Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 13
ÞEIR voru niðursokknir í
vinnu sína, starfsmenn
Gatnamálastjóra í Að-
alstræti á dögunum þegar
ljósmyndari Morgunblaðs-
ins átti leið um miðbæinn,
en eins og vegfarendur
hafa tekið eftir eru fram-
kvæmdir í Kvosinni nú í
fullum gangi. Á meðan á
þeim stendur þurfa vegfar-
endur að fara ýmsar
krókaleiðir til að komast
leiðar sinnar þar sem götur
og gangstéttir hafa víða
verið grafnar í sundur.
Framkvæmdirnar ganga
vel samkvæmt upplýsingum
frá Gatnamálastjóra.
Skipulag göngu- og akst-
ursleiða verður svipað og
áður en gatan fær nýjan
svip, meðal annars munu
tré lífga upp á umhverfið.
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum í Aðal- og Aust-
urstræti verði að mestu
lokið fyrir 17. júní. Borg-
arbúar ættu því að geta
gengið óhindrað um
miðbæinn á þjóðhátíð-
ardaginn á þessum götum,
sem eins og mannfólkið
verða eflaust komnar í sitt
fínasta púss. Morgunblaðið/Jim Smart
Urð og
grjót í
Aðal-
stræti
Miðborgin
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 13
KRINGLUMÝRARBRAUT
frá Sæbraut að Miklubraut er
sá þjóðvegur á höfuðborgar-
svæðinu sem hefur hæsta
slysatíðni en flest óhöpp
verða á Fjarðarbraut, frá
Engidal um miðbæ að
Reykjanesbraut. Af gatna-
mótum á höfuðborgarsvæðinu
eru það gatnamót Suður-
landsvegar og Breiðholts-
brautar við Rauðavatn sem
eru með hæstu slysatíðnina
en óhappatíðni er hæst á
gatnamótum Reykjanes-
brautar og Hafnarfjarðarveg-
ar við Kaplakrika.
Þetta er meðal niðurstaðna
í nýrri úttekt á slysastöðum á
þjóðvegum sem Línuhönnun
vann fyrir Vegagerðina.
Forsendur úttektarinnar
Í úttektinni eru helstu
gatnamót og stofnvegir á höf-
uðborgarsvæðinu kannaðir
með tilliti til óhappa- og slysa-
tíðni en undir fyrri skilgrein-
inguna falla öll óhöpp, slys og
dauðsföll. Þau óhöpp sem
hafa meiðsl á fólki í för með
sér eru hins vegar kölluð slys.
Skilgreint er net svokallaðra
hnútpunkta og leggja í stofn-
brautakerfi höfuðborgar-
svæðisins og samanstendur
það af 34 leggjum og 21 hnút-
punkti. Hnútpunktur er það
kallað þar sem mætast tveir
eða fleiri „meiriháttar“ leggir
eða þjóðvegir stofnbrauta-
kerfisins. Þetta þýðir að ekki
eru öll gatnamót á höfuðborg-
arsvæðinu tekin fyrir heldur
eingöngu þau sem mest mæð-
ir á í umferðarkerfinu.
Þegar reiknuð eru út óhöpp
og slys fyrir leggi er tekið til-
lit til umferðarmagns og segja
tölurnar til um óhöpp og slys
á hverja milljón ekna kíló-
metra. Fyrir hnútpunkta er
sömuleiðis tekið tillit til um-
ferðarmagns með því að gefa
upp fjölda óhappa og slysa á
hver milljón ökutæki sem aka
um gatnamótin. Þannig geta
umferðarlitlar götur og
gatnamót haft svipaða slysa-
og óhappatíðni og þar sem
umferð er mun meiri.
