Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 39 SAMNINGUR Hafnarfjarð-arbæjar og Íslenskumenntasamtakanna (ÍMS)um þriggja ára tilrauna- rekstur Grunnskólans í Áslandi í Hafnarfirði var undirritaður í gær. Skólastarf á að hefjast á hausti kom- anda og hefur Kristrún Lind Birg- isdóttir verið ráðin skólastjóri við skólann. Ráða á í stöðu aðstoðar- manns skólastjóra en að auki verður Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, staðgeng- ill skólastjóra. Stefnt er að því að ráða fimm kennara í fastar stöður á næstunni auk stundakennara. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og dr. Sunita Gandhi hjá ÍMS og stofnandi og starfsmað- ur samtakanna ,,The Council for Global Education“ undirrituðu samninginn, sem felur m.a. í sér að ÍMS tekur að sér skólastjórn, kennslu, mötuneyti, skrifstofu, heils- dagsskóla, sérkennslu og kennslu vegna íþrótta og sunds og félags- starf nemenda. Samkvæmt samningnum greiðir Hafnarfjarðarbær 350 þúsund krón- ur á ári fyrir kennslu og þjónustu fyrir hvern nemanda fyrir samnings- tímabilið júlí–desember 2001. Greiðslan hækkar í 364.850 kr. vegna janúarmánuðar 2002 og breytist til hækkunar eða lækkunar í hverjum mánuði í hlutfalli við breyt- ingar á launavísitölu. Skólastjórar vilja samsvarandi upphæð á nemanda og Áslands- skóli fær Þess má geta að á fimmtudag var lagt fyrir bæjarráð Hafnarfjarðar erindi skólastjóra grunnskóla Hafn- arfjarðar þar sem óskað var eftir því að allir grunnskólar Hafnarfjarðar fengju samsvarandi fjárhæð á hvern nemanda og Áslandsskóli fær. Magnús Gunnarsson sagði að aldrei hefði staðið til annars en að grunn- skólar Hafnarfjarðar yrðu reknir á svipuðum grundvelli og þaðan af síð- ur væru bæjaryfirvöld að mismuna grunnskólanemum með Áslands- samningnum. Magnús sagðist frem- ur líta á erindi skólastjóranna sem viðleitni þeirra til að leggja áherslu á stöðu sína innan skólasamfélagsins, en að þeir ættu við að grunnskóla- nemum í Hafnarfirði væri mismun- að. „Ég tek erindi þeirra með góðum huga og lít ekki á bréf þeirra sem ádeilu á bæjaryfirvöld, miklu fremur að menn séu að halda sínum merkj- um á lofti í skólaumræðunni,“ sagði Magnús. Verið er að taka saman samanburðartölur á öllum grunn- skólum Hafnarfjarðar og búist við niðurstöðum úr þeirri athugunum innnan fárra vikna. Skólastarfið í Áslandsskóla hefst haustið 2001 og verður þá boðin kennsla og önnur þjónusta í 1. til og með 7. bekk. Næstu þrjú skólaár bætist við einn árgangur á ári, þ.e. 8. 9. og 10. bekkur, þannig að frá hausti 2004 verður skólinn heildstæður með kennslu frá 1.–10. bekk. Í byrjun samningstímabils, á með- an hverfið er að byggjast upp, mið- ast greiðslur að lágmarki við 150 nemendur á fyrsta skólaári, 175 á öðru skólaári, 200 á þriðja og 225 á því fjórða. Magnús Gunnarsson fagnaði áfanganum í gær og sagði að eftir nokkra þrautargöngu bæjaryfir- valda hefði náðst að brjóta upp skólastarf í Hafnarfirði með til- raunaverkefninu í Áslandsskóla. „Við höfum fengið heimild mennta- málaráðherra til að fara í ákveðna tilraun með þennan skóla og auðvit- að þarf skólinn að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru í aðalnám- skrá. Ég