Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 15 LEIKFÉLAG Menntaskólans á Ak- ureyri, LMA, frumsýnir gamanþátt- inn 15 mínútna Hamlet og stutt- myndina Hver er Valdimar? á sal skólans á sunnudagskvöld, 13. maí kl. 20. Þetta verður jafnframt eina sýningin á þessum tveimur verkum. Æfingar hafa staðið yfir frá því í febrúar og hafa um 40 manns unnið að þeim verkefnum sem nú verða sýnd. 15 mínútna Hamlet Leikþátturinn 15 mínútna Hamlet er í leikgerð Tom Stoppard, byggður á verki sjálfs Shakespeare en Guðjón Ólafsson þýddi verkið. Í leikþættin- um er farið yfir hið merka verk sem Hamlet er á afar snöggan og skop- legan hátt. Leikstjóri er Hrafnhildur Hafberg en alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni. Í stærstu hlutverkum eru Hannes Ingi Guðmundsson, Páll Valdimar Kolka Jónsson, Ævar Þór Benediktsson og Helga María Páls- dóttir. Í sýningunni kemur fram 4 manna hljómsveit undir stjórn Ólafs Hauks Árnasonar. Hver er Valdimar? Stuttmyndin Hver er Valdimar? var sérstaklega samin fyrir Leik- félag MA af Hinrik Hoe leikara hjá LA. Sagan fjallar um ungan mann sem leigir íbúð hjá afar dularfullum manni. Á köflum er betra að hafa sterkar taugar til að lifa sýninguna af. Leikstjóri er Hrafnhildur Haf- berg en myndataka og klipping er í höndum menntskælinga því MYMA, myndbandafélag skólans, sér um þá hlið. Með helstu hlutverk fara Sverr- ir Brynjar Berndsen, Haukur Sig- urðsson, Eva María Hilmarsdóttir og Kristín Þórhallsdóttir. Tónlist í myndinni leikur hljómsveitin Adolf. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Frumsýna gaman- þátt og stuttmynd Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir gamanþáttinn 15 mín- útna Hamlet og stuttmyndina Hver er Valdimar? á sal MA á sunnudag. UMFANGSMIKLAR vegafram- kvæmdir standa nú yfir á tæplega fjögurra km kafla á þjóðvegi 1, frá Krossastöðum á Þelamörk að vega- mótum Ólafsfjarðarvegar. Fram- kvæmdir hófust í byrjun síðasta mánaðar og skal lokið 1. ágúst nk. Að sögn Sigurðar Oddssonar, deildarstjóra framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri, er verið að byggja nýjan veg, bæði á núverandi veglínu og utan hennar, þar sem gamli vegurinn hefur verið nánast ónýtur til fjölda ára. Möl og sandur á Akureyri er verk- takinn en fyrirtækið átti lægsta til- boð í verkið. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp um 60 milljónir króna en Möl og sandur bauð um 47 milljónir króna, eða liðlega 78% af kostnaðar- áætlun. Um hefðbundna fram- kvæmd er að ræða að öðru leyti en því að þarna verður bikfest efra burðarlag, sem gerir veginn sterkari og burðarmeiri. Umferðin á eftir að aukast mikið Sigurður sagði að vegfarendur færu ekki varhluta af þessum fram- kvæmdum en að nauðsynlegt væri að þeir sýndu ýtrustu varkárni og til- litssemi. Þarna væri mikil umferð sem ætti eftir að aukast enn frekar á næstunni. Í sumar verður hringvegurinn í Kræklingahlíð fræstur, yfirlagður og bikfestur á 5,3 km kafla, frá Ólafs- fjarðarvegamótum og inn að Blómst- urvallavegamótum. Í sams konar framkvæmdir verður ráðist á Sval- barðsströnd, á þriggja km kafla frá Heiðarholti að Veigarstaðavegi. Verkin hafa verið boðin út og standa yfir samningar við verktaka. Sigurður sagði að þessar fram- kvæmdir yllu