Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEILDARVELTA Baugs hf. fyrstu fjóra mánuði ársins var 8,7 milljarð- ar en veltan var 7,9 milljarðar sama tímabil árið 2000. Veltuaukning er því 10% milli ára og er hún svipuð bæði í matvöru og á sérvörusviði. At- hygli vekur hve velta í netverslun eykst mikið á milli ára eða um 42%. EBIDTA-afkoma félagsins er á áætlun. Frá ársbyrjun hefur inn- lendur rekstur félagsins verið fjár- magnaður með íslenskum krónum og gengistap því óverulegt. Þó myndast eitthvert gengistap vegna erlendra skulda við birgja. Greitt með hlutabréfum Baugur Holding, eignarhaldsfélag Baugs, hefur eignast allt hlutafé í Arcadia-Holding. Eins og greint hef- ur verið frá keypti Baugur ásamt Gaumi, Íslandsbanka-FBA, Kaup- þingi og Gildingu í gegnum eignar- haldsfélagið A-Holding, 20,1% hlut í verslunarfyrirtækinu Arcadia. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, kaupir Baugur nú bréf annarra hluthafa A-Holding miðað við gengisverð Arcadia, 1,91 pund og greiðir fyrir þann 87% hlut í A-Holding með hlutabréfum í Baugi að nafnverði 463 milljóna á genginu 12,6. „Bréf vegna þessara kaupa verða með læsingartímabili til 15. janúar 2002 og fram að þeim tíma verður einungis heimilt að selja bréf- in á erlendum mörkuðum, í innlendu hlutafjárútboði og í magnsölu til eins aðila.“ Jón segir að Baugur taki einnig yf- ir lán A-holding upp á 3,3 milljarða króna. Kaupverðið með eignarhlut Baugs sé í kringum 10,3 milljarða ís- lenskra króna en markaðsverðmæti hlutarins sé um 14 milljarðar miðað við gengi Arcadia á London Stock Exchange á fimmtudag en það var þá 2,69 pund á hlut. Fjórir milljarðar í dulinni eign Jón segir að Baugur Holding muni færa bréf í bækur félagsins á kaup- verði þannig að dulin eign félagsins sé um fjórir milljarðar íslenskra króna. „Baugur lítur á þessi kaup sem lengri tíma fjárfestingu og mun Arcadia verða hlutdeildarfélag Baugs Holding. Við kaupin lækkar viðskiptavild í Baugssamstæðunni um 1,3 milljarða króna sem má rekja til þess að hlutdeild Baugs Holding í eigin fé Arcadia er hærra en kaup- verð.“ Aðspurður segir Jón að afskriftir Baugs vegna viðskiptavildar lækki um 70 milljónir króna á ári. „Baugur Holding er langstærsti einstaki hlut- hafinn í Arcadia enArcadia er næst- stærsti söluaðilinn á tískufatnaði í Bretlandi. Félagið rekur 1.800 versl- anir og 600 svokallaðar „store in store“ verslanir og eru TopShop, Burton, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins á meðal þekktustu vörumerkja félagsins.“ Jón segir að velta félagsins á síð- asta ári hafi verið um 270 milljarðar króna. Þá sé eiginfjárstaða félagsins mjög sterk eða um 54 milljarðar króna. „Markaðsaðilar í Bretlandi gera ráð fyrir að félagið hagnist um sex milljarða króna fyrir skatta á yf- irstandandi rekstrarári sem lýkur 30. ágúst 2001. Með þessari fjárfest- ingu skapast tækifæri á enn nánara samstarfi við Arcadia en Baugur er þegar sérleyfishafi fyrir Arcadia vörumerkin á Norðurlöndum. Stjórnendur Baugs og Arcadia hafa þegar átt fundi og rætt frekara sam- starf um opnun Arcadia-verslana á nýjum markaðssvæðum fyrir utan Bretlands.“ Sameining Bill’s og Bonus Dollar Stores Baugur hefur í samstarfi við Kaupthing New York fest kaup á eignum lágvöruverðskeðjunnar Bill’s Dollar Stores í Bandaríkjun- um. Jón segir að gert sé ráð fyrir að velta fyrirtækisins verði tæpar 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 27 milljörðum króna á yf- irstandandi rekstrarári. Keðjan rek- ur 410 verslanir í 13 ríkjum í suð- austurhluta Bandaríkjanna. Unnið er að því að sameina Bill’s Dollars Stores og Bonus Dollar Stores í eitt félag en keðjurnar munu samt sem áður vera reknar undir fyrri heitum. Kaupverð keðjunnar var um 30 millj- ónir dala en alls mun fjárfesting Baugs og annarra fjárfesta nema um 60 milljónum dala. Þar er bæði um íslenska og erlenda fjárfesta að ræða en Baugur mun eiga meirihluta í félaginu. Jón segir að sameinað fyr- irtæki verði fimmta stærsta lágvöru- verðskeðjan í Bandaríkjunum. Skráningu á