Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 29 Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! Bútasaumshátíð verður haldin 13 og 14 maí á vegum Íslenska búta- saumsfélagsins í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Sólvalla- götu 12 . Þar ætlum við að kynna eftirfarandi: Tvær nýjar efnalínur frá Thimbleberries. Tvær nýjar bækur frá Thimbleberries. Nýja reglustiku. Tvö ný mánaðarteppi, annað er frá Thimbleberries og er nú sýnt í fyrsta skipti. Tilboð á „Quilters Journal“ frá Thimbleberries. Og síðast en ekki síst þá verðum við með sýnikennslu í notkun á bútasaumsmótum frá Mati Michell.      Mörkinni 3 - 108 Reykjavík - Sími 578 7477 virka@virka.is - www.virka.is Við óskum Íslenska búta- saumsfélaginu til hamingju með þetta framtak. Honda CRV 12/98, sjálfsk., mikið af aukahl., ek. 25 þ. km, silfurgr. V. 1.890 þús. Sk. ód. Subaru Impreza 2.0 12/99, sjálfsk., álfelgur, vindskeið, ek. 22 þ. km, blár. V. 1.550 þús. (Einnig aðrar árg.) M. Benz E-280 4Matic 1/99, sjálfsk., topplúga o.fl., ek. 22 þ. km, blár. V. 4.350. Sk. ód. M. Benz E-240 Classic, 6/98, sjálfsk., 17" álfelgur, topplúga o.fl., ek. 36 þ. km, svartur. V. 3.390. Sk. ód. BMW 523ia steptronic 4/99, sjálfsk., 18" álfelgur, leður o.m.fl., ek. 21 þ. km, grár. V. 3.980 þús. Sk. ód. Lexus RX 300 12/00, sjálfsk., sóllúga, leður, grár. V. 4.790 stgr., sem nýr! Einnig is-200. Honda Civic 1.4 Si 8/98, sjálfsk., 2x vindskeið o.fl., silf- urgr., ek. 24 þ. km. V. 1.190, bílalán 900. (Einnig 1.5 vtec) M. Benz ML-230 7/98, 5 gíra, allt rafdr., álfelgur, krómað sílsarör, vínr., ek. 57 þ. km. V. 3.390. Sk. ód. BMW 318ia 4/99, sjálfsk., allt rafdr., grænn, ek. 22 þ km, glæsilegur bíll. V. 2.200, bíla- lán 1.350. Jeep Grand Cherokee Lar- edo 99-2000, vel útbúnir. Range Rover 4.6 Hse, 11/96, sjálfsk., leður, sóllúga o.fl, svargrár, ek. 77 þ. km. V. 3.980. Sk. ód. (Einnig 2.5 Dse) Mikil sala! Skráðu bílinn á www.litla.is Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Sími 587 7777 Fjöldi bifreiða á tilboðsverði ÝMIS fyrirtæki eru að hækka verð á vörum um þessar mundir. Þann 1. maí síðastliðinn hækkaði Nathan & Olsen hf. nánast allar innfluttar vörur. „Hækkunin nemur frá 3 og upp í 9% eða að meðaltali 5,5%. Morg- unkornið sem við seljum einna mest af hækkaði um 5,5% og allur sykur um 4,5%. Ástæða hækkunarinnar er eingöngu gengislækkun krónunnar. Með þessari hækkun er fyrirtækið samt sem áður að taka hluta hennar á sig,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, markaðsstjóri Nathan & Olsen hf. 12,5% hækkun á þurrmjólk Nýlega hækkaði Austurbakki hf, SMA gold-þurrmjólk og Estee- vörur fyrir sykursjúka sem nemur 12,5%. Að sögn Auðar Guðmunds- dóttur, deildarstjóra dagvörudeild- ar, er ástæða hækkunarinnar ein- göngu hækkun á dollara. Þrátt fyrir hækkunina er fyrirtækið að taka hluta af hækkuninni á sig. Flestar vörur hækka frá 7,5 til 10% Velflestar vörur hjá Dreifingu ehf. hækkuðu nýverið í verði sem nemur 7,5 til 10%. „Við settum mjög litlar verð- hækkanir út í verðlagið á síðasta ári þrátt fyrir mikla hækkun á doll- aranum. Það er alls ekki svo að við séum að auka okkar álagningu held- ur erum við búin að taka á okkur allt að helmingi af hækkun doll- arans,“ segir Ómar Scheving, fram- kvæmdastjóri Dreifingar ehf. Hækkun um miðjan mánuðinn Viggó