einnig umferðartöfum og því þyrftu vegfarendur að aka varlega og sýna mikla tillitssemi. Töluverðar vegaframkvæmdir í Eyjafirði í sumar Vegfarendur sýni sérstaka aðgát Umfangsmiklar vegaframkvæmdir eru í gangi á þjóðveginum í nágrenni Þelamerkurskóla. Morgunblaðið/Kristján Eyjafjörður EINAR Gíslason opnar sýningu á verkum sínum í A.S.H. keramikgall- erí Lundi í Varmahlíð í dag, laug- ardaginn 12. maí. Þar gefur að líta vatnslitamyndir allar unnar á þessu ári og er myndefnið íslenski hestur- inn. Sýningin stendur til 1. júní og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 16. Einar útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands 1996 og starfar nú sem myndlistarkennari á Akureyri. Opnar sýningu í Varmahlíð AKUREYRARKIRKJA: Hátíð- arguðsþjónusta verður kl. 11 á morgun, sunnudag við lok Kirkju- listaviku. Hr. Karl Sigurbjörnsson predikar. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng, Kór Akureyrar- kirkju syngur og fram kemur málmblásarakvartett. Æðruleysis- messa í kirkjunni á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Krossbandið sér um tónlist, léttar veitingar á eftir. Morgunsöngur á þriðjudag kl. 9. Mömmumorgun kl. 10 á miðviku- dag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag, bænaefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun. Opið hús fyr- ir mæður og börn á fimmtudag kl. 10 til 12. Bryndís Arnardóttir ræð- ir um teikniþroska barna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma kl. 20 á morgun, sunnudag. Deildarstjórahjónin Knut og Turid Gamst stjórna og tala. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, major Turid Gamst tal- ar. HRÍSEYJARKIRKJA: Helgi- stund verður í kirkjunni á sunnu- dag, 13. maí kl.14:00. Aðalsafnaðarfundur hefst kl. 14:30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á sunnudag. Reynir Valdi- marsson kennir úr Orði Guðs. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag. G. Theodór Birgisson for- stöðumaður predikar. Fjölbreytt lofgjörðartónlist, fyrirbænaþjón- usta og barnapössun. Bænastundir alla virka daga kl. 06.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morg- un, sunnudag kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Sunnudaginn 13.maí er messa á Kristnesspítala kl.15:00 Kirkjustarf LANDHELGISGÆSLAN hefur sent kæru til Sýslumannsembættis- ins á Akureyri, í kjölfar atviks þar sem varðskipið Ægir færði illa búinn smábát til hafnar á Dalvík sl. þriðju- dag. Í bátnum voru fjórir Þjóðverjar, sem höfðu tekið bátinn á leigu af ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð. Daginn áður höfðu Þjóðverjarnir ver- ið dregnir í land er báturinn varð ol- íulaus er þeir voru við sjóstangaveiði í Eyjafirði. Í kæru Landhelgisgæslunnar kem- ur fram að haffæriskírteini bátsins, sem er tæp 3 brúttótonn að stærð, rann út í maí í fyrra. Engir pappírar voru um borð, enginn björgunarbát- ur, enginn björgunar- eða kasthring- ur og siglingaljós bilað. Einnig kemur fram að Þjóðverjarnir hafi ekki vitað um að báturinn var án haffæriskír- teinis og björgunartækja. Kæra Landhelgisgæslunnar verð- ur tekin til rannsóknar hjá sýslu- mannsembættinu. Kæra send til sýslumanns Varðskip færði smábát til hafnar á Dalvík Dalvík svæðum með dæmum og í gegnum vínsmakk sýnt fram á hvernig þetta birtist í víninu sjálfu. Eftir námskeiðið mun Steingrímur árita og kynna bók sína um Heim vínsins sem verður á sérstöku tilboðs- verði fyrir námskeiðsgesti. Nám- skeiðsgjald er kr. 2.500.