Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 49 sinna 1968. Sonur hans er Þorvaldur Hafþór. Yngsta barnið var stúlka er hlaut nafnið Þórunn Björg, f. 22.1. 1948. Hún er verslunarmaður og bú- sett á Stöðvarfirði, gift Sveini Lár- usi Jónssyni sjómanni, f. 28.11. 1949. Börn þeirra eru Unnur og Petra. Þá ólu þau upp Hafþór Geirsson, bróð- urson Þórunnar. Borghildur og Pét- ur fluttu í Egilsstaði 1989. Sambúð þeirra þar varð ekki löng, því Borg- hildur lést ári síðar. Mér er sagt að Pétur hafi kunnað vel við sig á Eg- ilsstöðum, enda hvers manns hug- ljúfi er honum kynntust. Hann bar ekki hugrenningar sínar á torg, en ég er næsta viss um að honum hafi hvorki fundist fjöllin, sem hann sá úr gluggum á Egilsstöðum, eins stælt né há og þau breiðdælsku, ekki síst Tóin. Ég bið alla þá er þetta lesa að taka þessi orð ekki bókstaflega, þau endurspegla hug- sýn mína. Og nú hvíla þau Tóarsels- hjón í Heydalakirkjugarði, blessuð sé minning þeirra. Björgólfur hóf sambúð á Þor- valdsstöðum 1946 með Valborgu Guðmundsdóttur ljósmóður frá Eyj- ólfsstöðum í Fossárdal við Beru- fjörð, f. 26.9. 1923. Foreldrar hennar voru bændur þar, hjónin Guðmund- ur Magnússon, f. 5.6. 1892, d. 17.2. 1970, og Margrét Guðmundsdóttir, hagyrðings frá Berufirði, f. 28.5. 1899, d. 4.10. 1989. Valborg lærði ljósmóðurfræði 1943 í Ljósmæðra- skólanum í Reykjavík. Hún gerðist ljósa í Beruneshreppi það sama ár og gegndi því starfi til 1951. Hún varð einnig fljótlega ljósmóðir í Breiðdalshreppi. Hún tók á móti síð- asta barninu 1978 og var það 133. barnið sem hún tók á móti eftir að hún kom úr námi. Árið 1947 hefja Björgólfur og Valborg búskap í Gautavík og eru þar eitt ár. Þaðan flytja þaðan í Lindarbrekku og búa þar árin 1948-51. Þau gengu í það heilaga 10. maí 1951. Sama ár flytja þau í Þorvaldsstaði og stofna nýbýl- ið Tungufell 1955 eins og áður var nefnt. Þar bjuggu þau óslitið til árs- ins 1987. Það ár var ánum fargað vegna riðuveiki. Tóku þau ekki fé aftur, en dvöldu í Tungufelli þar til í marz 2000. Þá keyptu þau húsið Bjarmaland á Breiðdalsvík, sem er með fyrstu húsum sem reist voru þar eða 1943, nýlega endurbætt. Þau Tungufellshjón eignuðust þrjá syni: Jón vörubílstjóra á Stöðvar- firði, f. 13.7. 1947, kvæntur Dagnýju Sverrisdóttur verkamanni á Stöðv- arfirði, f. 15.3. 1945. Þeirra börn: Sverrir Ingi, Valborg, Björgólfur, Guðlaugur og Sunna Karen. Næstur er Guðmundur verktaki á Breiðdals- vík, f. 9.3.1950. Hann er kvæntur Unni Björgvinsdóttur frá Höskulds- staðaseli í Breiðdal, forstöðumanni öldrunarþjónustunnar á Breiðdals- vík, f. 17.7. 1956. Eiga þau tvo syni, Árna Björn og Þorra. Gólfsópið er Grétar Ármann bifreiðarstjóri á Breiðdalsvík, f. 11.5. 1951, kvæntur Svandísi Ósk Ingólfsdóttur banka- manni frá Innri-Kleif, f. 11.7. 1959. Þau eiga tvo syni: Magna og Snævar Leó. Áður eignaðist Grétar dótt- urina Ísoldu, f. 29.8. 1972, með Svölu Guðjónsdóttur. Þá ólu Valborg og Björgólfur upp fósturdóttur, Fjólu Ólöfu Karlsdóttur, f. 30.7. 1959. Hennar maður er Lúðvík Sverris- son, (mágur Jóns vörubílstjóra, f. 13.8. 1958). Þau hjón reka verslun í Reykjavík. Börn þeirra eru: Karl Daði, Björgvin Ingimundur og Alex- ander Freyr. Hér hefur verið lauslega fjallað um þessa ágætu menn er kvöddu þetta jarðlíf á sama dægrinu og voru samtímis bornir til grafar. Ég veit að þetta eru fátækleg orð en mér fannst réttara að kvitta fyrir veru þessara manna hér í þessum breiða dal, þótt ég hafi eigi löggild- ingu til slíks. Betur gerir eftirfar- andi staka: Ég er sátt við allt hvað er, þótt öldur rísi kaldar. Gæfan hefur gefið mér gjafir þúsundfaldar. (Guðný Jónasdóttir frá Þorvaldsstöðum.) Við hjónin þökkum samfylgd þessara heiðursmanna og biðjum aðstandendum blessunar. Guðjón og Jóhanna í Mánabergi. ✝ Steinar Magnús-son fæddist í Árnagerði, Fljóts- hlíð, 5. september 1927. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Fossvogi, 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Sigríður Jensdóttir húsfreyja í Árnagerði, f. 26. júní 1891, d. 21. mars 1970, og Magnús Steinsson bóndi í Árnagerði, f. 1. mars 1896, d. 10. janúar 1943. Systkini Steinars eru: Sig- rún, f. 7. september 1923, d. 26. desember 1995, Sólveig, f. 6. sept- ember 1926, d. 6. maí 1996, Eiður, f. 1. maí 1929, Guðrún, f. 6. nóv- ember 1931, og Jenný f. 21. febr- úar 1935, d. 13. nóvember 1987. Hinn 30. janúar 1960 kvæntist Steinar eftirlifandi eiginkonu sinni, Sjöfn Guðjónsdóttur, f. 11. ingur Reykjavík, f. 12. október 1960, maki Helga Bogadóttir kennari, synir þeirra eru Steinar Ingi, f. 25. september 1991, og Kristinn Thór, f. 17. september 1995. 3) Guðjón, húsasmiður, Tjaldhólum, Hvolhreppi, f. 24. júní 1962, maki Særún St. Bragadóttir húsmóðir, börn þeirra eru Sjöfn Dagmar, f. 11. apríl 1990, og tví- burarnir Guðni Steinarr og Ragn- ar Rafael f. 18. janúar 2000. 4) Bjarni Ingi búfræðingur, býr í Árnagerði, f. 22. október 1965. 5) Sigurður, iðnrekstrarfræðingur Reykjavík, f. 4. desember 1972, í sambúð með Eyrúnu Hörpu Har- aldsdóttur, barn hans er Sindri Steinn, f. 11. febrúar 2000. Steinar tók snemma við búi af föður sínum, sem lést fyrir aldur fram, ásamt systkinum sínum og móður, auk þess var hann nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum á þess- um tímum. Síðan upp úr 1960 tek- ur hann alfarið við búi í Árnagerði með konu sinni og fjölskyldu. Stundaði hann búskap alla sína tíð eða allt þar til heilsan tók að bresta í aprílmánuði 2000. Útför Steinars fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. febrúar 1930. For- eldrar hennar voru Guðjón Karlsson vél- stjóri frá Reykjavík, f. 27. nóvember 1901, d. 15. maí 1966, og Sig- ríður Markúsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 26. september 1902, d. 13. ágúst 1993. Fóstursonur hans er Sverrir E. Ragnars- son, f. 18. maí 1951, maki Kristín H. Krist- mundsdóttir nemi, dóttir þeirra er Ólöf Linda, f. 2. nóvember 1973, sambýlismaður Sigþór H. Guðmundsson. Sonur þeirra Sverrir Ingi, f. 23. febrúar 2000. Börn Steinars og Sjafnar eru: 1) Viðar H., bóndi Kaldbak, f. 11. febrúar 1957, maki Sigríður H. Heiðmundsdóttir, húsmóðir Kald- bak, dætur þeirra eru Klara, f. 11. október 1979, og Ösp, f. 18. des- ember 1985. 2) Magnús, vélfræð- Eitt það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég heyrði að Stein- ar í Árnagerði væri látinn voru eft- irfarandi erindi eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni: Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Vorið er að koma í allri sinni dýrð og nú er eftirlætistíminn hans Stein- ars í búskapnum að renna upp. Sauðburðurinn er á næsta leiti. Litlu lömbin líta dagsins ljós hvert í sínum lit og búandinn í essinu sínu. Þá kveður tengdafaðir minn, Stein- ar Magnússon frá Árnagerði, þessa jarðvist en hann hafði átt við erfið veikindi að stríða síðastliðið ár og lá á sjúkrahúsi undanfarna tvo mán- uði. Þegar ég horfi um öxl á þessum tímamótum verður mér ljóst hve hratt tíminn flýgur. Nú eru liðin 14 ár síðan við hittumst fyrst. Hann var strax ræðinn og brátt snerust samræðurnar um það sem okkur var svo hugleikið, hestana og ærnar. Hann hafði glöggt auga fyrir hest- um en ærnar voru honum ekki síður mikið áhugamál en sérstakt yndi hafði hann af mislitu sauðfé. Á vorin sóttust bæði börn og fullorðnir eftir að koma í heimsókn og skoða ný- fædd lömbin og dást að þeim en á haustin var farið í fjárhúsin til að skoða ásetninginn og dást að fallegu gimbrunum. Ein og ein gimbur var sett á vegna litarins þó að vaxtarlag- ið væri ekki samkvæmt ströngustu kröfum. Oft gleymdu menn sér við að spjalla um hestana sem hann hafði mikið yndi af og hann lá ekki á skoðunum sínum ef honum leist á gripinn ef svo bar undir. Steinar var einstaklega gestrisinn maður og hafði gaman af að spjalla um menn og málefni. Þá gleymdust iðulega staður og stund í fjörugum um- ræðum. Í huga mínum voru Steinar og Árnagerði í Fljótshlíð órjúfanleg heild. Það verður erfitt að ímynda sér Árnagerði án Steinars. Hann er horfinn okkur en minningin um mætan mann býr í hjarta okkar. Veri hann kært kvaddur með þökk fyrir samfylgdina. Helga Bogadóttir. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Afi þú varst rosa góður og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það var gaman að koma í sveit- ina og skoða öll fallegu lömbin þín og hin dýrin og Prins hundinn þinn. Og ferðirnar með þér inn á fjall á dráttarvél með vagninn fullan af kindum voru skemmtilegar. Og þeg- ar ég dvaldi hjá þér og ömmu í haust og við spiluðum Olsen, Olsen oft á dag. Ég mun sakna þín, en ég veit að núna líður þér vel uppi hjá Guði. Þinn nafni, Steinar Ingi Magnússon. Nú er orðið ærið langt síðan mig bar síðast að garði í Árnagerði. Ég hef vitað lengi að hann Steinar gekk ekki heill til skógar, en margt, bæði viðráðanlegt og óviðráðanlegt, hefur orðið til að hindra fundi okkar frændanna. Nú hefur hann stigið um borð í ferjuna sem tekur við okk- ur öllum en skilar engum aftur til sama lands, en sé heimkoma til ann- ars lands verðskuldar Steinar öðr- um fremur að hún verði góð, því heimkoman er góðs manns. Manns sem hlúði vel að sínum en var jafn- framt ávallt reiðubúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Löng hefð var fyrir gestrisni á Árnagerðisheimilinu. Bærinn lá lengst af við þjóðbraut og meðan kirkjugestir, ríðandi og gangandi, fóru þar um hlað, til að sækja kirkju á Breiðabólstað, stóð hún Sigríður, móðir Steinars, við eldavélina og til- reiddi kaffi og bakkelsi handa hverj- um þeim sem leið átti framhjá og vildi líta inn. Steinar tók gestrisnina og greiðviknina í arf. Það var alltaf gaman að koma í Árnagerði og heimsækja þau Sjöfn og myndar- lega drengjahópinn þeirra og hve- nær sem ferðafúsan kaupstaðarbúa langaði til að ríða til fjalla og var hrossafátt voru sterku og góðu ferðahestarnir hans Steinars ávallt til reiðu, meðan þeir entust. Margs er að minnast frá glöðum æskudög- um og frá heimsóknum að Árna- gerði þar sem andi jafnlynda hús- bóndans sveif yfir vötnunum. Það heyrði ekki til að kvarta þótt ekki safnaðist auður í garði, en hver ætl- aðist til þess á litlu barnmörgu sveitabýli enda verðlaunar íslenska þjóðin þessa mestu erfiðismenn sína með lægstu eftirlaunum á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað og skattleggur afraksturinn af búunum í þokkabót ef einhver er. Síðustu árin hafa verið fjölskyld- unni í Árnagerði þung í skauti vegna veikinda húsbóndans en dugnaður Sjafnar og hollusta sonanna hefur fleytt búskapnum áfram. Reyndar er verið að leggja búskap smá- og miðlungsbænda á Íslandi í rúst. Takist það er horfinn stór þáttur úr íslenskri menningu. Kannske er það straumur tímans, sem enginn ræður við. Þá er hætt við að örlög afkom- enda íslenskra bænda verði að fram- leiða hráál fyrir erlenda stóriðju- hölda og í stað byggðabýlanna komi risavaxin eiturspúandi álver. En þetta er minningargrein um hann Steinar frænda minn sem átti eiginlega ekki að vera pólitísk og um leið og við vottum Sjöfn og sonunum innilegustu samúð þökkum við nær ævilöng kynni við góðan dreng. Árni, Guðný og fjölskylda. STEINAR MAGNÚSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ,   $ " $       $    " "3                 / ,(5 > !%$ 0'! 2+ 2  '$ -" $%&&  -"  ''$%  &.  5 &"  12 '/ $%&&   2$ '/    4% '/   4%1  12 '/ $%&&  & * - *" '/   :$1  2 $%&&  & * '/   !"#  & *$%&&  & * & *   ' & *  5 &"/  2 & *  4%1  $%&&  -"  1' + 7$   $ -   . "   "    .                    - $ %' #  /2 0. 2 ? .* "01 + 0  $" 8  *     %  + 4%$%&&    @. . 0 @. . %   001& ($$%&&  & $%&&  /    2   .A  A."1  ! !#  ! ! !#   2  2&$.$ + ,    $  " $   -   . "   "    .        :59 4 ,9 :   ) /   $' 12& &' .' /  )& 1 .* "01 + +      5 '!  %')$%&&  .  4%.   + %')  B%  4%$%&&  0. + %')  .' 4%.$%&&  . $1 5 &"/$%&& +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.