Sigurðsson, eigandi Ásvík- ur ehf. og innflytjandi Dr. Beck- mann-varanna, segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað vöruverð síðan fyrir áramót. Tvær nýjar sendingar hafi komið síðan þá og nú sjái fyr- irtækið sig knúið til að hækka. „Við ætlum að bíða aðeins fram yfir miðjan mánuðinn og fylgjast þannig betur með þróuninni á genginu. Þegar sá tími rennur upp munum við hækka samkvæmt gengisþró- un,“ segir Viggó. Verðhækkun nemur 5 til 12% Ásbjörn Ólafsson ehf. hækkaði 10. maí flestallar vörur sínar um 5 til 12%. Aðspurður segir Kjartan Steins- son, fjármálastjóri Ásbjörns Ólafs- sonar ehf., að ástæða hækkunar- innar sé breyting á gengi krónunnar frá áramótum og inn- lendar kostnaðarhækkanir. „Hækk- unin er minni en við ráðgerðum í byrjun vikunnar vegna þess að gengi krónunnar hefur styrkst,“ segir hann. Gæludýravörur hækka Íslensk tækni hf. selur gæludýra- vörur og hækkaði í síðasta mánuði verð á flestum vörum sínum um 3,5 til 10%. „Við áttum von á að þurfa að hækka verð aftur því krónan fór að hrynja en gerðum það ekki og erum enn í biðstöðu. Ástæða hækkunar- innar í síðasta mánuði var að við höfðum ekki fylgt gengislækkun krónunnar eftir og vonuðumst til að gengið myndi styrkjast en gátum svo ekki beðið lengur,“ segir Gunn- ar Vilhelmsson framkvæmdastjóri. Taka mið af gengisþróun 4. maí síðastliðinn sendi Slátur- félag Suðurlands út tilkynningu um væntanlega verðhækkun á innfluttri matvöru þó með þeim fyrirvara að jákvæð þróun yrði á gengismálum. „Síðustu daga hefur þetta að miklu leyti gengið til baka og því er ekki alveg ljóst hver þróunin verð- ur. Ég sé ekki betur en það verði einhver hækkun á næstunni sem þá muni taka mið af gengisþróuninni,“ segir Gunnar G. Gunnarsson, deild- arstjóri innflutningsdeildar Slátur- félags Suðurlands. Hækkun tekur gildi í næstu viku „Við sendum út tilkynningu þar sem kom fram að ef gengið héldi áfram að breytast áskildum við okk- ur þann rétt að breyta verði á vörum í samræmi við gengið,“ segir Októ Einarsson, markaðsstjóri Daníels Ólafssonar ehf. Hann bætir við að hækkunin muni taka gildi í næstu viku og verði að öllum lík- indum í kringum 6 til 9%. Kellogg’s-vörur hækka um 10% „Við höfum tilkynnt um hækkun á öllum innflutningsvörum Nóa-Sir- íus, þ.e. vörum sem við erum að kaupa í pundum sem eru þá Kell- ogg’s og Cadbury’s-vörur. Hækk- unin mun taka gildi 21. maí og nema 10%,“ segir Hjalti Jónsson, mark- aðsstjóri Nóa-Siríus. „Fyrirtækið er að taka hluta af hækkuninni á sig en við erum að vona að íslenskan krónan muni styrkjast. Verðskráin verður skoðuð aftur eftir sex vikur,“ segir Hjalti. Framleiðsluvörur fyr- irtækisins munu jafnframt hækka um 5% 21. maí. „Gengisþróun er auðvitað aðalskýringin en okkar að- alhráefni eru meira og minna keypt í dollurum og pundum. Þá var launahækkun um áramótin sem að hluta til kemur inn í þetta líka.“ Hækkun frá tæplega 5 til 12% Íslensk-Ameríska hækkaði ný- lega verð á flestum vörutegundum vegna gengisþróunar undanfarna daga. Hækkunin er frá 4,6% til 12%. „Sem dæmi má nefna að vörur frá Pierre Robert hækkuðu um 4,6%, BKI-kaffi hækkaði að með- altali um 6,8% og vörur frá P&G hækkuðu um 9,6%,“ segir Pálína Magnúsdóttir, markaðsstjóri hjá Ís- lensk-Ameríska. Verðhækkanir nema frá 3 til 12,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.