Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI
22 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNING WORLD PRESS PHOTO 2001
á bestu fréttaljósmyndum ársins 2000 stendur yfir
í Kringlunni frá 2. maí til 14. maí.
Samhliða sýningu World Press Photo í Kringlunni verður ljósmyndasýning
Morgunblaðsins sem ber heitið ANDLIT manns og lands.
Á sýningunni er úrval ljósmynda fréttaritara og ljósmyndara Morgunblaðsins á landsbyggðinni.
Sýningin er liður í samkeppni um bestu ljósmynd fréttaritara frá árunum 1999 og 2000.
AÐALFUNDUR Samtaka at-
vinnulífsins, SA, verður haldinn á
þriðjudaginn í næstu viku. Hefð-
bundin aðalfundarstörf munu fara
fram fyrir hádegi, en eftir hádegi
verður opin dagskrá undir yfir-
skriftinni „Ísland í fremstu röð“ og
hefst hún á að formaður samtak-
anna, Finnur Geirsson, forstjóri
Nóa-Síríuss hf., flytur ræðu. Finn-
ur hefur verið formaður frá því á
stofnfundi samtakanna í septem-
ber 1999, en fundurinn á þriðju-
daginn er fyrsti reglulegi aðal-
fundur samtakanna. Að lokinni
ræðu formanns mun forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, flytja
ávarp, en að því búnu mun fram-
kvæmdastjóri samtaka atvinnulífs-
ins á Írlandi, Turlough O’Sullivan,
ræða um „írsku leiðina“. Loks mun
Guðjón Rúnarsson, formaður
skattahóps SA, fylgja úr hlaði
skýrslu skattahópsins.
Formaður kosinn
með póstkosningu
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, að kosning
formanns væri nú með nýju sniði
miðað við það sem þekkst hefði hjá
samtökum í atvinnulífinu. Nú færi
kosningin þannig fram að öll fyr-
irtæki í Samtökum atvinnulífsins
fengju senda atkvæðaseðla og
sendu þau atkvæði sín til baka í
pósti. Hann sagði atkvæðagreiðslu
þegar hafna og að mikil þátttaka
væri í kosningunni þrátt fyrir að
einungis einn frambjóðandi, núver-
andi formaður samtakanna, hefði
lýst yfir framboði.
Tuttugu manna stjórn samtak-
anna sagði hann kosna af 100
manna fulltrúaráði í upphafi aðal-
fundarins og að ekki væri útlit fyr-
ir annað nú en að tillaga kjör-
nefndar yrði samþykkt.
Írar hafa uppskorið
mikinn hagvöxt
Ari sagði mikla áherslu vera
lagða á málefnastarf innan sam-
takanna og þess sæjust glöggt
merki á aðalfundinum. Gefnar
yrðu út tvær prentaðar skýrslur,
annars vegar um skattamál og
hins vegar um nokkra aðra mála-
flokka sem samtökin leggi áherslu
á. Ari sagði skattamálin þunga-
miðjuna í málefnastarfinu nú, enda
mikilvægt að vinna að bættu um-
hverfi fyrirtækja á því sviði.
Framkvæmdastjóri samtaka at-
vinnulífsins á Írlandi hefði verið
fenginn til að greina frá þeirri leið
sem Írar hefðu valið, en þeir hygð-
ust árið 2003 vera komnir með al-
mennan tekjuskatt fyrirtækja nið-
ur í 12,5%. Írar legðu einnig
áherslu á nýsköpun og menntun og
hefðu uppskorið mikinn hagvöxt
síðustu ár.
Af öðrum málaflokkum nefndi
Ari að Samtök atvinnulífsins legðu
áherslu á að innleiða samkeppn-
ishugsun í menntakerfið. Veita
þyrfti svigrúm til skólagjalda fyrir
aukna þjónustu og leita þyrfti
nýrra leiða fyrir rekstrarform
skóla. Hann sagði einnig að sam-
tökin teldu að hið opinbera ætti að
veita nemendum fé til menntunar
og þeir ráðstafi því til þeirra skóla
sem þeir velji sér.
Með umhverfisgjöldum
en á móti umhverfissköttum
Ari Edwald sagði Samtök at-
vinnulífsins vilja að atvinnulífið
sýndi ábyrgð í umhverfismálum
sem meðal annars kæmi fram í að
fyrirtæki greiddu þann kostnað
sem af starfsemi þeirra hlytist.
