Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Akraberg fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fuglberg kom í gær og fer í dag. Seaforst fór í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagranda 40. Handa- vinnusýning. Sýning á munum sem unnir hafa verið í félags- og þjón- ustmiðstöðinni Afla- granda 40 verður í dag laugardaginn 12. maí frá kl. 13–17, bútasaumur, útsaumur, fatasaumur, hekl, prjón, myndlist, leirlist, postulínsmáln- ing, bókband og fleira. Kl. 14. kemur Nes- kirkjukór og syngur nokkur lög, undir stjórn Reynis Jónassonar. Tónlist alla dagana, há- tíðarkaffi frá kl. 13–17. Allir hjartanlega vel- komnir. Vegna handa- vinnusýningarinnar fell- ur boccia niður mánudaginn 14. maí. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Munið hálend- isferðina þriðjud. 15.maí kl. 11 ATH: Miðasala á lokahófið er hafin. Uppl. hjá Svanhildi, sími 586-8014 e.h. og 566-6377 h.s. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánud. 14. maí: boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10, skyndihjálp kl. 14, þriðjudag 15. maí: skyndihjálp kl. 14. Mið- vikudag 15. maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30, ATH. breyttan dag. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Laugardagsgangan verður kl. 10 frá Hraunseli. Gíróseðlar fyrir ársgjöldum hafa verið sendir út, félags- skírteini fást í Hraunseli gegn kvittun félags- gjalds. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtudag- inn 7. júní, skráning hafin, upplýsingar í Hraunseli sími 555- 0142. Félagsheimilið Hraunsel er opið virka daga frá kl. 13–17. Kaffiveitingar kl. 15–16. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Handa- vinnusýning, basar og kaffisala verður laug- ard. 12. og sunnud. 13. maí, opið kl. 13–17. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Mánudagur: Brids kl. 13. Söngvaka kl. 20. ath. breyttan tíma, óvænt uppákoma. Göngu-Hrólfar koma í heimsókn. Stjórnandi Gróa Salvarsdóttir. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB kl. 10.30–11.30 á miðvikudag, panta þarf tíma. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Hveragerði miðviku- daginn 16. maí. Nátt- úrulækningaheimilið, Garðyrkjuskólinn og hverasvæðin heimsótt og skoðuð. Brottför frá Glæsibæ kl. 9.30. Nokk- ur sæti laus. Þriðjudag- inn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafn- arfjörð og Heiðmörk. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gísla- son og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 6.–8. júní ferð til Vest- mannaeyja. Skoð- unarferðir um eyjuna. Gisting á Hótel Þórs- hamri. Nokkur sæti laus. Ath. þeir sem pantað hafa pláss í Vestfjarðaferð 2.–7. júlí vinsamlegast staðfestið þátttöku sem fyrst. Silf- urlínan opin á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrif- stofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður um tíma. