Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGINGARNEFND Snæfells-
bæjar og Hildigunnur Haraldsdóttir
arkitekt boðuðu til kynningar á nýju
aðalskipulagi fyrir Arnarstapa og
Hellna í félagsheimilinu Snæfelli á
Arnarstapa, miðvikudaginn 9. maí
sl. Ólafur Guðmundsson byggingar-
fulltrúi setti fundinn og sagði það
nýmæli að skipulagsarkitekt kynnti
skipulag og greinargerð á slíkum
fundi þar sem íbúar gætu komið
með athugasemdir áður en skipulag-
ið væri auglýst í opinberum miðli.
Fundurinn var geysivel sóttur og
taldi Hildigunnur að um einsdæmi í
mætingu væri að ræða og miðað við
íbúafjölda á svæðinu hefði hún aldr-
ei verið á jafn vel sóttum fundi um
skipulagsmál. Hildigunnur kynnti
skipulagstillögur sem unnar hafa
verið í samráði við byggingarnefnd
og sagði að tekið hefði verið tillit til
þess að Hellnar og Arnarstapi væru
jaðarsvæði við væntanlegan þjóð-
garð og þess væri að vænta að
ágangur ferðamanna myndi aukast
þar næstu árin.
Hún sagði að lögð væri áhersla á
að halda þorpseinkennum Arnar-
stapa með heilsársbúsetukjarna þar
sem gömlu húsin eru nú, en þar
verður líka töluverð frístundahúsa-
byggð í viðbót við þá sem þegar er.
Hugað hefur verið að rými fyrir ver-
búðir en töluverð útgerð er frá Arn-
arstapa og einnig er gert ráð fyrir
auknu þjónustusvæði fyrir farþega
langferðabíla og aðra ferðalanga.
Á Hellnum talaði Hildigunnur um
að mikið væri af fornminjum sem
bæri að vernda. Þar yrði áfram unn-
ið að uppbyggingu samfélagskjarna
með heilsársbúsetu í landi Brekku-
bæjar. Um væri að ræða nokkurs
konar nútíma tómthúsabyggð, líkt
og var þar fyrr á tímum. Einnig er
gert ráð fyrir áframhaldandi land-
búnaðarsvæði á Hellnum og tölu-
verð aukning er á skipulögðu landi
fyrir frístundahúsabyggð bæði í
landi Brekkubæjar og Laugar-
brekku.
Hugmyndir um þrjú söfn
Helstu breytingar á landnýtingu á
Hellnum felast þó í stórhuga hug-
myndum um aukna ferðaþjónustu.
Unnið er að því að setja upp 9 holu
golfvöll á gömlu túnunum á Laug-
arbrekku, áform eru uppi um það að
breyta skemmu á jörðinni í golfskála
og Þorsteinn Jónsson safnfræðingur
og félagar stefna að því að setja þar
upp þrenns konar söfn. Hugmyndir
þeirra snúast um víkingasögusafn
þar sem fjallað væri um landnám og
lifnaðarhætti landnámsmanna á Ís-
landi; sögualdarsafn sem væri með
lifandi sviðsmyndum frá tímum ís-
lendingasagnanna og almennt sögu-
safn Snæfellsness, en þar væru sett-
ar upp breytilegar sýningar. Sem
stendur er unnið að fjármögnun
safnahugmyndanna og Þorsteinn
sagðist því ekki geta tjáð sig nánar
um málið nú.
Hins vegar sagðist Hildigunnur
Haraldsdóttir arkitekt hafa kynnt
bæði Náttúruvernd ríkisins og
Skipulagstofnun þessar hugmyndir
og þær verið litnar frekar jákvæð-
um augum af báðum aðilum. Í skipu-
lagstillögum kom fram að landeig-
endur á Brekkubæ og Laugar-
brekku hafa sett fram óskir um að
hluta af landi þeirra sem liggur að
sjó verði nokkurs konar ósnortinn
fólkvangur.
Á fundinum komu síðan fram til-
lögur um að ef til vill bæri að gera
alla strandlengjuna á Hellnanesi að
friðlandi og mundi það þá vera í
beinu framhaldi af því friðlandi sem
ströndin milli Hellna og Arnarstapa
er. Íbúar svæðisins höfðu ýmislegt
til málanna að leggja og komu fram
ýmsar hugmyndir um staðsetning-
ar, göngustíga, atvinnuhúsnæði og
atvinnutækifæri á svæðinu auk upp-
lýsinga um örnefni.
