Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 24
ERLENT
24 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skráning skuldabréfa Þyrpingar hf.
á Verðbréfaþingi Íslands hf.
Útgefandi:
Þyrping hf., kt. 441291-1089, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Skuldabréfaflokkurinn:
Skuldabréfin eru til 6 ára, bundin vísitölu neysluverðs og bera
fasta 8% ársvexti. Útgefandi greiðir verðbættan höfuðstól með
8 jöfnum afborgunum, í fyrsta sinn 15. apríl 2005 og síðan á
þriggja mánaða fresti í síðasta sinn 15. janúar 2007. Vextir eru
greiddir af skuldinni á þriggja mánaða fresti fyrst 15. apríl 2001.
Nafnverð útgáfu:
Nafnverð 1. flokks 2001 er samtals 499.000.000 kr. sem er þegar
selt en skuldabréfaflokkurinn verður opinn í tvö ár og getur orðið
allt að 4 milljarðar króna að stærð.
Viðskiptavakt:
MP Verðbréf hf. eru viðskiptavaki skuldabréfanna. Fjárhæð
tilboða verður að lágmarki 20 milljónir króna í senn.
Útgáfa:
Skuldabréfin hafa verið gefin út með rafrænum hætti hjá
Verðbréfaskráningu Íslands hf.
Skráningardagur á Verðbréfaðingi Íslands hf.
Bréfin verða skráð á Verðbréfaþingi Íslands hf. þann 16. maí 2001.
Milliganga um skráningu:
MP Verðbréf hf., kt. 540599-2469, Skipholti 50d, 105 Reykjavík.
Skráningarlýsing liggur frammi hjá umsjónaraðila skráningar,
MP Verðbréfum hf.
MP Verðbréf hf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík, sími: 540 3200, fax: 540 3201, www.mp.is
Þ Y R P I N G H F
KOFI Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
gagnrýndi í gær þá ákvörðun
fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings að fresta greiðslu skuldar
sem Banda-
ríkin áttu að
greiða á
næsta ári.
Fulltrúa-
deildin sam-
þykkti í
fyrrakvöld
með 252 at-
kvæðum
gegn 165 að
fresta því að
greiða Sameinuðu þjóðunum
244 milljónir dala (24 milljarða
króna) af skuldunum þar til
Bandaríkin fengju aftur sæti í
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna. Bandaríkin misstu
sæti sitt í nefndinni í atkvæða-
greiðslu fyrir viku í fyrsta sinn
frá því að hún var stofnuð árið
1947.
„Aðildarríkin ættu að greiða
gjöld sín að fullu og á réttum
tíma, án nokkurra skilyrða,“
sagði Kofi Annan. Hann bætti
við að hann teldi að Bandaríkin
fengju sæti í Mannréttinda-
nefndinni á næsta ári þegar
kosið yrði í hana að nýju.
Bandaríkjastjórn samdi í
janúar um að greiða Samein-
uðu þjóðunum 582 milljónir
dala, andvirði 57 milljarða
króna, af skuldunum á þessu
ári og fulltrúadeildin setti ekki
skilyrði fyrir þeirri greiðslu.
Skuldir Banda-
ríkjanna við SÞ
Annan
gagnrýnir
skilyrði
Banda-
ríkjaþings
Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
Kofi Annan
LÖGFRÆÐINGAR Timothys McVeighs, sem
var dæmdur til dauða fyrir að hafa orðið 168
manns að bana í sprengjutilræði í Oklahoma-borg,
skoðuðu í gær þúsundir gagna frá bandarísku al-
ríkislögreglunni (FBI) sem dómsmálaráðuneytið
afhenti þeim í fyrradag, aðeins sex dögum áður en
ráðgert er að taka McVeigh af lífi. Embættismenn
dómsmálaráðuneytisins sögðu að verjendur
McVeighs hefðu átt að fá gögnin áður en réttað
var í máli hans árið 1997 en það hefði ekki verið
gert fyrr en nú vegna mistaka. Einn af lögfræð-
ingum McVeighs sagði að þeir kynnu að óska eftir
því að aftökunni yrði frestað þar til þeir hefðu
rannsakað öll gögnin.