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Vorsýning á handavinnu unninni í félagsheim- ilinu verður laugardag- inn 12. maí og sunnu- daginn 13. maí frá kl. 14–18 báða dagana. Á laugardaginn verður auk þess handverks- markaður opinn frá kl. 14–18. Söngvinir taka lagið kl. 15 og líkams- ræktarhópur sýnir kl. 16. Sunnudaginn 13. maí verða hagleikssmiðjur í gangi frá kl. 15–16 þar sem unnið verður m.a. að japönskum penna- saumi, postulínsmálun, glerskurði og vatnslita- málun. Allir velkomnir. Vöfflukaffi. Gullsmári Handa- vinnusýning eldri borg- ara verður í Gullsmára laugardaginn 12. maí og sunnudaginn 13. maí, kl. 14–17 báða dagana, sýn- ingin hefst á kórsöng Söngvina sem er kór aldraðra undir stjórn Sigurðar Bragasonar, leikfimihópur undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur sýnir leik- fimidansa kl. 15. Lista- smiðja Guðrúnar Vig- fúsdóttur sýnir þrjár mismunandi aðferðir myndvefnaðar í römm- um og fínni og grófari vefnað í vefstólum, einn- ig verður sýnd keramik- málun. Myndlistasýning leikskólabarna frá Arn- arsmára opnuð um helgina. Vesturgata 7. Vorsýn- ing verður í félags- og þjónustumiðstöðinni dagana 10., 11. og 12. maí frá kl. 13–17. Sýnd- ir verða munir sem unn- ir hafa verið í vetur. Tréútskurður, glerlist, postulínsmálun, mynd- list og almenn handa- vinna. Einnig verður kórsöngur, danssýning og leikfimi. Laugardag- inn 12. maí verður Ragnar Páll við hljóm- borðið frá kl. 13–17 og kl. 15 sýna nemendur Sigvalda dans. Veislu- kaffi alla dagana. Allir velkomnir. Mánudaginn 21. maí verður farið á handverkssýningar í Hvassaleiti og Norð- urbrún. Lagt af stað kl. 13. Allir velkomnir. Flóamarkaður verður á Vesturgötu 7 miðviku- daginn 23. og föstudag- inn 25. maí kl. 13–16.30. Allir velkomnir. Vitatorg. Handa- vinnusýning verður í dag laugardaginn 12. maí, og er opin frá kl. 13–16.30. Allir velkomn- ir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Svdk. Hraunprýði. Hin árlega kaffisala verður mánudaginn 14. maí að Hjallahrauni 9 frá kl. 15–22. Pantanasími 555- 2634, sunnudaginn 13. maí. Vegna álfasölu verður merkjasölu frestað um óákveðinn tíma, nánar auglýst síð- ar. Félagsstarf SÁÁ, félagsvistin í Hreyf- ilshúsinu er hætt og byrjar aftur í haust. Íslenska bútasaums- félagið. Sýning á búta- saumsteppum félags- manna vikuna 5.–13. maí í Ráðhúsi Reykja- víkur. Opið kl. 10–19 virka daga og kl. 12–18 um helgar. Minningarkort Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótek- um. Gíró- og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Í dag er laugardagur 12. maí, 132. dagur ársins 2001. Pankratíusmessa Orð dagsins: En án trúar er óger- legt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita. (Hebr. 11, 6.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... NÝLIÐINN vetur hefur veriðeinn sá mildasti sem Víkverji man eftir á langri og viðburðaríkri ævi, að minnsta kosti hér sunnan- lands. Þökk sé gróðurhúsaáhrifun- um. Undanfarna daga hafa veður- guðirnir þó verið að færast í aukana og haft í frammi gamalkunna takta, sem Víkverji upplifði til dæmis mjög sterkt þar sem hann var staddur á knattspyrnukappleik nýverið, í dæmigerðu sunnlensku sumarveðri, hvínandi roki og rigningu. Þetta eru aðstæður sem íslenskir knattspyrnu- menn og áhorfendur kannast vel við. Leikurinn var háður á gervigras- vellinum í Laugardal og leiddu þar saman hesta sína KR-ingar og FH- ingar í úrslitaleik Deildabikarkeppn- innar. KR-ingar höfðu sigur eftir hetjulega baráttu. Það sem vakti þó mesta athygli varðandi þennan úrslitaleik var að KR-ingar tefldu fram unglingaliði sínu gegn fílefldu karlaliði Hafnfirð- inga og höfðu einhverjir á orði að með þessu væru vesturbæingar að „gefa skít“ í deildabikarkeppnina, eins