Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNIRNAR á Alþingi síðustu dægrin hafa varla farið fram hjá landsmönnum enda þótt venja sé að mörg mál séu til meðferðar á lög- gjafarsamkundunni á lokasprett- inum fyrir jól og á vorin. Þá er hefð fyrir löngum fundum jafnvel fram á nætur, meintu málþófi og fleiru í þeim dúr. Ekkert er þannig nýtt undir sól- inni. Þótt forseti Alþingis stefni ótrauð- ur enn á þingfrestun næsta föstudag er opinbert leyndarmál að seinkun kunni að verða á því, jafnvel talsvert fram í aðra viku. Í þessum efnum skiptir þó miklu máli hvaða þingmál stjórnarmeirihlutinn mun á end- anum leggja mesta áherslu á og hvaða mál verða sett hljóðalaust til hliðar og geymd til haustsins. Vitað er að margir ráðherrar leggja áherslu á hin og þessi mál, en óvíst er hvort atorka þeirra dugi þegar menn standa á lokasprettinum frammi fyrir því að seinka þing- frestun. Nokkur stórmál bíða enn af- greiðslu og aðeins fjórir eiginlegir þingdagar eru til stefnu, þar sem eldhúsdagur verður á miðvikudag, en í ljósi hins knappa tíma varð uppi fótur og fit á fimmtudag þegar ljóst var orðið að menntamálanefnd hafði afgreitt frá sér umdeilt þingmanna- frumvarp um lögleiðingu hnefaleika. Þar með eru yfirgnæfandi líkur á því að málið komi til lokaafgreiðslu ein- hvern tímann á næstu dögum með tilheyrandi umræðum. Sama mál var fellt í fyrra og löng umræða fór aftur fram um það fyrr í vetur. Víst er að þarf marga klukkutíma til að ræða það nú og er nema menn spyrji hvort virðingu Alþingis og fulltrúa almennings á því sé mikill greiði gerður með því að taka svo umdeilt en um leið léttvægt mál á dagskrá í síðustu þingviku þegar mörg og miklu merkilegri mál bíði afgreiðslu. Svo ekki sé talað um þau fjölmörgu mál sem aldrei komast til umræðu eða deyja drottni sínum í nefnd. Almenningur mun hins vegar fá þá mynd af störfum Alþingis að á há- annatíma þyki ekkert nema eðlilegt að ræða box og enn meira box og verða hinir þjóðkjörnu fulltrúar vita- skuld einir að bera ábyrgð á því. Að þessu slepptu verður ekki hjá því komist að slá á léttari strengi, enda er fylgifiskur mikilla anna á þingi að margt spaugilegt gerist. Þannig hefur það verið undanfarna daga og mætti segja af því margar sögur. Til dæmis var skondið að fylgjast með enn einni sennunni milli Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og Jóns Bjarnasonar, Vinstri grænum, í umræðu um Rannsóknarráð Íslands í vikunni. Hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt skipulag Rannís gera m.a. ráð fyrir að sjö ráðherrar setjist í ráðið og gerði Jón alvarlegar at- hugasemdir við að ekki væri gert ráð fyrir utanríkisráðherra né for- seta Alþingis í þessum fríða hópi og hann væri hreinlega móðgaður fyrir þeirra hönd. Benti Jón ennfremur á að menntamálaráðherra væri gam- ansamur maður, en uppskar kaldar kveðjur fyrir vikið frá ráðherra sem sagði algjörlega óviðeigandi að draga dár að svo alvarlegu máli. „Ég hef oft haft orð á því að ræður Jóns Bjarnasonar séu þær einkenni- legustu hér í þingsalnum og það sannaðist hér enn,“ sagði Björn og þar með var einni fjólunni bætt í samskipti þeirra í millum í þinginu. Hingað til hefur ekki brugðist að eftir ræðu menntamálaráðherra um hin aðskiljanlegustu mál hafi Jón komið í ræðustól og haft uppi gagn- rýni af einhverju tagi – ráðherra jafnan til mikillar skapraunar. Fleira skemmtilegt mætti nefna, til dæmis þá kenningu ættaða úr þingflokksherbergi Framsóknar- flokksins