Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 47 hún hefði það. Oft svaraði hún því til að sér væri hætt að fara fram, en hún varð 95 ára á liðnu hausti. Hún kvart- aði aldrei og sneri öllum umræðum upp í notalega umfjöllun og sá það já- kvæða þótt sú leið væri ekki alltaf í augsýn. Rúna var listaskrifari og hafði gaman af að skrifast á við fólk. Hún átti líka mikið og gott safn af ljósmyndum sem hún hafði tekið sjálf og sýndu lifnaðarhætti fyrri tíma. Rúnu langaði mikið til náms þegar hún var ung stúlka, en örlögin urðu slík að það gat ekki orðið. Við hjónin þökkum Rúnu fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar og biðjum henni guðsblessunar. Sólberg, Lucie og börnum þeirra skulu færðar samúðarkveðjur og þakkir fyrir allt sem þau hafa gert fyrir hana frænku mína. Matthildur Guðmundsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast nöfnu minnar, Sigrúnar Bjarna- dóttur frá Hesteyri, eða Rúnu eins og hún var alltaf kölluð. Rúna lést miðvikudaginn 2. maí síðastliðinn á 96. aldursári. Ekki ætla ég að rekja æviferil Rúnu enda aðrir betur til þess fallnir. Rúna kom inn í líf mitt löngu áður en ég fæddist. Þannig æxlaðist að móðir mín og móður- bróðir, Kaja og Sólberg frá Sólbergi í Bolungarvík, fóru í sveit til Sölva Betúelssonar og Rúnu á Hesteyri. Þau sæmdarhjón vantaði strák til þess að hjálpa við bústörfin á Reyr- hóli en móðir mín vildi líka fara í sveitina þótt hún væri allt of ung til þess að gera nokkurt gagn. Það varð úr að systkinin dvöldu bæði í nokkur sumur hjá Sölva og Rúnu. Á þeim tíma myndaðist traust vinátta og tengsl sem styrktust í áranna rás. Sölvi og Rúna voru á meðal síðustu ábúenda í Sléttuhreppi og undir það síðasta gegndi Sölvi öllum helstu ábyrgðarstörfum sem tilheyra einu hreppsfélagi; hann var hreppsstjóri, símsstjóri o.s.frv. Þegar Sléttu- hreppur fór í eyði fluttu Sölvi og Rúna til Bolungarvíkur þar sem móðurfólk mitt bjó. Þykist ég þess fullviss að lífið hefði um margt orðið öðruvísi ef Sólberg móðurbróðir minn og Lucie kona hans hefðu ekki gengið þeim í barna stað og verið þeim innan handar í amstri dagsins, sérstaklega þegar aldurinn færðist yfir. Lucie og Rúna voru einstakar vinkonur. Hún var hægri hönd Rúnu og sá um að hana vanhagaði ekki um neitt, fór út í Einarsbúð og keypti í matinn en síðar meir sá hún um öll gjafainnkaup og aðrar útréttingar samkvæmt fyrirmælum hennar. Að leiðarlokum þakka ég Lucie og Sól- berg fyrir að hafa veitt Rúnu og Sölva góða fjölskyldu, tryggð og vin- áttu allt til seinasta dags. Fyrir rúmum fjörutíu árum nefndu systkinin á Sólbergi börnin sín í höfuðið á hjónunum á Reyrhóli. Sölvi Rúnar Sólbergsson kom þrem mánuðum fyrr í heiminn en ég, sem einfaldlega heiti Sigrún. Sölvi Rúnar er núna óðalsbóndi á Reyrhóli sem stendur stöðugt í framkvæmdum við endurbætur og viðhald á húsinu. Ljóst er að hann sér til þess að Reyr- hóll verði veglegur minnisvarði um þau sæmdarhjón Sölva og Rúnu. Nafna mín var svo skýr og klár í kollinum að undrum sætti. Hún virt- ist muna allt eins og gerst hefði í gær. Henni þótti líka mjög gaman að segja frá. Frá fyrstu tíð man ég eftir því að vera í heimsókn hjá Rúnu og hún sagði sögur, t.d. frá því er hún gekk til prests. Hún gat nafngreint alla og vissi hvernig lífi öll ferming- arsystkinin höfðu lifað. Fróð- leiksþráin var mikil og er ég viss um að henni hefði ekki þótt verra að hafa fæðst nokkru seinna á öldinni þegar tækifæri til menntunar óháð kyni, stétt og stöðu eru staðreynd. Menntavegurinn lá ekki fyrir henni, heldur sinnti hún fósturforeldrum sínum í ellinni og tók síðan við búi á Reyrhóli ásamt Sölva manni sínum. Hana dreymdi alltaf um að verða kennari. Rúna hafði alla góða kosti til þess að vera kennari, að minnsta kosti vissi hún allt og gleymdi engu. Erfiðara finnst mér að ímynda mér hana, þessa fíngerðu og veikbyggðu konu, sem bóndakonu á hjara ver- aldar, þar sem náttúruöflin eru óblíð og lífsbaráttan hörð. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Rúnu fyrir nöfnu. Ég var heppn- ari en bræður mínir sem áttu bara tvær ömmur, ég átti þrjár. Þegar ég var barn og unglingur var ég mikið vestur í Bolungarvík hjá móðurfólki mínu og þá heimsótti ég Rúnu næst- um hvern dag og hlustaði á sögur og varð spádómsgáfu hennar aðnjót- andi. Hún sá alltaf í bollanum að ég færi í ferðalag yfir marga fjallgarða, þ.e.a.s. ég færi suður, eða þá að hún sæi stráka sem litu alveg eins út og fjallgarðarnir í bollanum. Mér þótti þessir spádómar ekki merkilegir en alltaf þótti mér jafn gaman að heyra þá. Ég get því miður ekki fylgt Rúnu síðasta spölinn en við Loftur Atli og Haukur Hákon sendum ættingjum og öðrum aðstandendum hennar samúðarkveðjur frá Kaliforníu. Sigrún Hauksdóttir. Rúna mín er látin 95 ára að aldri. Hún kvaddi þennan heim hljóðlega og á sinn hæverska hátt. Æskuminn- ingar mínar eru nátengdar heiðurs- hjónunum Sigrúnu Bjarnadóttur og Sölva Betúelssyni, hreppstjóra og oddvita á Hesteyri. Einstök sam- heldni, ást og virðing einkenndi hjónaband þeirra og allt heimilislíf. Minningar koma upp í huga minn um fallegan vordag 1946 þegar ég 8 ára og Sólberg bróðir minn 10 ára sigld- um með djúpbátnum norður til Hest- eyrar til að fara í sveit. Það var svo gaman er við sigldum inn Hesteyr- arfjörðinn að sjá fjöllin umkringja þessa vinalegu sveit. Sölvi kom á skektunni sinni út á fjörðinn til að sækja unga vinnufólkið. Sigrún fagn- aði okkur í fjörunni er við komum í land. Í fylgd húsbænda okkar héld- um við heim á Reyrhól, þar sem við hittum fyrir Guðbjart fóstra Rúnu sem hjá þeim bjó í hárri elli. Það var ekki mikill búskapur á Reyrhóli og gátum við Rúna því átt margar ljúfar stundir saman enda var unga vinnu- konan ekki til mikilla stórræða. Gam- an var að hlusta á hana segja sögur, ellegar sýna mér kisturnar sínar og hvað þær höfðu að geyma. Rúna naut lesturs góðra bóka. Stálminnug var hún og hafði skemmtilegan frásagnarstíl. Rúna lagði mikla alúð við allt sem hún gerði, hvort sem það var við heim- ilisverkin, handavinnu, félagsstörfin eða rækta samband við frændgarð sinn. Hún hafði mikinn áhuga á ljós- myndun. Hún átti myndavél og ljós- myndabækur. Hún tók mikið af myndum, sem hún framkallaði sjálf í eldhúsinu á Reyrhóli. Þetta voru yndisleg sumur. Ég var á Hesteyri í fjögur sumur og Sólberg í þrjú. Á þessum árum verður mikil hnignun á Hesteyri. Fólkinu fækkaði ört og aleyddist byggðin á fáum árum og var svo komið þrem árum eftir að ég var þar síðast að byggðin var öll komin í eyði. Sölvi og Sigrún voru síðustu ábúend- ur, sem fluttu frá Sléttuhreppi, og fluttu þau til Bolungarvíkur. Þar eignuðust þau marga góða vini. Þegar heilsa Rúnu fór að gefa sig átti hún gott atharf á sjúkraskýlinu, þar sem allt starfsfólk sýndi henni mikla hlýju og góða umönnun. Sér- staklega vil ég þakka Lucie mágkonu minni og Sólbergi bróður mínum og fjölskyldu þeirra fyrir alla ræktar- semina og þá umhyggju sem þau veittu Rúnu þar til yfir lauk. Þannig lifir Rúna í minningu minni, traust og hlý með bros á vör. Ég og fjölskylda mín kveðjum Sigrúnu Bjarnadóttur með söknuði. Karitas B. Jónsdóttir. Mig langar til að kveðja Sigrúnu með fallegu ljóði eftir Þórarin Guð- mundsson. Það ber nafnið Kveðja. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá. Það hjarta sem þú átt en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, guð minn ávallt gæti þín ég gleymi aldrei þér. Hvíl í friði elsku Sigrún mín. Þín Erla. ✝ Ingibjörg Stein-vör Hrólfsdóttir fæddist á Ábæ í Austurdal í Skaga- firði 2. október 1910. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 1. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Valgerður Krist- jánsdóttir frá Ábæ, f. 25. maí 1888, d. 8. janúar 1960, og Hrólfur Þorsteins- son frá Skatastöðum í sömu sveit, f. 21. maí 1886, d. 14. október 1966. Þau bjuggu á Ábæ og síðar á Stekkjar- flötum einnig í sömu sveit. Ingi- björg átti sex systkini. Elst var Friðfinna, f. 1909, d. 1996. Hin húsfreyja á Akureyri, maki Baldur Björnsson, 4) Elinborg, húsfreyja í Djúpadal, maki Skarphéðinn Ei- ríksson, 5) Hrólfur Birgir, bóndi á Lýtingsstöðum, lést 1973, unnusta hans var Anna María Egilsdóttir en hún lést 1995 og sonur þeirra Guðmundur Björgvin, lést 1975, b) Sveinn, bóndi á Lýtingsstöðum, maki Evelyn Kuhne, 7) Amalía Sig- rún, húsfreyja á Þverá í Blöndu- hlíð, maki Magnús Steinþórsson. Ingibjörg og Guðmundur ólu upp dótturson sinn, Guðmund Inga Baldursson, og er maki hans Kol- brún Þórarinsdóttir. Á fjórða tug liðinnar aldar bjuggu þau Ingibjörg og Guð- mundur á ýmsum stöðum. Tvö fyrstu árin voru þau í húsmennsku í Bakkakoti í Vesturdal, en síðan tvö ár í Teigakoti í Tungusveit og eitt í Svartárdal, en þaðan lá leiðin í Gilhaga, þar sem þau bjuggu um þriggja ára bil. Um 1940 keyptu þau hjónin jörðina Lýtingsstaði og bjuggu þar allan sinn búskap síð- an. Útför Ingibjargar fer fram frá Mælifellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. systkinin eru: Jórunn, f. 1914, d. 2000; Krist- björg, f. 1917; Krist- ján, f. 1921, d. 1996; Stefán, f. 1927, og Anna, f. 1930. Þar að auki átti Ingibjörg fóstursystur, Jóhönnu Kristjánsdóttur, f. 1925, d. 1993. Ingi- björg giftist hinn 22. ágúst 1931 Guðmundi Eiríkssyni frá Vill- inganesi, f. 21. nóvem- ber 1903, d. 7. apríl 1988. Þau eignuðust 7 börn sem öll eru á lífi nema eitt og eru þessi talin í ald- ursröð: 1) Hjörtur, kennari í Reykjavík, 2) Valgarð Birkir, bóndi í Tunguhlíð, maki Rut Valdi- marsdóttir, 3) Guðrún Fanney, Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því, að ljómar dagur nýr. Þá koma öll hin ungu þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind – öll, nema þessi eina hvíta hind. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma mín, en þannig var ég alltaf vanur að byrja öll bréfin til þín en nú verða þau ekki fleiri. Í dag reyni ég að kveðja þig en það er erf- itt. Allt er þetta svo snöggt, á vissan hátt, en þó ekki. Líkaminn var þreyttur eftir margra áratuga erfiði. Allt of mikið erfiði og harða lífsbaráttu en lundin var alltaf ljúf. Já, það er erfitt að kveðja góða móður. Í raun og veru er það ekki hægt. Hún fylgir manni alla tíð. Hún fer ekki. Hún verður hjá manni. Já, elsku mamma mín, þegar ég reyni að skrifa þetta bréf streyma minningarnar fram í hug- ann. Þær fara svo hratt því að þær eru svo margar og ljúfar. Minningar frá barnæsku og allt til síðustu stunda okkar. Mikið er orðið langt síðan þú kenndir mér að ganga og leiddir mig í hlaðvarpanum á Stekkjarflötum og svo í Bakkakoti. Leiddir þú forðum lítinn dreng. Titrar við ómur af tregastreng. Safnast í vestri svipþung ský. Veturinn nálgast með veðragný. Berst fyrir laufsegli ljóð til þín. Kemst yfir hafið kveðjan mín? (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Við áttum svo víða heima. Við vor- um alltaf að flytja á fjórða tug ald- arinnar. Ég vissi vel að þú tókst nærri þér þessa sífelldu búferla- flutninga. Ég óskaði oft, sem lítill drengur, að þú og faðir minn gætuð eignast býli þar sem þið gætuð verið alla tíð. Þið áttuð það svo sannarlega skilið. Um 1940 