Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KANADÍSKA söngkonan Tena Palmer hefur komið víða við síðan hún nam hér land í september 1996 og hélt sína fyrstu Íslandstónleika á RúRek djasshátíðinni í þessum sama sal – þá var landi hennar, gítar- og pí- anóleikarinn Justin Hayes með henni en nú var hún í félagsskap tveggja af helstu samstarfsmönnum sínum í hinum frjálsa rafspuna: Kjartani Valdimarssyni og Matthíasi M. D. Hemstock. Hvað er djass? var eitt sinn spurt og lengi var svarið einfalt. Tónlist spunnin með sveiflu. Frægast er þó svar Fats Wallers er kona nokkur, er hafði hlustað á hann heilt kvöld, spurði þessarar spurningar. ,,Frú mín góð. Ef þú veist það ekki eftir að hafa hlustað hér í kvöld skaltu hætta að brjóta heilann um það.“ Nú er öldin önnur. Djassinn hefur lagt upp í heimsreisu sína og á henni er ekkert lát. Nafnið er orðið sam- heiti ólíkustu tónlistarstíla sem allir byggja þó á spuna, en hin klassíska sveifla er ekki lengur lífselexírinn þó að ryþminn sé líftaug djassins sem fyrr. Tena, Kjartan og Matthías fluttu samspil í fimm þáttum þetta fimmtu- dagskvöld, sem þau spunnu kringum ljóð eftir Tenu. Ýmislegt var „sampl- að“ áður og sumt á staðnum. Fyrsta verkið hófst á umferðarnið og vissu áheyrendur ekki gjörla hvort tónleik- arnir voru hafnir eður ei – enda um- ferðarniður Bankastrætis handan við glugga. En er Tena hóf söngles sitt þagnaði kliðurinn í salnum og brátt réði tónlistin ríkjum. Matthías sló einfaldan takt með hendi á sneril, stóð síðan upp og raftólin endurtóku taktinn í sífellu meðan trommarinn sló dimma hljóma á flygilinn og söng- konan upphóf ljóðasöng sinn. Kjart- an þandi nikku á hljóðgervil og settist síðan við flygilinn og þegar tónlistin dó út spurði einhver: ,,Er þetta bú- ið?“ Gestir klöppuðu og Tena kynnti bossa nóva. Það fylgdi ekki mikil samba í kjölfarið en hrynurinn þó á latneskum nótum nýjum og gítar „samplaður“ til áhersluauka. Í þriðja þætti sönglaði Matti í einhvers konar kuðung og Tena tók undir og síðan nær endalaus tónn með auknum styrk um stund uns einhæfnin tók völdin og tónninn dó út. Smá- skammtatónlist af bestu sort. Fjórði þáttur lét best í eyrum undirritaðs. Sterkur hrynur Matta og stríðhljóm- apíanósóló Kjartans réðu ríkjum uns rafskrýddur söngur Tenu tók við og svo upphófst fimmti þáttur á röddum er söngluðu í kapp við talkór neðri hæðarinnar og útvarpstruflanir bár- ust úr raftólunum og Matti sló trommurnar með bakkaslögum og bjölluhljóm eins og Krupa. Þetta voru misskemmtilegir tón- leikar en þó var alltaf eitthvað á seyði sem fékk mann til að leggja grannt við hlustir í hálfan annan tíma. Ljóðahljóð DJASS M ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Tena Palmer rödd, Kjartan Valdi- marsson píanó og hljóðgervlar, Matthías M.D. Hemstock trommur og ásláttur. Fimmtudagskvöldið 10.5. 2001. TENA PALMER OG FÉLAGAR Vernharður Linnet AUÐVITAÐ er hin efnislega ádeila Moliéres í Ímyndunarveikinni óskiljanleg og þar af leiðandi alger- lega ófyndin fyrir nútímamenn. Læknastéttin í dag nýtur óskor- aðs trausts, læknar eru í efstu stétt þjóðfélagsins, allur þorri fólks trúir orðum þeirra eins og nýju neti og all- ir treysta því að þeir sæki myndug- leik sinn í traustustu vísindi samtím- ans. Moliére gerir á hinn bóginn ráð fyrir að fínt fólk gifti dætur sínar ekki læknum, hvað þá heldur að orð- um þeirra sé ósjálfrátt trúað af skyn- sömum góðborgurum. Það merki- lega er að skopleikur á borð við Ímyndunarveikina skuli lifa af aðra eins umpólun á forsendum sínum og teljast eftir sem áður til klassískra