Misjafnt er milli sveitar-
félaganna síðan hvenær tölur
eru, sem unnið er upp úr. Al-
mennt er miðað við umferð-
artölur frá árinu 1997 þar sem
heildstæðasta gagnasafnið
fyrir sveitarfélögin er að finna
fyrir þetta ár. Slysatölur úr
Reykjavík eru frá árunum
1994–1998, úr Kópavogi frá
árunum 1992–1997, úr Garða-
bæ frá árunum 1992–1995 og
úr Hafnarfirði frá árunum
1992–1996.
Vegakaflar
Þegar meðfylgjandi töflur
eru skoðaðar sést að nyrsti
hluti Kringlumýrarbrautar er
með áberandi hæstu slysa-
tíðni. Í úttektinni kemur fram
að ástæður þessa séu meðal
annars mikil umferð og mikill
umferðarhraði ásamt fjölda
óvarinna vinstribeygju-
strauma. Þessi atriði leggist á
eitt og því sé mikið um slys
miðað við umferðarmagn á
þessum vegkafla. Í skýrslunni
segir ennfremur að ekki komi
á óvart að Miklabrautin sé
með háa slysatíðni enda sé
hún gífurlega umferðarþung
með mörgum litlum og
stórum gatnamótum.
Þá er það sagt stinga í stúf
að Sæbrautin meðfram Sund-
unum komist ofarlega á blað
en talið er líklegt að hár um-
ferðarhraði og útafkeyrslur
ásamt fjölda gatnamóta með
óvörðum vinstribeygjum hafi
þar sitt að segja. Þá komi
gangandi vegfarendur þar við
sögu.
Sé litið á óhappatíðnina
kemur í ljós að Fjarðarbraut
sem er gamli þjóðvegurinn
um miðbæ Hafnarfjarðar er
þar efst á blaði. Í skýrslunni
kemur fram að aragrúi gatna-
móta er á veginum auk þess
sem útsýni og rými er tak-
markað á köflum. Nyrsti hluti
Kringlumýrarbrautarinnar
kemur fast á eftir en þar sker-
ast margar umferðarmiklar
götur og mikið er um óvarðar
vinstri beygjur.
Gatnamót
Það eru gatnamót Suður-
landsvegar og Breiðholts-
brautar sem eru afgerandi
verst en þar er um að ræða
eins konar hlið inn í borgina
af Suðurlandi. Í skýrslunni
segir að ökumenn sem koma
þaðan séu kannski ekki farnir
að átta sig á að komið sé inn í
borgarumferðina og það valdi
hlutfallslega mörgum slysum.
Gatnamót Miklubrautar,
Vesturlandsvegar, Sæbrautar
og Reykjanesbrautar er nú
búið að laga þar sem slaufur
voru kláraðar fyrir fáeinum
árum og af- og aðreinakerfið
bætt til muna.
Ef litið er á óhappatíðnina
eru gatnamót Reykjanes-
brautar og Hafnarfjarðarveg-
ar við Kaplakrika í efsta sæti.
Í úttektinni segir að þetta
komi á óvart þar sem um er að
ræða ljósastýrð T-gatnamót
sem samkvæmt kenningunni
ættu að vera nokkuð örugg.
Flest óhöpp sem tengjast
gatnamótum Kringlumýrar-
brautar og Bústaðavegar
verða skv. skýrslunni á
brúnni yfir Kringlumýrar-
braut eða við hana enda sé
þar mikil umferð og allnokkur
þrengsli. Auk þess sé yfirsýn
þeirra er upp á brúna koma
takmörkuð og úrbóta því þörf.
Hægt að fækka
slysum mikið
Í niðurstöðum skýrslunnar
segir að til að árangur náist í
fækkun slysa á þjóðvegum á
höfðuborgarsvæðinu þurfi
Vegagerðin og sveitarfélögin
að vinna náið saman til að
tryggja sem bestan árangur.
