Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 65 DAGBÓK strets- gallabuxur v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun Verð: Með statívi kr. 2.995 Án statívs kr. 2.300 fyrir cappucino Froðuþeytari Klapparstíg 44, sími 562 3614 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert hreinskilinn og kannt vel að hlusta á aðra. Helst þarft þú að læra að verja þig betur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að standast allar út- gjaldafreistingar, því þú þarft á öllu þínu að halda sem stendur. Þótt syrti í álinn um sinn styttir alltaf upp aftur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Veraldleg gæði eru oft til lít- ils og sérstaklega, þegar and- legur auður er ekki fyrir hendi. Gefðu þér tóm til að fara í gegn um málin frá a til ö. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Taktu það ekki óstinnt upp, þótt þér finnist þú upplifa höfnun af hendi einhvers þér nákomins. Ástæðan er ein- faldlega misskilin skilaboð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki minni háttar vandræði vaxa upp í vand- leysanlegt erfiði. Besta ráðið er að ráðast strax að rótum vandans og uppræta hann. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu það ekki nærri þér, þótt einhverjir felli um þig þunga dóma. Fólk sem hras- ar þannig að ályktunum er ekki þess virði að hafa áhyggjur af. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þér finnist þú hafa lítið að gefa öðrum, skaltu ekki láta stjórnast af þeirri tilfinn- ingu. Þú hefur nóg að gefa öðrum og átt að gera það. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þér finnist aðrir gera tóm axarsköft er það ekki þitt að hafa vit fyrir þeim. Láttu þér nægja að leysa eig- in vanda og sýndu öðrum skilning. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Til þess að leysa það verk- efni, sem þú hefur tekist á hendur, þarftu að leiða sam- an fólk, sem að jafnaði starf- ar lítt saman. Vertu sannur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Taktu ekki að þér fleiri verk- efni, fyrr en þú hefur lokið við þau sem þú fæst við. Vertu harður á þínu og það mun afla þér virðingar ann- arra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að læra að gera þér mat úr þeim tækifærum, sem þér bjóðast. Galdurinn er að hafa frumkvæðið sjálfur en ekki bara bíða byrsins. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að framkvæma miklar rannsóknir áður en þú getur leitt til lykta verkefni sem þér er mikið í mun að klára. Fáðu lengri skilafrest. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú kemst ekkert áleiðis einn og óstuddur. Farðu og aflaðu þér félaga; margar hendur vinna létt verk. Mundu að samstarf byggist á tillits- semi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT SKILMÁLARNIR Ef þú ert fús að halda á haf, þó hrönnin sé óð, og hefir enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð, en lætur bátinn bruna djarft um boða og sker: þá skal eg sæll um sjóinn allan sigla með þér. Og seinast, þegar svarta nóttin sígur á lönd, og dökkar hrannir hrynja um knör og hvergi sér strönd, þá láttu bátinn horfi halda, hvert sem hann ber: og eg skal sæll á svarta djúpið sigla með þér. Þorsteinn Erlingsson STAÐAN kom upp á afmæl- ismóti Kortsnojs er lauk fyr- ir skömmu. Hvítt hafði Garry Kasparov (2827) gegn sjálfu afmælisbarninu, Viktori Kortsnoj (2643). Heimsmeistarinn fyrrver- andi fór ómjúkum höndum um afmælisbarnið. 21.Hf3! Kxg6 21...Kg8 er svarað með 22.Re7 og hvítur vinnur skiptamun. 22.Bd3 Kh5 23.Hh3 Kg4 24.f3 Kf4 25.Kf2! g4 26.g3 og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 26...Kg5 27.f4#. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Rf6 4.Bg5 Be7 5.e5 Rfd7 6.h4 Bxg5 7.hxg5 Dxg5 8.Dd3 Rc6 9.Rf3 Dg6 10.Dxg6 fxg6 11.Rb5 Ke7 12.Rxc7 Hb8 13.Rb5 Rb6 14.c3 Bd7 15.Bd3 Ra5 16.b3 Bxb5 17.Bxb5 h6 18.Rh4 Hhc8 19.Hh3 g5 20.Rg6 Kf7 o.s.frv. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Vladimir Kramnik 2. Garry Kasparov 3.-4. Nigel Short og Jeroen Piket. Helgar- skákmót hefst í Varmárs- kóla í Mosfellsbæ kl. 13.00 í dag, 12. maí. Keppninni verður framhaldið á morg- un. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞAÐ er sök sér að fara niður á þunnri slemmu – maður ypptir öxlum og hugsar: „Vogun vinnur, vogun tapar.“ En að lenda upp á fimmta þrepi í titr- andi hálitageimi er hlutur sem enginn spilari kærir sig um. Það eru ekki samningar sem maður sættir sig við að tapa: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á1052 ♥ G10 ♦ Á ♣ ÁKG764 Suður ♠ G964 ♥ D ♦ KDG1064 ♣ 95 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 2 hjörtu Dobl * 3 hjörtu 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 spaðar Allir pass Í lok febrúar fór fram á Yokohama í Japan sjötta alþjóðlega bridshátíðin sem kennd er við NEC- fyrirtækið. Þetta er er vikulöng spilamennska með ýmsum mótum. Há- punkturinn er sveita- keppni, þar sem 32 sveitir hefja leikinn og spila fyrst undankeppni og átta efstu halda áfram í útsláttar- leiki um NEC-bikarinn. Bresk sveit fór með sigur af hólmi, skipuð góðkunn- ingjum Íslendinga frá síð- ustu Bridshátíð – Hackett- bræðrunum Jason og Justin, föður þeirra Paul (sem kallaður er „Papa“ í bridsheiminum), ásamt John Armstrong. Spilið að ofan kom upp í undan- keppni NEC-bikarsins og féll í flestum leikjum í fjór- um spöðum, slétt unnum. En svona gengu sagnir þar sem tvær kanadískar sveitir áttust við og aum- ingja suður varð að gera sitt besta í fimm spöðum. Útspilið var hjarta og austur tók kónginn og spilaði ásnum, sem suður trompaði. Sagnhafi lét næst spaðaníuna rúlla yfir og austur drap á kóng. Og spilaði blindum inn á tíg- ulás. Nú tók sagnhafi ÁK í laufi. Báðir mótherjar fylgdu lit, en vestur með tíu og drottningu. Hvernig á nú að spila? Norður ♠ Á1052 ♥ G10 ♦ Á ♣ ÁKG764 Vestur Austur ♠ D73 ♠ K8 ♥ 8764 ♥ ÁK9532 ♦ 973 ♦ 852 ♣ D103 ♣ 82 Suður ♠ G964 ♥ D ♦ KDG1064 ♣ 95 Upphaflega áætlun suð- urs var að trompa þriðja laufið og svína aftur í spaða. Sem er leiðin til vinnings. En ef vestur á D10 tvíspil í laufi mun hann einfaldlega yfir- trompa með drottningunni og því virðist eina vonin að leggja niður spaðaásinn og fella drottninguna. En suður þekkti sam- landa sinn í vestur og vissi að hann var til alls vís. Hann hélt því upphaflegu áætluninni – stakk lauf og svínaði í spaða. Og vestur einfaldlega: „Þakka hrós- ið.“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 2.810. Þær heita Kristín Heiða Magnúsdóttir, Hugrún Lena Hansdóttir, Berglind Björk Skaftadóttir og Eva Rakel Magnúsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Þessir duglegu drengir héldu tombólu sl. sumar og söfnuðu kr. 2.177 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Finn- bogi Ómarsson, Helgi Bárðarson og Ómar Svan Ómarsson. Morgunblaðið/Kristinn Með morgunkaffinu Maðurinn minn fór út að halda upp á brúðkaupsdaginn okkar. Hann gleymir honum aldrei. FRÉTTIR Sumarbrids að hefjast Sumarbrids 2001 hefst fimmtu- daginn 18. maí. Spilað verður 4 daga vikunnar, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Byrjað er að spila kl. 19:00 og spiluð verða 27– 28 spil á hverju kvöldi. Spilafyrirkomulag verður Mitchell , Howell og Monrad Barómeter. Notuð verða forgefin spil hvert kvöld og verður reiknað út staða hvers kvölds eftir hverja umferð. Spilarar fá afhenta spilagjöf eftir hvert kvöld og úrslit verða birt í textavarpi sjón- varpsins á síðu 326 og á Internetinu á vefslóðinni www.islandia.is/svenni Vikudagskráin verður þannig til að byrja með: Mánudagur: Mitchell tvímenningur Þriðjudagur: Mitchell-tvímenningur og Verðlaunapottur Fimmtudagur: Monrad Barómeter Föstudagur: Mitchell-tvímenningur og Miðnætur sveitakeppni Veitt verða vegleg verðlaun fyrir sigurvegara hvers kvölds auk þess sem boðið verður upp á aukaverð- laun og verðlaunakeppni allt sumar- ið. Dagskráin gæti breyst þegar líða tekur á sumarið en verður þá auglýst vel hverju sinni. Stefnt verður að minnst einu hraðspilamóti svo að dæmi sé tekið. Keppnisgjald er 700 kr. á spilara á hverju kvöldi. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt í boði Brids- sambands Íslands. Umsjónarmaður Sumarbrids í umboði Bridssam- bands Íslands er Sveinn Rúnar Eiríksson (s. 899-0928). BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð þátttaka hefir verið í Michell-tvímenningnum að undan- förnu. Föstudaginn 27. apríl mættu 26 pör og urðu úrslit þessi í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 375 Bragi Björnss. - Auðunn Guðmundss. 355 Lárus Hermannss. - Bragi Salomonss. 349 Hæsta skor í A/V: Guðm Magnúss. - Kristinn Guðmundss. 396 Ingibj. Halldórsd. - Magnús Oddsson 364 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 363 Sl. föstudag mættu svo 25 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Heiður Gestsd. - Þórður Jörundss. 350 Fróði B. Pálss. - Magnús Jósefsson 348 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 341 Hæsta skor í A/V: Magnús Oddss. - Guðjón Kristjánss. 436 Kári Sigurjónss. - Páll Hannesson 379 Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnss. 370 Meðalskor báða dagana var 312. Laugardaginn 21. apríl sl. var spil- uð bæjarkeppni milli félaga eldri borgara í Reykjavík og Kópavogi. Spilað var á 10 borðum og sigraði Kópavogur á 6 borðum, jafnt var á einu og Reykjavík sigraði á þremur borðum. Lokatölur voru Kópavogur 161 – Reykjavík 135. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið Barómeter 2001. 27 umferðir voru spilaðar. Röð efstu para var eftirfarandi: Unnar A. Guðm. – Jóhannes Guðmannss.334 Guðrún Jörgens. – Guðlaugur Sveinss. 211 Sveinbj.Eyjólfss. – Þorvaldur Pálmas. 174 Jón Stefánss. – Torfi Ásgeirss. 164 Helgi Samúelss. – Björgvin Víglundss. 162 Besta skor 7. maí: Jón Sigurbjörnss. – Steinberg Ríkharðss. 80 Unnar A. Guðm. – Jóhannes Guðmannss. 79 Helgi Samúelss. – Björgvin Víglundss. 73 Við ljúkum vetrarstarfinu með tví- menningi, Mitchell, þann 14. maí nk. Rauðvín í verðlaun fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Þá verða afhent verðlaun fyrir þrjú efstu pörin í Barómeter 2001. Þar verða afhent verðlaun fyrir flest bronsstig í vetur bæði hjá konum og körlum. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn sjöunda maí sl. lauk 3ja kvölda tvímenningi, spilað var á 12 borðum. Í efstu sætum urðu eft- irtaldir. NS: Páll Sigurjónsson og Eyjólfur Jónsson 736 Bragi Sveinsson og Sigrún Pálsdóttir 717 Meyvant Meyvantss. og Gestur Pálss. 708 AV: Einar Hallsson og Skúli Sigurðsson 774 Hlaðgerður Snæbj.d. og Þórunn Herm.d.692 Jón Úlfljótsson og Þórarinn Bech 689 Bridsfélag Suðurnesja Mánudaginn 7. maí lauk meistara- tvímenningi félagsins. Yfirburða sig- urvegarar urðu Gísli Torfason og Guðjón Svavar Jensen með +72, í öðru sæti Karl G. Karlsson og Gunn- laugur Sævarsson með +34. Næstu pör: Randver Ragnarss. – Svala Páls +17 Garðar Garðarss. – Óli Á. Kjartanss. og Kjartan Ólason +17 Karl Einarss. – Björn Dúason +15 Næsta mánudag hefst sveitarokk sem verður síðasta keppnin í vor. Árshátíð er áætluð 26. maí. Gleðilegt sumar! Bridsfélag Reykjavíkur – aðalfundur Aðalfundur Bridsfélags Reykja- víkur verður haldinn 29. maí nk. kl. 19 í Þönglabakka 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Stefnt er að því að hafa létta spila- mennsku eftir fund. Kátar konur til Borgarness Árshátíð spilandi kátra kvenna verður haldin í Módel Venusi í Borg- arnesi 19. maí nk. Lagt verður af stað með áætlunar- bifreið kl. 11. frá Umferðarmiðstöð- inni, BSÍ. Nánari upplysingar gefa Alda í síma 437-2131, Dóra í síma 437-1241 eða Gróa í síma 551-0116. Gullsmárabrids Bridsdeild eldri borgara í Gull- smára spilaði tvímenning á níu borð- um fimmtudaginn 10. maí. Miðlung- ur 168. Efst vóru: NS Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 202 Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss. 184 Heiður Gestsdóttir – Unnur Jónsdóttir 184 AV Hólmfríður Guðm. – Arndís Magnúsd. 197 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 195 Guðrún Pálsdóttir – Sigurður Pálsson 194 Eldri borgarar spila brids að Gull- smára 13 mánudaga og fimmtudaga. Mæting kl. 12,45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.