Í lok fundarins greindi Ólafur
Guðmundsson byggingarfulltrúi frá
því að íbúar hefðu tvær vikur til að
senda inn óskir um breytingar á
þessum skipulagstillögum og mun
vinnuteikning vera til sýnis í Snjó-
felli á Arnarstapa þann tíma. Eftir
það verður unnið að lokafrágangi
skipulagsins.
Nýtt aðalskipulag kynnt fyrir íbúum
Einsdæmi í mætingu
á Arnarstapa
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Hildigunnur Haraldsdóttir
arkitekt kynnir tillögurnar.
Snæfellsnes
MARGIR í Hólminum hlakka til
þess á hverju vori að komast út í
eyjar til að tína egg. Breiðafjarð-
areyjar hafa löngum verið taldar
auðugt matarbúr og er svo enn.
Brokeyjarsystkinin og fjölskyldur
þeirra sem búa í Stykkishólmi nytja
varpið í Brokey.
Brokey tilheyra margar eyjar og
svo heimaeyjan sem er stærst eyja á
Breiðafirði. Mikil vinna liggur í
eggjaleitinni og reyna systkinin að
fara alla daga sem veður leyfir til
að tína egg. Í hvert skipti komast
þau aðeins yfir hluta landsins en
þeir bræður Páll og Bergur Hjalta-
lín segja þetta skemmtilegan tíma.
Þeir segja að svartbaksvarpið sé
mun betra nú en undanfarin ár. Þá
vekur athygli að fuglinn verpir nú á
svipuðum tíma, í staðinn fyrir síð-
ustu ár hefur varpið dreifst yfir
lengra tímabil. Ástæðuna fyrir
þessari breytingu telja þeir vera
gott árferði í sjónum og nóg æti fyr-
ir svartbakinn. Það mun vera svip-
að ástand í fleiri eyjum og jafnvel
varpið sé helmingi meira en í fyrra.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Bergur og Páll Hjaltalín voru að koma úr eggjaleit í Brokey. Eins og sjá
má er árangurinn góður, nóg af svartbakseggjum og eitt og eitt gæs-
aregg fylgir með. Með þeim á myndinni er aðstoðarmaðurinn Alfreð
Már Jónsson af Brokeyjarætt.
Stykkishólmur
Meira svartbaksvarp við Breiðafjörð
en síðustu ár
Vorverk Brok-
eyjarsystkina
lífið á svæðinu en hann getur tekið á
móti metnaðarfullum uppsetningum
af ýmsu tagi, allt frá poppi og upp í
óperur og sinfóníur ásamt dugmikl-
um leikverkum. „Það má segja að
markmið eignarhaldsfélagsins sé að
fullklára þetta hús þannig að í því
geti verið metnaðarfull og lifandi
starfsemi.“
„Við höfum fengið góðar viðtökur
við framkvæmdinni og hún vekur
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
4.000 fermetra viðbyggingu Hótels
Selfoss. Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra tók fyrstu skóflu-
stunguna á dögunum. Einnig er unn-
ið að undirbúningi innréttingar á
menningarsal hússins.
Framkvæmdum á að vera lokið 1.
júní 2002.
Ráðgert er að í nýju álmunni verði
80 hótelherbergi og verður þá 101
herbergi í hótelinu, veitingaaðstaða
og kvikmyndasalur. Þá verður ófull-
gerður, 330 sæta menningarsalur
hótelsins einnig kláraður en sá salur
er alhliða salur fyrir leiksýningar,
kvikmyndasýningar og tónleika.
Í kjallara leikhússins verður lík-
amsræktarstöð og 1. hæð núverandi
húsnæðis verður breytt og hún leigð
út fyrir verslun og þjónustu.
Bætir mjög aðstöðu hótelsins
Að sögn Sigurður Jónssonar,
framkvæmdastjóra Brúar hf., eign-
arhaldsfélags Hótels Selfoss, mun
þessi viðbygging auka afkastagetu
hótelsins til mikilla muna og skapa
aðstöðu til að taka á móti fleiri er-
lendum og innlendum ferðamönnum.
Þá opnast einnig möguleikar á því að
markaðssetja það sem funda- og ráð-
stefnuhótel og þá sér í lagi yfir vetr-
artímann fyrir árshátíðir og þess
háttar samkomur.
