Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYÐARÁL hf. skilaði í gær Skipu- lagsstofnun skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði, en Skipulagsstofnun féllst á tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun í ágúst sl. Skipulagsstofnun mun í framhaldinu fara yfir skýrsluna og meta hvort hún verði tekin gild og hún þá auglýst til skoðunar og at- hugasemda óskað. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Reyðaráls hf., segir það vera mat þeirra sem að framkvæmd- um við álverið standa, að fram- kvæmdir eigi að geta hafist með hliðsjón af umhverfisþáttum. Kostar yfir 100 milljónir Umhverfismatið gangi út á að meta hvort umhverfisáhrif fram- kvæmdanna séu með þeim hætti að þau samræmist þeim lögum og kröf- um sem gerðar eru til slíkra verk- smiðja. „Og álverið á að geta lifað í sátt við umhverfi sitt þarna, að okkar mati. Það er síðan annarra að leggja end- anlega dóm á það hvort þessi nið- urstaða okkar er rétt,“ segir Geir. Fjölmargar stofnanir komu að gerð skýrslunnar um mat á um- hverfisáhrifum og segir Geir að kostnaður við gerð skýrslunnar hafi numið á annað hundrað milljónum króna. Lítill áhugi í Noregi á fram- kvæmdum við álverið Reyðarál hf., Hydro Aluminium og Landsvirkjum héldu í gær kynn- ingarfund í Ósló til að kynna norsk- um fjölmiðlum virkjunar- og álvers- áform á Austurlandi, en fjölmiðlar sýndu málinu lítinn áhuga og virðist lítill áhugi á málinu í Noregi um þessar mundir. Að sögn Geirs voru einnig á fundinum fulltrúar norskra náttúruverndarsamtaka ásamt Árna Finnssyni, formanni Náttúruvernd- arsamtaka Íslands, og á fundinum voru málin rædd og skipst á skoð- unum. „Það er nú ljóst að norskir fjöl- miðlar höfðu ekki mikinn áhuga á þessu. Það kom einn fréttamaður sem tók viðtöl við menn á undan, síð- an var enginn fréttamaður á fund- inum sjálfum. Eins og staðan er í dag er þetta mál ekki mjög umdeilt í Noregi,“ segir Geir. Reyðarál skilar skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Getur verið í sátt við umhverfið SUMARBÚSTAÐUR við Brúnaveg í sumarbústaðalandi Úthlíðar í Bisk- upstungum eyðilagðist í bruna síð- degis í gær. Eldurinn kviknaði út frá gashitaofni eftir að eigandi skipti um gaskút, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Engin slys urðu á fólki. Sumarbústaðurinn var alelda þegar slökkvilið Biskups- tungna kom á staðinn um kl. 17 en slökkvistarfi var lokið rúmri klukku- stund síðar. Sumarbú- staður brann í Úthlíð SÁÁ hóf í gær árlega sölu samtak- anna á SÁÁ-álfinum til fjáröflunar fyrir samtökin. Einn af þeim fyrstu til að kaupa álfinn var Jón Krist- jánsson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Díana Íris Guð- björnsdóttir mætti í ráðuneytið í gærmorgun og seldi ráðherranum álfinn í tilefni þess að álfasalan var að hefjast. Heilbrigðisráðherra kaupir álf af SÁÁ Morgunblaðið/Jón Svavarsson FLUGFÉLAG Íslands hækkar verð á hærri fargjöldum félagsins í innanlandsflugi um 5–6% frá og með 15. maí en félagið hefur jafn- framt ákveðið að lækka verð á lægstu fargjöldunum sem í boði eru um miðjan mánuðinn eða um 3%. „Við erum með nokkrar tegund- ir fargjalda. Lægstu fargjöldin munu lækka við þessar breytingar um nálægt 3%. Við gerum einnig breytingar á skilmálum og minnk- um bókunarfyrirvara á lægstu far- gjöldunum úr 7 dögum í 3 daga. Einnig munum við fella niður bók- unarfyrirvara á fjölskyldufargjöld- um, sem var fimm dagar. Á móti þessum breytingum munu önnur fargjöld hækka um 5-6%. Hins vegar mun verð til námsmanna, elli- og örorkulífeyr- isþega lækka töluvert mikið. Sem dæmi má nefna að fargjald fyrir þessa hópa aðra leiðina til Egils- staða mun lækka um 800 krónur frá því sem áður var,“ segir Árni Gunnarsson, markaðsstjóri Flug- félags Íslands. Aðspurður segir Árni að ástæð- ur fargjaldahækkana megi rekja til hækkunar á eldsneytisverði og gengislækkunar krónunnar, þar sem félagið er með allan sinn kostnað bundinn í dollurum. Hækkar sum far- gjöld um 5–6% Flugfélag Íslands breytir fargjöldum 15. maí JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ætlar ekki