sé því ekki að nein áhætta sé tekin með þessu,“ sagði Magnús. Markmiðið að hámarka getu skólabarna Kristrún Lind Birgisdóttir, nýráð- inn skólastjóri Áslandsskóla, kemur úr starfi skólastjóra Grunnskólans á Flateyri, þar sem stuðst var við nokkrar hugmyndir ÍMS, sem vinna á með í Áslandsskóla. Skólastefna ÍMS byggist á hugmyndafræði sem hefur það að markmiði að hámarka getu barnsins með kennsluaðferðum sem taka mið af öllum þroskaþáttum þess. Áhersla er lögð á þekkingu og leikni, viðhorf og manngildi. „Meðal annars einbeittum við okkur að því að skerpa sýn okkar á hvern einstakan nemanda og þarfir hans,“ sagði Kristrún. „Við tókum upp spakmæli dagsins, morgun- stund, dagbókarskrif og nemenda- möppur. Þetta miðaðist að því að fylgjast með framförum hvers og eins. Þá var foreldrasamstarf end- urskipulagt og samskipti heimila og skóla með því að tengja það við dyggð mánaðarins. Með þessum starfsaðferðum náðum við upp mun betri starfsanda nemenda og kenn- ara en verið hafði og sköpuðum mjög dýrmæt tengsl milli heimila og skóla.“ Aðspurð sagðist Kristrún hlakka til nýja starfsins í Áslandsskóla, en hún er ráðin frá og með 1. júlí 2001. „Starfið leggst mjög vel í mig og ég hlakka sérstaklega til að vinna með ráðgjafahóp ÍMS. Hann skipar úr- valsfólk sem hefur víðtæka reynslu af skólamálum, sem kemur til með að endurspeglast í starfi Áslands- skóla.“ Margir kennarar áhugasamir Dr. Sunita Gandhi lýsti yfir ánægju sinni með að samninga- og tilboðsferlinu væri lokið og sagði að nú yrði hægt að sýna fram á að ým- islegt væri hægt að gera öðruvísi innan opinbera skólakerfisins. Hún sagði ÍMS hafa fengið mikinn stuðn- ing ráðgjafahópsins, sem tryði á hugmyndafræðina sem samtökin byggðust á og nú væri mest um vert að finna góða kennara. Margir hefðu hafa sýnt áhuga á að kenna við skól- ann. „Við erum að leita að mörgum stundakennurum og fólki með marg- þætta hæfni,“ sagði hún. „Kennar- arnir eiga ekki eingöngu að sinna venjulegri bekkjarkennslu, heldur vera skapandi í þágu skólans þar sem hæfileikar þeirra eiga að geta nýst á óteljandi marga vegu.“ Hvað nemendur varðar verður lögð áhersla á að hvetja þá til dáða í námi og umbuna þeim á ákveðinn hátt í formi viðurkenningar, þótt skólinn muni ekki starfa í anda umbunar og refsingar. „Ef t.d. nemandi bætir sig um einn heilan á stærðfræðiprófi, en er eftir sem áður lægstur í bekknum verður árang- urinn engu að síður verðlaunaður með því að viðurkenna hann sem framför, sem yrði deilt með bekkn- um og nemandanum sjálfum,“ sagði Gandhi. Samningur Hafnarfjarðarbæjar og ÍMS verður framlengdur til fimm ára í senn að loknu þriggja ára reynslutímabilinu nema annar hvor aðilinn tilkynni annað. Samningstími getur að hámarki orðið 23 ár en þá skal samningi ljúka og verkið boðið út að nýju eða horfið frá fyrirkomu- laginu. Samningur um rekstur Áslandsskóla undirritaður Hver nemandi kostar 350 þúsund Morgunblaðið/Jón Svavarsson Samningurinn um Áslandsskóla er til reynslu til þriggja ára og var hann undirritaður í Hafnarborg í gær. Á myndinni eru Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, dr. Sunita Gandhi og Kristrún Lind Birgisdóttir