„Við erum að íhuga alla kostina,“ sagði Nathan
Chambers, lögfræðingur McVeighs, eftir að gögn-
in voru afhent á skrifstofu hans í Denver. Chamb-
ers kvaðst hafa skýrt McVeigh frá þessum
óvæntu tíðindum en vildi ekki greina frá viðbrögð-
um fangans. „McVeigh ætlar að hugsa málið og
gera upp við sig hvað hann vilji gera.“
Nokkrir lagasérfræðingar sögðu að lögfræðing-
arnir gætu ekki óskað eftir því að aftökunni yrði
frestað nema hann vildi það sjálfur.
Ólíklegt talið að dauða-
dómnum verði hnekkt
McVeigh, sem er 33 ára, var dæmdur til dauða
fyrir sprengjutilræðið í alríkisbyggingu í Okla-
homaborg 19. apríl 1995. 168 manns létu lífið, þar
af 19 börn, og hundruð manna særðust. McVeigh
ákvað í desember að hætta við að áfrýja dauða-
dómnum og kvaðst vera tilbúinn að deyja. Hann
játaði á sig hermdarverkið í nýútgefinni viðtals-
bók og kvaðst hafa verið einn að verki.
Ráðgert er að taka McVeigh af lífi með ban-
vænni sprautu í alríkisfangelsi í Terre Haute í
Indíana á miðvikudaginn kemur. Lagasérfræðing-
ar segja að nýju gögnin geti orðið til þess að aftök-
unni verði frestað en telja mjög ólíklegt að dauða-
dómnum verði hnekkt.
Fjölskyldur fórnarlambanna miður sín
Fjölskyldur þeirra sem biðu bana í tilræðinu
voru miður sín þegar skýrt var frá þessum óvæntu
tíðindum. „Áfall er ekki nógu sterkt orð til að lýsa
tilfinningum mínum,“ sagði Kathleen Treanor,
sem missti fjögurra ára gamla dóttur sína og
tengdaforeldra í tilræðinu. „Mér ofbýður þetta.
FBI vissi frá byrjun að þetta væri gríðarstórt mál.
Hvernig í ósköpunum gátu lögreglunni orðið á
svona gríðarleg mistök… Ég fullyrði að nokkur
höfuð verða látin fjúka sleppi þessi piltur.“
Úreltu tölvukerfi FBI kennt um
Dómsmálaráðuneytið sagði að lögfræðingum
McVeighs hefðu verið afhent 3.135 málsgögn frá
46 útibúum FBI víðs vegar um Bandaríkin. Um er
að ræða ýmsar skýrslur frá FBI, meðal annars
um viðtöl í tengslum við rannsókn málsins, og
gögn eins og „ljósmyndir, bréf og upptökur“, að
því er fram kemur í bréfi frá dómsmálaráðuneyt-
inu til lögfræðinga McVeighs. Alls ræddu lög-
reglumenn FBI við nær 20.000 manns vegna
rannsóknar málsins.
Embættismenn dómsmálaráðuneytisins sögðu
að málsgögnin hefðu komið í leitirnar nýlega eftir
að skjalavörður hefði óskað eftir því að fá öll skjöl
varðandi málið frá útibúunum. Þau hefðu hins
vegar ekki fundist fyrir réttarhöldin þegar leitað
hefði verið í tölvukerfi FBI að skjölum í öllum
útibúum lögreglunnar víðs vegar um landið. Emb-
ættismenn FBI segja að úreltu tölvukerfi sé um
að kenna og þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt
vandamál kemur upp. Alríkislögreglan er nú að
koma upp nýju tölvukerfi.
Óvissa um mikilvægi
gagnanna
Dómsmálaráðuneytið taldi að nýju málsgögnin
myndu ekki hafa neina þýðingu fyrir dauðadóm-
inn. „Þótt ráðuneytið sé fullvisst um að gögnin
veki ekki efasemdir um sekt McVeighs og stangist
ekki á við játningu hans hefur það áhyggjur af því
að lögfræðingar hans skyldu ekki hafa getað skoð-
að þau á réttum tíma,“ sagði talsmaður ráðuneyt-
isins, Mindy Tucker.
Scott Robinson, lögfræðingur sem fylgdist
grannt með réttarhöldunum yfir McVeigh, sagði
að framhald málsins réðist að miklu leyti af því
hvað kæmi fram í nýju gögnunum. Kæmu þar til
að mynda fram grunsemdir eða ábendingar frá
sjónarvottum um að einhver annar en McVeigh
kynni að hafa verið að verki gæti það vakið efa-
semdir um sekt hans.