að svara efnislega athugasemdum Samkeppnisstofnun- ar, sem birtust í Morgunblaðinu í gær á gagnrýni Baugs og fleiri á skýrslu stofnunarinnar um matvörumarkað- inn. Að sögn Jóns Ásgeirs var í gær óskað eftir fundi með forráðamönn- um Samkeppnisstofnunar þar sem Baugur ætlaði að leggja fram sín gögn, gögnin sem ekki hefði verið beðið um, eins og hann orðaði það. Að loknum fundinum muni Baugur svara athugasemdum stofnunarinnar. Aðspurður um álit á þeirri aðferð Samkeppnisstofnunar við mælingu á hækkun smásöluverðs að notast við neysluvísitölu sagði Jón Ásgeir að heildarflokkur dagvöru væri undir vísitölunni en ekki einstakar vöruteg- undir. Af þeim sökum væri þessi að- ferð hæpin. Hver tegund vigtaði mis- mikið í heildarsölu matvöruversl- unarinnar og skapaði mismikla fram- legð. „Við erum með gögn um bæði heildsölu- og smásöluverð þannig að myndin hlýtur að vera mjög skýr okk- ar megin,“ sagði Jón Ásgeir. Brýn þörf á vísitölu heildsöluverðs Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, sagðist engar athugasemdir gera við yfirlýsingu Samkeppnis- stofnunar, enda hefði fyrirtækið ekki haldið uppi gagnrýni á skýrsluna. Varðandi aðferð Samkeppnisstofn- unar við mælingu smásöluverðs sagði Þorsteinn stofnunina varla hafa aðra leið færa. Hann sagði brýnt mál að koma á heildsöluvísitölu til að gera markaðinn gagnsærri, líkt og smásal- ar hefðu bent á, en þar sem hún væri ekki til gæti Samkeppnisstofnun ekki beitt annarri aðferð. Skýrslan sýndi að slík vísitala væri nauðsynleg. Talsmenn annarra verslanakeðja í matvörunni, sem Morgunblaðið ræddi við, vildu ekki tjá sig um at- hugasemdir Samkeppnisstofnunar þegar eftir því var leitað. Baugur óskar eftir fundi með Samkeppnisstofnun ÍSJAÐARINN milli Íslands og Grænlands var næst landi 45 sjómíl- ur norður af Kögri en ísjaðarinn er ívið nær landinu en í meðalári, sam- kvæmt upplýsingum Þórs Jakobs- sonar, verkefnisstjóra hafísrann- sókna á Veðurstofu Íslands. Landhelgisgæslan fór í ískönn- unarflug á fimmtudaginn var og samkvæmt því er ísjaðarinn vestur og norður af landinu rétt fyrir suð- austan miðlínu milli Íslands og Grænlands. Ísjaðarinn var nokkuð þéttur og samfelldur, en þéttleiki íssins var 7/10 til 9/10 og lítið um íshrafl á reki. Þór Jakobsson sagði að ísjaðar- inn hefði færst dálítið austur á bóg- inn að undanförnu vegna óhag- stæðra vindátta. Ísinn væri í meira lagi en þó væri hann ekki mikið meiri en í meðalári. Hætt væri við að hann nálgaðist enn frekar á næstu dögum vegna vestlægra og norðlægra vindátta á svæðinu sem spáð væri um helgina og í byrjun næstu viku, en þó ekki þannig að siglingaleiðum væri hætta búin. Þór sagði að ísjaðarinn væri næst landi 45 sjómílur norður af Kögri. Ísjaðarinn 45 sjómíl- ur norður af Kögri Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Ísjaðarinn milli Íslands og Grænlands séður úr flugvél Landhelgisgæsl- unnar í ískönnunarflugi á fimmtudag.                                   FRÁ og með 1. júní nk. fær- ist aðalfréttatími Stöðvar 2 fram um klukkustund og verður á dagskrá alla daga vikunnar klukkan 18.30. Í fréttatilkynningu frá Íslenska útvarpsfélaginu segir að með breytingunni ætli fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar að vera áfram í fararbroddi í frétta- og dægurmálaumfjöll- un á Íslandi. „Ísland í dag verður áfram á dagskrá klukkan 19 en þar er lögð áhersla á mannlífið frá öllum hliðum. Nokkrar breytingar voru gerðar á Ís- landi í dag fyrr á árinu. Sam- hliða tilfærslu frétta skapast aukin tækifæri og frá 1. júní verður nú boðið upp á vand- aða þætti og myndaflokka frá klukkan 19.30. Lífsstíll Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og fjölmiðill í nútíma samfélagi þarf sífellt að vera tilbúinn að mæta nýj- um kröfum. Af þeirri ástæðu mun aðalfréttatími Stöðvar 2 framvegis birtast sjónvarps- áhorfendum klukkan 18.30,“ segir í fréttatilkynningu frá stöðinni. Á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar starfa um fjörutíu manns. Fréttir Stöðvar 2 færast til klukk- an 18.30 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.