skólastjóri. Hafnarfjarðarbær greiðir rekstraraðilum Ás- landsskóla 350 þúsund krónur á ári fyrir kennslu og þjónustu fyrir hvern nemanda í skólanum. Ráðinn hefur verið skólastjóri að skólanum og ráðning kennara er að hefjast. yrðu handteknir tafarlaust. Heimavarn- einangraði síðan andspyrnuhópana í um. tro átti einnig sannkallað leynivopn. aflugvélunum þremur af gerðinni T-33 eytt og tvær vélbyssur settar í hverja Vegna hraða og lipurðar gátu þær niður sprengjuvélar innrásarliðsins að vild, þannig að kúbversku útlagarn- að lokum engrar aðstoðar úr lofti. maður bandaríska flughersins, Thomas viðurkenndi síðar við yfirheyrslur öld- eildar Bandaríkjaþings að hann hefði ist við þessari mótspyrnu. „Það kom gjörlega í opna skjöldu að T-33 vélarnar vera vopnaðar,“ sagði hann og bætti yfirmenn hersins hefðu ekki litið á slík- r sem „vígvélar“. sem Bandaríkjamenn voru vissir um að gjuvélum útlaganna myndi ekki stafa af flugvélum Kúbuhers hafði Kennedy ann við því að flugvélum frá herstöðvum daríkjunum eða flugvélamóðurskipum eitt í aðgerðunum. Af sömu ástæðu voru arbátar og birgðaskip útlaganna ekki oftvarnabyssum. Það var því hægðar- fyrir átta flugvélar Kúbuhers að sökkva ða hrekja þau í burtu. tro missti helminginn af þessum flug- sínum í átökunum en sigurinn var þá í höfn. Herdeild 2506 var einangruð, vopn og mannafla, og síðustu innrás- nirnir urðu að gefast upp. Undanhaldið nedy heimilaði að lokum að flugvélar af skipinu Essex yrðu notaðar til að flytja na frá Svínaflóa, en það var of seint. 9 útlagar voru teknir til (hersveitir Kúbustjórnar 161 mann). Föngunum var hálfu öðru ári síðar þegar tjórn fékk lyf og matvæli að ði 35 milljóna dala sem skaðabætur“ frá Bandaríkj- gir útlaganna sem tóku þátt í Svína- nrásinni gengu síðar í bandaríska her- okkrir voru skipaðir í opinber embætti. rsku útlagarnir hafa meiri áhrif í rískum stjórnmálum en ætla mætti ef er við fjölda innflytjendanna fara í krir útlaganna eru nú efnaðir kaup- menn í New York, New Jersey og á -svæðinu þar sem áhrif innflytjenda frá nsku Ameríku fara sívaxandi. Aðrir hafa egar verið viðriðnir hermdarverkastarf- g árásir á kúbverska stjórnarerindreka. Fjórir útlaganna voru saksóttir og dæmdir fyrir að taka þátt í Watergate-innbrotinu sem varð til þess að Richard Nixon lét af embætti forseta. Sem varaforseti hafði Nixon haft náin tengsl við Batista og menn hans. Þegar Nixon var atvinnulaus í pólitíkinni á sjöunda áratugnum var hann aðallögmaður skilgetinna barna einræðisherrans Leonidas Trujillos í erfðadeilu þeirra við óskilgetna af- komendur hans um auðæfi hans í útlöndum, en hann átti fleiri börn en tölu var á komið. Þessi dóminíski var ráðinn af dögum árið 1961, hálfum öðrum mánuði eftir Svína- flóainnrásina. Hann var fórnarlamb samsæris sem var runnið undan rifjum CIA, sömu stofn- unar og hafði haldið verndarhendi yfir honum. Morðið á þessum „andstæðingi heimssam- særis kommúnista“ var liður í kaldrifjuðum áformum í Washington um að skapa hug- myndafræðilegt mótvægi við tilraunir Banda- ríkjastjórnar til að koma Castro og stjórn hans frá – meðal annars með ýmsum sérlega hugvitssamlegum tilraunum til að ráða Castro af dögum. Klúður