Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOMIN er út skýrsla Landsvirkj- unar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Í henni birt- ast niðurstöður úr viðamiklum rann- sóknum sem staðið hafa yfir um eins árs skeið og eiga sumar lengri að- draganda. Af lestri skýrslunnar og fylgigagna hennar skýrist margt um þau gífurlegu umhverfisáhrif sem umrædd risavirkjun hefði á náttúru landsins, hálendið norðan Vatnajök- uls og Fljótsdalshérað. Er þó ekki allt undir í skýrslunni, því að áður hafa komið til mats tvær risaraflínur frá rafstöð í Fljótsdal til Reyðar- fjarðar. Hér er að mörgu leyti um tímamótavinnu að ræða, svo um- fangsmikil sem hún er og að mörgu leyti vel til vandað. Þó er ljóst að rannsóknarliði Hönnunar hf hefur fyrir hönd Landsvirkjunar ekki tek- ist að lýsa sem skyldi inn í ýmsa kima þessa margþætta máls og á það meðal annars við um ráðgerða Hraunaveitu, samfélagslega þætti, þjóðhagsleg áhrif og aðra kosti í landnotkun. Sumt af þessu telur Landsvirkjun raunar ekki í sínum verkahring og annað skal að hennar mati leynt fara, svo sem áætlaður stofnkostnaður og raforkuverð. Afar þröng tímamörk hafa augljóslega sett úttektaraðila í spennitreyju og margt er af þeim sökum byggt á at- hugunum eins sumars. Ályktunarorð og óskir Landsvirkjunar Landsvirkjun hefur kosið að þjappa efni matsskýrslu sinnar á 168 blaðsíður og þykir sjálfsagt ýmsum ærin lesning. Þegar að baki liggja 43 rannsóknarskýrslur auk fyrirferðar- mikilla viðauka má ljóst vera að margt verður út undan sem æskilegt hefði verið að fylgdi með í megin- máli. Til einföldunar hafa ritstjórar sett margt í töflur en oft getur reynst erfitt fyr- ir lesanda að átta sig á hvað á bak við þær býr. Þrátt fyrir þessa ann- marka koma í mats- skýrslu fram sam- þjappaðar upplýsingar um líkleg áhrif þessa tröllslega fyrirtækis, á heildina litið svo nei- kvæð að með ólíkindum er að Landsvirkjun telji sér fært að nota þær sem grunn til að biðja um grænt ljós fyrir Kárahnjúkavirkj- un. Ég er sannfærður um að það er hrollur í forstjóra Landvirkjunar og hans liðssveit að fara með þessa skýrslu að bakhjarli fram með slíka beiðni og kalla menn þó ekki allt ömmu sína á þeim bæ. „Niðurstaða Landsvirkjunar er að umhverfis- áhrif virkjunarinnar séu innan við- unandi marka í ljósi þess efnahags- lega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirr- ar atvinnuþróunar sem sölu orkunn- ar fylgir,“ segir í lokaorðum skýrsl- unnar. Ósjálfbær og stórskaðleg framkvæmd Fyrir þá sem þekkja ekki umrætt virkjanasvæði nema af afspurn get- ur verið erfitt að átta sig á umfangi framkominna hugmynda. Mats- skýrslan og fræðsluþættir á borð við Deiglu Ómars Ragnarssonar bæta þó mikið úr, bæði mál og myndir. Ég hef líkt baksviði Kárahnjúkavirkjun- ar við 50 kílómetra víða trekt sem ætlunin er að safna í öllu vatni sem til næst og leiða að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Í trektina á að fanga nær 20 vatnsföll, stærst þeirra Jökla og Jökulsá í Fljótsdal en önnur einnig býsna stór eins og vatnakerfi Kelduár, Bessastaðaár og Hrafnkelu. Fossar sem þagna myndu eða skerðast verulega