Nasdaq frestað „Í áætlunum okkar er gert ráð fyrir að árið 2002 verði sameiginleg velta keðjanna tveggja um 360 millj- ónir dollara og 420 milljónir dollara árið 2003. Vegna kaupa á Bill’s Doll- ar Stores hefur verið ákveðið að fresta skráningu Bonus Dollar Stor- es á Nasdaq Small Caps en fyrirhug- að var að skrá fyrirtækið nú í apríl. Var undirbúningur á lokastigi og út- boðslýsing hafði hlotið samþykki Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. Stefnt er að því að skrá hið samein- aða fyrirtæki á bandarískum hluta- bréfamarkaði á næstu 18–24 mánuð- um. Ljóst er að þessar fjárfestingar munu hafa veruleg áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning Baugs. Rekstr- arreikningur Bills Dollar Stores verður hluti af samstæðuuppgjöri Baugs frá miðju ári en þá er gert ráð fyrir að sameiningarferli Bills Dollar Stores og Bonus Dollar Stores verði lokið. Arcadia mun koma inn í hlut- deild og 20% af hagnaði frá 1. maí færist inn í rekstrarreikning Baugs. Efnahagsreikningur Bills Dollar Stores mun færast inn í efnhags- reikning samstæðu Baugs. 20% hlut- ur í Arcadia mun færast sem eign í bækur félagsins og félagið mun færa inn 20% hlutdeild í eigin fé á móti. Áætlanir gera ráð fyrir að hagnaður á hlut eftir skatt aukist út 48 aurum árið 2000 í 70 aura árið 2001 eða um 45%.“ Aðspurður segir Jón að áætluð niðurstaða efnahagsreiknings Baugs verði um 28 milljarðar króna í lok þessa árs og áætlað eigið fé félagsins verði yfir 13 milljarðar króna en þá sé ekki tekið tillit til duldra eigna í bréfum Arcadia miðað við markaðs- verð Arcadia nú. Baugur eignast 20% hlut í Arcadia NETVERSLUNIN Plaza.is var opn- uð formlega nú í vikunni. Plaza er samstarfsverkefni Tölvu- miðstöðvar Sparisjóðanna, SPH, S24, Samskipa og Opinnar miðlunar. Þórarinn Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Opinnar miðlunar, segir að vefur Plaza hafi verið hann- aður með það að markmiði að auð- velt og skemmtilegt væri að flakka um vefinn, kíkja í búðir og tína vörur í körfuna. „Sameiginleg karfa fyrir allar búðirnar gerir það að verkum að hægt er að versla í mörg- um búðum í einu, fá einn pakka sendan heim, sem aftur þýðir eitt sendingargjald. Að lokum er greitt fyrir allar vörurnar með einni greiðslu á þægilegan og öruggan hátt.“ Þórarinn segir að í fyrsta skipti geti stór og smá fyrirtæki fengið að- gang að heildarlausn í netsölu á ein- um stað. „Rafrænt verslunarkerfið getur hýst hundruð eða þúsundir verslana sem auðvelt er að uppfæra og starfsfólk eða búðareigendur geta sjálfir stýrt og uppfært að vild. Verslunarhúsnæði getur jafnvel reynst óþarft, því aðilar geta hýst vörur sína á vöruhóteli, þaðan sem vörum verður miðlað til neytenda. Plaza.is skapar því tækifæri fyrir litlar sem stórar verslanir og þjón- ustufyrirtæki til að selja beint á vefnum án þess að þurfa að setja upp eigin netverslun með tilheyr- andi kostnaði og fyrirhöfn.“ Hægt að greiða með bæði debet- og kreditkorti Aðspurður segir Þórarinn að á Plaza sé hægt að staðgreiða vörur, óháð því í hvaða banka við- skiptavinur er og að sjálfsögðu sé hægt að greiða með kreditkorti. „Það sem gerir verslun á Plaza með- al þess öruggasta sem þekkist í net- viðskiptum er samspil greiðslu og vörumeðhöndlunar. Þegar kaupandi hefur sett þær vörur sem á að kaupa í körfuna er farið í greiðslumiðlun þar sem gengið er frá greiðslunni með öruggum hætti. Hægt er að velja um staðgreiðslu í netbanka eða skuldfærslu á kreditkort. Tölvu- miðstöð Sparisjóðanna sér um greiðslumiðlunina og allar peninga- færslur og persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar með sama öryggi og um hraðbanka eða netbanka væri að ræða. Allar viðkvæmar upplýsingar eru þannig geymdar hjá TS og hefur söluaðili engan aðgang þar að. Þeg- ar greiðslan hefur verið innt af hendi og lögð inn á biðreikning hjá S24 er pöntunin send til vöruhótels Samskipa sem sér um að safna vör- unum saman og pakka þeim. Ef ein- hverjar vörur skila sér ekki í söfn- uninni bakfærir TS inn á reikning kaupanda en greiðir að öðrum kosti út til viðkomandi verslunar. Að lok- um sér Íslandspóstur um heimsend- ingu á vörum en sama sendingar- gjald er fyrir allt landið.