.–5. umf. Sunnud. 13.5 kl. 10: 6.–9. umf. Verðlaun á Holtakjúklings- mótinu eru glæsileg: 1. verðlaun 60.000 kr. 2. verðlaun 40.000 kr. 3. verðlaun 20.000 kr. Fyrstu 10 sætin gefa stig í „Helgarmótapottinum“ 2001. Almennt þátttökugjald er 1.500 kr., en 700 kr.fyrir 16 ára og yngri. Guðmundar Arasonar- netmótið á sunnudag Netskákmót Guðmundar Ara- sonar fer fram á sunnudag á ICC- skákþjóninum. Það er Taflfélag Garðabæjar sem á heiðurinn að því að koma þessu móti á. Keppn- in stendur á milli sveita fjögurra taflfélaga, TG, LASK frá Svíþjóð, Canberra frá Ástralíu og Soest frá Hollandi. Teflt er á sex borð- um. Taflið hefst klukkan 10 að ís- lenskum tíma. Áhorfendur geta að sjálfsögðu fylgst með viðureignum á ICC leik fyrir leik um leið og þær eru tefldar. Hannes í forystu- sveitinni á Kúbu SKÁK H a v a n a , K ú b u 3.–21.5. 2001 MINNINGARMÓT CAPABLANCA Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.