eru sennilega á annað hundrað, þar á meðal eru nokkrar af glæst- ustu fossasyrpum landsins. Stórfengleg- asta gljúfur landsins, Hafrahvammagljúfur, verður skorið um þvert af 190 metra hárri stíflu og skilið eftir sem þurr skurður það sem eftir verður neðan við stíflu. Kórónan á þetta sköpunarverk á svo að verða um 60 ferkílómetra dýki fyrir ofan, kallað Hálslón, með allt að 75 metra vatnsborðssveiflu. Í þetta foræði á að sökkva jökulminj- um á heimsmælikvarða að því við lesum í matsskýrslunni og er þá átt við sethjallana miklu og einstæðu. Þar kaffærðust 32 ferkílómetrar gróðurlendis og ókjör af jarðvegi sem óhjákvæmilega myndu rofna á 75 metra hæðarbili eftir að gróður- hulan deyr á strandlengjum þessa mikla lóns. Þetta rofbelti yrði víða 600 – 1200 metra breitt og jarðveg- urinn 2,5 m þykkur að jafnaði, lesum við í matsskýrslu. Mikið áfok getur orðið á gróin svæði, ekki síst austan lónsins, jafnvel svo nemi meira en 1 metra þykknun á áratug næst fjöru- borðinu. Í skotlínu þessarar eyðing- ar eru sjálf Vesturöræfi. Mótvæg- isaðgerðir eru augljóslega sýnd veiði en ekki gefin. Svonefnt Hálslón myndi fyllast af aurframburði undan Brúarjökli á nokkur hundruð árum að mati skýrsluhöfunda, en strax að öld lið- inni myndi framburður hafa fyllt 6 innstu kílómetra lónsins og myndað þar eyrar með jökulseti. Hér væru menn að efna í minnismerki sem enginn getur fjarlægt, stíflur og steinurð að baki með uppblásnum auðnum og misturkófi í kring þar sem nú eru grænar afréttir, vot- lendi, fugl og hreindýr. Var einhver að stinga upp á að kalla þetta þjóð- garð? Lagarfljót skiptir litum Kárahnjúkavirkjun mun hafa bein og óbein áhrif að heita má á allt Fljótsdalshérað, raflínugálgarnir meðtaldir. Svifaurinn sem nú er í Lagarfljóti gefur því einstæðan hvít- leitan og gulgrænan lit. Með tilkomu vatnsins frá Jöklu munu aðstæður breytast verulega, svifaur eykst verulega, gagnsæi minnkar um meira en helming, lífríki Fljótsins rýrnar mikið, vatn þess kólnar, hit- inn lækkar um 0,5–1° C að sumarlagi og litur þess yrði dekkri og brúnleit- ari en nú er. Vatnsborð Lagarfljóts myndi eftir fyrri áfanga hækka að meðaltali um 28 cm en 17 cm ef sprengt væri út klapparhaft við Lagarfoss ef trúa má skýrsluhöfundum. Innan við Fljótsbotn upp að frárennslisskurði yrðu áhrifin meiri og fátt um mót- vægisaðgerðir og einnig neðan við Lagarfoss. Áhrifasvæðið vegna vatnsborðshækkunar er metið á allt að 500 m út frá fljótsbökkum þar sem lægst er. Jökulsá í Fljótsdal er ráðgert að stífla neðan við Eyjabakka og yrði þar til svonefnt Ufsarlón bak við 32 m háa stíflu. Í það settust sam- kvæmt áætlun skýrsluhöfunda yfir 500 þúsund tonn af aurburði á ári. Honum þyrfti að skola út síðsumars helst árlega og þá bærist aurinn nið- ur í Lagarfljót á nokkrum dögum eða vikum og færi ekki leynt! Hvað réttlætir slík náttúruspjöll? Í matsskýrslunni er slegið úr og í um þau efnahagslegu áhrif sem í orði kveðnu eiga að réttlæta her- virkin jafnt á hálendi sem í byggð. Skýrt er tekið fram af Landsvirkjun að mat á Kárahnjúkavirkjun sé ótengt álverksmiðju. Samt er vé- fréttin um efnahagslegan ávinning af