Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 33 MARGIR hafa sjálfsagt velt því fyrir sér hvernig regnboginn verður til. Um það má nú lesa í svari Ara Ólafs- sonar á vefsetrinu. Það er bæði með skýringarmyndum og veftenglum og hentar þess vegna því miður ekki til birtingar í dagblaði. Fyrir nokkru tók Vísindavefurinn upp efnisflokkinn „föstudagssvar“. Þar slær ritstjórn á létta strengi þeg- ar ástæða þykir til og er fólki bent á að taka öllu með fyrirvara sem sagt er þar. Svarið um gönguna til Plútó sem birtist hér í dag er úr þeim flokki. Hvað er kviksandur og hvern- ig verkar hann? SVAR:Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göng- um á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og hann þyrlast eða blandast því stöðugt upp í vatnið. Þetta getur einnig gerst í skemmri eða lengri tíma í straumvatni þar sem lögun botnsins veldur streymi upp á við, til dæmis í hyljum, og sandur er nógur á staðnum. Stundum sýnist yfirborðið aðeins vera blautur sandur og þá getur kviksyndið verið sérlega varasamt. Á jökulsöndum eins og Skeiðarársandi geta menn þurft að troða brautir sem halda þá uppi farartækjum en víki menn út af brautinni eiga þeir á hættu að bíllinn sökkvi þá minnst varir. Kviksyndi getur líka myndast í jarðskjálftum þegar skjálftabylgjan hristir upp í blautum sandi. Sand- urinn getur þá farið að renna eins og vatn og aurskriður fara af stað, jafn- vel í litlum halla. Mannvirki hegða sér misjafnlega við slíkar aðstæður; sum sökkva en önnur fljóta upp, sam- anber það sem sagt er hér á eftir um eðlismassa. Sandkorn eru talsvert þyngri í sér en vatn og vatn með sandkornum í er þess vegna líka þyngra í sér en hreint vatn. Eðlisfræðingar segja að sand- bleytan hafi meiri eðlismassa (massa á rúmmálseiningu) en venjulegt hreint vatn. Hún er að ýmsu leyti eins og vökvi sem er þyngri í sér en vatn. Dauðir hlutir sem lenda í sand- bleytunni sökkva síður en í hreinu kyrrstæðu vatni, því uppdrifs- eða flotkrafturinn er meiri í sandbleyt- unni. Sumir kannast kannski við að hlutir sökkva miklu síður í kvikasilfri en vatni og ástæða þess er hin sama; eðlismassi kvikasilfursins er miklu meiri en vatns. En hreyfing hlutar er líka að öðru jöfnu hægari í þungum vökva en létt- um vegna þess að henni fylgir óhjá- kvæmilega hreyfing vökvans og hún verður hægari eftir því sem vökvinn er þyngri. Af sömu ástæðu er erf- iðara að hreyfa hlut í þungum vökva en léttum, til dæmis í sandbleytu í stað vatns. Þrýstingur á sama dýpi getur líka orðið meiri og hugsanlegt uppstreymi breytir líka aðstæðum. Þessi atriði eru okkur framandi og þess vegna getur kviksyndi verið varasamt ef menn bregðast ekki rétt við því. Fætur manna eru ekki vel lagaðir til að ganga í kviksyndi. Ef við stíg- um til botn í slíkum „vökva“ verður þrýstikraftur ofan á fótinn meiri en við eigum að venjast og sömuleiðis mótstaðan gegn hreyfingu. Ef við reynum að kippa fætinum snöggt upp á við myndast framandi kraftur niður á við sem getur orðið til þess að hinn fóturinn dregst lengra niður ef við gætum ekki að okkur. En ef við hreyfum okkur hægt og látum okkur jafnvel fljóta á bakinu þarf kviksynd- ið alls ekki að vera okkur skeinu- hættara en venjulegt vatn, nema síð- ur sé. Sumir segja að asnar sökkvi fljótt í kviksyndi en múldýr ekki. Skýringin á því mundi vera sú að viðbrögð múl- dýranna séu réttari; þau halda ró sinni. Ef hetjan í kvikmyndinni sekkur í kviksandinn þannig að hatturinn er einn eftir, þá er það sem sagt annað- hvort vegna óðagotsins sem kemur á hana eða bara af því að þetta er í bíó! Höfundur þakkar Sveinbirni Björnssyni yfirlestur og góðar ábendingar. Heimildir og lesefni: Don Glass (ritstj.), 1996. How Can You Tell if a Spider is Dead? and More Moments of Science. Bloomington: Indiana University Press. Bls. 134- 135.Vísinda- og spurningavefsetur sem nefnd eru á tenglasíðu Vís- indavefsins, til dæmis Brit- annica.com, Askme.com og Madsci. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vís- indasögu og eðlisfræði og ritstjóri Vísinda- vefjarins. Hvað er múkk, sjúkdómur sem hrjáir hesta? SVAR: Múkk er húðbólga í kjúku- bótinni á hestum, en kjúkubótina er að finna aftan til á kjúkunni, undir hófskegginu. Húðin er tiltölulega þunn og viðkvæm á þessu svæði. Fyrstu einkennin eru aukin fitu- myndun í húðinni sem getur þróast í vessandi bólgu og sár. Hross geta orðið hölt af þessum sökum. Ekki er vitað með vissu af hverju múkk myndast en orsakirnar eru taldar vera fjölþátta: 1. Álag. Múkk er algengast í reið- hrossum í stífri þjálfun. 