gamanleikja. Og víst um það, enn vekja uppátæki hins ímyndunar- veika Argans, hinir fráleitu fulltrúar læknastéttarinnar, alvitrar þjón- ustustúlkur, ástfangin ungmenni og gráðugar eiginkonur, hlátur í sam- komuhúsi norður í Skagafirði eins og forðum var við hirð sólkonungsins. Leikstjóri sýningarinnar velur að staðsetja hana í einhvers konar enskum stofuleikhúsheimi með leik- mynd af því tagi. Hreint ekki galin hugmynd, því verkið gerir jú ráð fyr- ir hefðafreðnu samfélagi og stétta- skiptingu. Leikstíllinn er einnig nokkuð skýr. Mikill hraði, skýrar línur og viss til- finningakuldi. Hraðinn nýtist vel og leikhópurinn hefur hann á valdi sínu, Þó svo einstaka leikarar þurfi að taka framsögnina fastari tökum. Krafturinn sem skapast nýtist oft til að vekja kátínu. Hitt er verra hvað lítt hefur verið vandað til að skila af- stöðu persónanna hverrar til annarr- ar. Ástfangna parið var of lítið ást- fangið, húsbóndinn lét yfirgang þernunnar fara of lítið í taugarnar á sér og svo framvegis. Ef betur hefði verið nostrað við þessa þætti hefði áhorfendum verið enn betur skemmt en raun varð á. Af einstökum leikendum þykir mér rétt að minnast á Guðbrand J. Guðbrandsson sem var traustur Argan. Ingimar Heiðar Eiríksson var hlægilegur sem læknissonurinn og vonbiðillinn Tómas Diaforus þótt betra hefði verið að skilja fleira sem hann sagði. Næst því að skila þeim stíl sem best hefði hentað sýning- unni sem heild var að mínu viti Sig- urlaug Vordís Eysteinsdóttir í hlut- verki konu Argans. Aldrei velktust áhorfendur í vafa um ætlan hennar eða innræti, glæsileg frammistaða. Sígildir gamanleikir eru vandmeð- farin viðfangsefni. Leikfélag Sauðár- króks og leikstjórinn falla ekki í þá algengu gryfju að fyllast lotningu og gleyma þeim tilgangi gleðileiksins að vekja hlátur. Það tekst þeim bæri- lega, en hefðu náð enn betri árangri ef meira hefði verið nostrað við að sýna okkur hvað rekur fólkið í leik- ritinu áfram, bresti þess og þar með mannlegt eðli. Þessi hæga snerpa LEIKLIST L e i k f é l a g S a u ð á r k r ó k s Höfundur: Moliére. Þýðandi: Lárus Sigurbjörnsson. Bundið mál: Tómas Guðmundsson. Leikstjóri: Eggert Kaaber. Leikendur: Dagbjört Elva Jóhannesdóttir, Gísli Þór Ólafsson, Guðbrandur J. Guðbrandsson, Gunnar Þór Andrésson, Ingimar Heiðar Eiríksson, María Markovic, Sigrún Hrönn Pálmadóttir, Sig- urður Halldórsson, Sigurður Ingi Ragnarsson, Sigurlaug Vordís Ey- steinsdóttir og Styrmir Gíslason. Bifröst á Sauðárkróki 9. maí 2001. ÍMYNDUNARVEIKIN Þorgeir Tryggvason EINAR Falur Ingólfsson ljós- myndari hélt fyrirlestur í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu sl. fimmtudagskvöld. Þar fjallaði hann um og sýndi dagbók sína í myndum sem og myndir úr ferða- lögum víða um heim. Myndirnar sem Einar Falur sýndi hefur hann tekið á síðustu 13 árum og þar á meðal var bókverk sem nefnist 20 mánuðir sem hann gerði í New York árið 1994. Fyrirlesturinn var vel sóttur, en hann er sá fjórði í röð fyrirlestra sem ljósmyndasafn Reykjavíkur heldur árlega í minningu Magn- úsar Ólafssonar ljósmyndara sem fæddist árið 1862. Morgunblaðið/Kristinn Einar Falur Ingólfsson flytur fyrirlestur sinn í Hafnarhúsinu. Dagbók í myndum DAGUR Tónskóla Sigursveins verð- ur haldinn í fyrsta skipti í dag, laug- ardag. Verða tónleikar haldnir í þremur sölum á Engjateigi 1, kl. 13.30, 14.30, 15.30 og 16.30. Að sögn Sigursveins Magnússonar skóla- stjóra er hugmyndin sú að stokka tónleikahaldið dálítið upp og verður það að þessu sinni með óvenjulegu sniði. Efnisskrá á þessa tónleika verður raðað þannig að hver um