er munaðarlaust Þrotabú Svínaflóa var gert upp strax og Kennedy var fyrstur til. „Velgengnin á þús- und feður en klúðrið er munaðarlaust,“ sagði hann á annáluðum blaðamannafundi. Hann tók á sig ábyrgðina. Allen Dulles var á meðal þeirra sem báru lægri hlut. Óákveðni hins óreynda forseta í þessu máli varð til þess leiðtogar Sovétríkjanna komust á blóðbragðið. „Við ætlum að veita kúbversku þjóðinni og stjórn hennar alla þá hjálp sem möguleg er,“ hafði Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov skrifað í harðorðu bréfi til Kenn- edys áður en innrásin fór út um þúfur. Síðan kom deilan um kjarnaflaugarnar á Kúbu. Þá „sigraði“ Kennedy með því að stíga hættulegan jafnvægisdans milli pólitískra klókinda og hernaðarlegs hættuspils með heiminn sem gísl. Afleiðingar Svínaflóainnrásarinnar Nokkrir bandarískir sagnfræðingar telja að samhengi sé á milli auðmýkingarinnar í Svína- flóa og aðgerða Kennedys í Suðaustur-Asíu, vanhugsaðs uppgjörs til að hindra „útbreiðslu heimskommúnismans til annars þróunarrík- is“, Víetnams. Á Girón-ströndinni, við mynni Svínaflóa, er stórt skilti með áletruninni: „Girón – fyrsti ósigur heimsvaldasinna í Ameríku.“ Fidel Castro hafði einnig komist á blóð- bragðið. Hann sendi fulltrúa sína út um alla Rómönsku Ameríku. Sigur hans fyllti upp- reisnarhreyfingar eldmóði í öllum þessum heimshluta. Þær fengu hernaðarráðgjafa og tóku á móti miklu af vopnum frá Kúbu. Kúba litla gat með stuðningi Sovétríkjanna eflt og viðhaldið langöflugustu hernaðarvél Rómönsku Ameríku. Brátt varð hún of lítil fyrir boðskap byltingarinnar á Kúbu. Landið blandaði sér með áhrifaríkum hætti í þróunina í Afríku og á Arabíuskaga. Kúba í Afríku Alls voru 30.000 kúbverskir hermenn send- ir til Angóla og þeir höfðu mikla þýðingu fyrir varnir kommúnistastjórnarinnar í landinu, sem naut stuðnings Sovétríkjanna, og einnig fyrir sjálfstæðisbaráttu Namibíumanna. Ósig- ur Suður-Afríku í Angóla stuðlaði að því að að- skilnaðarstefnan og stjórn hvíta minnihlutans leið undir lok. Það voru ekki Sovétríkin sem notuðu Castro eins og lengi var talið. Það var miklu frekar Castro sem notaði Sovétríkin. Í Róm- önsku Ameríku, að nokkru leyti. Í Afríku, að öllu leyti. Castro lék á þá alla; Bandaríkja- menn, Sovétmenn og andstæðinga sína hvar- vetna. Í sögu síðustu áratuga eru fá dæmi um að leiðtogi frá litlu landi á einum af útjöðrum heimsins hafi getað haft svo mikil áhrif á stóran hluta heimsbyggðarinnar. Slíkt hefur aðeins verið hægt með því að kúga eigin þjóð. Allt hófst þetta á ævintýralegri atburðarás fyrir 40 árum og bandaríski rithöfundurinn Thedore Draper hefur lýst henni best í bók sinni „Bylting Castros“: „Kúbuinnrásin í apríl 1961 var einn af þessum sjaldgæfu pólitísku og hernaðarlegu viðburðum – fullkomið klúð- ur.“ andi Kúbudeilunnar rúmu ári síðar ð klúður AP á Playa Giron meðan á innrásinni í ma, málpípu kúbönsku stjórnarinnar. Höfundur starfar hjá Danmarks Radio, þar sem hann sérhæfir sig í málefnum spænsku- og portúgölskumælandi þjóða, og hefur skrifað bók um Kúbu og Castro. „Velgengnin á þúsund feður en klúðrið er munaðar- laust“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.