Sigurður segir að ef sérstaklega
sé litið til menningarsalarins muni
hann hafa mikil áhrif á menningar-
eftirvæntingu íbúa á Selfossi og ann-
ars staðar Suðurlandi. Við leggjum
áherslu á að þessi framkvæmd fór af
stað í samstarfi við bæjarfélagið sem
lagði mikið af mörkum við sölu húss-
ins í upphafi. Þá leist menntamála-
ráðherra vel á húsnæðið og alla þá
aðstöðu fyrir menningarmál sem
verður fyrir hendi í húsinu þannig að
meðbyrinn er mikill,“ sagði Sigurð-
ur.
Framkvæmdir hafnar við viðbyggingu Hótels Selfoss
Metnaðarfull og lif-
andi starfsemi
Morgunblaðið/Helgi Valberg
Björn Bjarnason menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að
viðbyggingu Hótels Selfoss að viðstöddum Sigurði Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra Brúar hf., og séra Þóri Jökli Þorsteinssyni sóknarpresti.
Selfoss
SVEITARSTJÓRN Austur-Héraðs
hyggst láta kanna hagkvæmni þess
að utanaðkomandi aðili standi að
byggingu og rekstri ráðhúss á Egils-
stöðum, sem sveitarfélagið myndi
leigja að hluta undir starfsemi sína. Í
samtali við Björn Hafþór Guðmunds-
son, bæjarstjóra Austur-Héraðs,
sagði hann að nú lægi fyrir að kanna
hvað það myndi kosta sveitarfélagið á
ársgrundvelli að leigja tiltekinn fer-
metrafjölda í slíku húsi.
Það er ráðgjafar- og þjónustufyr-
irtækið Nýsir hf. sem hefur gert til-
lögu að framkvæmdinni.
„Það hefur komið í ljós,“ segir
Björn Hafþór, „að þeir hafa ákveðna
trú á þessu svæði vegna þess að þeir
töldu sig geta fyllt húsið, fundið aðila
til að nýta það umfram okkar þörf.
Hugmyndin gerir ráð fyrir 1500 fer-
metra húsi á þremur hæðum og okkar
þörf yrði aldrei meiri en 920 fermetr-
ar til að byrja með. Við reiknum ekki
einu sinni með að fullnýta það pláss í
upphafi. Væntanlega yrði þjónustu-
starfsemi á neðstu hæðinni.
Við teljum að ef það verður farið í
þetta núna muni það flýta fyrir upp-
byggingu miðbæjarsvæðis og stuðla
að því að staðfesta að Egilsstaðir séu
höfuðstaður Austurlands. Ég set það
fram sem mína skoðun að ef áform
um virkjun og stóriðju ganga eftir sé
tímabært að gera þetta núna. Vænt-
anlega yrði um kaupleigusamning til
25 ára að ræða. Bæjarskrifstofurnar
eru nú í iðnaðarhúsnæði ofarlega í
bænum og þykir ekki viðunandi.“
Ráðhúsið gæti verið tilbúið eftir
eitt og hálft ár Lengi hefur verið rætt
um að það vanti eiginlegan miðbæ á
Egilsstöðum og nokkuð verið á reiki
hvar hann ætti að vera. Miðbæjartorg
var sett inn á skipulag fyrir rúmum
tveimur árum og gerir það ráð fyrir
ráðhúsinu austan við Hótel Hérað,
sem stendur nánast við þjóðveg 1,
ekki fjarri aðalinnkomunni í bæinn.
Fari sveitarfélagið út í að láta byggja
ráðhús þarf að breyta deiliskipulagi.
Björn Hafþór segir að það muni
taka vikur eða mánuði að fá niður-
stöðu í ráðhúsmálinu. Ákvörðun hefur
enn ekki verið tekin, en samkvæmt
upplýsingum Nýsis þyrftu ekki að
líða nema 16–18 mánuðir þar til menn
gætu gengið inn í nýtt ráðhús Austur-
Héraðs á Egilsstöðum. Kostnaður við
bygginguna er talinn geta verið á
bilinu 150 til 200 milljónir króna.
Nýsir hf. hefur í einkaframkvæmd
byggt leikskóla í Grindavík og Iðn-
skólann í Hafnarfirði.
Ráðhúsið gæti
orðið í einkaeign
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir.
Ráðhús á Egilsstöðum verður líklega byggt á þessum túnbletti. Þar er
gert ráð fyrir sérstöku ráðhústorgi og vísi að miðbæ.