að óvænt og skyndilegt fall krónunnar um ríflega sex prósent á miðvikudag í síðustu viku hafi ekki verið annað en viðbrögð markaðar- ins við nýjum formanni fjár- laganefndar, Ólafi Erni Haralds- syni! Í umræðum um efnahagsmál var forsætisráðherra m.a. sagður skipta jafnoft um efnahagsráðgjafa og sól- gleraugu sem hann bæri jafnvel þótt hellirigndi. Ísólfur Gylfi Pálmason var einnig í stuði er hann lýsti efna- hagsstefnu Vinstri grænna, höfuð- óvinar framsóknar í landsmála- pólitíkinni: „Eða lifir hann enn þá í þeim draumaheimi að við getum lif- að á fjallagrösum og hundasúru á Ís- landi?“      Box í bland við hundasúrur og fjallagrös EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is  EFNISGREINAR frumvarps um sölu á hlutafé ríkisins í Búnaðarbank- ann og Landsbankann voru sam- þykktar á Alþingi í gær með 30 at- kvæðum gegn 7. Það voru þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks sem greiddu frumvarpinu at- kvæði en þingmenn Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þing- menn Samfylkingarinnar sátu hjá. Breytingartillögur Samfylking- arinnar um að ríkinu verði einungis heimilt að selja Búnaðarbankann, og með ýmsum skilyrðum, voru felldar. Ögmundur Jónasson þingmaður VG sagði að flokksmenn sínir væru al- gerlega andvígir því að svipta al- menning þessum eignum sínum, þ.e. ríkisbönkunum. Hann sagði brýnt að tryggð yrði kjölfesta í fjármálalífinu með öflugum þjóðbanka.  VILHJÁLMUR Egilsson, for- maður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, mælti fyrir áliti meirihlut- ans og lét m.a. í ljósi þá skoðun sína að auka bæri eigið fé bankanna á næstunni. Það væri væntanlega skynsamlegt í ljósi undangenginna gengisbreytinga. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi fremur að Vilhjálmur talaði máli Verslunarráðs þar sem hann er framkvæmdastjóri, fremur en sem formaður nefnd- arinnar og sagði furðu margt líkt í ræðu Vilhjálms og ályktun Versl- unarráðs frá miðvikudegi. „Mér er alveg sama þótt þingmaðurinn flytji boðskap Verslunarráðs við önnur tækifæri en mér finnst óviðkunn- anlegt að nánast það eina sem hann hefur til málanna að leggja í fram- söguræðu sinni sé að flytja okkur nýjasta boðskap úr því musteri sem heitir Verslunarráð. Ég kann bara ekki við það,“ sagði Össur. Vilhjálmur þakkaði fyrir leiðbein- ingar um hvaða skoðunum mætti koma á framfæri í ræðustól á Alþingi. „Mér finnst þær athyglisverðar og veit að fleiri þingmenn munu taka sér þetta til fyrirmyndar,“ sagði hann.  PÉTUR Blöndal, Sjálfstæð- isflokki, kom við sögu við atkvæða- greiðslu um frumvarp um viðskipta- banka og sparisjóði, þar sem sparisjóðum er veitt heimild til að breyta rekstrarformi sínu í hluta- félag. Við það breytist stofnfjár- framlag í hlutafé en það sem eftir stendur af eigin fé skal vera eign sjálfseignarstofnunar. Pétur skar sig úr stjórnarmeiri- hlutanum og lagðist gegn frumvarp- inu þar sem stofnfjáreigendur á degi hlutafjárvæðingar muni um aldur og ævi ráða sjóðum sjálfseignarstofn- unarinnar óháð því hvort þeir selji bréf sín í sparisjóðnum síðar meir. „Þarna fer saman að sá sem á og fer með stærstan hluta af valdinu á það ekki. Það leiðir til þess að hann nær fram hagsmunum sínum með öðrum hætti en með hámörkun arð- semi,“ sagði Pétur. unni að 40% tekna lífeyrisþega yrðu teknar til hliðar áður en skerðingar kæmi vegna allra bótaflokka en sam- kvæmt frumvarpinu ætti þetta ein- ungis við um vegna tveggja bóta- flokka