Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT samtölum sem Morg- unblaðið átti við ráðunauta hjá búnaðarsamböndum víða um land í vikunni virðast vorverk í sveitum almennt ganga vel. Tún koma víð- ast hvar vel undan vetri og lítið sem ekkert er um kalskemmdir. Sauðburður er að hefjast og sán- ing hafin á nokkrum stöðum, eink- um á Vestur- og Norðurlandi. Miklar rigningar á Suðurlandi að undanförnu hafa þó gert það að verkum að sáning hefur ekki haf- ist og beðið er eftir þurrki. Frost er einnig töluvert í jörðu á sunn- lenskum túnum sökum þess hve veturinn var snjóléttur. Að sama skapi fara bændur á Norðurlandi hvað úr hverju að biðja um vætu eftir hlýindadaga að undanförnu og hita upp undir 20 stig. Guðmundur Sigurðsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, sagði að tún væru farin að grænka eftir mikla bleytu að undanförnu. Kornbændur hefðu að mestu verið búnir að sá byggi áður en úrhellið hófst. „Ef við fáum hlýindakafla fljótlega lítur þetta mjög vel út.“ Að sögn Guðmundar er sauð- burður að komast í gang á Vest- urlandi og ekki annað að heyra en hann fari vel af stað. Sáning korns langt komin í Skagafirði Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga í jarð- og nautgriparækt, sagði skagfirsk tún koma vel undan vetri, enda hefði hann verið snjó- léttur. Hann sagði varla orð ger- andi á kali í túnum þetta árið. Ástandið væri gott þótt eflaust mætti finna einn og einn kalblett. Eiríkur sagði mjólkurframleiðslu vera mikla og góða um þessar mundir. „Bændur í Skagafirði eru sumir farnir að huga að áburðardreif- ingu og sáning korns er langt komin. Sumir láta lítinn hluta áa bera fyrr til að slátra snemma en ekki er hægt að segja að sauðburð- ur sé hafinn af krafti ennþá. Al- mennt lítur þetta vel út. Dagarnir að undanförnu hafa verið góðir þannig að menn eru þokkalega brattir. Þó held ég að menn fari að vilja sjá vætu innan tíðar,“ sagði Eiríkur. Fljótin í Skagafirði hafa löngum verið snjóþungt svæði og bændur vanir miklum kalskemmdum. Veturinn var hins vegar óvenju snjóléttur í Fljótum þannig að Eiríkur sagðist ekki vita betur en að ástand túna væri gott þar. Þórarinn Lárusson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands, sagði bændur á sínu svæði vart muna eftir betri tíð á þessum árs- tíma, miðað við síðustu ár. Einna helst væri að bændur kviðu þurrk- um. „Við höfum lifað við kal- skemmdir annað hvert ár síðan 1993 en oddatala þessa árs breytir þeirri hefð. Það er hvergi skemmd að sjá og útlitið almennt mjög gott. Um mánaðamótin síðustu byrjuðu kornbændur að sá byggi og hér og þar eru menn að vinna í flögum. Frost er lítið í jörðu og sums stað- ar ekkert, sér í lagi við ströndina. Að vísu gengur þetta hægar fyrir sig uppi á Jökuldal. Þar hefur ver- ið grátt yfir að líta en þó er engar kalskemmdir að sjá á þeim slóð- um,“ sagði Þórarinn. Líkt og annars staðar á landinu er sauðburður kominn af stað á Austurlandi. Þórarinn sagði óvenju mikið hafa verið um sæð- ingar þetta vorið og fyrsta hollið væri borið. Almennt hefði sauðburður geng- ið vel en þó hafði hann fregnir af lambaláti á tveimur bæjum sökum sérstakrar krampaveiru. Sveinn Sigurmundsson hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands sagðist ekki hafa heyrt um kalskemmdir á sínu umráðasvæði og ástand túna væri því nokkuð gott, ef bleytan að undanförnu væri undanskilin. Tún væru þó ekki eins blaut í suðvest- anátt fyrir austan sand, eins og hann orðaði það, þ.e. fyrir austan Mýrdalssand og að Lómagnúpi. „Núna þyrfti að þorna um og gera sól þannig að menn geti farið í vorverkin af fullum þunga. Ann- ars er þetta ekki komið