keyptuð þið svo jörð- ina Lýtingsstaði. Þar gerðuð þið ykkur hlýlegt og fallegt heimili og óluð upp börn ykkar. Þar ríkti um- burðarlyndi, virðing og friður. Sem lítið barn átti ég þá ósk heitasta að líkjast þér í skapgerð. Þú varst svo góð og hlý sál, gjafmild og gestrisin. Það sást aldrei vanstilling, aðeins hlýja, góðvild og umhyggja fyrir öll- um. Þú varst sterkur persónuleiki og hafðir mikla réttlætiskennd. Kjark og þrek áttir þú í ríkum mæli og stærst varst þú þegar mest á reyndi. Það sýndir þú er sorgin kvaddi dyra. Þungbær var sorgin þér að missa son þinn, Hrólf, mikinn efnismann og sérstaklega góðan dreng, með sviplegum hætti rétt fyr- ir jólin 1973 og fáum árum síðar tvo unga sonarsyni með stuttu millibili. Já, myndirnar birtast mér, hver af annarri. Í Teigakoti hafðir þú eign- ast ljóðabókina Svartar fjaðrir eftir Davíð frá Fagraskógi. Þér þóttu ljóðin hans svo falleg. Ég man þú last þau stundum upphátt. Þú varst svo gefin fyrir góðar bækur, sér- staklega ljóð og endurminningar. Nú síðast varstu að lesa Minningar úr Goðdölum eftir Þormóð Sveins- son. Þá bók þótti þér vænt um. Mikið var nú gott að vera hjá þér mestan hluta aprílmánaðar, á deild- inni þinni góðu, á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki, deild fimm. Allt starfsfólk þar, læknar og hjúkrunar- fólk, var þér frábært og umvafði þig hlýju og kærleika og gerði allt sem það gat fyrir þig. Fyrir það ber að þakka af heilum hug þessu sérstaklega góða fólki. Þessi nýliðni aprílmánuður er mér hjartkær og minning hans mun varðveitast í huga mér alla tíð. Við höfðum um svo margt að tala eins og alltaf. Svo gengum við oft eftir gang- inum og stoppuðum við gluggana til þess að sjá fallegu fjöllin að aust- anverðu. Ég hafði gleymt hvað dal- irnir hétu en þú mundir nöfn þeirra eins og Hjaltadals og Kolbeins- dals. Það var svo mikill snjór í Hjaltadalnum, þar var meiri snjór en í hinum dölunum. Svo töluðum við um að það væri gaman að koma að Hólum í Hjaltadal og við ætl- uðum að skreppa þangað í sumar á rauða bílnum okkar. Þá ætluðum við að fá okkur kaffi í veitingastof- unni á Hólum eins og við fengum okkur svo oft kaffi á kaffihúsum í Reykjavík þegar þú varst hér. Þér fannst svo notalegt að setjast inn á hlýlegan stað og drekka kaffi í ró- legheitum og virða fyrir þér mynd- irnar á veggjum viðkomandi stað- ar. En nú er vegferðinni lokið. Við sem erum börnin þín þökkum þér fyrir allt og vitum að það eru for- réttindi að hafa átt þig fyrir móð- ur, móður sem alla tíð fórnaði sér fyrir börn og heimili. En það er svo erfitt að kveðja. Samt vitum við að þú lifir í okkar lífi og gleym- ist aldrei. Vertu blessuð, elsku mamma. Þinn sonur, Hjörtur. INGIBJÖRG STEINVÖR HRÓLFSDÓTTIR Frændi okkar er fallinn frá, langt um aldur fram. Það er erfitt að sjá eitthvert réttlæti í því að maður á besta aldri er tekinn frá fjölskyldu sinni og öðrum ástvinum. Við sem eftir sitj- um reynum að skilja tilganginn en getum það ekki. Það eina sem við getum er að vona. Við vonum að sorgin muni sefast, við vonum að HALLUR SIGURÐSSON ✝ Hallur Sigurðs-son fæddist á Sauðárkróki 11. maí 1953. Hann lést laug- ardaginn 28. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 5. maí. fjölskyldan geti litið fram á veginn björt- um augum og við von- um að Hallur sé kom- inn á góðan stað þar sem amma tekur á móti honum. Og vonin er sterk. Hún mun hjálpa okkur. Elsku Sirrý, Guð- rún Ösp, Margrét Helga, Bryndís, afi, pabbi, Nonni, Helgi og fjölskyldur, megið þið hljóta styrk til að komast heil í gegnum þessa þolraun. Guð veri með ykkur. Ásta, Már og Vignir Már. Sigurður Rúnar. Bára og Pétur. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.