Lögfræðingar McVeighs sögðust vera mjög
hissa á því að málsgögnin skyldu ekki hafa verið
afhent fyrr en sex dögum fyrir fyrirhugaða af-
töku.
Stephen Jones, einn af verjendum McVeighs í
réttarhöldunum, sagði að nýju gögnin kynnu að
reynast málinu óviðkomandi. „Hins vegar er
hugsanlegt að þau hafi ekki verið lögð fram af
ásettu ráði og í illum tilgangi,“ bætti hann við.
Mál McVeighs tekur óvænta stefnu sex dögum fyrir aftökudaginn
FBI hélt þúsundum
gagna eftir fyrir mistök
AP
Harold Smith frá Albany í New York-ríki
heldur á skilti með áletruninni „Jesús elskar
Tim McVeigh“ fyrir utan alríkisfangelsi í
Terre Haute í Indíana. Smith hefur staðið við
fangelsið í þrjá daga til að mótmæla fyrir-
hugaðri aftöku McVeighs.
Denver. Reuters, AP, Washington Post.
MIKILL kosningaskjálfti er í Dan-
mörku og þrátt fyrir að forsætisráð-
herra landsins, Poul Nyrup Rasmus-
sen, keppist við að vísa fréttum um að
hann hyggist boða til kosninga á bug,
er ljóst að kosningabaráttan er opin-
berlega hafin. Marka stjórnmálaskýr-
endur það einkum af fjölda frum-
varpa og mála sem líkleg eru talin til
vinsælda og svo batnandi gengi jafn-
aðarmanna í skoðanakönnunum.
Flokkurinn er þó enn fjarri því að ná
því tæplega 36% fylgi sem hann hlaut
í kosningunum 1998.
Nyrup Rasmussen verður að boða
til kosninga í síðasta lagi í
mars 2002 og verður kosn-
ingabaráttan að vara í að
minnsta kosti þrjár vikur.
Flestir eiga von á því að hún
muni ekki vara mikið lengur
þar sem Danir séu enn lúnir
eftir gríðarlega langan að-
draganda þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um evruna í
september sl. en hann stóð í
um hálft ár. Stjórnmálaskýrendur
telja þrjá möguleika líklega; að for-
sætisráðherra boði til kosninga á
næstu dögum, áður en sumarfrí skelli
á af fullum krafti, í septem-
ber, svo hægt verði að halda
kosningar áður en sveitar-
stjórnarkosningar fara fram
í lok nóvember nk. eða þá í
mars.
Gengi jafnaðarmanna hef-
ur til skamms tíma verið að
síga niður á við, einkum eftir
þjóðaratkvæðagreiðsluna
þar sem flokkurinn klofnaði í
afstöðu sinni. Jafnaðarmenn eru hins
vegar að braggast samkvæmt nýjustu
skoðanakönnunum og mælast nú með
28% fylgi samkvæmt könnun sem birt
var í gær. Samkvæmt sömu könnun
eru það einkum Venstre og Danski
þjóðarflokkurinn sem bæta við sig, sá
fyrrnefndi mælist með 30,9% fylgi,
var með 24% í síðustu kosningum, og
þjóðarflokkurinn mælist með 10,1%
en var með 7,4%.
Auk batnandi gengis þykjast
stjórnmálaskýrendur hafa merkt
aukna gagnrýni á Venstre og þá eink-
um formanninn, Anders Fogh Rasm-
ussen. Er það talið geta verið til
marks um að fylgið við flokkinn hafi
náð hámarki sínu og að aftur sé að
draga úr því. Telja margir að þetta
vilji Nyrup Rasmussen nýta sér.
Ekki líður sá dagur að ekki sé
fjallað um væntanleg kosningamál og
hafa fleiri en einn stjórnmálaflokkur
lýst því yfir að innflytjendamál verði
stærsta mál þeirra. Búast má við að
jafnaðarmenn vilji reyna að beina at-
hyglinni frá þeim þar sem málefni
innflytjenda hafa reynst eldfim og
erfið viðureignar. Þessu hafa stjórn-
arflokkarnir vísað á bug og munu vís-
ast vilja leggja áherslu á þann efna-
hagsbata sem orðið hefur í stjórnartíð
Nyrups Rasmussens. Spurningin er
hins vegar hvort Danir eru reiðubúnir
að ganga til kosninga um slíkt.
Kosningaskjálfti í Dönum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Poul Nyrup
Rasmussen