sig sýni sem best það litróf verkefna, nemenda á ýmsum aldri og hljóð- færaval, sem skólinn býr yfir. Dagur Tónskólans Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallar- ans verður boðið upp á brasilíska stemmningu á mánudagskvöld kl. 20.30. Þar kemur fram maga- dansmærin Josyane Konráðsson. Listamannsnafn hennar er Josy Zareen. Hún er frá Rio de Janeiro, þar sem hún stundaði tónlistar- og dansnám frá unga aldri. Hún hefur víða komið fram sem magadansmær og hefur verið búsett hér á landi í tvö ár. Hún er kennari í Kramhús- inu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Brasilískt kvöld í Lista- klúbbnum  LJÓÐAPERLUR hefur að geyma ljóð Áslaugar Perlu. Í bókinni eru um 70 ljóð samin á íslensku og ensku. Áslaug Perla var fædd árið 1979 en lést í maí í fyrra. Íslensku ljóðin samdi hún árin 1994– 2000, flest á árinu 1996. Ensku ljóðin samdi hún árin 1993–1998, flest árið 1995. Útgefandi er Gerður Berndsen. Bókin er 101 bls. Hönnun og mynd- skreyting Gerður Berndsen. Tölvu- vinna Ólöf Baldursdóttir, Heimir Guðmundsson og Gerður Berndsen. Bókin kostar 2.800 kr. Nýjar bækur Áslaug Perla Kristjónsdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞRJÚ íslensk verk eru að koma út á Spáni næstu daga, öll í þýðingu José Antonio Fernández Rom- ero. Verkin eru Gísla saga Súrs- sonar; Búsqueda (Leit), úrval ljóða eftir Jóhann Hjálmarsson, og skáldsagan Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þýðandinn, Fernández Romero, hlaut fyrir nokkrum árum æðstu þýð- endaverðlaun Spánar fyrir þýðingar sínar á ljóðum íslenskra skálda í nor- rænu safnriti. Hann hefur áður sent frá sér úrval ljóða Jóhanns Hjálmars- sonar, Antologia, 1998. Einnig hefur hann þýtt skáldsögur eftir Halldór Laxness og Einar Má Guðmundsson og nokkra Íslendingaþætti. José Antonio Fernández Romero er háskólakennari í Vigo og gagn- kunnugur íslenskum og norrænum bókmenntum. Þrjú íslensk verk að koma út á Spáni J.A. Fernández Romero Ólafur Jóhann Ólafsson Jóhann Hjálmarsson SÝNINGU Hlyns Hallssonar í Kunstverein Heilbronn í Þýska- landi lýkur nú um helgina en hún hefur staðið frá því 31. mars. Um er að ræða innsetningu, þar sem Hlynur tengir saman ljósmyndir úr dagblaði sem gefið er út í Heil- bronn og myndatexta úr dag- blaðinu Degi, sem nýlega hætti göngu sinni. Þá sýnir hann mynd- bandsverk, þar sem fréttabrot frá CNN-sjónvarpsstöðinni og öðrum stöðvum eru sýnd með frásögnum teknum úr öðru samhengi. Í til- efni sýningarinnar hefur lista- safnið gefið út dagblað með ljós- myndaverkunum. Hlynur Hallsson fæddist árið 1968. Hann lauk námi úr fjöl- tæknideild Myndlista- og hand- íðaskólans og stundaði framhalds- nám m.a. í Düsseldorf og Hannover í Þýskalandi. Ólík tengsl milli staða, þjóð- landa og landslags hafa verið meginumfjöllunarefni Hlyns í myndlistinni, en á sýningunni í Heilbronn beinir hann athyglinni að samskipta- og miðlunarform- um. „Sýningargestir sem skoða verkin standa frammi fyrir tveim- ur ólíkum miðlunarformum, sem eiga ekki saman. En vegna hæfni sinnar til að tengja saman skapar hann nýtt samhengi úr því sem fyrir augu ber. Það er megin- þáttur í mannlegri skynjun, og leið til þess að ráða fram úr hinu ókunna og óþekkta. Með því að nota samskiptaformin á þennan hátt nær Hlynur Hallsson að skerpa skynjun áhorfandans,“ segir í kynningu listasafnsins í Heilbronn. Hlynur Hallsson sýnir í Heilbronn Í texta með þessari ljósmynd á sýningu Hlyns segir: „Forsætisráðherra telur að Össur Skarphéðinsson hafi fengið alvarlegt höfuðhögg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.