2. Fóðrun. Hross í þjálfun eru alla jafna á kraftmiklu fóðri, sérstaklega þegar líða tekur á vorið, og er ekki hægt að útiloka að það eigi þátt í þró- un sjúkdómsins. 3. Umhverfi. Blautar stíur og gerði geta átt þátt í þróuninni en þó er múkk líka að finna þar sem umhverf- isaðstæður eru hvað bestar. 4. Kuldi. Hross sem ganga á blaut- um mýrum á haustbeit geta fengið múkk þó svo þau séu ekki í notkun. Í þeim tilfellum virðist sem kuldinn og bleytan örvi fitumyndun húðarinnar um of. 5. Bakteríusýkingar. Þær fylgja venjulega í kjölfarið en geta verið frumorsök í einhverjum tilfellum. Múkk er þó ekki talið smitandi. Misjafnt er hversu næm eða veik hross eru fyrir múkki og þar með hversu mikil áhrif umhverfisaðstæð- urnar, sem nefndar eru hér að fram- an, hafa. Því getur það gerst að til dæmis eitt hross af tíu í sama húsi (þar sem umhverfisaðstæður eru sambærilegar) fær múkk en hin ekki. Álagið hefur einnig mikið að segja í þessu sambandi. Mikilvægt er að fylgjast reglulega með kjúkubótinni á hrossum á húsi og hefja meðhöndlun um leið og fyrstu einkenna verður vart. Dýra- læknar nota venjulega fúkkalyf sam- hliða bólgueyðandi lyfjum við múkki og oftast dugar staðbundin með- höndlun. Sé bólgan það mikil að hún valdi helti þurfa hrossin að fá hvíld frá þjálfun á meðan á meðhöndlun stendur og í það minnsta viku betur. Þá þarf að íhuga hvort rétt sé að minnka álagið á hrossið. Athuga ber að ekki má nota hross í keppni sem fengið hafa lyfjameðhöndlun fyrr en að ákveðnum tíma liðnum (mismun- andi eftir lyfjum). Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir við Hólaskóla í Hjaltadal. Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós? SVAR: Ef maður ætlar að taka upp á því að ganga til Plútós þarf að koma til nokkur undirbúningur eins og í öðrum meiri háttar gönguferðum. Miklu skiptir að reikna út hvenær best er að leggja af stað. Brautir reikistjarnanna eru ekki algjörlega hringlaga heldur sporöskjulaga. Þess vegna getur munað töluverðu á fjar- lægð þeirra frá sólu, eftir því hvar þær eru staddar í hringferð sinni. Undirritaður myndi leggja af stað þegar jörðin væri sem fjærst sólu, því þá er hún jú nær braut Plútós. En þá er eftir að velja stefnu. Reikna þyrfti út meðalgönguhraða og finna út hvenær og hvernig maður myndi hitta á Plútó í sólnánd. Ef við gerum ráð fyrir að göngu- hraði í geimnum sé svipaður og á jörðu niðri (um 5 km á klukkustund) má reikna það út að gangan tæki 584.200.000 klukkustundir. Umreikn- að í ár eru það um 66.700 ár. En þetta segir nú ekki alla söguna. Menn geta ekki gengið allan sólarhringinn. Ef við gerum ráð fyrir átta tíma svefni hvern sólarhring tekur gangan ekki minni tíma en 100.000 ár. Við viljum ítreka að mikilvægt er að reikna nákvæmlega út staðinn þar sem mæta skal Plútó. Ef skekkja er í útreikningum og Plútó er nýfarinn framhjá áætluðum stað, yrðu það gíf- urleg vonbrigði. Þó að Plútó sé nokk- uð hægfara fer hann samt með 4,7 km hraða á sekúndu svo að ill- mögulegt væri að hlaupa hann uppi. Göngumaður þyrfti þá að bíða í 248 ár eftir að Plútó væri búinn með hringinn sinn. Við erum auðvitað vön að ganga á einhverju þegar við göngum, það er að segja til dæmis á jörðinni, á gólfi eða á færibandi í líkamsræktarstöð. Í geimnum er hins vegar ekkert til að ganga á þannig að göngumaður þarf að hugsa fyrir því áður en lagt er af stað. Svo tekur ferðin náttúrlega miklu lengri tíma en eina mannsævi og er því líklega best að hæfilega stór hóp- ur manna leggi af stað og eigi börn á leiðinni. Erfitt getur þó orðið að „jarða“ þá sem heltast úr lestinni. Þessar leiðbeiningar eru birtar án ábyrgðar. Vísindavefurinn eða rit- stjórn hans getur ekki borið ábyrgð á skaða, beinum eða óbeinum, sem hlýst af notkun þessara leiðbeininga. Geimganga er hættuleg! (Svar þetta er samið í tilefni föstu- dags og þess vegna ætti að taka því með mátulegum fyrirvara.) Ritstjórn Vísindavefjarins. Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann? Gestagangur hjá Vísindavefnum er mikill og stöðugur og jafnvel enn vaxandi. Flesta daga koma yfir 300 gestir og stundum um 500. Svör eru nú komin yfir 1.500 en með þeim er svarað talsvert á þriðja þúsund spurningum. Svörin eru eftir um það bil 350 mismunandi höfunda. Fjöldi spurninga er yfir 7.000 og spyrjendahópurinn skiptir þús- undum því flestir hafa aðeins sent inn eina spurningu. Spyrjendur þurfa enn sem fyrr að sýna biðlund eftir svörum vegna spurn- ingafjöldans en margir geta þegar fundið birt efni sem tengist spurningu þeirra. VÍSINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.