NORAL-verkefninu notuð sem réttlæting fyrirhugaðra fram- kvæmda. Í því sambandi er ekki tal- að í viðtengingarhætti heldur út- reikningar settir fram eins og álverksmiðja á Reyðarfirði væri staðreynd. Það á greinilega að ryðja virkjuninni braut, komast með hana gegnum mat á umhverfisáhrifum með álverksmiðju sem beitu, þótt enginn viti um niðurstöðu í yfir- standandi áþreifingum um það fyr- irtæki. Sérstaklega virðist eiga að beita Austfirðinga þessu bragði en einmitt þeir myndu finna sárast fyr- ir afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar um ókomna tíð. Réttilega segir í matsskýrslu að bein áhrif hennar á atvinnulíf á Austurlandi yrðu lítil eða innan við 20 störf við viðhald og rekstur. Álverksmiðja er annar kap- ítuli en bráðlega er von á mats- skýrslu hana varðandi. Kárahnjúkavirkjun ber að meta á eigin forsendum, eins og Lands- virkjun biður um. Í fyrirliggjandi gögnum er margfaldur efniviður til að vísa þessum kaleik frá. Undir þá kröfu hljóta margir að taka sem kynna sér fyrirliggandi gögn. Hverjir vilja slíka virkjun? Hjörleifur Guttormsson Náttúruvernd Í fyrirliggjandi gögnum er margfaldur efniviður til að vísa þessum kaleik frá, segir Hjörleifur Guttormsson. Undir þá kröfu hljóta margir að taka sem kynna sér fyrirliggjandi gögn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. MEISTARAFÉLAG húsasmiða vakti athygli á því nýlega að nú eru á markaði tvær gerðir bygginga- meistara. Annars vegar eru þeir sem gengið hafa í gegnum krefj- andi nám í Meistaraskólanum. Hins vegar eru menn sem að vísu eru með fullgild réttindi sem iðnmeist- arar en hafa öðlast rétt til að standa fyrir og bera ábyrgð á bygg- ingaframkvæmdum með afar ósannfærandi hætti og nánast fyr- irhafnarlaust. Þeir hafa sem sagt sótt stutt námskeið á vegum Menntafélags byggingariðnaðar- ins, sem Samtök iðnaðarins og fleiri standa að. Vegna viðbragða Samtaka iðnað- arins við fréttum af þessum nám- skeiðum og viðvörun okkar í Meist- arafélagi húsasmiða vegna þeirra er nauðsynlegt að hnykkja á ákveðnum staðreyndum í málinu. Málið á sér talsverðan aðdrag- anda. Alþingi heimilaði með breyt- ingu á skipulags- og byggingalög- um í árslok 1999 að þeir sem fengu eða áttu rétt á að fá meistarabréf fyrir 1. janúar 1989 gætu öðlast landslöggildingu sem byggingameistarar að afloknu námskeiði. Rétt er að taka fram að allt síðan 1963 hafa byggingaryfirvöld á höfuðborgarsvæðinu gert þá kröfu til þeirra sem standa fyrir byggingaframkvæmd- um að þeir hafi lokið námi í Meistaraskól- anum. Það er nú 1.768 stundir en áðurnefnd námskeið aðeins 45. Meistarafélagið var ekki spurt Ekki var leitað um- sagnar Meistarafélags húsasmiða þegar Alþingi gerði áðurnefnda breytingu á lögunum. Hins vegar voru Samtök iðnaðarins aðalum- sagnaraðili og sannaðist þar sem oft áður að vont er að hafa slæma ráðgjafa. Samtök iðnaðarins hafa reyndar gert ítrekaðar tilraunir til þess að sverja þessi námskeið af sér en í því sambandi nægir að benda á samtal Ingi- mars Sigurðssonar, skrifstofustjóra um- hverfisráðuneytisins, við Morgunblaðið 11. maí. Þar staðfestir Ingimar að námskeið- in eru skilgetið