Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 27
- miðbæ HafnarfjarðarBÁTASPORT 2001 Í DAG
aðeins
TILRAUNALYF sem vinnur gegn
erfðagallanum er veldur langvinnu
mergfrumuhvítblæði virðist vera
örugg og áhrifarík meðferð við sjúk-
dómnum, að því er vísindamenn
greina frá. „Þetta er framtíðarbylgj-
an,“ sagði dr. Brian J. Druker, við
Oregon-heilbrigðisháskólann í Port-
land, sem stjórnaði tveim rann-
sóknum á lyfinu Gliveec, sem birtar
eru í The New England Journal of
Medicine. Að sögn Sigrúnar Reykdal
blóðfræðings við Landspítala – há-
skólasjúkrahús standa vonir til þess
að lyfið verði skráð hér á landi innan
nokkurra mánaða.
Þessi frumárangur í beitingu Gliv-
eec gerir meira en að vekja von fyrir
sjúklinga sem haldnir eru þessari
gerð hvítblæðis, segir Druker í við-
tali við Reuters-fréttastofuna. Þessi
árangur er skýr vísbending um áhrif
lyfja sem beinast gegn tilteknum
erfðagöllum er tengjast krabba-
meini. Nú hefur genamengi manns-
ins verið kortlagt og þá vaknar sú
von, að vísindamenn geti fundið aðr-
ar krabbameinsvaldandi erfðabreyt-
ingar og þróað lyf gegn þeim.
„Það er enn ekki ljóst hvort þetta
lyf muni lækna langvinnt merg-
frumuhvítblæði,“ sagði dr. Peter D.
Emanuel, við rannsóknarmiðstöðina
í krabbameinslækningum við Há-
skólann í Alabama í Birmingham,
sem ekki tók þátt í rannsóknunum.
En sú staðreynd að Gliveec er beint
sérstaklega að erfðabreytingunni
gerir að verkum að lyfið „markar
tímamót,“ sagði hann í viðtali við
Reuters.
Tengt litningagalla
Philadelphia-litningurinn, sem
uppgötvaðist árið 1960, er erfðagall-
inn sem veldur langvinnu merg-
frumuhvítblæði. Í sjúklingum sem
hafa þennan galla blandast erfðaefni
á milli litninga, og leiðir það til
myndunar óeðlilegs ensíms er kall-
ast BCR-ABL. Þetta ensím veldur
umframframleiðslu á hvítum blóð-
kornum, sem leiðir til hvítblæðis.
Beinmergsgjöf er eina lækningin
við þessari gerð hvítblæðis. En
margir sjúklingar geta ekki gengist
undir slíka aðgerð, og hún hefur þar
að auki lífshættulegar aukaverkanir.
Lyfið interferon alfa getur hjálpað
sumum sjúklingum að lifa lengur, en
hefur líka umtalsverðar aukaverkan-
ir.
Gliveec var hannað til að hefta
BCR-ABL ensímið. Í vikunni sam-
þykkti bandaríska Matvæla- og
lyfjaeftirlitið (FDA) notkun lyfsins.
Framleiðandi þess, Novartis lyfja-
fyrirtækið, fjármagnaði rannsókn-
irnar sem Druker stjórnaði. Nokkrir
vísindamannanna sem unnu að rann-
sóknunum hafa verið ráðgjafar fyr-
irtækisins.
Of snemmt að segja til
um langtímaáhrif
Morgunblaðið hafði samband við
Sigrúnu Reykdal blóðfræðing á
Landsspítala Háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut vegna frétta af þessu
nýja lyfi. „Eins og fram kemur í
fréttinni þá er hér um mjög athygl-
isvert lyf að ræða þar sem það bein-
ist að rótum krabbameinsins,“ sagði
Sigrún. „Gliveec vinnur þannig að
það blokkerar virkni ensímsins tyr-
oxin kínasa en það ensím veldur
hinni sjúklegu aukningu mergfruma
í langvinnu mergfrumuhvítblæði.
Vonir eru bundnar við að lyfið haldi
sjúkdómnum niðri og komi í veg fyr-
ir að hann breytist í bráðahvítblæði
sem hann oftast gerir og er erfitt við-
ureignar en vegna þess hve eftir-
fylgnitími þess er enn stuttur er of
snemmt að segja til um langtíma-
áhrif þess.“
Hvað varðar skráningu lyfsins á
Íslandi segir Sigrún að vonir standi
til að hún gangi í gegn innan nokk-
urra mánaða. Gera má ráð fyrir að
árlega greinist 5-10 einstaklingar
með mergfrumuhvítblæði á Íslandi.
Kann að geta
haldið sjúk-
dómnum niðri
TENGLAR
....................................................
New England Journal of Medi-
cine:www.nejm.org
Nýtt lyf við mergfrumuhvítblæði
HER Rússlands missti samband
við fjóra af gervihnöttum sínum
eftir mikinn bruna í stjórnstöð
geimdeildar hersins í fyrradag en
yfirmaður deildarinnar kvaðst í
gær vera vongóður um að hægt
yrði að ná fullu sambandi við þá
aftur.
„Við höfum fulla stjórn á öðrum
gervihnöttum hersins,“ sagði An-
atolí Permínov, yfirmaður geim-
deildarinnar, og bætti við að önnur
stjórnstöð hefði fengið upplýsingar
frá gervihnöttunum fjórum í fyrri-
nótt.
Talið er að eldurinn hafi kviknað
vegna skammhlaups í stjórnstöðv-
arbyggingunni nálægt Kúrílovo,
um 100 km suðvestan við Moskvu.
Permínov sagði að ekki hefði verið
um skemmdarverk eða ræða. 38
slökkvibílar og um 100 slökkviliðs-
menn í Moskvu og borginni Kal-
úga voru sendir á staðinn. Eld-
urinn breiddist út um allar þrjár
hæðir byggingarinnar.
Rússneski herinn hefur ekki
getað endurnýjað gervihnetti sína
vegna fjárskorts og margir þeirra
eru enn notaðir þótt áætlaður end-
ingartími þeirra sé löngu útrunn-
inn. Nokkrir bandarískir varnar-
málasérfræðingar vöruðu við því
nýlega að gervihnettirnir kynnu
jafnvel að senda frá sér ranga við-
vörun um hættu á eldflaugaárás og
það gæti orðið til þess að Rússar
skytu kjarnaflaugum á loft. Tals-
menn rússneska hersins segja hins
vegar enga hættu á slíku.
Missti samband
við gervihnetti
Moskvu. AFP.
Bruni í stjórnstöð rússneska hersins