af fimm. Hún kvaðst jafnframt sakna þess úr frumvarpinu að þar væri ekki kveðið á um sveigjanleg starfslok eins og væntingar hefðu verið um. Ásta Ragnheiður fagnaði því að samkvæmt frumvarpinu er sér- stök heimilisuppbót lögð af og í stað- inn tekinn upp tekjutryggingarauki sem hækki umtalsvert, sem skapi jafnframt meira jafnræði með ein- staklingum og sambýlisfólki. Hún sagði að ríkið fengi dágóðan hluta þeirra 1.350 milljóna króna sem væru viðbótarkostnaður vegna breyting- anna, til baka í formi skatta. Taldi hún nær lagi að áætla að um einn millj- arður kr. yrði endanleg upphæð. Jón svaraði þessu til að aldrei hefði staðið til að skerðingarákvæðið næði til allra bótaflokka og þar hefði mis- túlkun verið á ferð. Um sveigjanleg starfslok sagði hann að fram þyrfti að fara tryggingafræðileg úttekt vegna þess máls og ekki hefði gefist tími til slíks að sinni. Hann hygðist flytja sér- stakt frumvarp um sveigjanleg starfslok á haustþingi. Hann sagði að á næstu vikum myndi hann jafnframt fara yfir það hvernig staðið yrði að frekari endurskoðun almannatrygg- ingalaga og þar kæmu margar leiðir til greina. ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar, sem tóku til máls þegar frumvarp til laga um breytingar á almannatrygg- ingum var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í gær, kváðust ekki mundu tefja framgang frumvarpsins. Það væri skref í rétta átt. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, vakti máls á því að 8.500 kr. vantaði upp á greiðslur til örorku- og ellilífeyrisþega á mánuði svo þær fylgdu þróun launavísitölunnar í sam- ræmi við lög sem sett voru 1. janúar 1998. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að í áliti nefndar sem skil- aði skýrslu um breytingar á almanna- tryggingum segði að kaupmáttur launa hefði vaxið hröðum skrefa og umtalsvert launaskrið hefði átt sér stað í uppsveiflu síðustu ára. Launa- vísitalan hefði hækkað umfram taxta og vegna skipulagsbreytinga í kjara- málum opinberra starfsmanna væri eðlilegra að miða við almennan vinnu- markað. Kaupmáttur bóta hefði hald- ið í við kaupmátt á almennum vinnu- markaði. Jón sagði að þetta væri atriði sem væri deilt um og túlkað á mismunandi hátt en þetta væri skiln- ingur stjórnvalda á þessu máli. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því að misræmi hefði verið í kynningu heilbrigðisráðherra á frum- varpinu og því sem það fæli í sér. Þannig hefði mátt skilja af kynning- Stjórnarandstaðan gagnrýndi frumvarp um almannatryggingar Bætur ekki fylgt þróun launavísitölu GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um breytingu á tollalögum. Frumvarpið felur í sér að landbúnaðarráðherra er veitt aukið svigrúm til að fjölga þeim grænmetistegundum sem unnt er að flytja inn á lægri toll- um eða án tolla. Fram kemur í athugasemd með frumvarpinu að árlegar tekjur ríkissjóðs af innfluttu grænmeti árin 1999 og 2000 námu um 150 til 170 millj. kr. Samkvæmt frumvarp- inu fær ráðherra landbúnaðarmála aukið svigrúm til að ákveða að hve miklu leyti tollar verði felldir niður og fer tekjutap ríkissjóðs eftir því að hve miklu leyti hann nýtir það svigrúm. Fjármálaráðherra gerði að umtalsefni þá stöðu að hann mæli fyrir frumvarpi um heimildir annars ráðherra. Sagði hann þetta óvenjulegt en vísaði til samkomulags í þessa veru í ríkisstjórn á árunum 1991 til 1995 og að engin áform væri um að breyta þessu fyrirkomulagi. Fjallið tók jóðsótt og úr varð lítil