af- kvæmi Samtaka iðnað- arins. Þegar Meistara- félagið stóð frammi fyrir því að búið var að ákveða að þessi nám- skeið skyldu lögleidd mótmælti félagið því að sjálfsögðu harðlega og hefur gert æ síðan. Ef til vill hefði félagið átt að vekja athygli fjölmiðla og al- mennings á málinu miklu fyrr en félagið vildi einfaldlega ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana að viðeig- andi yfirvöld myndu ekki grípa í taumana. Fyrstu tillögur Samtaka iðnaðar- ins voru þær að námskeiðin yrðu 26 kennslustundir og lyki án prófa. Námstíminn var þó lengdur í 45 stundir, væntanlega eftir þrýsting frá Meistarafélagi húsasmiða. Í mars síðastliðnum féllst Meistara- félagið á að taka sæti í nefnd sem hefur yfirumsjón með námskeiðun- um til að komast í aðstöðu til þess að geta fylgst með því hvað væri á seyði og ef til vill hafa áhrif á það. Nefndin féllst skömmu síðar á þá kröfu félagsins að námskeiðunum skyldi ljúka með prófum, en fram að þeim tíma var eingöngu um vina- legt spjall að ræða. Öllum aðilum málsins var þó ljóst að með þessum afskiptum af nám- skeiðunum væri Meistarafélag húsasmiða ekki á nokkurn hátt að leggja blessun sína yfir þau. Þvert á móti hefur félagið barist hart fyr- ir því að þau yrðu aflögð fyrr en síð- ar. Á vordögum 2001 var um tíma útlit fyrir að hægt yrði að stöðva þessi dæmalausu námskeið í fullri sátt við umhverfisráðuneytið. Eftir að lögmaður Samtaka iðnaðarins hafði hitt umhverfisnefnd Alþingis reyndist hins vegar ekki lengur vera samstaða um það meðal nefnd- armanna að leggja námskeiðin af. Leiðir skilja Í fréttatilkynningu Samtaka iðn- aðarins var látið að því liggja að Meistarafélag húsasmiða hefði nán- ast lagt blessun sína yfir þessi nám- skeið. Það er auðvitað fjarri sanni eins og þeir vita sem fylgst hafa með málinu. Samtök iðnaðarins benda þó réttilega á að Meistara- félag húsasmiða á ásamt fjölmörg- um öðrum aðild að Menntafélagi byggingariðnaðarins. Það heyrir þó brátt sögunni til. Meistarafélag húsasmiða sagði sig nefnilega úr Menntafélaginu með bréfi hinn 29. desember 2000, einmitt vegna ábyrgðar Samtaka iðnaðarins og Menntafélagsins á áðurnefndum námskeiðum. Í bréfinu segir meðal annars: „Eftir áratuga vinnu við að reyna að upphefja nám í byggingageiran- um teljum við okkur ekki eiga heima í samstarfi við aðila sem eru fullir vilja til að ýta út á bygginga- markaðinn mönnum með ónóga menntun og þekkingu. Samkomu- lagi um sérstaka aðild Meistara- félags húsasmiða að Menntafélagi byggingariðnaðarins, sem undirrit- aður var 20. nóvember 1997, er hér með sagt upp.“ Skemmst er frá því að segja að uppsögnin tekur gildi 1. júlí næst- komandi og skilja þar með leiðir. Tvær tegundir bygginga- meistara á markaðnum Baldur Þór Baldvinsson Iðnnám Í fréttatilkynningu Samtaka iðnaðarins var látið að því liggja, segir Baldur Þór Baldvins- son, að Meistarafélag húsasmiða hefði nánast lagt blessun sína yfir þessi dæmalausu lög- gildingarnámskeið. Það er auðvitað fjarri lagi eins og þeir þekkja sem fylgst hafa með málinu. Höfundur er formaður Meistarafélags húsasmiða. Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.