í neitt óefni. Sauðburður er byrjaður og ég veit ekki betur en að hann gangi ágætlega,“ sagði Sveinn. Ráðunautar segja vorverk í sveitum landsins ganga vel Sunnlenskir bændur vilja þurrk en norðlenskir vætu Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Sauðburður er að komast í fullan gang í sveitum landsins. Ingibjörg Erlingsdóttir á Reykhólum fer hér fagmannlega að við gjöfina. STEFNT er að því að flytja út tæp- lega 90 íslenska hesta til Winnipeg í Kanada um næstu helgi. Aldrei hafa svo margir hestar verið fluttir héð- an í einu til Norður-Ameríku, en tal- ið er að þar séu nú um 3.000 íslensk- ir hestar. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem flogið verður með hesta héðan beint til Winnipeg, en þaðan fara þeir til kaupenda í Kanada og Bandaríkjunum. Ferðin dróst um viku vegna þess að kanadísk yfirvöld fóru, án nokk- urs fyrirvara, fram á að blóðsýni yrði tekið úr hestunum til að ganga úr skugga um að þeir væru ekki sýktir. Þetta hefur verið gert und- anfarna daga og hafa sýnin verið send til Bretlands, en niðurstöður liggja fyrir eftir helgi. Útflutningur á íslenskum hestum til Norður-Ameríku hófst um 1960 þegar fyrstu hestarnir voru fluttir til Wisconsin í Bandaríkjunum. Hestarnir, sem eru á leið utan að þessu sinni, fara til Bretts Arnason- ar í Winnipeg. Hann á fyrir 40 ís- lenska hesta og bætir nú við 41 hesti, en hinir eru fyrir aðra kaup- endur í Kanada og Bandaríkjunum. Faðir Bretts hafði hug á að flytja inn hesta til Manitoba og sýna þá á 100. Íslendingadeginum á Gimli í ágúst 1988, en þegar hann féll frá 1987 söfnuðu Brett og Joe Sigurd- son saman hópi manna í þeim til- gangi að kaupa hesta á Íslandi og komu fyrstu íslensku hestarnir til Manitoba í mars 1989. „Það er mikil spurn eftir íslenskum fjölskyldu- hestum í Vesturheimi og ég er sannfærður um að þetta er aðeins byrjunin á útflutningi beint til Winnipeg, en áhuginn bendir til þess að möguleiki sé á að fylla aðra vél í lok júní,“ segir Brett Arnason, sem sér jafnframt um að koma hest- unum áfram til annarra kaupenda vestra. Þrír fulltrúar kaupenda voru á Ís- landi á dögunum og segir Brett Arnason að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. Þau skoðuðu um 200 hesta á þremur dögum og svo skemmtilega vildi til að í hópi selj- enda voru nokkrir úr karlakórnum Heimi í Skagafirði, sem Brett hitti í ferð kórsins í Manitoba fyrir nokkr- um árum. Flugið frá Keflavík beint til Winnipeg tekur um fimm til sex klukkustundir. Flugleiðavélin, sem pöntuð hefur verið vegna flutnings- ins, getur tekið 88 hryssur en grað- hestar þurfa meira rými og ekki liggur fyrir hvort þeir verði tveir eða þrír. Brett keypti hestana á Norðurlandi og að sögn Önnu Þóru Jónsdóttur, sem hefur séð um gang mála vegna sölunnar og flutningsins til Kanada, lögðu hrossaræktarsam- band Skagafjarðar og Húnavatns- sýslu mikið upp úr að bjóða góða vöru. „Það er greinilegt að menn eru farnir að laga sig að þörfum markaðarins og hægt er að fá betri fjölskylduhesta nú en fyrir nokkrum árum,“ segir hún. Anna Þóra segir að lítið hafi verið um útflutning á hestum til Banda- ríkjanna og Kanada í vetur, fyrst og fremst vegna sóttkvíarleysis og mikils kostnaðar, en nú bjóðist mun ódýrari flutningur en áður hafi þekkst og þessi leið geti opnað margar dyr. Hún segir að Brett Arnason bjóði flutning á áfangastað í Kanada eða Bandaríkjunum fyrir nær helmingi lægra verð en tíðkast hefur. „Gangi þetta allt saman eftir hefur verið brotið blað í markaðs- setningu íslenska hestsins í Norður- Ameríku,“ segir hún, en flutnings- kostnaður til New York hefur verið um 2.500 dollarar á hest, um 250.000 