“ Þórarinn segir að fjölmargar búð- ir hafi þegar opnað vefverslun á Plaza og á næstu vikum og mán- uðum mun mikill fjöldi verslana og fyrirtækja opna vefsíðu á Plaza.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnheiður Clausen verslar á Plaza. Hana aðstoðar Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Opinnar miðlunar. Aukið öryggi viðskipta í nýrri netverslun STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf Ís- landssíma hf á Aðallista Verðbréfa- þings. Áður en af skráningu getur orðið þarf félagið að ljúka gerð skrán- ingarlýsingar í samræmi við ákvæði reglugerðar og reglur þingsins og einnig þarf fyrirhuguðu útboði á hlutabréfum félagsins að vera lokið, að því er segir í tilkynningu á Verð- bréfaþingi. Stjórnin hefur veitt und- anþágu frá skilyrðum skráningar- reglna um þriggja ára rekstrarsögu og hefur framkvæmdastjóri þingsins heimild til að ákveða skráningardag. Íslandsbanki-FBA hf hefur umsjón með útboði félagsins og skráningu á Verðbréfaþing Íslands og í fréttatil- kynningu segir að stefnt sé að skráningu í fyrri hluta júní og verður Íslandssími fyrsta fjarskipta- fyrirtækið sem skráð er á hlutabréfa- markað hérlendis. Í tengslum við skráninguna mun Íslandssími bjóða út hlutafé sem nemur 115,7 milljónum króna að nafnverði. Nýju hlutirnir jafngilda 24,5% hlutafjáraukningu. Sölutímabil verður tvískipt og hefst 21. maí. Á fyrra sölutímabilinu, sem stend- ur frá 21. til 25. maí, mun hluthöfum Íslandssíma verða boðið nýtt hlutafé að nafnverði 55,7 milljónir króna í réttu hlutfalli við hlutafjáreign þeirra eins og hún var skráð í hlutaskrá félagsins 7. maí sl. Síðara sölutímabil mun standa yfir frá 28. til 31. maí og verður þá hlutafé að nafnverði 60 milljónir króna boðið nýjum hluthöfum. Stofnana- og fag- fjárfestum verður boðið hlutafé að nafnverði 40 milljónir króna en 20 milljónir króna að nafnverði verða settar í almenna áskriftarsölu. Hlutafé Íslandssíma hf nemur 472.295.000 kr. fyrir útboð og verður 587.995.000 kr. að loknu útboði. Í fréttatilkynningunni kemur fram að nýir hlutir að nafnverði 84.300.000 kr. voru þann 30. apríl síðastliðinn seldir Landsbanka Íslands hf en söluand- virðið gekk til greiðslu á hluta af skammtímaláni sem Landsbankinn veitti Íslandssíma í október síðast- liðnum. Eftirstöðvum lánsins hefur verið skuldbreytt í langtímalán. Íslandssími hf. skráður á Verð- bréfaþing í júní ELLEFU íslensk hátæknifyrirtæki kynntu starfsemi sína á Savoy hót- elinu í London á föstudag fyrir bresk- um fjárfestum. Fjárfestingarþingið var haldið á vegum Útflutningsráðs og Nýsköpunarsjóðs með tilstuðlan íslenska sendiráðsins í London. Þor- steinn Pálsson sendiherra bauð menn velkomna í upphafi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ávarpaði þingið og sat fyrir svörum í lok þess. Í ávarpi sínu minnti Þorsteinn Pálsson á að þó Ísland væri ekki aðili að Evrópusambandinu væri Ísland aðili að Evrópumarkaðnum með aðild sinni að evrópska efnahagssvæðinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ólaf- ur Ragnar að áhugavert væri að sjá hve mikil breidd væri í íslenskri há- tækni og hve góður árangur hefði náðst á mörgum sviðum. Kynningin nú væri glögg vísbending um að Ís- lendingar væru þegar með annan fót- inn í nýja hagkerfinu. Það kom glöggt fram að flest fyr- irtækin hugsa sér að flytja starfsem- ina til útlanda að einhverju eða öllu leyti. Í máli erlendra fjárfesta kom fram að það væri óaðlaðandi að fjár- festa í fyrirtæki, sem væri eingöngu með starfsemi á Íslandi. Einnig komu fram áhyggjur yfir gengisþróun á Ís- landi undanfarnar vikur. Fyrirtækin sem kynntu starfsemi sína voru Dímon, Gagarín, GoPro Landsteinar Group, handPoint, ICE- consult, InOrbit Entermainment, Landmat International, Lux Inflecta, Net-Album.net, PatternVision og Zoom. Kynntu fjárfestum starfsemi sína London. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.