Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Bjarna-dóttir fæddist að Görðum í Aðalvík 22. september 1905. Hún lést á sjúkrahúsi Bol- ungarvíkur 2. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Bjarni Dósóþeus- son, bóndi í Görðum, f. 7. júlí 1873, d. 19. feb. 1952, og Bjargey Sigurðardóttir frá Látrum, f. 20. apríl 1873, d. 13. feb. 1944. Sigrún var í foreldra- húsum til 5 ára ald- urs en þá var henni komið í fóstur til hjónanna Guðbjarts Guðmunds- sonar á Reyrhóli á Hesteyri, f. 3. júní 1868, d. 17. jan. 1947, og Ragnheiðar Jónsdóttur frá Víði- dalsá í Steingrímsfirði, f. 22. sept. 1851, d. 15. nóv. 1932. Hálfsystkini Sigrúnar voru Margrét, Finney og Baldey Reginbaldsdætur og Hall- dór Bjarnason. Sigrún var fjórða í röð alsystkina en þau voru Guð- mundur Rósi, Sigurður, Ólöf, Dósóþeus, Gísli, Sigurjón og Ing- unn, þau eru öll látin. Fóstursystir Sigrúnar var Ingibjörg Sigurjóna Guðbjartsdóttir, f. 20. apríl 1895, d. 1930. Sigrún giftist, 25. okt. 1938, Sölva Betúelssyni frá Höfn í Hornvík, f. 30. jan. 1893, d. 13. ág. 1984. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en áttu því láni að fagna að hafa börn hjá sér á sumr- in þar sem mynduðuðust mikil og náin tengsl. Einkum skal getið Sólbergs Jónssonar, sparisjóðs- stjóra í Bolungarvík, og Karítas- ar, systur Sólbergs. Eiginkona Sólbergs, Lucie Einarsson hef- ur verið Sigrúnu eins og besta dóttir. Sigrún ólst upp á Hesteyri hjá Guð- bjarti frænda sínum og Ragnheiði, en Guðbjartur og Bjargey móðir Sig- rúnar voru systkina- börn. Sigrúnu þótti afar vænt um fóstur- systurina Jónu, sem fór ung til náms í Þýskalandi, varð síð- an verslunarstóri í Reykjavík og lést 35 ára gömul. Sigrún lofaði henni að hún skyldi annast for- eldrana á meðan systirin væri í burtu og Sigrún efndi það, því að hún var hjá þeim óslitið á meðan fósturforeldrarnir lifðu. Sigrún og Sölvi hófu búskap á Reyrhól þar sem Sölvi varð oddviti og síðar hreppstjóri. Þau voru síðustu ábú- endur í Sléttuhreppi, fóru frá Hesteyri í nóvember 1952 og sett- ust að í Bolungarvík. Á Hesteyri sinnti Sigrún ýmsum félagsstörf- um, var meðal annars varagæslu- maður og gæslumaður stúkunnar Framtíðarinnar í 20 ár, tók þátt í leiksýningum og var í ritstjórn blaðs sem varð að handskrifa. Hún skrifaði sjálf ýmsar greinar í blað- ið. Í Bolungarvík var hún ritari Sjálfstæðiskvennafélagsins í 20 ár. Útför Sigrúnar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég sest niður og reyni að setja nokkur orð á blað um vinkonu mína Sigrúnu Bjarnadóttur frá Hesteyri., verð ég hugsi og veit ekki hvar á að byrja að segja frá lífshlaupi hennar. Í mínum huga eru 90 ár ljós- lifandi fyrir mér frá því þú komst til Hesteyrar 5 ára gömul og þar til þú lést 2. maí sl. á 96. aldursári. Samtöl þín voru svo skýr og ljóslifandi að manni fannst eins og maður hafi ver- ið þar þátttakandi, en þess skal getið að ég þekkti sögusviðið mjög vel. Í sumarbyrjun 1946, kemur vinkona foreldra minna heim til okkar og er að falast eftir strák og stelpu í sveit til Hesteyrar fyrir vini sína þar, Sölva Betúelsson hreppstjóra og konu hans Sigrúnu Bjarnadóttur, en þau búa þar með fóstra Sigrúnar há- öldruðum en hjónin eru barnlaus. Búið er lítið 30 kindur, hestur og 2 kýr og jafnframt eiga þau bát og eru stundaðir róðrar vor og haust. For- eldrar mínir höfðu hætt hjáverkabú- skap haustið áður svo