- og fer skrán- ing fram í síma 460-2068 og 894-2445. Vínsýningin og kynningin er haldin í samstarfi við vínumboðin Karl. K. Karlsson, Rolf Johansen & Co., All- ied Domecq og Lind. Þar munu umboðsmenn og fag- menn miðla fróðleik, kynna og gefa smakk á fjölda vína. Einnig verður kynning á Vínklúbbi Akureyrar sem nú hefur verið opnaður fyrir alla eldri en 20 ára. Léttur vínleikur verður í gangi og Steingrímur mun kynna bók sína. Sýningin er opin öllum 20 ára og eldri og er aðgangur ókeypis. VÍNKLÚBBUR Akureyrar stendur fyrir vínsýningu, kynningu og vín- námskeiði fyrir almenning á Hótel KEA á morgun, sunnudaginn 13. maí nk. Vínnámskeiðið hefst kl. 15 en fyr- irlesari er Steingrímur Sigurgeirsson sem þekktur er fyrir skrif sín um mat og vín í Morgunblaðið. Steingrímur er jafnframt höfundur bókarinar Heimur vínsins og er talinn einn af okkar allra mestu kunnáttumönnum um vín. Í fyrirlestri sínum mun Steingrím- ur fjalla um hin fjölmörgu víngerð- arhéruð heimsins og einkum leitast við að varpa ljósi á þann mun sem er á víngerð í hinum rótgrónu víngerðar- ríkjum Evrópu og hinum ungu vín- gerðarsvæðum Nýja heimsins. Farið verður yfir mismunandi reglur og að- ferðir er tíðkast við víngerð á ólíkum Vínklúbbur Akureyrar Vínsýning og nám- skeið fyrir almenning níunda áratugnum og endurbyggði það spýtu fyrir spýtu. Á neðri hæð þess er sýningarsalur og hafa þar verið haldnar margar sýningar. Það eru börn Jóns og fjölskyldur þeirra sem efna til þessarar sýn- ingar í tilefni af því að Jón varð 85 ára síðasta haust. Á sýningunni eru gripir og myndir frá síðustu 50 ár- um, m.a. blýantsteikningar, vanga- myndir og styttur úr gifsi ásamt styttum og gripum sem Jón hefur skorið í tré. Sýningin er opin í dag og á morg- un, sunnudag, frá klukkan 14 til 18. YFIRLITSSÝNING á myndlist Jóns Gíslasonar húsasmiðs í Fjólugötu verður opnuð í Gamla-Lundi kl. 14 í dag, laugardaginn 12. maí. Jón átti og rak Trésmíðaverk- stæði Jóns Gíslasonar um 40 ára skeið og byggði hann hátt í hundr- að hús á Akureyri á þeim tíma. Hugur hans stóð snemma til mynd- listar og varð hún hans aðal- tómstundaiðja um árabil. Sótti hann kvöld- og helgarnámskeið í myndlist. Flest verka hans eru unn- in í tré. Jón keypti húsið Gamla- Lund við Eiðsvöll af Akureyrarbæ á Verk Jóns Gíslasonar í Gamla-Lundi Morgunblaðið/Kristján Jón Gíslason, húsasmiður á Akureyri, og Sveinn Heiðar, sonur hans, við nokkur þeirra verka Jóns sem sýnd eru í Gamla-Lundi um helgina. ♦ ♦ ♦ TÆPLEGA tvítugur karlmaður hef- ur verið dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir líkamsárás en refsingin er skil- orðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða helming sak- arkostnaðar. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veitt manni hnefahögg í andlitið á veitingahúsi á Dalvík. Einnig var hann kærður fyrir að hafa sparkað í hann liggjandi, en hann neitaði því og var hann sýkn- aður af þeim hluta ákærunnar. Tveggja ára skilorð vegna hnefahöggs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.