og einhver orðaði það. Víkverji hefur þó heimildir fyrir því að for- svarsmenn KR hafi reynt að fá leikn- um frestað þangað til unnt yrði að leika hann á grasi, enda myndu þeir þá tefla fram sínu sterkasta liði. Lík- lega hafa KR-ingar ekki viljað taka þá áhættu að missa lykilmenn í meiðsli á gervigrasinu svo skömmu fyrir Íslandsmót, enda hafa þeir áður brennt sig á því, – og brennt barn forðast eldinn. Einhver bætti enn- fremur við þeim rökum að þessir ungu leikmenn KR-inga hefðu borið hitann og þungann af leikjum liðsins í vor, komið liðinu í þennan úrslitaleik og því sanngjarnt að leyfa þeim að „klára dæmið“, sem þeir og gerðu eins og þeirra var von og vísa. x x x NOKKRUM dögum síðar fórfram annar úrslitaleikur á þess- um sama velli, við svipaðar aðstæður eða eins og segir í einu dagblaðanna: „Leikurinn hófst í hávaðaroki og rigningu og ef eitthvað var þá versn- aði veðrið þegar leið á leikinn, þannig að varla var stætt á vellinum.“ Hér öttu kappi Valsmenn og Fylk- ismenn í úrslitaleik Reykjavíkur- mótsins og höfðu Árbæingar sigur. Haft var eftir Bjarna Jóhannssyni, þjálfara Fylkismanna, í DV eftir leik- inn að hann væri að vonum ánægður með sigurinn en ekki alls kostar ánægður með aðstæðurnar og tíma- setninguna á leiknum. „Strákarnir eiga heiður skilinn fyrir að reyna að spila knattspyrnu við þessar aðstæð- ur sem eru engan veginn boðlegar. Það er ekki beint viskulegt að láta lið- in taka slíka áhættu á gervigrasinu aðeins viku fyrir Íslandsmót, hvað þá í slíkum kulda og bleytu. Það vita all- ir hver áhættan er og þeir sem stjórna þessum mótum verða að fara að taka meira tillit til hagsmuna leik- manna. Þessi tímasetning mótsins, og þá sérstaklega úrslitaleiksins, er alveg út í hött og nær að finna honum betri tíma við bestu aðstæður, eins og við reyndar lögðum til,“ sagði Bjarni. Víkverji tekur undir þessi sjónar- mið og leggur til að í framtíðinni verði báðum þessum úrslitaleikjum frestað svo unnt verði að leika þá á grasi, og þá helst á þjóðarleikvang- inum í Laugardal. Með því myndi virðing þeirra vaxa og með hóflegum inngangseyri kæmu einhverjir aurar í kassann. UNDIRRITAÐUR var að virða fyrir sér steypuna, sem búið er að brjóta upp á Reykjavíkurflugvelli. Flugbrautin N-S, virðist hafa verið steypt í þykkt 14–17 cm ofan á kannski eins metra rauðamalarlag úr Rauðhólum. Það er nokkuð þykkt malbik vel límt ofan á steypunni, lík- lega fleiri lög en eitt. Gerð flugvallarins hefur verið firna vel framkvæmd á þessum tíma. Ég man að Oddgeir heitinn Bárðarson í Ræsi sagði mér hvernig hann hefði keyrt inn nýjan vörubíl á einu ári á flugvöll- inn. Flugvallargerðin hef- ur þannig verið mikið bús- ílag hjá mörgum eftir langa kreppu. Steypan sem upp kemur er í góðu lagi. Ég myndi giska á að sem- entsinnihaldið væri um 250 kg í rúmmetra. Það eru í henni svona 35 mm steinar úr brúnleitu blöðróttu bergi, líklega úr Öskjuhlíð- inni, ásamt smærra grá- grýti, ég gat nú ekki séð hvaðan sandurinn myndi vera. Það er svipuð steypa á akbrautinni við hliðina sem er búin að vera þarna óvarin í þessi 60 ár. Það sér ekkert á henni. Sumir flek- arnir eru pússaðir en aðrir eru gáraðir, e.t.v. eftir víbrósleða eða annað áhald. Það væri ekki úr vegi að varðveita sýni úr þessu á Þjóðminjasafninu. Mér flaug í hug að það væri gaman að heyra í