Þá segir: „Það er ljóst að mik-
ið má gera til að fækka slys-
um með minniháttar aðgerð-
um sem þurfa ekki að kosta
mikið.“
Bent er á úrræði á borð við
lagfæringar á að- og afrein-
um, uppsetningu girðinga til
að hindra gangandi umferð og
að loka gatnamótum eða tak-
marka beygjustrauma. Eins
er bent á endurskoðun still-
inga umferðarljósa og að
vanda skilti og yfirborðs-
merkingar.
Skýrsla Vegagerðarinnar um slysa- og óhappastaði á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Úrbætur
þurfa ekki að
kosta mikið
!
"#
$%
&
'&( )
!*&
+')
,)'
-
!
"
. . . . . . . . .
.
.
.
/ / / /0
/ / / / / / " 1)2
3&
4(552
3&
4!6
'
*&
#
$#
%
#
& ''
#
(
" &
,)7
'&( )
/&8 &0
79)&'
7+')
,)7"#
78'1%')
7
!
7
7"
79)&'
+')
,)'
7" &
,)'
8'1%')
7!
%
&
/75
0
8'1%')
7
'&( )
7: '
8'1%')
7"'%
8'1%')
7$%
&
/;)
0
.
. . . .
. . . . . . .
. . .
" 1)2
3&
4(552
3&
/ / / / / / / /0
/
0
/ 4!6
'
*&
#
$#
%
)
& ''
#
(
Höfuðborgarsvæðið
AÐSTÖÐU til hjólabretta-
iðkunar verður komið upp
til bráðabirgða á íþrótta-
svæði HK við Snælands-
skóla samkvæmt sam-
þykkt bæjarráðs Kópa-
vogs í vikunni. Að sögn
bæjarstjóra má búast við
að hjólabrettamenn geti
farið að nýta sér aðstöð-
una þegar í sumar.
Eins og Morgunblaðið
hefur greint frá hefur tólf
ára gamall hjólabretta-
strákur, Daníel Bergmann
Sigurðsson, unnið að því
að yfirvöld í Kópavogi
kæmu upp slíkri aðstöðu í
bænum og óskaði hann
eftir því að aðstaðan yrði
fyrir hendi í sumar. Nú
virðist honum hafa orðið
að ósk sinni því eftir um-
fjöllun erindis hans í
nefndum og ráðum bæj-
arins hefur bæjarráð sam-
þykkt að setja upp að-
stöðu á fyrrnefndum stað
til bráðabirgða auk þess
sem leitað verður eftir
svæði undir framtíðarað-
stöðu fyrir hjólabretti í
Kópavogi.
Verða tæknilegir
ráðgjafar
Að sögn Sigurðar Geir-
dal bæjarstjóra verður
þegar hafist handa við að
koma aðstöðunni upp.
„Hvort það verður eftir
eina, tvær eða þrjár vikur
veit ég ekki nákvæmlega
en þetta á að verða tilbúið
í sumar,“ segir hann.
Hann segist ekki geta
svarað því nákvæmlega
hvað felist í þeirri aðstöðu
sem til stendur að setja
upp enda segist hann ekki
vera besti maðurinn til að
svara því. „Þessir strákar
verða náttúrulega tækni-
legir ráðgjafar okkar. Við
fáum að vísu upplýsingar
og myndir að utan en
hjólabrettamennirnir sjálf-
ir verða að vera okkur
innan handar með þetta,“
segir hann.
Sigurður segir framtak
Daníels vera gott dæmi
um hvernig taka eigi á
málum sem þessum. „Ég
fer fram á það að svona
erindi séu tekin fyrir, al-
veg sama hvort þau koma
frá Rotaryklúbbnum eða
hjólabrettastrákum. Er-
indið fer á dagskrá, það er
tekið formlega fyrir í öll-
um nefndum og afgreitt
þannig. Það er mikilvægt
að á þessum aldri fái
krakkar trú á að ef menn
reki erindi sín formlega og
skikkanlega sé tekið eitt-
hvert mark á þeim.“
Hjólabretta-
aðstaða í Snæ-
landsskóla
Kópavogur