Sem dæmi um þetta væri gjald á
spilliefni til að standa undir kostn-
aði við förgun þeirra. Samtökin
væru hins vegar algerlega mót-
fallin álagningu umhverfisskatta
til tekjuöflunar fyrir opinbera að-
ila.
Þá nefndi Ari að samtökin vildu
ná auknum jöfnuði milli karla og
kvenna í atvinnulífinu. Þetta væri
þýðingarmikið til að koma í veg
fyrir þá sóun sem fylgdi því að
hæfileikar sumra einstaklinga
fengju ekki notið sín.
Þá nefndi Ari að Samtök at-
vinnulífsins legðu áherslu á sjálf-
stæði Atvinnuleysistryggingasjóðs
til að hann fengi gegnt því lög-
bundna hlutverki sínu að greiða út
atvinnuleysisbætur þegar á reyndi,
en sjóðurinn sé eingöngu fjár-
magnaður með atvinnutrygginga-
gjaldi vinnuveitenda, bæði opin-
berra aðila og einkafyrirtækja.
Hann sagði samtökin ítreka mót-
mæli sín við því að ríkisvaldið sölsi
sjóðinn undir sig og færi fasteignir
hans og lausafé í ríkissjóð.
Loks sagði Ari að Samtök at-
vinnulífsins hvettu til frekari hag-
ræðingar í lífeyriskerfinu og að
smærri sjóðir leiti leiða til stækk-
unar og sameiningar við aðra
sjóði. Á næstu árum verði tíma-
bært að ræða frekari samþættingu
lífeyrissjóðakerfis og almanna-
tryggingakerfis með frekari hag-
ræðingu í huga.
Fyrsti aðalfundur Samtaka atvinnulífsins haldinn næstkomandi þriðjudag
Áhersla á bætt skatta-
umhverfi fyrirtækja
UM NÍU milljóna króna tap
var af rekstri Sæplasts fyrstu
þrjá mánuði ársins samkvæmt
óendurskoðuðu milliuppgjöri
sem stjórn félagsins hefur nú
fjallað um. Í tilkynningu til
Verðbréfaþingsins segir að í
áætlunum félagsins hafi verið
gert ráð fyrir um fimm milljón
króna tapi á tímabilinu þannig
að afkoman sé svipuð og ætlað
var. Rekstrarhagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði var 47
milljónir króna en var fyrir
sama tímabil í fyrra um 73
milljónir króna. Tekjur Sæ-
plasts hf. og dótturfélaga á Ís-
landi, Kanada, Noregi og Ind-
landi voru 548 milljónir króna
fyrstu þrjá mánuði ársins en
voru 463 milljónir fyrir sama
tímabil í fyrra.
Tekjur minni en áætlanir
gerðu ráð fyrir
„Þrátt fyrir að tekjur séu
hærri nú en á síðasta ári eru
þær nokkuð undir áætlunum
félagsins. Starfsemi félagsins á
Íslandi, í Noregi og á Indlandi
var rekin með hagnaði en hins-
vegar varð nokkuð tap af
rekstrinum í Kanada sem skýr-
ist fyrst og fremst af því að sal-
an þar var 20% minni en gert
var ráð fyrir.“
Eigið fé var 669 milljónir
króna og hafði lækkað um 12,6
milljónir króna frá áramótum.
Eiginfjárhlutfall samstæðunn-
ar var 28,9% en var um áramót
30%. Skuldir félagins voru
1.648 milljónir króna og hafa
hækkað um tæpar 67 milljónir
frá áramótum. Veltufjárhlutfall
þann 31. mars sl. var 1,4 og
veltufé frá rekstri var rúmar 50
milljónir króna fyrstu þrjá
mánuði ársins og er það í sam-
ræmi við áætlanir en var rúmar
52 milljónir króna fyrir sama
tímabil árið 2000. Stjórn Sæ-
plasts hf. telur ekki að þessar
niðurstöður gefi tilefni til end-
urskoðunar á rekstraráætlun
ársins 2001.
Þriggja mánaða upp-
gjör Sæplasts hf.
Afkoma
sam-
kvæmt
áætlun