það er ákveðið að ég 11 ára og systir mín Karitas Jónsdóttir 9 ára förum í sveit til Sig- rúnar og Sölva á Hesteyri. Hesteyrarfjörður tók vel á móti okkur með fallegu veðri og sumar í lofti. Á Hesteyri voru rúmlega 20 íbúðarhús ásamt kirkju, skóla, versl- un, læknisbústað og síldarverk- smiðju, en hún var hætt starfsemi ásamt verslun og læknirinn farinn, fólki var tekið að fækka og ekki búið í öllum húsum. Undirlendi var ekki mikið svo bú voru lítil, en sjór stund- aður vor og haust. Sölvi og Sigrún tóku vel á móti okkur og fann maður strax fyrir alúð og hlýju frá þeim hjónum. Vinnudag- ur var ekki langur en mjög fjöl- breyttur. Heyskapur var upp á gamla mátann, engar vélar og öll vinnubrögð þau sömu og höfðu verið um aldamót. Gestkvæmt var hjá þeim hreppstjórahjónum og fengum við krakkarnir að sitja með gestun- um og hlusta á samræður í stað þess að vera að vinna. Ég var hjá þeim í sveit í þrjú sum- ur og hlakkaði alltaf jafnmikið til að fara á vorin og jafnleiður á að fara heim á haustin. Eins og kunnugt er urðu það örlög Sléttuhrepps að byggð hans eyddist á tiltölulega fáum árum. Sigrún og Sölvi Betúels- son, hreppstjóri og oddviti hrepps- ins, fluttu þaðan seinust manna haustið 1952. Þau urðu að ganga frá öllum sínum eigum án nokkurra bóta og byrja upp á nýtt á nýjum stað og komin yfir miðjan aldur. Þau flytja svo vestur yfir Djúpið til Bolungarvíkur. Sölvi hafði selt sinn fisk til Einars Guðfinnssonar í Bol- ungarvík og hafði verið þar í við- skiptum. Ætlaði Sölvi sér að stunda sjó frá Bolungarvík á sumrin, þaðan var stutt að sækja þau mið sem hann þekkti og frá Bolungarvík sá hann til Hesteyrarfjarðar og styst að fara þangað ef hann vildi. Þau Sölvi og Sigrún stunduðu vinnu í Bolungarvík meðan heilsan leyfði. Sölvi lést 1984 eftir þriggja ára veikindi þá 91. árs að aldri. Nú verður svolítið hlé á okkar samskiptum vegna skólagöngu minnar og sjúkrahúslegu fjarri heimabyggð. Haustið 1955 kem ég aftur til Bolungarvíkur og þá með konu mína Lucie Einarsson, danska að uppruna og gekk hún þá með fyrsta barn okkar. Það er skemmst frá því að segja að ég fór með konu mína í heimsókn til Rúnu og Sölva og þau tóku okkur mjög vel og þrem vikum síðar varð Rúna fimmtug og kona mín hjálpaði Rúnu með afmæl- ið. Eftir þetta hófst vinskapur Rúnu og Lucie. Þessi vinskapur þeirra hef- ur staðið í rúm 45 ár með heimsókn- um Lucie, og oft barna okkar, til Rúnu oft í hverri viku og síðustu 20 árin á hverjum degi þegar hægt var, jafnframt sem hún hjálpaði Rúnu með allar útréttingar hin seinustu ár. Þær nutu þessara samverustunda, báðar sérstaklega vel gefnar og minnugar. Það var gott hjá Rúnu að skilja við og fá að halda í höndina á vinkonu sinni. Um leið og ég þakka konu minni Lucie fyrir allt það sem hún gerði fyrir Rúnu mína vil ég færa starfsfólki Sjúkrahúss Bolung- arvíkur fyrir sérlega góða umönnun þessi seinustu ár hennar. Sjálfur vil ég þakka þér, Rúna, fyr- ir allar samverustundirnar, öll þín uppbyggilegu samtöl um ættingja þína, ættfræði, ábúendur og sögu Sléttuhrepps og síðan og ekki síst hvað þú og Sölvi voruð góð við börnin mín fimm og barnabörn. Að leiðarlokum vil ég þakka öllum ættingjum Rúnu fyrir tryggð þeirra við hana, en hún mat það svo mikils. Jafnframt þakka ég sveitungum hennar og Bolvíkingum fyrir sérlega góð kynni við hana. Guð blessi ykkur öll. Sólberg Jónsson. Í dag