ein- hverjum, sem hefði unnið við flugvallargerðina hjá Bretanum og gæti lýst vinnubrögðunum og efnis- meðferð sem viðhöfð voru. Hvernig var steypan lögð út í flugbrautunum og hvernig meðhöndluð? Hvernig var hrært og hvernig var steypan flutt? Höfðu þeir útlagningavél? Eru til myndir frá þessum steypuframkvæmdum eða jarðvinnunni? Ef einhver hefur upplýsingar þætti mér gaman að heyra í hon- um. Ég hef síma 892-1630. Með kveðju, Halldór Jónsson verkfr. Víkverji skammaður GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda vegna bréfs, sem birtist í Velvak- anda fyrir stuttu, þar sem Víkverji var skammaður. Hún vill endilega að Vík- verji haldi áfram að nöldra og nöldri sem mest. Hún fær ákveðna útrás í því að lesa nöldrið hans og þá þarf hún ekki að nöldra sjálf. Haltu endilega áfram, Víkverji. Takk kærlega fyrir mig ÉG var í 70 ára afmæli þeirra sem fæddir eru árið 1931 í Ráðhúsi Reykjavík- ur 1. maí sl. Mig langar að þakka kærlega fyrir mig. Þetta var mjög huggulegt og fínt. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og hennar maður stóðu sig frábær- lega vel og einnig hún Diddú. Það var mjög vel að þessu staðið og ég veit að ég tala fyrir hönd margra. Kona. Þriðji Hafnarfjarð- arbrandarinn ÞAÐ skyldi þó ekki vera að Kúba norðursins þyrfti að líta í smiðju Kúbu suðurs- ins, varðandi uppeldis- og menntamál, samkvæmt upplýsingum frá forstöðu- manni Alþjóðabankans. Guðmundur. Þakkir til Borgarhjóls ÉG hef verið í vandræðum með hnífana mína og skæri. Svo var ég svo hepp- in að ég heyrði talað um Borgarhjól á Hverfisgötu í Reykjavík. Þvílík dýrð og dásemd. Nú klippa skærin vel og hnífarnir bíta og allt gengur eins og í sögu. Kærar þakkir fyrir mig. Stella. Tapað/fundið Barnareiðhjól í óskilum BARNAREIÐHJÓL hef- ur verið í óskilum við Sléttuveg í töluverðan tíma. Upplýsingar í síma 695-4709 eftir hádegi. Nheeler-barna- reiðhól í óskilum Í ÓSKILUM í Kópavogi er lítið Nheeler-barnareiðhól. Litur, gulur, grænn og fjólublár. Upplýsingar í síma 554-4809. Stígvél töpuðust SVÖRT Nokia-stígvél númer 34 eða 35, töpuðust í íþróttahúsi í Smáranum, mánudaginn 30. apríl sl. Stígvélin eru merkt G.E.S. Upplýsingar í síma 564- 5305. Dýrahald Tumi er týndur Á SÍÐASTA miðvikudag fór Tumi, 7 mánaða fress, að heiman frá sér í Brekku- byggð í Garðabæ og hefur ekki sést síðan. Tumi er svartur að mestu leyti, með hvíta flekki á bringunni, mjór og langur. Ef ein- hverjir hafa orðið varir við Tuma vinsamlegast hafið samband í síma 897-9340 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Flug- vallargerð K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 heillavænlegur, 8 slæmt hey, 9 tarfs, 10 ferski, 11 stúlkan, 13 blundar, 15 púkann, 18 vinningur, 21 kyn, 22 formað, 23 óskar eftir, 24 taumlausa. LÓÐRÉTT: 2 gubbaðir, 3 klaufdýrið, 4 kirtil, 5 furða, 6 guð- hrædd, 7 at, 12 greinir, 14 utanhúss, 15 kvísl, 16 hindra, 17 kyrrðar, 18 þrátta, 19 bógs á byssu, 20 magra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 göfgi, 4 mágur, 7 loðna, 8 nafns, 9 rit, 11 nóar, 13 enda, 14 eljan, 15 gróf, 17 nögl, 20 áni, 22 geims, 23 líður, 24 arnar, 25 tagli. Lóðrétt: 1 gulan, 2 fiðla, 3 iðar, 4 mont, 5 gefin, 6 rassa, 10 iðjan, 12 ref, 13 enn, 15 gegna, 16 ósinn, 18 örðug, 19 lærði, 20 ásar, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.