Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 23 LJÓSASKÓRNIR KOMNIR AFTUR Margr gerðir stæðir 22-34 Margar gerðir Stærðir 22-34 Útsölustaðir: Nanoq, Útilíf, Intersport, Músík og sport Hafnarfirði, Óskar Reykjanesbæ V i ð b j ó ð u m t i l v e i s l u í v e r s l u n o k k a r í F a x a f e n i Gullskreytt kristalsglös eftir eigin vali Verslir þú fyrir kr. 2000.- eða meira og kemur með útfyllta miðann til okkar. Færum við þér glæsilega og öðrvísi sumargjöf! Konditori og bakarameistarinn Hafliði Ragnarsson sýnir okkur veislutertur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, útstillingahönnuður gefur þér hugmyndir af fallegum og margbreytilegum veisluborðum Gardínuráðgjöf færðu á staðnum Sjáðu brúðhjónarúmið Leirlistakonan Aldís og glerlistakonan Lóa verða á staðnum Guðmunda sýnir merkt brúðhjónaglös Fljúgandi fiðlusveifla, Szymon Kuran *Ótal mörg önnur glæsileg tilboð F a x a f e n i F a x a f e n i Meðan birgðir endast Höldum veislu Við erum í veisluskapi og búðin er full af nýjum sumarvörum og tilboðin flæða út úr öllum hillum Verið velkomin Í dag laugardaginn 12. maí kl . 13-18 og sunnudaginn 13. maí kl . 13-17 6 stk. kr.2.500.- eða 12 stk. kr. 4.950.- Hvítvín, rauðvín, bjór, öl, kampavín, koníak, líkjör. Ó t r ú l e g t v e r ð ! Veis lut i lboð N i n a g l ö s Heimili: Nafn: Póstnúmer: ÓSKAR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Bátasmiðju Guð- mundar hf. í Hafnarfirði, mun sjálfur sigla sýningarbás sínum á sjávarútvegssýninguna North Atl- antic Fish Fair 2001 sem haldin verður í Færeyjum dagana 15.– 17. maí nk. Óskar mun sigla á nýjum Sómabát, Bjargeyju EA, sem Bátasmiðja Guðmundar hefur smíðað fyrir feðgana Óla H. Óla- son og Óla Bjarna Ólason í Grímsey. Báturinn var sjósettur á fimmtudag og mun Óskar af- henda nýjum eigendum bátinn að sýningu lokinni. „Þeir feðgar lánuðu mér bátinn með því skilyrði að ég skilaði honum í höfninni í Grímsey. Þeg- ar sýningunni lýkur í Færeyjum mun ég sigla þaðan til Gríms- eyjar.“ Um er að ræða bát af gerðinni Sómi 960. Hann er búinn 450 hestafla Volvo Penta-aðalvél og segir Óskar að hann muni sigla á um 25 sjómílna hraða að jafnað ef veður verður hagstætt. Hann leggur af stað á morgun, sunnu- dag, við þriðja mann og stefnir að því að vera kominn til Þórs- hafnar í Færeyjum síðdegis á mánudag. Alls er um 500 sjó- mílna sigling frá Hafnarfirði til Færeyja. „Ef við fáum gott veður verðum við varla lengur en 20 klukkustundir frá Vestmanna- eyjum en þaðan eru rúmar 400 sjómílur til Þórshafnar. Þegar við síðan skilum bátnum af okkur í Grímsey verðum við væntanlega búnir að leggja um eitt þúsund sjómílur að baki.“ Óskar segist hafa siglt Sómabát til Færeyja árið 1987 þar sem bátarnir voru kynntir og síðan seldir. Auk þeirra séu sennilega vel á þriðja tug Sómabáta í eyj- unum. „Við seldum um þetta leyti nokkra báta til Færeyja en Fær- eyingar keyptu auk þess á sínum tíma marga báta sem Íslendingar höfðu úrelt og fengu á góðu verði. Færeyingar þekkja því vel til Sómans en hafa hins vegar ekki séð nýjustu bátana okkar. Ég hef fengið ótal fyrirspurnir um bátinn frá Færeyjum og á von á því að þeir kaupi hjá mér báta, enda hefur efnahagsástandið í Færeyjum batnað til muna á und- anförnum árum,“ segir Óskar. Fer siglandi á sýningu Morgunblaðið/Golli Óskar Guðmundsson við Bjargey EA sem hann mun sigla á sýningu í Færeyjum. GÍSLI S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur til í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 79/1997, um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Íslands, að óheimilt sé að koma með grásleppu veidda í net eða önnur veiðarfæri að landi sem meðafla nema hafa sérstakt grásleppuleyfi. Fyrir tveimur árum mælti Gísli fyrir þessu máli á Alþingi og var það þá tekið til skoðunar, en hann segir að nú séu vaxandi vilji fyrir málinu, þótt hann hafi ekki enn mælt fyrir því. Í því sambandi nefn- ir hann að á yfirstandandi vertíð hafi bátar, sem ekki séu á grá- sleppuveiðum, landað meira en 300 tonnum af grásleppu, þar á meðal miklu magni af hrognum, sem komi hvergi fram. Ótvíræðar reglur nauðsynlegar Í greinargerð kemur m.a. fram að grásleppu hefur verið landað sem meðafla án afskipta og skiptir magnið, sem boðið hefur verið á fiskmörkuðum, tonnum á hverjum degi. Þar sem stærð möskva þorskaneta hefur stækkað úr 7½ tommu í 9–10 tommur veiðist mun meira af grásleppu í þessi net en áður, en bent er á að grásleppa sé sennilega eini fiskurinn sem þolir að vera dreginn af miklu dýpi og unnt sé að sleppa ósködduðum, jafnvel eftir að hafa legið á dekki í allt að hálfa klukkustund. Ennfrem- ur að hrognkelsi séu oftast ósködd- uð eftir allt að fjórar nætur í neti og því sé unnt að sleppa þessum fiskum lifandi í sjó aftur við ólíkleg- ustu aðstæður. Í mörgum tilvikum sé grásleppan einnig vel lifandi og unnt að sleppa henni í sjó aftur úr trolli og dragnót. Miðað við ástand- ið í markaðsmálum grásleppu- hrogna sé ástæða til að herða eft- irlit og setja ótvíræðar reglur um grásleppu sem meðafla án veiði- heimildar, en sérstakt veiðileyfi þarf að kaupa til grásleppuveiða. Vill herða reglur um grásleppuveiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.