kveðjum við Rúnu okkar eins og hún var kölluð dagsdaglega. Samverustundir með henni spanna nánast allan minn aldur. Tengslin urðu náin því ég var skírður eftir þeim hjónum, Sölva og Rúnu, og um- gekkst þau eins og um afa minn og ömmu væri að ræða. Það sama átti við um þau og sjálfsagt urðu böndin enn sterkari en ella því þeim hjónum varð ekki barna auðið. Það var regla en ekki undantekning að ég borðaði sunnudagsmatinn hjá þeim, en ekki í foreldrahúsum með systkinum mín- um. Nabbi og Rúna eins og ég kallaði þau tóku mig einnig með til Hesteyr- ar strax og ég hafði aldur til. Nabbi átti þá trillu, Rúnu ÍS 583, og voru því hæg heimatökin að fara yfir Djúpið til að vitja heimahaganna, húss og lands. Í þá daga eftir 1960 og fram yfir 1970 eimdi ennþá svolítið eftir af tíðaranda fyrri ára þegar blómleg byggð var á Hesteyri. Frá- sagnir þeirra hjóna í slíkum ferðum, gamlar myndir og slíkir hlutir áttu stærstan þátt í að skapa skilning bæði á staðháttum, ytri aðstæðum og horfnu mannlífi. Í dag á ég húsið þeirra á Hesteyri, Reyrhól. Út af fyr- ir sig er það kvöð að eiga hús á svona einangruðum stað þar sem allir að- drættir og aðstæður eru erfiðar, svo framarlega sem ætlunin er að halda eignunum við. Hins vegar nýt ég þess að standa í þessu puði á hverju sumri. Ekki ætla ég að kryfja ástæð- una hér til mergjar. Nærtækasta skýringin er sjálfsagt eins og hjá öllu öðru sumarhúsafólki að komast út í náttúruna og vera með fjölskyldunni í leik og starfi. En þakklæti mitt til þeirra hjóna fyrir að fá að njóta æskuáranna með þeim á Hesteyri og heimafyrir kemur alltaf upp í hug- ann. Vonandi get ég endurgoldið það að hluta með því að halda Reyrhóli ávallt vel við og kenna börnum mín- um að njóta staðarins á sama hátt og þau kenndu mér. Síðustu æviárin dvaldist Rúna á Sjúkraskýli Bolung- arvíkur. Engum leiddist að heim- sækja Rúnu, því skopskynið var ávallt í lagi og frásagnargleðin alltaf fyrir hendi. Hún fylgdist líka vel með uppvexti drengjanna minna, sem örugglega hefur veitt henni mikla gleði síðustu æviárin eftir að hún varð fastur vistmaður á skýlinu. Elsku Rúna, nú ert þú komin til Nabba og við vitum að þér líður vel, því þið voruð alltaf sem eitt. Við mun- um alltaf minnast þín með hlýhug og virðingu. Sölvi Rúnar, Birna og synir. Elskuleg föðursystir mín, hún Rúna frænka, er látin. Það er sökn- uður að geta ekki lengur komið við hjá henni í Bolungarvík á leið okkar hjóna í sumarbústaðinn okkar á Látrum í Aðalvík. Við komum við hjá Rúnu síðastliðið sumar og brá hún þá skjótt við og bauð okkur heim í íbúð- ina sína, sem hún annars gat ekki lengur verið í sökum lasleika, og var því á sjúkrahúsinu í Bolungarvík, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Við áttum yndislega stund saman í íbúðinni, sem bar engin merki þess að húsfreyjan byggi þar ekki lengur, heldur kæmi þar aðeins dagstundir og þá einkum til að bjóða gestum kaffi og meðlæti í fallegu stofunni sinni. Hún Lucie vinkona Rúnu sá um að íbúðin væri alltaf tilbúin til gestamóttöku þegar tækifæri gæfist fyrir Rúnu að skreppa þangað með vinum og vandamönnum. Heimilið hennar Rúnu bar vitni um smekkvísi þar sem voru fallegir handunnir munir eftir hana sjálfa og stundirnar þar voru ógleymanlegar þegar Rúna sagði frá ýmsum liðnum atburðum sem allir urðu svo skemmtilegir blandaðir kímni og elskusemi. Það var mikill vinskapur milli foreldra minna og þeirra hjóna Rúnu og Sölva. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst í heimsókn til Rúnu á Reyrhól, þá smástelpa, hvað hún bar fram ljúffengan mat og hvað eldhúsið hennar var notalegt. Mér þótti alltaf gaman þegar Rúna og Sölvi komu í heimsókn til foreldra minna. Um- ræðurnar einkenndust af góðlátlegri kímni og glaðlegum hlátri. Rúna veitti öllum gleði og hlýju sem voru í návist hennar og þrátt fyrir lasleika síðustu árin var alltaf stutt í brosið hennar, gamansemina og elskulegt viðmót. Hún var afar fróð og hafði frá mörgu að segja um lifnaðarhætti og umhverfi, til dæmis frá fyrri hluta 20. aldar, og þrátt fyrir háan aldur virt- ist hún vera jafnfær og hver annar um að taka þátt í umræðum um menn og málefni líðandi stundar. Ég hringdi stundum til hennar og byrj- aði þá ævinlega á að spyrja hvernig SIGRÚN BJARNADÓTTIR ✝ Friðfinnur SveinnJósefsson fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 12. des- ember 1936. Hann lést á Landspítalan- um 6. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jósef Víg- lundur Vigfússon sjó- maður og útgerðar- maður, f. 13. apríl 1911, d. 28. maí 1966, og kona hans Sigríð- ur Lovísa Loftsdóttir húsmóðir, f. 9. októ- ber 1908, d. 20. mars 1982. Systkini Friðfinns eru Leifur Þór, f. 23. júní 1934, Guðrún, f. 27. desember 1935, og Valgerður, f. 6. nóvember 1938. Hinn 25. desem- ber 1959 kvæntist Friðfinnur eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Hauksdóttur, f. 30. desember 1927. Foreldrar hennar voru Haukur Ingjaldsson bóndi, f. 28. febrúar 1892, d. 31. október 1971, og kona hans Nanna Gísladóttir húsmóðir, f. 13. des- ember 1891, d. 2. október 1984. Kjör- sonur Friðfinns og Sigrúnar er Þröstur Friðfinnsson útibús- stjóri Landsbanka Ís- lands á Sauðárkróki, f. 26. ágúst 1961, maki Elín Kristbjörg Sigurðardóttir skrif- stofumaður, f. 9. október 1960. Að loknu skyldu- námi hóf Friðfinnur störf við sjómennsku, einkum á bátum frá Húsavík og kom að búskap á jörð tengdaforeldra sinna að Garðs- horni í Ljósavatnshreppi. Frá því um 1970 var meginstarf hans á Húsavík við smíðar og í bygging- ariðnaði þótt einnig gripi hann um árabil í sjómennska og beitningu þegar mikið lá við. Útför Friðfinns fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Friðfinnur Jósefsson er látinn. Brottför hans bar brátt að þrátt fyr- ir að Friðfinnur hafi barist við krabbamein um árabil. Hann fór frá Húsavík fimm dögum fyrir dánar- dægrið til að fara í skoðun á Land- spítalanum vegna breytinga á líðan sinni og ef til vill að hefja nýja með- ferð. Síðan ætlaði hann að fara aftur heim. En ekki fer allt sem ætlað er þegar þessi sjúkdómur er annars vegar. Friðfinnur tókst á við sjúk- dóm sinn af æðruleysi allt frá því hann greindist. Hann var ákveðinn í að láta sjúkdóminn ekki breyta dag- legu lífi sínu, heldur gekk til vinnu meðan hann stóð og sinnti hugðar- efnum sínum óhaggaður. Aðspurður um líðan sína svaraði hann jafnan á þá leið að hún væri ágæt utan kannski allra síðustu dægrin, þá svaraði hann að líðanin væri sæmi- leg. Nánustu fjölskyldu hans var hins vegar ljóst að lítið mátti út af bera. Friðfinnur Jósefsson gekk til sérhverra verka af hógværð og lát- leysi. Heimili hans og fjölskylda og nánasta umhverfi nutu athygli hans og umhyggju fyrst og fremst og sonur hans og börnin í fjölskyldunni nutu nálægðar hans og umhyggju. Hann var einstaklega samviskusam- ur, dagfarsprúður og tillitssamur og snyrtimennska var honum í blóð borin eins og glöggt mátti sjá á heimili hans bæði utan húss og inn- an. Honum féll sjaldan verk úr hendi og var jafnan boðinn og búinn að leggja öðrum lið. Þegar Friðfinnur tók saman við Sigrúnu Hauksdóttur móðursystur mína og kom inn í bændafjölskyld- una var hann ungur og vörpulegur sjómaður. Eðlilega fylgdu honum ný viðhorf, aðrar skoðanir og breyttur lífsmáti. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og gat komið að málum með skarpa sýn úr nýrri átt. En hann kunni líka að hlusta og virða skoðanir annarra. Hann tók þó ætíð málstað lítilmagnans gegn valdinu og hjarta hans sló vinstra megin við miðju. Tvennt gladdi Friðfinn öðru fremur, en það voru börnin sem tengdust honum og gróðurinn í umhverfinu. Hann var einstaklega barngóður og löðuðust börnin að honum hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Þess nutu börn mín þegar þau dvöldust í Garðshorni á sumrin og þá voru Friðfinnur og Sigrún oftast nærri. Þau eru mörg börnin sem notið hafa návistar Friðfinns. Á sinn rólega hátt ræddi hann við þau um heima og geima og veitti þeim uppörvun og sjálfstraust og beindi athygli þeirra að einhverju nýju í umhverfinu. Hann talaði við þau sem jafningja og naut ómælds trausts og vináttu þeirra og hafði einkar gott lag á að laða hið jákvæða fram hjá þeim og vekja áhuga þeirra fyrir umhverf- inu. Friðfinnur hafði mikla ánægju af gróðursetningu og ræktun eins og garðurinn í kringum húsið þeirra Sigrúnar á Húsavík ber vitni um. Og það var eins og í öðrum þáttum lífs hans, jarðarberjaplantan, kartaflan og hríslan fengu jafnmikla umhirðu og alúð eins og stærstu trén og skrautlegustu blómin. Hann annað- ist gróðurinn af natni og sagði stolt- ur frá þegar vel spratt eða vel tókst til með ræktun og það var eins og lífið dafnaði í iðnum höndum hans. Ekki hafði hann síður ánægju af því að ganga um lyngi vaxna berjahlíð í Kinninni á síðsumri. Hann var einn- ig ötull við gróðursetningu og að- hlynningu trjáa í trjágarðinum í Garðshorni og skjólbelta um túnin við Kvíaból og studdi móður mína dyggilega við að sinna því sameig- inlega áhugamáli þeirra. Það vakti ekki síst athygli og aðdáun hversu ötullega hann gekk til þessara garð- verka og berjatínslu þar sem hann átti lengi vel ekki auðvelt með gang vegna skekkju í mjöðm. Ekki verður Friðfinns minnst án þess að geta um veiðiáhuga hans. Hann hafði mikla ánægju af lax- og silungsveiði í þingeyskum ám og vötnum og var lunkinn veiðimaður. Marga sumardaga fóru þeir saman Friðfinnur og Þröstur sonur hans og undu sér við veiðar. Þá daga sem þeir feðgar áttu veiðileyfi í Þingeyj- arsýslu ríkti eftirvænting hjá ábú- endum og gestum í Garðshorni. Ef vel gaf var ósjaldan slegið upp veislu og öllum boðið til. Friðfinnur gerði að og Þröstur matreiddi. Ánægja Friðfinns af veiðimennsk- unni var kannski ekki síst fólgin í því að gefa öðrum af aflanum sem hann dró á land. Friðfinnur var mætur maður í þess orðs bestu merkingu. Slíks manns er gott að minnast. Við fjölskyldan vottum eft- irlifandi eiginkonu hans, syni og fjölskyldu hans samúð við fráfall Friðfinns og biðjum þess að minn- ingar um allar þeirra góðu stundir megi styðja þau. Haukur Ingibergsson. FRIÐFINNUR SVEINN JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.