mús Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, sagði af þessu tilefni eðlilegra að annað hvort viðskiptaráðherra færi með þennan málaflokk sem ráðherra neytenda eða þá fjármálaráðherra. Um samkomulag ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks í þessa veru sagði Össur að það hefði betur ekki verið gert og afleiðingarnar hefðu verið tap fyrir neytendur í landinu. Benti Össur á að Samkeppn- isstofnun segði að í skjóli land- búnaðarráðuneytisins hefði til- teknum fyrirtækjum á heild- sölumarkaði með grænmeti tekist að koma því upp sem væri samsæri gegn hagsmun- um neytenda og óhóflegu verð- lagi á grænmeti. Fram kom í máli formanns Samfylkingarinnar að hann teldi of skammt gengið í frum- varpinu, en það væri engu að síður spor í rétta átt og því yrði ekki lagst gegn framgöngu þess í þinginu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni þann langa tíma sem tók fyrir ráðherra að bregðast við úrskurði Sam- keppnisstofnunar og líkti efni frumvarpsins við litla mús sem orðið hefði til eftir jóðsótt fjallsins mikla. Kostnaðurinn 70 til 100 millj. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sagði af þessu tilefni að enginn væri vinur ríkissjóðs og á sama tíma og stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkis- sjóð fyrir óráðsíu og teldi blikur á lofti í efnahags- málum væri kvartað yfir að ekki væri meiru veitt í lækkun tolla. Taldist landbúnaðarráðherra til að kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins ylti á 70 til 100 millj. kr. Fram kom hjá bæði landbúnaðarráðherra og for- manni Samfylkingarinnar að margt forvitnilegt hefði komið á daginn eftir úrskurð Samkeppnis- stofnunar, ekki síst um þátt smásölunnar og mikla álagningu á grænmeti og ávexti. Var þar m.a. vísað til úttektar Morgunblaðsins í þessum efnum sem ráðherra kallaði „framúrskarandi rannsóknar- blaðamennsku“ sem ætti sér ekki fordæmi hér á landi og Össur Skarphéðinsson taldi að hefði að mörgu leyti jafnvel tekið skýrslu Samkeppnisstofn- unar fram og afhjúpað sannkallaða ormagryfju. Þeir Guðni og Össur voru mjög áberandi við fyrstu umræðu um frumvarpið í gær, en undir lokin kastaðist þó í kekki með þeim félögum. Hafði Össur þá gengið hart fram í kröfum um að tollar á græn- meti yrðu að mestu felldir niður og komið til móts við garðyrkjubændur með öðrum hætti. M.a. spurði hann ráðherra hvort ráðherra vissi hvaða fram- leiðslustyrki mætti veita bændum í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga. Guðni Ágústsson svaraði þessu engu, en spurði á móti hvort formaðurinn væri tals- maður alls þingflokks Samfylkingarinnar og vísaði til þess að varaformaður flokksins, Margrét Frí- mannsdóttir, þingmaður Suðurlands, hefði látið sig málefni garðyrkjunnar mjög varða. Sagði hann málflutning Össurar með ólíkindum og „aumingja“ Samfylkingin ætti ekki gott að búa við hann. Af þessu tilefni áminnti starfandi forseti þings- ins, Árni Steinar Jóhannsson, ráðherra fyrir orða- lagið og sagði gerðar kröfur um virðingu í garð þingflokka. Sagðist Össur hins vegar ekki undrandi á því að landbúnaðarráðherra sýndi slíka ókurteisi, þar sem algengt væri að hann yrði sér til skammar í ræðustól, einkum þegar að honum væri sótt í rök- ræðu. Mælt fyrir frumvarpi um grænmetistolla Stjórnarand- staða telur of skammt gengið Morgunblaðið/Þorkell Össur sagði að of skammt væri gengið í frum- varpi landbúnaðarráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.