kr., kostnaður fyrir hest í sóttkví hefur verið um 1.300 dollarar og síð- an hefur kostað á annað hundrað þúsund kr. að flytja hest frá New York til Kaliforníu, svo dæmi sé tekið. Að sögn Önnu Þóru fá selj- endur að meðaltali um 220.000 kr. á hest og samkvæmt því er útflutn- ingsverðmætið tæplega 20 milljónir króna. Um næstu helgi verður brotið blað í sögu útflutnings á hestum til Norður-Ameríku Tæplega 90 íslenskir hestar til Winnipeg EINN skæðasti dýrasjúkdómurinn hér á landi, garnaveiki, kom upp 200 sinnum í sauðfé, nautgripum og geitum á 187 bæjum á árunum 1989–2000, að því er fram kemur í Handbók bænda 2001. Þar af kom veikin upp í 33 til- vikum í nautgripum en aðeins tvisv- ar í geitum, annað skiptið í Hús- dýragarðinum í Laugardal þegar geit greindist þar með garnaveiki árið 1995. Í handbókinni er birtur listi frá 1. des sl. yfir bæi þar sem þessi dýra- sjúkdómur, sem algengastur er í sauðfé, kom upp frá árinu 1989. Fyrir það ár eru tilfellin 12 á þeim 24 bæjum þar sem veikin kom upp aftur og hjá öðrum dýrategundum. Á síðustu þremur árum hefur til- vikum garnaveiki fækkað töluvert, eða úr 22 tilvikum árið 1998 niður í 10 á síðasta ári. Flest voru tilfellin 40 árið 1991 á umræddu tímabili. Miðað við listann virðast Vestfirð- ir hafa sloppið við garnaveiki á þessu tímabili, að Strandasýslu meðtalinni, en sjúkdómurinn komið upp í flestum öðrum landshlutum. Sem fyrr segir hefur veikin greinst á 187 bæjum og eru langflestir þeirra í Skagafjarðarsýslu, eða 40, og Mýrasýslu, eða 36. Næstar koma Árnessýsla með 19 bæi, Snæfells- og Hnappadalssýsla 17, Kjósarsýsla 12 og S-Þingeyjarsýsla 12. Íslenskir bændur og dýralæknar hafa verið að kljást við garnaveiki allt frá árinu 1933 þegar sauðfé var flutt inn í landið frá Þýskalandi. Þá fylgdu einnig með sjúkdómarnir mæðiveiki og votamæði sem tekist hefur að útrýma. Markmið yfirdýralæknis að útrýma garnaveiki Garnaveikin getur sýkt öll jórt- urdýr og lýsir sér þannig að dýrin dragast upp og eru með niðurgang. Embætti yfirdýralæknis hefur lýst því markmiði yfir að útrýma eigi garnaveikinni en henni er haldið niðri með bóluefni sem hefur verið þróað á Tilraunastöð Háskóla Ís- lands í meinafræði á Keldum. Garnaveiki í jórturdýrum kom upp 200 sinnum á árunum 1989–2000 Tilfellum hefur farið fækkandi           ! "         !""# " $ $" ! !" # #"  " %&! %& %&' %&( %""%&" ÁFORMAÐ er að hefja skólahald á Borðeyri í haust, en þar hefur ekki verið skóli síðastliðin sex ár. Aug- lýst hefur verið eftir skólastjóra, en Gunnar Benonýsson, oddviti Bæj- arhrepps, segir að skólastarfið ráð- ist að miklu leyti af því hvernig gengur að ráða starfsfólk. Gunnar sagði að börnum hefði verið að fjölga í Bæjarhreppi að undanförnu. Nokkuð hefði verið um kynslóðaskipti í sveitinni og því ung börn á nokkrum bæjum. Hann sagði enn óljóst hvað margir árgangar yrðu í nýja skólanum, en ef byrjað yrði með 1.–.3 bekk yrðu sex nem- endur í skólanum. Börn í Bæjarhreppi hafa sótt skóla á Reykjum í Hrútafirði. Gunn- ar sagði að nokkur óvissa hefði ríkt um skólahald á Reykjum, en innan sveitarstjórnar Húnaþings hefðu verið uppi hugmyndir um að hætta rekstri skólans. Þá færu yngstu nemendurnir í skólann á Hvamms- tanga og þeir eldri á Laugarbakka. Gunnar sagði að við þá breytingu þyrfti að aka börnunum um 60 km í skólann og það væri ekki hægt að leggja það á yngstu börnin. Hann sagðist því telja það lífsspursmál fyrir þá sem byggju í Bæjarhreppi að skólahald hæfist að nýju á Borð- eyri. Gunnar sagði að ágæt aðstaða væri til skólahalds á Borðeyri. Skólahald hefst á Borðeyri að nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.